Tíminn - 19.01.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.01.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 19. janúar 1989 Tíminn 9 lllllllllllllllllllllllll LEIKLIST ... .-iiillllll!.. .illlll!l!|i" ..Illlllill.. ..III.. .IIHI!.. .Ill...illlllll!...Illll!...... Engin misgrip í Hafnarfirði Leikfélag Hafnarfjarðar: Allt i misgripum. Höfundur: William Shakespeare. Þýðandi: Helgi Hálfdanarson. Höfundar tónlistar: Hróðmar Sigurbjörnsson. Leikstjóri: Hávar Sigurjónsson. Leikmynd: Ragnhildur Jóns- dóttir. f>að þykist ég hafa séð að í Hafnar- firði séu góðir leikkraftar, en hitt er annað að þar í bæ hafa menn verið misheppnir með verkefni. Ekki þarf að finna að verkefnavalinu í þetta sinn. Enn er þess að geta að Hafn- firðingar hafa verið heppnir með leikstjóra. Hávar Sigurjónsson er ungur maður og ekki man ég í svipinn eftir leiksýningum sem hann hefur stýrt enda mun hann mest hafa starfað utan Reykjavíkur. Hann er því nokkuð vanur að vinna með áhugaleikhópum og virðist gera sér góða grein fyrir hvers má af þeim krefjast. Hvað um það, sýningin í Bæjarbíói í Hafnarfirði á Allt í misgripum á laugardagskvöldið var skemmtileg, fjörleg og áferðarsnot- ur að flestu leyti. Allt í misgripum er farsi, misskiln- ingskómedía. Tvíburar sem báðir heita Antifólus, annar í Efesus, hinn frá Sírakúsu, hafa fengið að þjónum tvíbura sem báðir heita Drómíó. Hvorir tveggja tvíburanna eru svo líkir að engir þekkja þá sundur, ekki einu sinni nánasta fólk. Ungir að aldri týnast tvíburar þessir hvorir frá öðrum því foreldrarnir lenda í skipbroti og verða viðskila, hvort um sig með einn tvíbura úr hvoru pari. Síðan gerist það að Antifólus í Sírakúsu leggur upp með þjón sinn í leit að bróður sínum, og síðan fer Egeon af stað að leita sona sinna. Hann er handtekinn í Efesus og verður tekinn af lífi nema hann geti greitt lausnargjald... Það er nú varla ástæða til að rekja efnisþráðinn frekar. Hann byggist á sífelldum misgripum á höfðingja jafnt sem þjóni sem veldur auðvitað megnasta misskilningi og vandræð- um, auk þess sem líf Egeons föður þeirra er undir því komið hvernig úr greiðist. 1 farsa ræður mestu að leikstjórinn finni leiknum nógu liðlegan stíl, hraðan og snarpan, takist að virkja leikhópinn svo að hvorki sé of né van. Þetta á auðvitað við allan leik, en alveg sérstaklega er farsinn við- kvæmur fyrir öllum mishljómi milli perónumótunar: hann nærist á hin- um spaugilegu aðstæðum þar sem, enginn á sviðinu veit hver er hver. Ahorfandinn má fyrir alla muni ekki fara áð brjóta heilann um neitt, heldur verður hann að hrífast með í hinum hraða flaumi atvikanna. Þetta tókst alveg bærilega í Hafn- arfirði. Að sönnu er það Ijóst að leikararnir eru misvel fallnir til að fullnægja kröfunum en leikstjórinn hefur ratað á hæfilega leið fyrir þá og sýninguna. Sumir leika raunar af meiri fítonskrafti en aðrir. Tökum skassið, Adríönu sem leikin er af Björk Jakobsdóttur. Þar þótti mér leikstjórinn ekki hafa gætt þess að tempra leikmáta hennar og látbragð. Einnig var ofstopi Antifólusar í Efesus, Davíðs Þórs Jónssonar, full- mikill, þar sem Antifólus frá Sirak- úsu, Halldór Magnússon, var þá í dauflegra lagi til samanburðar. Raunar hefði líka átt að reyna að gera gervi þeirra líkari, ef til vill með andlitsgrímu af einhverju tagi. Nefin sem sett voru á þjónana áttu mikinn þátt í að sætta áhorfandann við þau misgrip, því að vaxtarlag leikaranna í þeim hlutverkum er hreint ekki líkt. Mesta fjörið er annars í kringum þjónana, Drómíóana. í>á leika Lárus Vilhjálmsson, Drómíó í Efasus, og Karl Hólm, Drómíó frá SÍrakúsu. Lárus bar af, þar er góður gaman- leikari á ferð, en Karl skilaði sínu hlutverki á vel viðunandi hátt, eins og reyndar flestir gerðu. Annars kemur fjöldi leikara hér við sögu, ýmsir raunar í fleiri en einu hlutverki. Hins vegar hefur leikstjór- inn ekki farið þá leið sem stundum mun farin, að láta sömu leikarana fara með hlutverk tvíburanna. Greini- legt er að það háir nokkuð leik- flokknum að fólkið er á svipuðum aldri, langreyndir leikarar virðast fáir. Ég nefni valdsmanninn sjálfan, furstann, sem Erlendur Pálsson leik- ur. Þar hefði verið þörf á nokkru eldri og myndugri leikara. Sömuleið- is má segja þetta um Egeon, Hall- grím Hróðmarsson, og Emilíu, Svanhvíti Magnúsdóttur. Eiríkur Smári Sigurðarson var býsna góður í hlutverki gullsmiðsins. Steinunn Hildigunnur Knútsdóttir vakti sér- staka athygli mína í hlutverki Lús- íönu og samleikur þeirra Halldórs Magnússonar var með skemmtilegri atriðum sýningarinnar. Hávar leikstjóri talar í leikskránni um það að hægt sé að fara tvær meginleiðir að þessu verki: „Það er hægt að nálgast það sem hreinan ærslaleik þar sem sprellið skipti höfuðmáli. Svo er einnig hægt að vera alvörugefnari og leggja áherslu á einstakar persónur og jafnvel sjá verkið sem hreinan terror, þar sem örlög Egeons og örvilnan Antifólus- anna er þungamiðjan. Þessa leið fer ég ekki og er henni ósammála því mér finnst farsinn skipta mun meira máli. Mér finnst fyrri leiðin henta okkur vei.“ Þetta er vitaskuld rétt, og ég efast raunar um að „seinni leiðin“ hafi í rauninni komið til álita við þessa sýningu. Til að valda slíku þyrfti vissulega þaulreynda atvinnu- leikara. En sú leið sem Hávar fer hentar sem sagt vel og skilar skemmtilegri sýningu. - Leikmyndin er giska einföld, enda haft eftir leikmyndasmið í skránni að hann (hún) líti á „sviðsmynd sem hlutlaust hjálpartæki við flutning leikverks en ekki eitt af stærstu atriðunum. Þess vegna aðhyllist ég látlausar og ein- faldar sviðsmyndir svo þær dragi ekki athyglina frá því sem er að gerast á sviðinu. „Þetta er skynsam- legt viðhorf, nema að hjálpartæki er auðvitað aldrei hlutlaust. Manni finnst að það hefði mátt gera meira fyrir leikmyndina. Tónlist Hróðmars Sigurbjörnssonar, í Elísabetar-stíl, féll ágætlega að sýningunni, og flautuleikarinn, Petrea Óskarsdótt- ir, átti góðan þátt í að veita sýning- unni skemmtilegan blæ. Hér eru ótaldir ýmsir leikarar í smærri hlutverkum sem ekki er ástæða til að fara sérstökum orðum um. Ég tel eiginlega ekki heldur ástæðu til að hafa uppi venjubundið lof um þýðingu Helga Hálfdanarson- ar, en hins vegar finnst mér rétt að bera lof á leikstjórann fyrir að hafa lagt rækt við textaflutning sem yfir- leitt var góður. Leiktextinn er með eindæmum lipur og liðlegur í ís- lenskri gerð Helga, ef til vill nýtur hann sín enn betur í gamanleikjum Shakespeares en harmleikjum, svo hefur mér fundist á undanförnum árum þegar ég hef séð Shakespeare- sýningar af ýmsu tagi. Mér skilst að misjafnlega gangi að sannfæra leikhúsgesti um að Shak- espeare sé „citthvað fyrir þá“. Ekki trúi ég öðru en Hafnfirðingar átti sig fljótt á því að nú er þeim boðin hin ágætasta kvöldskemmtun í Bæjar- bíói - og fólk úr nágrannasveitarfé- lögum mætti gjarnan leggja leið sína í Fjörðinn á næstunni og njóta þess sem fram er reitt af hinu unga og fríska fólki í Leikfélagi Hafnarfjarð- ar. Gunnar Stefánsson UM STRÆTI OG TORG KRISTINN SNÆLAND Eins org stðar kemur fram í pistli þessum, var ég nýlega á ferð í Borgarnesi. Sem ég var þar í Kaupfélaginu rifjaðist upp fyrir mér er ég stóð þar eitt sinn dolfall- inn fyrir framan eina hilluna í búðinni. Ég hafði sumsé verið sendur til þess að kaupa efni til að hreinsa með bökunarofninn heima. Mér var vísað á umrædda hillu og þar blöstu við einar fimm til sex tegundir af þessum undra- efnum „Oven stick“. Samkvæmt leiðarvísum áttu öll þessi efni að hreinsa ofninn minn auðveldlega og undrafljótt. Ég höndlaði þarna a.m.k. tvær tegundir og hófst síðan handa er heim kom, því það er í mínum verkahring að hreinsa bökunarofninn. Með þessum undraefnum, sprautaði ég, krafs- aði og skóf en verð að játa að þrátt fyrir mikið erfiði varð árangurinn aðeins sæmilegur en ég lét þó kyrrt. Eigi löngu síðar átti ég erindi á sveitabæ í Hvítársíðu og sagði þar frá þessum fimm til sex tegundum af undraefnum, sem dæmi um íburðarmikinn innflutn- ing. Jæja er þetta virkilega sagði húsfreyjan, ég nota nú bara græn- sápu frá Frigg og þú mátt sjá ofninn minn. Eg leit í ofninn sem var nokkuð kominn til ára sinna og sjá, hjá blessaðri konunni var ofn- inn gljáandi og hreint eins og nýr. Mér var brugðið, ekki síst þegar ég hugsaði til ofnsins míns og allra þessara tegunda af undra hreinsi- efnum. Enn tuttugu árum síðar er ég hugsi. Erum við ekki um of ginnkeypt fyrir allskonar útlendu „Oven stick“, þegar jafnvel ódýr íslensk grænsápa frá Frigg eða Sjöfn væri miklu betri kostur. Mér þótti a.m.k. betra að konan í Hvítársíðunni sá ekki ofninn minn. Keðjufæri Eins og þegar hefur komið fram var ég nýlega á ferð í Borgarnesi á leið vestur á Hellissand. Fyrir brottför úr Reykjavík leitaði ég vandlega á bensínstöðvum að þver- böndum í keðjurnar mínar - án árangurs. Þverböndin fékk ég loks í sérverslun á Smiðjuveginum en þá vantaði mig keðjutöng. í þeirri verslun voru aðeins til stórar tangir, svona fyrir stærri keðjur en fólksbílakeðjur. Keðjutöng hlyti „OVEN STICK" þá að fást á bensínstöðvunum sem þjónusta bíláeigendur vel, t.d. með sælgæti, leikföng, veiðistengur, öl, gos, tóbak og jafnvel margskonar gjafavörur og nú að vetri hlytu þeir að eiga keðjutöng. En þrátt fyrir að ég þræddi bensínstöðvarnar í Reykjavík fannst engin töngin, ekki heldur á bensínstöðvunum í Mosfellsbæ. Þráttfyrirþessarhrak- farir sagði ég fjallgrimmur við frúna, jæja ég kaupi þá bara töng- ina í Borgarnesi, Þar fór ég í allar verslanir sem ætla mætti að ættu töngina góðu, m.a. verkfæradeild kaupfélagsins og bensínstöðvarn- ar. Hjá B.P. úti í eyju var smá skrap til af keðjuvörum en engin töngin. Hjá B.T.B. í eyjunni var stóra töngin til. Það var svo loks hjá Birni Arasyni í Shell skálanum sem fólksbílatöngin fékkst svo og nokkuð úrval þverbanda í keðjur. Ég var satt að segja farinn að óttast að Borgnesingar ætluðu að bregð- ast væntingum mínum enda spurði Hölli í gúmmíþjónustunni mig hvað ég ætlaði að gera með keðjur. Ég upplýsti hann um það, að ég vildi, líkt og maðurinn um árið sem ekki var bráðfeigur og velti í hálku út í móa, geta sett keðjurnar a.m.k. á þegar bíllinn væri kominn á hvolf. Það væri skemmtilegra ef einhver kæmi að. í ferðinni fór r>>vnHur cvo að é.p festi í skafli á Fróðárheiði, en á nokkrum mínút- um setti ég keðjurnar á og komst hjálparlaust og auðveldlega yfir heiðina. Ég vil svo geta þess svona í lokin að ég vona að bensínsölurn- ar á höfuðborgarsvæðinu gæti þess vandlega að láta ekki vanta sælgæti eða gos í hillurnar. Garðabær Ekki veit ég hver er veghaldari Hafnafjarðarvegar í Garðabæ. Það sem ég vil fjalla um hér, eru umferðarljósin þar, að næturlagi. Nú er það svo að ljósin við>Vífils- staðaveg og í Engidal blikka gulu að næturlagi, en Ijósin þar á milli, við Lækjarfit eru virk allan sólar- hringinn. Þessi háttur er trúlega hafður á til þess að liðka til fyrir umferð en jafnframt til þess að ná örlítið niður umferðarhraðanum. Nú cr það að athuga að frá því seint að kvöldi til snemma morguns er yfirleitt ekki saltað þó hálka sé á. Því geta virk Ijós við Lækjarfit komið ökumanni sem kemur sunn- an að, illa á óvart, nýbúnum að fara hjá tvennum eða þrennum blikkandi umferðarljósum. í mik- illi hálku geta hemlunartilraunir í brekkunni niður að Ijósunum orðið til þess að ökumaður missi vald á bíl sínum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ökumenn sem koma þvert að þessum ljósum eiga hins- vegar auðvelt með að stöðva. Þarna ætti einfaldlega að breyta, láta Ijósin við Lækjarfit blikka en hafa Ijósin við Vífilsstaðaveg virk. Þar fyrir utan, ættu þeir ágætu veghaldarar sem láta umferðarljós- in blikka gulu að næturlagi að breyta til. Slökkva Ijósin alveg þennan tíma en láta þess í stað kvikna á litlum Iömpum sem lýstu upp biðskyldumerkin sem eru á öllum þessum gatnamótum. Senni- lega er það rétt að orsök óhappa megi rekja til gulu blikkandi Ijós- anna, en þá trúlega vegna þess að þau hafa dregið augu ökumanns frá því að veita biðskyldumerkjun- um athygli og því ætlað yfir gatna- mótin með almennum umferðar- rétti. Veghaldarar sem látið gul ljós blikka, athugið að í staurunum er rafmagn og biðskyidumerkin eru til staðar. Það vantar bara nokkra litla hvíta lampa, kveikið á þeim og hættið gula blikkinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.