Tíminn - 19.01.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.01.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 19. janúar 1989 Fvrstu lömb ársins 1989 Fyrstu lömbin í Skagafirði og að öllum líkindum á öllu landinu litu dagsins ljós á bænum Enni í Hofs- hreppi fyrirskömmu. Fegar heimilis- fólk kom til gegninga 4. janúar sl. höfð tvær litlar gintbrar bæst í kind- ahópinn á bænum. Fað var húsfreyj- an, Hugljúf Pálsdóttir sem þarna varð óvænt tveimur kindunt ríkari. Ærin sem bar verður 3ja vetra í vor, hún bar einu lambi á hefðbundnum tíma sl. vor og gekk lambið með henni til hausts. ÖÞ - Fljótum Kindin Laufa á Enni í Hofshreppi með gimbrarnar sínar, önnur er grábotnótt en hin svargolsótt. Á myndinni er einnig eigandinn, Hug- Ijúf Pálsdóttir. Tímamynd: OI’ Stjórn kórs Langholtskirkju á blaðamannafundi sem haldinn var í gærdag. F.v. Erna Þórarinsdóttir, Halldór Torfason, Jón Stefánsson stjórnandi kórsins, Sigrún Stefánsdóttir, Pctur Guðlaugsson og Þor- valdur Fiðriksson. lí.nam,nd: Árni Bjarna Tónleikaferö kórs Langholtskirkju til ísraels: fslendingar færa ísraelum Messías Kór Langholtskirkju hefur þegið boð um að syngja óratoríuna Mess- ías eftir Hándel í ísrael á fernum tónleikum í mars næstkomandi. Boðið kemur fyrir milligöngu samtakanna Konsert World sem sjá um að skipuleggja tónlistarhátíðir um allan heim. „Þetta eru alþjóðleg samtök í eigu gyðinga sem teygja anga sína út um alla veröld," sagði Jón Stefánsson stjórnandi kórsins. Hann bætti því við að ef vel tækist til með tónleik- ahaldið gæti þetta opnað þeim mikla möguleika á alþjóðavettvangi. Kór Langholtskirkju hefur flutt Messías þrettán sinnum á tónleikum og þekkja það því nokkuð vel. Eða eins og meðlimir stjórnar kórsins sögðu er Tíminn ræddi við þau „þá kann stór hluti kórsins verkið utan að. Við byrjun æfinga fór því heldur betur um nýrri meðlimi þegar brun- að var í gegn.“ Það að kórinn skuli flytja einmitt þetta verk í ísrael er út af fyrir sig mjög merkilegt. „Fyrrihluti verksins fjallar um atburði gamla testament- isins sent er trúarbók gyðinga. Við- fangsefni síðari hlutans er aftur nýja testamentið sem segja má að sé andstætt trúarbrögðum gyðinga þar sem þeir viðurkenna það ekki. Þeir eru þó mjög opnir hvað varðar tónlistarflutning eins og þetta dæmi sýnir ljóslega," sagði Jón. Rehovot chamber orchestra er ung metnaðarfull kammersveit sem stendur fyrir tónleikahaldinu. Kórmeðlimir þurfa sjálfir að fjár- magna ferðina en auglýsingastarf- semi, salir og hljómsveit auk launa einsöngvara er allt greitt af aðstand- endum tónleikanna erlendis. Auk þess mun ýmis konar fyrirgreiðsla standa kórnum til boða varöandi kynnisferðir og annað. Ætlunin er að reyna að safna því fé sem upp á vantar með ýmiss konar starfsemi til að mynda harðfisksölu. Þá verður endurvakinn karlakórinn Stjúpbræður. Þeir nutu mikilla vins- ælda fyrir nokkrum árum og standa vonir til að svipað verði uppi á teningnum nú. Stjórnarmeðlimir vona hið besta varðandi fjáröflunina en benda á að „þetta er afskaplega stuttur fyrirvari. Venjulega eru tekin hátt í tvö ár til að safna upp í ferð sem þessa. Við höfum aðeins tvo mánuði.“ Mun því einnig verða leitað eftir styrkjum utanaðkomandi aðila, einstaklinga eða fyrirtækja. Stefnt er að því að kostnaður hvers kórfélaga verði ekki nteiri en tuttugu þúsund krónur. „Ástæða þess að við treystum okkur til að takast þessa ferð á hendur er að við stöndum réttum megin við núllið í uppgjöri síðasta árs sem er miklu betri staða en verið hefur undanfarin ár.“ Alls mun hópurinn sem fer verða um áttatíu manns. Ætlunin hafði verið að fara í tónleikaferð um landið á þessu ári en hún mun óhjákvæmilega frestast nokkuð. Einnig verður að fresta fyrirhugaðri tónleikaferð til Bret- lands sem fara átti að vori kontandi árs. En svona tækifæri bjóðast ekki á hverjum degi þannig að annað- hvort er að hrökkva eða stökkva. jkb Steinullarverksmiðjan kynnir hávaðamengunarvarnir: Hljóð verður að varmaorku Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki hefur gefið út þann þriðja af bæklingum sem kynna eiga kosti steinullarinnar hvað varðar hitaeinangrun, brunavarnir og hljóðeinangrun. En komið hefur í Ijós að hávaðamengun er víða óviðunandi. Heyrnartjón af völdum hávaða er einn algengasti vinnusjúkdómur hér á landi. Samkvæmt könnun er vinn- ueftirlit ríkisins lét gera á árunum 1987-1988 er hávaðamengun 74% málmiðnaðarfyrirtækja er athuguð voru óviðunandi. Á blaðamannafundi í gær kynntu forsvarsmenn Steinullarverksmiðj- unnar á Sauðárkróki og fulltrúi Rannsóknarstofnunar byggingariðn- aðarins kosti steinullar sem hljóðein- angrandi efnis. Steinullin hefur þá náttúrulegu eiginleika að soga í sig hljóðorku og umbreyta henni yfir á orkuform varma. Hún nýtist því vel til hljóð- einangrunar en einnig til að stýra hljómburði salar eða minnka endur- óm hans. Þessir eiginleikar nýtast einnig vel við hljóðeinangrun léttra veggja og gólfa, í loftræstikerfum og fleira. Við markaðssetningu og kynningu steinullarinnar hafa verið gefnir út þrír bæklingar varðandi notkun hennar. Sá fyrsti fjallaði um hitaein- angrandi eiginleika, annar um brunavarnir og sá þriðji um hljóðein- angrun. „Þetta kynningarrit er einkum ætl- að hönnuðum og arkitektum en í bígerð er að gefa út annað sem höfðar meira til hins almenna not- anda. Þá hafa forsvarsmenn Iðnskól- ans látið í Ijósi áhuga hvað varðar notkun bæklingsins við kennslu,“ sagði Einar Einarsson framkvæmda- stjóri Steinullarverksmiðjunnar. Bæklingnum er skipt í níu kafla þar sem meðal annars er fjallað um hljóðísog, hávaðavarnir, hönnun og val byggingarhluta auk fleiri atriða. Einn höfunda hans, Steindór Guð- mundsson verkfræðingur frá bygg- ingareftirliti ríkisins kynnti efni hvers kafla á fundinum í gær. Hann fjallaði einnig sérstaklega um kosti notkunar steinullar frekar en plasts hvað hljóðeinangrun varðar. Að lokum greindi hann einnig frá könn- un sem í gangi er á vegum byggingar- eftirlitsins varðandi hljóðeinangrun- arvandamál í fjölbýlishúsum. Þess- ari könnun hefur þó seinkað nokkuð vegna fjárskorts en búist er við að að minnsta kosti hluti niðurstaðna verði birtur fljótlega. Heildar framleiðslumagn steinull- arverksmiðjunnar voru ein 4350 tonn á síðasta ári. Af því var tæpur þriðjungur 1200 tonn flutturút mest- megnis til Færeyja og Finnlands. jkb Endurnýt- ing einnota umbúða í kvöld munu Náttúruvernd- arráð íslands og Landvernd gang- ast fyrir almennum kynningar- fundi um einnota umbúðir. Fundurinn verður haldinn í Odda klukkan 20:30. Notkun einnota umbúða hefur færst mjög í vöxt hvarvetna á Vesturlöndum og er mengun af þessunt völdum mörgum áhyggjuefni. Talsverð undirbúningsvinna hefur verið lögð í fyrirhugaða söfnun og endurnýtingu umbúð- anna hérlendis. En í því máli hafa Hollustuvernd, Náttúru- verndarráð og Landvernd haft samvinnu sín á milli. Svíar hafa staðið frantarlega á þessu sviði og mun einn frummæ-. lenda fundarins Jörgen Sallenhag skýra frá reynslu þeirra í þessum efnum. Að erindum frummælenda loknum eru fyrirhugaðar almenn- ar umæður varðandi efnið. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.