Tíminn - 19.01.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.01.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 19. janúar 1989 Tíminn 5 Nýjung sem hugsanlega kemur í veg fyrir fólksflótta af landsbyggðinni: VERDUR VÍK í MÝRDAL FYRSTA TÖLVUÞORPID? Allt virðist nú benda til þess að Vík í Mýrdal verði fyrsta tölvuþorpið á íslandi. Með tölvuþorpi er átt við að íbúarnir læra á tölvur og hagnýta sér ritvinnslu og gagnavinnslu til að vinna aðsend verkefni frá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum, en íbúarnir vinna þessi verkefni heima hjá sér. I þorpinu er til staðar tölvu- og samskiptamiðstöð sem heldur utan um starfsemi þorpsbúa, viðheldur samböndum og útvegar ný verkefni. Geta má þess að Guðni Ágústsson þingmaður Framsóknarflokksins hefur nú í undirbúningi þingsályktunar- tillögu sem hefur það að markmiði að auðvelda þorpum að koma á fót slíkri tölvumiðstöð. í Vík í Mýrdal hefur verið hafist handa við að koma tölvumiðstöð af þessu tagi á fót. Þann 1. janúar s.l. var stofnað fyrirtækið Víst s/f. Að- standendur fyrirtækisins eru þeir Páll Pétursson og Guðmundur P. Guðgeirsson, en Páll átti áður fyrir- tækið Víkurbókhald og starfsemi Víst s/f er enn sem komið er bundin við þau verkefni sem það fyrirtæki hafði áður. Upphaf þessa fyrirtækis má rekja til þess að Jón Erlendsson hjá Upp- lýsingaþjónustu Háskólans sem hef- ur verið í sambandi við Telecottage International sem eru alþjóðasam- tök tölvuþorpa, benti Reyni Ragn- arssyni formanni atvinnumálanefnd- ar í Vík á þennan möguleika og hann kom síðan þeim Guðmundi og Páli á sporið. Starfsemin kynnt I viðtali við Pál Pétursson kom fram að þessa dagana er unnið að því að kynna starfsemina fyrir ýms- um fyrirtækjum og stofnunum á höfuðborgarsvæðinu. Páll sagði að þau verkefni sem fyrirtækið gæti tekið að sér væru t.d. gagna- og ritvinnsla, bókhald og jafnvel bæk- lingagerð. „Þeir sem við höfum kynnt þetta eru allir mjög hrifnir af þessari hugmynd og sýna þessu mik- inn áhuga, bæði yfirmenn í stofnun- um og ýmsir þingmenn. Nefna má sem dæmi að við höfum hugsað Kynningarmynd nr nýjasta túnaríti Samtaka tölvuþorpa (TCI).Dsemigert norrscnt tölvnþorp. okkur að fyrirtæki gætu nýtt sér þessa þjónustu þegar álag er mikið í starfsemi þeirra.“ Tækjakaup við svona fyrirtæki verða þó nokkur, en svona viðskipti fara aðallega fram í gegnum telefax eða módem, einnig verður fyrirtækið að hafa öflugar tölvur sem ráða við stærri verkefni. f þingsályktunartil- lögunni sem nefnd var hér að framan er m.a. gert ráð fyrir því að ríkið styrki tölvuþorpin m.a. með því að Póstur og sími veiti ákveðinn afslátt af fjarskiptunum. Eins og áður hefur komið fram eru til alþjóðasamtök tölvuþorpa og ætla forsvarsmennirnir í Vík aðsetja sig í santband við þau samtök. Á Norðurlöndunum eru nú um 30 tölvuþorp. Fyrir utan Norðurlöndin er þegar farið af stað með þessa hugmynd í Bretlandi, Frakklandi og Hollandi og athuganir eru hafnar í Portúgal og Grikklandi. f Bandaríkjunum hefur Long Island-háskóli beitt sér fyrir kynningu á þessari hugmynd að tölvuþorpum víða í Asíu og Áfríku, með það að markmiði að tryggja að tölvubyltingin fái notið sín samstiga eðlilegri byggðaþróun. -KB/SSH Bankaeftirlitið vegna samráðs ríkisbankanna um vaxtakjör: Kæra Verslunar- ráðs án tilefnis „Bankaeftirlit Seðlabanka fslands telur að umræddur fundur geti ekki talist samráð í skilningi 22. greinar laga nr. 86 frá 1985 um viðskipta- banka. Ekkert liggur fyrir um að ríkisvið- skiptabankamir hafi eða muni sam- ræma ákvarðanir sínar um vexti eða þjónustugjöld. Verði það hins vegar gert, er það sjálfstætt athugunarefni hvernig staðið var að þeirri ákvarð- anatöku," sagði Þórður Ólafsson forstöðumaður Bankaeftirlitsins í gær. Þórður sagði að þetta væri í höfuð- atriðum svar Bankaeftirlitsins við fyrirspurn Verslunarráðs varðandi fund þriggja ráðherra með fulltrúum stjórnarflokkanna í bankaráðum ríkisbankanna. Verslunarráð taldi að um samráð hefði verið að ræða um það að hækka ekki vexti ríkisbankanna enda hefðu ráðherrarnir beint því til bankaráðsmannanna að hækka ekki vextina. Talsmaður Verslunarráðs, Vil- hjálmur Egilsson, hefur sagst telja að með fundinum hefði verið brotin 22. grein laga um viðskiptabanka en í greininni segir að við ákvörðun vaxta og þjónustugjalda væri við- skiptabanka óheimilt að hafa samráð við aðrar innlánsstofnanir. Meðal löglærðra bankamanna er áðurnefnd 22. grein bankalaga túlk- uð þannig að hún sé sett til að auka hagkvæmni í rekstri og stuðla að samkeppni milli banka og sparisjóða og að þeir taki vaxtaákvarðanir eftir því hver rekstrarstaða þeirra er. í bankaráðin er kosið eftir póli- tískum línum til að gæta pólitískra hagsmuna að vissu marki og um réttmæti þess megi út af fyrir sig deila. Hins vegar segja bankamenn að bankaráðin taki ekki við skipun- um ofan frá, hvorki frá alþingis- mönnum eða einstökum ráðherrum, heldur séu sjálfstæð í ákvörðunum sínum og beri enda ábyrgð sem slík. -sá Vandi loðdýrabænda væntanlega tekinn fyrir á ríkisstjórnarfundi í dag: Eiginfjárstaða neikvæð um 50% Eiginfjárstaða loðdýrabænda er nú neikvæð um tæp 50% og er fjöldi búa nálægt gjaldþroti. Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórnina tillögur til lausnar á vanda loðdýrabænda í landinu, sem væntanlega verða teknar fyrir á fundi hennar í dag. Þar er gert ráð fyrir að útvegaðar verði 67 miHjónir í sérstakan sjóð er hafi það hlutverk að jafna út sveiflur er verða á skinnaverði. Allt að 70 milljónum verði varið til búháttabreytinga, til að auðvelda refabændum að breyta yfir í mink. Eftir að þessar búháttabreyting- ar verða um garð gengnar er reikn- að með að refabændur í landinu verði 50-60 talsins, en eins og komið hefur áður fram í Tímanum var refabændum boðinn 10.000 króna styrkur á hverja refalæðu annað hvort sem rekstrarstyrkur, eða til þess að skipta úr ref í mink. Fjármagninu sem landbúnaðar- ráðherra vill útvega til verðjöfnun- ar yrði útdeilt í gegnum fóðurverð, á þann hátt að fóðurverð yrði greitt niður um 3,5 kr. kílóið. Þetta mundi lækka fóðurverð til muna, en nú er meðalverð á kílói af loðdýrafóðri 12-13 krónur á kg og nái þessar hugmyndir fram að ganga mun það lækka kílóverð í á milli 9 og 10 kr. Einnig er lagt til að undirbúin verði lög um verð- jöfnunarsjóð er taki til starfa á næsta ári og að söluskattur af fjárfestingum fóðurstöðva verði endurgreiddur, en slík heimild hef- ur verið í fjárlögum á undanförn- um árum. Þetta er hvort tveggja samkvæmt tillögum frá Sambandi íslenskra loðdýraræktenda er þeir lögðu fram þann 12. des. á síðasta ári. Staðan er verulega erfið hjá loðdýrabændum og samkvæmt út- tekt sem forsætisráðuneytið lét vinna á síðustu mánuðum ársins 1988 er eiginfjárstaðan í loðdýra- rækt orðin neikvæð um 49% og heildarskuldir allra búa á landinu eru nú áætlaðar um 200 milljónir. Vandi minka og refabænda hefur verið til umfjöllunar hjá stjórn- völdum um nokkurt skeið og á þeim biðtíma hafa margir refa- bændur verið komnir á fremsta hlunn með að gefast upp og slátra öllum sínum dýrum og bjóða upp skinnin á næsta uppboði. Refa- bændur hafa á síðustu árum tapað á sinni framleiðslu og er ekki útlit fyrir að markaðsverð refaskinna breytist á næstunni. Afkoma minkabænda hefur verið betri, en þó farið versnandi að undanförnu en minkaskinn féllu í verði á síð- asta uppboði í desember og er búist við að verð fari lækkandi út þetta ár. . -ág

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.