Tíminn - 19.01.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.01.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 19. janúar 1989 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Póstfax: 68-76-91 Naglasúpan „Jeg har været í London og Liverpool og Hull,“ stendur í gömlum slagara, sem hefur rifjast upp síðustu daga með óvæntum hætti vegna þrálátra frétta af fundahöldum þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar. Upphaflega áttu þetta að vera fundir, þar sem rædd yrði sameining Aþýðuflokks og Alþýðu- bandalags frammi fyrir alþýðu manna, en sá boðskapur hefur horfið í skuggann fyrir skringi- legum uppákomum til skemmtunar heimamönn- um, og má segja að árangur þessara funda felist einkum í skemmtigildinu. Þeir félagar hafa nú komið fram á ísafirði, Akranesi og Selfossi og hefur hvarvetna vakið fögnuð að komast í tæri við stórmennin. Ekki er að heýra á fjölmiðlum, að sameiningarmálin hafi verið rædd, enda eflaust lítill áhugi á þeim. Þá hafa ékki komið fram neinar marktækar hug- myndir frá þeim félögum um næstu skref sósíal- ismans á íslandi, hvort heldur hann nær að sameinast eða ekki. Ekki hefur þeim heldur gefist tími til að ræða það alvarlega efnahagsástand, sem nú þjakar þjóðfélagið, enda þykir það víst ekki skemmtiefni. En þeir hafa verið duglegir að kallast á við fundargesti, eins og sjá mátti á fundinum á ísafirði, þar sem Halldór Hermanns- son stal senunni. Hann sat á svölum uppi og nokkru hærra en málflytjendur og hafði hljóð- nema í hendi. Líklega hefur Ámundi komið honum fyrir á besta stað fyrst bomburnar og blysin bárust ekki vestur vegna veðurs. Fundaferð þeirra Jóns Baldvins og Ólafs Ragn- ars er vísast tímanna tákn. Hins vegar er ljóst að hin brýnni vandamál fást ekki rædd á þessum fundum foringjanna. Þeir hafa valið þann kostinn að vera til skemmtunar í dreifbýlinu, og má svo sem segja að fólki sé ekki of gott að njóta nokkurrar skemmtunar í skammdeginu. En ósköp ætlar árangurinn að verða lítill, fyrst fundarmenn eru engu nær um sameiningu A- flokkanna, og engu nær um lausnir á þeim vandamálum, sem eru að sliga þjóðfélagið. En þeir félagar lifa vel í fjölmiðlum út á þessa fundi, einkum ef í salnum finnast menn sem nenna að skattyrðast við þá um margvíslegt fáfengi. Það er að vísu ekki stórbrotið viðfangs- efni, en það hentar og ber þann árangur að menn eru í sviðsljósinu. Þeir sem sitja bundnir á höndum og fótum út af kjörum sínum geta að vísu ekki étið sviðsljósið, en ljóminn af hinum sósí- ölsku bræðrum minnir þó alltént á, að þarna fara menn sem ætluðu að ræða stóra hluti og vinna þrekvirki í sameiningarmálum. En af fundunum verða varla sögð stærri tíðindi en svo sem eins og af einni naglasúpu. Illlllli!!! GARR! ' Á M-NÚMERI f fyrradag varð Garri fyrir tilvilj- un áheyrandi að einum af þessum þáttum á „frjálsu“ útvarpsstöðvun- um þar sem fólk hringir inn og segir skoðun sína á hinu og öðru. Þar hringdi reykvisk kona sem lýsti mcgnustu óánægju sinni með nýju bílnúmerin. Ástæðan var sú að núna gæti hún ekki lengur séð hverjir væru á utanbæjarbílum í umferðinni í höfuðborginni. Þetta rifjaði upp fyrir Garra dálitla sögu. Einu sinni hitti hann góða vinkonu sína scm er bæði borin og barnfæddur Keykvíkingur og þess utan ágætur ökumaður. Svo vildi til að hún var um tíma á bíl með M-númcri. Hún hló mikið að því að þann tíma hefði verið margfalt meira flautað á sig hér í umferðinni heldur en á meðan hún var á sínum cigin bíl. Það var greinilegt að ökumenn héldu upp til hópa að sá sem ók á utanbæjar- númeri væri fávís, fákunnandi og hinn mesti rati í Reykjavíkurum- ferðinni. En hvað sem ntenn vilja annars segja um nýju númerin þá á annað eins og þetta að vera úr sögunni með tilkomu þeirra. Hálkan í umhleypingunum undanfarið hafa margir ökuinenn rekið sig á þann vanda sem hálkan skapar, og cr reyndar skemmst að minnast hörmulegra slysa sem orðið hafa af hennar völdum. Það er ganialt og gott ráð, sem enginn er of góður til að hafa í huga, að í hálku dugar ekkert annað en að aka bara nógu hægt og varlega. Menn gæta oft ekki að því að með bundnu slitlagi er síður cn svo tryggt aukið öryggi í vetrarumferð. Jafnvel er ekki hrennt fyrir að í liálku geti gönilu malarvcgirnir stunduin verið öruggari en hinir nýju. En þó að hámarkshraöinn sé kannski níutíu þá þýðir ekkert að aka svo hratt í hálku. Þá verða menn að slá af. Þetta minnir aftur á naglana sem mikill áróður er núna rekinn gegn Ililllllllll VÍTT OG BREITT lllilli iililllllliilllllllll llllllllllllllllllllllllllliiill! illllliilllllllliil! Öf ugir Síamstvíburar allaböllum, sem eru svamlandi í pólitísku tómarúmi og sjá hvergi til stranda, en formaður þeirra hættur að sjá mun á A-flokki og A-banda- lagi. Vel má vera að formönnunum takist að hræra hugsjónum sínum og stefnumálum svo saman að þær verði samvaxnar eins og Sjang og Eng, og varla sjálfbjarga. Þá er líka hætt við að skyldulið þeirra kæri sig lítið um sambúð, hvernig svo sem höfuðpaurarnir sækja í ráðahaginn. Skipt um hlutverk Þegar upp er staðið er allt þetta til gamans gert. Samvöxnu tvíbur- arnir í Iðnó eru leystir sundur í lok sýningar og hnýttir saman aftur þegar næsta sýning hefst. Þegar rauðu ljósin eru slökkt í leikhúsum landsbyggðarinnar hætta Jón Baldvin og Ólafur Ragn- ar við að gerast Síamstvíburar og fara að stjórna flokkum sínum sitt í hvoru lagi. En allt er nú orðið óöruggt og önugt innan þeirra kærleiksheimila vegna þess að farið er að rugla þeim Sjang og Eng saman og enginn man lengur hvorn langar til að vera hver. En ullt er þetta í góðu lagi á meðan þeir Sjang og Eng í Iðnó fara ekki að fá neinar Hugmyndir um að þeir eigi að fara að leika félagana Ólaf Ragnar og Jón Baldvin. Nóg er ruglið samt. OÓ Blöðin gera góðan róm að nýj- asta uppátæki Leikfélags Reykja- víkur sem er að setja á svið þá Sjang og Eng, samvöxnu tvíburana frá Síam. Gagnrýnandi Tímans talar um tvíeina manneskju, en hinir frægu tvíburar voru ólíkir persónuleikar þótt líkamar þeirra væru samvaxnir. Og þeir bættu gráu ofan á svart með því að kvænast ólíkum konum, þótt systur væru. Síamstvíburarnir voru hafðir til sýnis í sirkus og örlögin höguðu þvi svo að þeir voru aldrei aðskildir þótt til hafi staðið. Miðað við eineina manneskju var ástalíf þeirra flókið og erilsamt. Meira um það í Iðnó. Á rauðu ljósi nefnist annað leik- verk sem ferðaleikhúsið sétur upp hér og hvar. Það fjallar um öfuga Síamstvíbura, tvær persónur sem langar til að samsafnast í eina, sem er jafnvel enn erfiðara viðfangs en að aðskilja samvaxna tvíbura. Öllum skemmt Þá Jón og Ólaf langar einhver ósköp til að vera Sjang-Eng, en auk þess að vera á fjölunum í Iðnó er gerð tilraun til að setja upp samvaxna krataflokka í skemmt- anahúsum landsbyggðarinnar í skini rauðra blysa og flugelda. Af öilu því er hin besta skemmtun, sem fjölmiðlað er til þjóðarinnar. Auðvitað trúir því ekki nokkur maður að þeir Jón og Ólafur verði nokkru sinni tvíein manneskja, vaxi saman eins og Síamstvíburar og búi svo til skiptis á sitt hvorri konunni, eins og í Iðnóuppfærsl- unni. En leikgleðin verður að hafa sinn gang og er öllum vel skemmt nema þrumu lostnum krötum, sem vita ekki hvað dunið hefur yfir flokkinn þeirra og ískrandi illum í Reykjavfk. Það gelur vel verið að á saltboraum aðalgötum í innan- bæjarakstri í Reykjavík sé það i besta lagi að aka um naglalaus. En strax og út fyrir borgina er komið breytist þetta. f hálku á þjóðvega- kerfinu utan þéttbýlisins verður því ekki neitað að mikið öryggi er að nöglunum, ef þeim er rétt beitt. Ef menn hafa látið undan áróðr- inum um að aka naglalausir innan Reykjávíkur þá verða þeir þess vegna að gæta sín sérstaklega þegar þeir fara út úr borginni. Við sumar aðstæður duga ónegld snjódekk þá prýðilega. En við aðrar cr gagnið að þeim sáralítið umfram venjuleg sumardekk. Það á fyrst og fremst við í hálkunni. Þess vegna er hætt við að við þurfum enn um stund að nota naglana áfrani, eða þar til kannski verður almennt farið að saltbera hér hvera einasta malbik- aðan kafla. Því miður. Snókerinn Og nú er sjálft ríkissjónvarpið farið að bjóða okkur að horfa á hvorki meira né minna en heims- meistarakeppni í snóker. Hér á öldum áður dýrkuðu íslcndingur hetjur og vígamenn á borð við Egil Skallagrímsson og Gunnar á Hlíð- arenda. Seinna breyttist þetta, og síðustu áratugi hafa skákmenn á heimsmælikvarða verið helstu hetjur þjóðarinnar. Ásamt fólki eins og Jóni Páli og Hófí. Hér kunna því allir a.m.k. manngang- inn, að því óglcymdu að vitaskuld eru allir fslendingar bæði sterkir og fallegir. Eða vilja að minnsta kosti vera það. * Og nú er það snókerinn sem skal verða helsta æðið hjá okkur á næstunni. Garri viðurkcnnir rcyndar að hann var ekki bctur að sér en svo að aUt þar til í fyrrakvöld hafði hann aðeins óljósa hugmynd um að þessi snóker væri einhvers konar biljarður. En nú er sjónvarpið búið að bæta úr þessu. Og það heldur betur. Núna veit Garri að aðal- kúnstin er að koma svörtu og brúnu kúlunum sem oftast niður í einhverja holuna. Rauðu kúlunum á aftur á móti bara að sulla niður. Ef nienn eru snillingar, eins og þessi í sjónvarpinu, þá geta þeir komist allt upp í 128 stig í einni lotu. Núna á maður sem sagt að henda gamia skákborðinu út í horn og fá sér snókcrborö. Svo á maður að cyða öllum kvöldum og liclgum í æfíngar, nema rétt á meðan maður þarf bráðnauðsynlega að skreppa á fund í snókcrfélaginu. Svo koma mótin, og sé maöur nógu þoiinmóður þá gctur maður kannski orðið fslands- eða jafnvel heimsmeistari. Það vantar svo sem ekki að til nokkurs sé að vinna. Garri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.