Tíminn - 19.01.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 19.01.1989, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 — 686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnorhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 UEBBBRtFAIttBSKIPTI SAMUINMUBANKANS SUOURLANDSBHAUT 18, SÍMI: 688568 ALÍSLENSKT GREIÐSLUKORT þrDstiir 685060 VANIR MENN w Iíniinii FÍMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1989 Ellefu hundruð bjórkassar í einum vörugámi teknir af tollgæslunni: s 1 F 0 r ka r lal leg ISI m y it il ll a u in „Þetta er stórkarlalegasta smygltilraun um langt skeið,“ sagði tollvörður við blaðamann Tímans í gær um bjórsmyglið í Laxfossi. Þegar hinn nýi Laxfoss kom úr annarri áætlunarferð sinni til Reykjavíkur á þriðjudaginn var, fannst mikið magn af smygluðum bjór í farmi skipsins. Þetta er smyglaði bjórinn úr Laxfossi. Þetta eru tíu vörubretti, hvert með 110 kössum af Heineken og söluverð farmsins á svarta markaðnum hefði orðið um þrjár og hálf milljón. Tollvörður heldur hurð gámsins og blm. horfir þyrstur á dýrðina. Timamynd: Arnl Bjarna. Bjórinn var allur í einum gámi og var enginn annar varningur í gáminum. Alls var um tíu vöru- bretti að ræða og voru 110 kassar af Heinekenbjór á hverju bretti. í hverjum bjórkassa voru 24 dósir sem hver inniheldur 0,33 lítra bjórs. Alls eru dósirnar því 26400 i 1100 kössum og er heild- armagnið 8710 lítrar sem er svip- að magn og kemst í meðalstóran olíuflutningabíl. Tollgæslan rannsakar nú málið og verst allra frétta til að spilla ekki rannsókninni. Ýmislegt bendir þó til að toll- gæslunni hafi verið gert viðvart um þennan farm og að hann hafi komið um borð f skipið í Hollandi en áætlunarleið skipsins er Reykjavík-Hamborg-Antwerp- en-Rotterdam-lmmingham- Reykjavík. Þegar Laxfoss kom til Reykja- víkur opnaði tollgæslan hvern einasta gám sem úr skipinu kom sem er ærið verk þar sem Laxfoss er stórt skip. Ekki fannst neitt athugavert í neinum gámi nema bjórgáminum. Menn sem kunnugir eru ýms- um aðferðum við að koma bjór inn í landið segja að eftir áletrun- um á bjórkössunum og öllum umbúnaði hans á vörubrettunum bendi flest til að hann hafi verið keyptur í Rotterdam. Þar megi á ýmsan hátt kaupa bjór og sé fríhafnarverðið beint frá bjórumboðsaðila nálægt 14 hollensk gyllini kassinn. Vara- samt sé þó að kaupa bjórinn í einhverju magni þannig beint af umboðsaðila til útflutnings því að kaupin séu skráð hjá tollyfir- völdum sem síðan sé í lófa lagið að láta íslensku tollgæsluna vita, teljist magnið óeðlilega mikið. Því sé mjöðurinn keyptur af milliliðum og hækkar þá verðið og því meir sem milliliðirnir eru fleiri. Þannig sé smyglbjórinn keyptur á um og yfir 20 gyllini kassinn, eða um 500 ísl. krónur og þótt hann sé dýrari, þá er erfiðara að rekja farminn til íslands. Algengt verð á smygluðum bjór er nú 3.200 krónur kassinn og hefði því söluverð farmsins, hefði hann komist í umferð, orðið 3 milljónir 520 þúsund krónur en kaupverð hans hefur að líkindum verið um 550 þúsund krónur. Hagnaðurinn hefði því getað orð- ið eitthvað á þriðju milljón. Tollgæslan rannsakar málið eins og áður segir og verst allra frétta um hvort böndin berist að einhverjum sérstökum eða hvernig eða hvort bjórgámurinn hafi verið skráður á farmbréf. Eftir því sem næst varð komist í gær er allur gangur á því hvort eða hvaða mál af þessu tagi komi til kasta Rannsóknarlögreglu ríkisins og var þetta mál ekki komið í hendur hennar. - sá Hfll Maður dróst út með neti á Agústi Guðmundssyni GK-95: Otrúleg björgun sjómanns eftir 45-60 mín. í sjónum Um kl 17:00 í gær fór sjómaöur á netabátnum Ágústi Guðmundssyni GK-95 fyrir borð þegar hann flæktist í netafærislykkju. Verið var að Ijúka við að leggja net þegar maðurinn flæktist í því og það svipti honum út í gegnum netalúguna á bátnum sem dró hann með sér í hafið. Báturinn var að veiðum út af Garðskaga í vonsku v«;ðri, 5-6 vindstigum og úfnum sjó, þegar slysið varð. ' ' ' hlýju. Sjórinn á þessum slóðum mun vera um 5-6 gráðu heitur og ótrúlegt að meðalskrifstofumaður hefði þol- að þar við nema nokkrar mínútur. Það má því teljast ótrúlegt afrek hversu lengi þessi sjómaður þrauk- aði. Stafnesið hélt síðan í átt til lands, en fljótlega eftir að sjómaðurinn kom um borð fór hann að kasta upp blóði og var þá haft samband við Landhelgisgæsluna sem síðan kom Stafnesinu í samband við lækni. Klukkan var þá orðin 18:47. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór síðan áleiðis til móts við Stafnesið eftir að læknir hafði rætt við skipverja og báturinn kominn í aðeins betri að- stæður en þarna var mikill sjór. Klukkan 20:15 kom þyrlan á staðinn, lét lækninn síga um borð og tók þá síðan báða aftur um borð í þyrluna þegar klukkuna vantaði 10 mín. í níu og flutti hinn slasaða á Borgar- spítalann í Reykjavík. Hann er ekki talinn í lífshættu og mesta furða hve vel hann var á sig kominn. -BG Þrátt fyrir að sjómanninum tækist að losa sig sjálfur og komast upp að bátnum tókst ekki að ná honum um borð. Að sögn Hjalta Sæmundsson- ar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar leið ekki langur tími þar til tókst að ná manninum að síðunni og var reynt að ná honum upp í gegnum netalúguna aftur. Þar komust hins vegar ekki nema tveir menn að og þeir gátu ekki lyft honum því hann var orðinn svo blautur og þungur. Stafnesið KE-130 sem var skammt frá Ágústi Guðmundssyni kom síðan að þegar ljóst var að ekki ætlaði að tafcast að ná manninum upp og hentu skipverjar þess út gúmmí- björgunarbát, og settu tvo nienn í bátinn. Því næst skaut Stafnesið gúmbátnum upp að síðunni á Ágústi Guðmundssyni og náðist maðurinn strax um borð í gúmbátinn. Þá upphófust nokkur vandræði við að koma mönnunum þremur um borð í Stafnesið sem þó tókst, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Sjómaðurinn var allt í allt um þrjú korter eða klukkutíma í sjónum og það leið örugglega meira en klukku- tími þar til hann komst í einhverja Fleiri rútuleiðir en færri farþegar Farþegum á sérleyfisleiðum hef- ur fækkað um tæp 30% síðan 1983. Þá voru farþegar um 500 þúsund en voru aðeins 385 þúsund á síðasta ári segir í frétt frá Félagi sérleyfis- hafa og BSÍ. Hagstætt hefur verið undanfarin ár að aka einkabíl og hefur því samkeppnisstaða áætlunarbílanna verið erfið enda er svo komið að ■—— allir íslendingar geta ekið samtímis í einkabílum og allir setið frammí. Á sama tíma hefur áætlunarleið- um fjölgað verulega, bílafloti sér- leyfishafa verið endurnýjaður og þjónusta við farþega aukin. Sér- leyfishafar eru skyldugir að halda uppi ákveðnum fjölda ferða á leið- um sínum og eru ósáttir við að talsvert er um að auglýstar séu jmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm■ hópferðir á sérleiðum þeirra. Þá óska þeir eftir því að sveitar- félög láti þeim eftir meira af akstri sem tii fellur innanhéraðs, svo sem skólaakstur og fleira því urn líkt. Þá telja sérleyfishafar að þeir geti í mörgum tiífellum annast póst- flutninga ódýrar á leiðum þar sem Póstur og sími nú annast sjálft slíka flutninga. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.