Tíminn - 19.01.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.01.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 19. janúar 1989 Tilboð umboðsmanna bjórs til ÁTVR opnuð í dag: CARLSBERG, URQUELL OG PRIPPS1. MARS? Tilboð bjórframleiðenda og -umboðsmanna um bjór sem fáanlegur verður í verslunum ÁTVR verða opnuð í dag. Eins og fram hefur komið bauð ÁTVR út bjórinn og er ætlunin að taka þeim tilboðum sem hagstæðust verða fyrirtækinu. Umboðsmenn eru nú í landinu fyrir gríðarmörgum tegundum frá flestum löndum heims, sem á ann- að borð framleiða bjór. Því hefur hins vegar verið marg lýst yfir af hálfu forráðamanna ÁTVR að aðeins verði á boðstólum þrjár erlendar tegundir bjórs og tvær innlendar. Erlendu bjórtegundirnar skulu vera þekktar meðal íslendinga auk þess að tilboðið verði hagstætt ÁTVR. Bjóráhugamönnum finnst því líklegast að Carlsberg verði fáanlegur í Ríkinu þar sem hann sé einn þekktasti bjór á íslandi og jafnframt einn þekktasti bjór í heiminum. Þá telja þessir sömu bjórfræðimenn blaðsins að Pripps frá Svíþjóð sé afar líklegur þar sem hann hafi verið kynntur rækilega að undanförnu auk þess sem áfeng- islausi Pripps dósabjórinn hafi selst vel á íslandi að undanförnu. Af öðrum erlendum bjórtegund- um spá bjóráhugamenn því að val ÁTVR forystunnar standi einkum milli Heineken frá Hollandi, Bud- weiser frá BNA, Budweiser frá Tékkóslóvakíu, Urquell frá Tékk- óslóvakíu og Tuborg frá Dan- mörku. Pað flokkast ef til vill að ein- hverra áliti undir kaldhæðni örlag- anna að fyrsta bjórsöludaginn, 1. mars n.k., ber upp á miðvikudag sem í eina tíð var „þurr dagur." Pá voru barir lokaðir og ekki afgreitt áfengi á vínveitingahúsum. - sá Nýtt umboð fyrir Hyster lyftarana íslenska umboðssalan hf. hefur að mestu sérhæft sig í útflutningi fram til þessa. f kjölfar aukinna umsvifa í innflutningi hefur hún yfirtekið um- boð fyrir Hyster lyftara. Hjá fyrirtækinu hefur nú verið tekin sú ákvörðun að bjóða við- skiptamönnum 20% verðlækkun varahluta í þessa lyftara fram til 15. febrúar. Hyster lyftaraframleiðendur bjóða upp á margar gerðir lyftara, allt frá handlyftivögnum upp í 47 tonna gámalyftara og er framleiðsla þeirra á sviði rafmagns, gas og diesel lyftara. Auk þess framleiða þeir varahluti í allar helstu lyftarategund- ir sem notaðar eru í Evrópu. jkb í skýrslu sem félagsmálaráðherra mun leggjafram á þingi Norðurlandaráðs kemur fram að okkar helstu mengunarvaldar eru: Drauganet og plastið Með samnorrænu átaki verður leitast við að draga úr mengun á Norðurlöndum og hafsvæðinu í kringum þau. Stemma skal stigu við notkun ósoneyðandi efna, setja hreinsibúnað á alla bíla, safna saman ónýtum rafhlöðum og margt fleira. Einnig verður mikil áhersla lögð á mengunar- varnir hafsins þó ekki hafi allir staðið sig í stykkinu við fullgildingu Hafréttarsáttmálans. Fulltrúar hvers Norðurlandanna um sig munu leggja fram skýrslur um stöðu mengunarmála og aðgerðir vegna þeirra í sínu heimalandi á Norðurlandaráðsþingi í Stokkhólmi í lok febrúar komandi. Fulltrúi fs- lendinga á þessu þingi verður Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra. Skýrsla íslendinga er unnin af Siglingamálastofnun og kennir þar margra grasa. Par kemur til að mynda fram að einn helsti mengun- arvaldur í hafinu við ísland eru drauganet og kaðlar úr gerviefnum. Auk þessa eru plasthlutir og mulið einangrunarplast sem sjávardýr gleypa mikill skaðvaldur. í skýrslunni kemur einnig fram að gert er ráð fyrir uppbyggingu kerfis til að safna saman hættulegum raf- hlöðum. Petta er þegar gert í Sví- þjóð og er ekki að efa að íull þörf er á þessum aðgeröum hér á landi. Pá er gert ráð fyrir að hreinsibún- aður fyrir útblástur bifreiða verði kominn í allar tegundir bíla í síðasta lagi árið 1995. Undirbúningur þessa er kominn vel á veg hjá öðrum Norðurlöndum. Petta er afar brýnt verkefni vegna heilsuspillandi áhrifa útblástursins auk tjóns sem hann getur unnið á mannvirkjum. í framhaldi af umfjöllun á auka- þingi Norðurlandaráðs í Helsingör hefur félagsmálaráðherra undirritað áætlanir ásviði umhverfismála. Þess- ar áætlanir undirrituðu einnig um- hverfisráðherrar Norðurlandanna og verður þeim hrint í framkvæmd nú þegar. Fundur ráðherranna fór frani í Helsinki tíunda þessa mánað- ar. Leitað verður nýrra leiða við framkvæmd viðfangsefna sem voru í fyrri samstarfsáætlunum en einnig er í áætlununum ýmis nýmæli að finna. Sem dæmi um nýjar aðgerðir má nefna framkvæmdaáætlanir varð- andi hvernig draga megi úr notkun ósoneyðandi efna. Ríkisstjórn ís- lands hefur samþykkt áætlun þar sem stefnt er að minnkun notkunar þessara efna um ein 38,8% fyrir árið 1991. Reynt verður að draga úr mengun hafsins og notkun PBC verður bönn- uð frá árslokum 1994. Þá mun verða fylgst mjög gaumgæfilega með ást- andi hafsvæða. Á fundinum vakti ráðherra athygli á að jafnvel þó öll Norðurlöndin hefðu skorað á þjóðir heims að fullgilda Hafréttarsáttmála Samein- uðu |rjóðanna sem fyrst, er ísland hið eina þeirra sem það hefur gert enn sem komið er. Þá var á þessum fundi ráðgert að veita lán til landa utan Norðurland- anna til framkvæmda mengunar- varna. Norræni fjárfestingarbankinn í Helsinki mun standa á bak við þau lán og standa vonir til að fram- kvæmdirnar verði til að draga úr mengun sem berst til Norðurlanda frá nágrannalöndunum. jkh Samningur um eignaraðild Öryrkjabandalags íslands að Bréfaskólanum undirritaður, frá vinstri Ásgerður Ingimarsdóttir, Arnþór Helgason, Þráinn Hallgrímsson og Guðrún Friðgeirsdóttir. ___ Öryrkjabandalagið í Bréfaskólann Eigendurnir eru núna orðnir sjö Nú hefur verið gengið frá því að Öryrkjabandalag íslands gerist með- eigandi að Bréfaskólanum. Pað var Samband íslenskra samvinnufélaga sem stofnaði skólann á sínum tíma, en í áranna rás hafa fleiri aðilar bæst við. Auk Sambandsins hafa eigendur undanfarið verið Alþýðusamband íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Farmanna- og fiskinranna- samband íslands, Kvenfélagasam- band Islands og Stéttarsamband bænda. Samningur um aðild Öryrkja- bandalagsins var undirritaður á dögunum af þeim Guðrúnu Frið- geirsdóttur skólastjóra og Práni Hallgrímssyni stjórnarformanni af hálfu Bréfaskólans, og af Arnþóri Helgasyni formanni Öryrkjabanda- lagsins og Ásgerði Ingimarsdóttur framkvæmdastjóra þess. Með eign- araðild Öryrkjabandalagsins er brot- ið blað í sögu Bréfaskólans, og mun þetta samstarf án efa styrkja þá þróun skólans sem nú þegar er farin vel af stað. Félaga Öryrkjabandalagsins mun Fjölmiðlakennslunefnd Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd um fjölmiðlakennslu á öllum skólastigum. Gert er ráð fyrir að hún ljúki störfum fyrir fyrsta júní næstkomandi. Nefndinni er ætlað að gera tillög- ur um markmið fræðslu um fjöl- miðla í grunnskólum og huga að því að þessi fræðsla verði hluti ýmissa námsgreina til að mynda íslensku og samfélagsgreina. Einnig á nefndin að leggja fram tillögur um markmið og framtíðar- skipan fjölmiðlakennslu í fram- haldskólum. Þá mun nefndin eiga að gera tillögur varðandi kcnnslu í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla íslands til menntunar starfsmanna við blöð og aðra fjölmiðla. Formaður nefndarinnar er Por- björn Broddason dósent, en aðrir nefndarmenn eru: Höskuldur Þrá- insson prófessor, Inga Sólnes for- maður Félags félagsfræðikennara, Lúðvík Geirsson formaður Blaða- mannafélags íslands, Sigrún Stef- ánsdóttir framkvæmdastjóri fjar- kennslunefndar og Örn Jóhanns- son fornraður Félags íslenska prentiðnaðarins. jkb það skipta miklu að hægt verður að vinna markvisst að gerð námsefnis fyrir fatlað fólk og koma til móts við menntunarþarfir þess á viðunandi hátt. Stór hópur fatlaðra þart' á starfsnámi og endurmenntun að halda, og af hálfu Bréfaskólans er því fagnað að fá þetta tækifæri til að taka þátt í fullorðinsfræðslu af þessu tagi. í dag gegnir Bréfaskólinn sívax- andi hlutverki í fullorðinsfræðslu í landinu. Með stofnun hans voru á sínum tíma stigin fyrstu skrefin í fjarkennslu á íslandi. Á liðnum áratugum hefur hann veitt fjölmörg- um, sem ekki áttu heimangengt, tækifæri til að afla sér menntunar á eigin spýtur. Skólinn er rekinn sem sjálfstæð sameignarstofnun, og er hann eini skólinn á landinu sem hefur sérhæft sig í fjarkennslu. Á síðustu mánuðum hefur skólinn gengið til samstarfs við ýmsar menntastofnanir og aðra aðila sem sinna fullorðinsfræðslu. Ýmis ný námskeið eru væntanleg á næstunni frá skólanum, m.a. í samstarfi við Fræðsluvarp. Þá hefur þjónusta við nemendur verið aukin, t.d. með námsráðgjöf og prófum. Einnig er myndbandaleiga hjá skólanum á næsta leiti. - esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.