Tíminn - 24.01.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.01.1989, Blaðsíða 3
a Þcjöj MS<Sfliiir.g4.-(j»jMtor;4W9 T>fWflrírT % Ný LKV ■ þumalskrúfa á kjarasamningamenn Launahækkanir vega framvegis um helming 1 grundvelh lánskjaravísitölu eftir þær breytingar hans sem ákveðnar voru í gær. Það hefur t.d. þau áhrif, að samningur um 20% almennar kauphækkanir mundi einn og sér hækka lánskjara vísitölu næsta mánaðar um 10 °í eftirstöðvar 3,3 milljóna kr. 330.000 kr. á einum degi. Lóðbeint samband... En óttast ráðamenn ekkert fjaðra- fok þegar ljóst verður að vísitalan (og þar með allar skuldir) kemur til með að hækka um 1% við hver 2% sem samið verður um að hækka kaupið? „Aðilar kjarasamninga verða að meta stöðuna samkvæmt þessu - það er nú lóðbeint samband á milli kjarasamninga og lánskjara," sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra, sem kynnti breyttan grundvöll láns- - og þar af leiðandi gætu t.d. húsnæðisláns hækkað um kjaravísitölu í gær. Hann kvaðst telja það verðugt verkefni fyrir menn að hugleiða hvaða áhrif kjarasamn- ingar hafi að þessu leyti og jafnframt binda vonir við skynsama forystu verkalýðshreyfingarinnar, sem viti vel að hækkun peningalauna kæmi ekki til að færa mönnun kjarabætur við núverandi aðstæður. í raun tillaga Þorsteins... Ráðherra benti á að með þessari breytingu sé dregið úr hættu á mis- gengi launa og lánskjara og þar með sætt mismunandi sjónarmið um grundvöll lánskjaravísitölunnar. Hann sagði algert samkomulag í ríkisstjórninni um breytinguna og kvaðst sömuleiðis vænta þess að almenn samstaða geti nú tekist um hinn nýja grundvöll. Benti hann á í því sambandi að forsætisráðherra fyrri ríkisstjórnar (Þorsteinn Pálsson) hafi í september s.l. lagt fram tillögu um að breyta grundvelli lánskjaravísitölunnar á sama hátt og nú hafi verið gert. BSRB mótmælir harðlega Hörð mótmæli sem forystumenn BSRB sendu frá sér í gær virðast hins vegar ekki benda til þess að sjónarmið hafi verið sætt. Forysta BSRB segir þá ákvörðun ríkisstjórn- arinnar, að binda þróun lánskjara- vísitölunnar við þróun kaupgjalda, stríða gegn hagsmunum almennra launamanna og vægast sagt vera undarlega ráðstöfun á sama tíma og ríkisstjórnin láti í veðri vaka að hún vilji gott samstarf við samtök launa- fólks. „Hér er greinilega gerð tilraun til þess að gera almennt launafólk, sem þarf á kauptaxtahækkunum að halda, ábyrgt fyrir hækkun lána og halda þannig aftur af réttmætum kröfum þess. Þessari ráðstöfun er því harðlega mótmælt," segir í yfir- lýsingu BSRB forystunnar. Verðbólgan 22% eða 30% eða..? Hin nýja lánskjaravísitala hefur þegar tekið við af þeirri eldri. Breyt- ingin hefur þau áhrif, að lánskjara- vísitalan hækkar um næstu mánaða- mót úr 2279 í 2317, eða um 1,67% - í stað rúmlega 2,2% hækkunar sem orðið hefði við útreikninga sam- kvæmt eldri grunni. Miðað við heilt ár svarar þetta til 22% verðbólgu í stað 30% eftir gamla grunninum. Breyting lánskjaravísitölunnar er gerð með reglugerð, sem sett er af viðskiptaráðuneytinu. f henni felst að framvegis mun vísitalan breytast þannig, að framfærsluvísitala, bygg- ingarvísitala og launavísitala vega þriðjung hver. En þar sem grunnur byggingarvísitölu er að hálfu leyti laun vega launabreytingar í raun um helming í þessari nýju lánskjaravísi- tölu. Þessi nýja lánskjaravísitala kemur að öllu leyti í stað vísitölunnar fr.á fyrra grundvelli, einnig að því er varðar fyrri fjárskuldbindingar. - HEI Áralöngu þrefi um loðnuveiðar milli íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga lokið með samkomulagi: islendingar fá 78% heildaraf la „Samkomulag hefur loks tekist milli Islendinga, Norðmanna og Grænlendinga um nýtingu loðnu- stofnsins og höfuðatriði þess er hlutaskiptingin. íslendingar fá 78% kvótans en Norðmenn og Grænlend- ingar fá hvorir um sig 11%,“ sagði Jón B. Jónasson í sjávarútvegsráðu- neytinu í gær. Jón sagði að auk þessa fælust í samkomulaginu gagnkvæmar veiði- heimildir innan lögsögu hvers lands. Þannig fengju íslensk skip heimild til að veiða innan grænlenskrar lög- sögu og innan þeirrar norsku við Jan Mayen. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra hefur fagnað þessu sam- komulagi enda hefur staðið í miklu stappi um málið árum saman og haft áhrif á sambúð Grænlendinga og íslendinga. Nú mætti hins vegar búast við að samvinna landanna eflist í kjölfar samkomulagsins. Jón B. Jónasson sagði að þá væri í samkomulaginu gert ráð fyrir að skip gætu landað afla í aðildarlönd- um samkomulagsins og ákvæði væru unt þjónustu við skipin. Norðmenn hafa undanfarnar ver- tíðir fengið þessar heimildir hér en samkvæmt samkomulaginu fá Grænlendingar þær nú einnig. Þá er ætlunin að skiptast á upplýs- ingum um loðnustofninn, efla rann- sóknir á honum og stýra veiðunum. Einnig skal árlega leitast við að ná samkomulagi um heildarveiðikvóta en fslendingum er heimilt að ákveða hann einhliða, náist ekki samkomu- lag. Samningalotan hefur verið allströng, en fundurinn, sem sam- komulag tókst á, var tíundi formlegi fundurinn í málinu síðan 1982. Þeir sem sátu í samninganefndinni þegar samkomulagið náðist voru: Helgi Ágústsson deildarstjóri í utanríkisráðuneyti, Jón B. Jónasson frá sjávarútvegsráðuneyti, Guð- mundur Eiríksson þjóðréttar- fræðingur, Kristján Ragnarsson for- maður LÍÚ, Óskar Vigfússon for- maður Sjómannasambandsins, Jak- ob Jakobsson forstjóri Hafrann- sóknastofnunar og Þorsteinn Gísla- son fiskimálastjóri. -sá Frétt Sjónvarpsins um hugsanlegt stjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Borgaraflokks vekur furðu forsætisráðherra: „Ákaflega óábyrgt“ „Þetta 'er eins og hvert annað þvaður,“ sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra um frétt þá sem birtist í Ríkissjónvarpinu í fyrradag, þess efnis að nú væru í gangi leynilegar stjórnarmyndunar- viðræður á milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fyrir milligöngu Borgaraflokks. Forsætisráðherra sagðist ekki vita enn hvort ríkis- stjórnin mundi leggja fram kvörtun til Útvarpsráðs vegna þessa. Páll Pétursson formaður þing- flokks framsóknarmanna sagði að sumir fréttamenn féllu í þá gryfju að búa til fréttir þegar þeir hefðu ekki frá neinu að segja. Þeirra á meðal væri Ingimar Ingimarsson. Sú frétt sem hann flutti síðastliðið sunnu- dagskvöld væri úr lausu lofti gripin og allt of heimskuleg til að gera sér einhverja rellu út af henni. Steingrímur vildi ekki fullyrða neitt um hvaðan þessi frétt væri komin né hvort hún væri spunnin upp af stjórnarandstæðingum til að spilla andrúmsloftinu á stjórnar- heimilinu. Hann tók það fram að sér þætti það ákaflega óábyrgt hjá ríkis- fjölmiðli að vera með slíkar getsakir. Páll sagði að það hefði slitnað upp úr samstarfi framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í haust og síðan þá hefðu forsendur fyrir stjórnarsam- starfi ekki breyst. Sjálfstæðisflokk- urinn lyti enn stjórn manna er að- hylltust sjónarmið frjálshyggju og þess vegna ættu þessir tveir flokkar ekki samleið. Á meðan Þorsteinn Pálsson væri foringi þeirra þyrfti flokkurinn að vera í stjórnarand- stöðu, vegna þess að hann gæti haldi uppi andófi en væri ekki maður til að stjórna. Ekki kvaðst Páll vita til að neinir brestir væru í núverandi stjórnar- sr.mstarfi. Það gengi vel og stæði til að gera það víðtækara með þátttöku Borgaraflokksins. Að vísu hefði gengið hægar en skyldi að móta þá efnahagsstefnu er dygði til framtíð- ar, ekki væri búið að afnema láns- kjaravísitöluna og ekki væri enn búið að knýja vextina niður eins og þyrfti að gera. Formenn og varafor- menn flokkanna hefðu náð ágætlega saman og innan stjórnarinnar væri eining ríkjandi. - ág Heildarinnlán í bönkum ’88 Innlánaaukningin í bankakerf- inu árið 1988 hefur reynst umtals- verð. Tölur sýna, að meðaltal aukningar innlána í bönkum nem- ur 23,76% á árinu, en meðaltal innlána í sparisjóðum er hærra og nemur 25,52%. Þrír bankar eru með innlánaaukningu yfir meðal- tali í bönkum. Þeir eru: Verslunarbankinn ... 28,86% Búnaðarbankinn .... 26,28% Landsbankinn ...... 24,45% Innlán í öðrum bönkum jukust sem hér segir: Samvinnubankinn ... 23,00% Útvegsbankinn ..... 20,55% Alþýðubankinn ..... 18,86% Iðnaðarbankinn .... 18,02% Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans í bullandi stjórnarandstöðu á Gauki á Stöng í gær: Framlenging verð- stöðvunar ógerleg Sverrir Hermannsson bankastjóri sagði á fundi á Gauki á Stöng í gær að óframkvæmanlegt væri að fram- lengja verðstöðvunina eftir28. febr- úar. Hann veittist einnig hart að Jóni Baldvini Hannibalssyni og sagði m.a. að hann sem ætlaði að moka framsóknarflórinn hefði sjálfur flot- ið út í haughús með fyrstu skóflunni og ekki væri orð að marka hann. Þá sagði Sverrir að bankakerfið væri of stórt og dýrt. Á fundinum sem var haldinn að frumkvæði Félags ungra framsókn- armanna í Reykjavík svaraði Sverrir Hermannsson fyrirspurnum varð- andi vaxtamál og bankamál almennt. Megin inntakið í málflutn- ingi bankastjórans var að vextir fylgdu verðbólgu og að verðbólgu- skriðan væri farin af stað. Færi meirihluti bankaráða ríkisbankanna áfram eftir þeim tilmælum ríkis- stjórnarinnar að vextir skyldu ekki hækkaðir í ríkisbönkunum, mundu ríkisbankarnir fara hroðalega út úr samkeppninni við einkabankana. Vaxtamunurinn væri þegarof mikill. Hann kvaðst einnig telja að vegna þeirrar verðstöðvunar sem ríkt hefði í landinu og hann teldi reyndar að hefði verið nauðsynleg, væri búið að safna upp í flóðbylgju verðhækkana sem ekki yrði ráðið við. Bankastjórinn var spurður hvort ekki væri rekin röng stefna í banka- málum - hvort kerfið væri ekki of dýrt og hvort útibú bankanna væru ekki of mörg, og svaraði hann því játandi. íslenska bankakerfið væri of stórt og of dýrt í rekstri, bankar væru allt of margir og ekkert vit í þeirri stefnu sem fylgt hefði verið. Sverrir varpaði fram þeirri hugmynd í leiðinni að a.m.k. ríkisbankarnir gætu vel notað sömu útibú. Sverrir vék í máli sínu að gengis- skráningunni og sagði að þrátt fyrir allt tal um að gengisfelling væri lítilvirk bráðabirgðalausn yrðu menn að horfast í augu við að rangt skráð gengi væri það allra versta sem þrifist gæti í íslensku efnahagslífi. Hann sagði að ef til vill hefði ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar ekki mátt til að berjast gegn gengis- fellingu og þó svo væri, væri það þýðingarlaust, gengið yrði að leið- rétta. Ríkisstjórnin væri ekki búin að finna rekstrargrundvöll fyrir undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar og hún væri búin að draga of lengi að grípa til viðeigandi ráðstafana. Stjórn Steingríms^Hermannssonar hefði ekki mátt til að gera það sem gera þyrfti. - ág

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.