Tíminn - 24.01.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.01.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn Þriðjudagur 24. janúar 1989 FRÉTTAYFIRLIT NIKOSÍA — (ranar ættu aö taka upp samvinnu viö George Bush hinn nýja forseta Banda- ríkjanna um að fá bandaríska gísla í Líbanon lausa. Þetta var skoöun íransks dagblaðs og er taliö aö meö þessu séu írönsk stjórnvöld aö gefa tón- inn um bætt samskipti viö Bandaríkjamenn. LONDON — Níu seölabank- ar settu mikiö af dollurum á gjaldeyrismarkaö og náöu meö því dollaranum niður á ný eftir aö hann haföi styrkst verulega. Dollarinn snarféll í kjölfar þessa. HÖFÐABORG - PW Botha forseti Suöur-Afríku er nú á góöum batavegi eftir slag er hann fékk í síðustu viku. Ekki er Ijóst hvenær hann mun taka viö embætti sínu aö nýju. MADRAS — Kongressflokk- ur Rajiv Gandhis forsætisráö- herra Indlands beiö afhroð i kosningum í ríkinu Tamil Nadu. STARKE — Fjöldamorö- inginn Theodore Bundy sem bráölega á aö taka af lífi náöi aö fresta aftöku sinni meö því aö áfrýja dauðadómi sínum. Þaö gat hann meö því aö játa j tuttugu ný morö. FIGUERAS — Málarinn Salvador Dali sem var einn þekktasti súrrealisti í þeirri stétt á sjúkrahúsi í heimabæ sínum á Norður-Spáni. Banamein hans var hjartaáfall. Hann var 84 ára aö aldri og hafði fengið slæma lungnabólgu. DAMASKUS - íranar og Sýrlendingar hófu viöræöur er miöa aö því aö binda enda á átök Hizbollah samtakanna og Amalliða í Líbanon, en menn innan þessara samtaka shíta múslíma hafa átt í illvígum skærum undanfarnar vikur og mánuöi. íranar styðja Hizboll- ah en Sýrlendingar Amal. Illi- lega hefur hallaö á Hizbollah upp á síðkastið. MADRID — Spænska lög-i i reglan og baskneskir stjórn- málamenn brugöust varfærn- j islega viö yfirlýsingu ETA, aö- ■ skilnaðarsamtaka baska um ; aö samtökin hefðu ákveöið að j framlengja um tvo mánuöi : vopnahlé er ríkt hefur í tvær I vikur. mm l ÚTLÖND Enn ganga hörmungar yfir Sovétmenn; nú í Tajikistan: 1400 FARAST í JARDSKJÁLFTUM Jarðskjálftar halda áfram að hrella Sovétmenn en í gær létust um fjórtán hundruð manns í snörpum jarðskjálfta í sovétlýðveldinu Tajikistan, sem er í miðasíuhluta Sovétríkj- anna. Gífurlegar skriður af sandi og möl féllu á nokkur fjallaþorp í Tajikistan og grófu ólánsama þorpsbúa undir þungu fargi. - Hróp og grátur heyrist alls. staðar. Sumir eru þegar farnir að grafa látna ættingja sína meðan aðrir reyna að bjarga þeim fáu sem enn eru á lífi undir þykku lagi af sandi og möl, sagði í frétt Tass fréttastofunnar af þessum nýjustu náttúruhamförum. Ekki eru nema tæpir tveir mánuðir liðnir frá því tugþúsundir Armena létust í miklum jarðskjálftum í sov- étlýðveldinu Armeníu. Reyndar hafa sovéskir jarðskjálftafræðingar varað við fleiri jarðskjálftum í Arm- eníu vegna aukinnar tíðni djúp- skjálfta og lækkaðs grunnvatns- borðs. Hins vegar höfðu þeir ekki varað sérstaklega við skjálftum í Tajikistan scm liggur á mjög virku jarðskjálftasvæði. Líkur eru á að enn lleiri hafi farist þar sem ekki hefur náðst samband við afskckkt fjallaþorp á jarð- skjálftasvæðinu. En sem dæmi um tjón þá grófust um 150 heimili undir skriðum í þorpinu Sharora og eru þar sumstaðar 15 metrar niður á húsin, og um það bil 70 heimili í þorpinu Okuli-Olu. Þá hafa að vonum fleiri kílómetrar af rafmagnslínum sópast á brott og fjölmargar brýr hrunið. Þúsundir nautgripa drápust og mörgþúsund hektarar af ræktarlandi liggur nú undir þykku lagi af sandi og möl. Að sögn fréttastofunnar Tass þá stóðu hefðbundnar byggingar í Ta- jikistan af sér jarðskjálftann ólíkt því sem gerðist í Armeníu, enda eru þær sérstaklega styrktar vegna tíðra skjálfta. En skiljanlega stóðust þau ckki hinar miklu skriður. Mönnuni fannst nóg um jarðskjálft- ana miklu í Armeníu í byrjun des- eniber. En náttúruöflin í Sovétríkj- unum létu ekki þar við sitja. í gær fórust um 1400 manns í snörpum jarðskjálfta í Sovétlýðveldinu Tajik- istan. „Nýi argentínski herinn“ á stjá í Buenos Aires: Bardagar í herbúðum argentínska hersins Harðir bardagar brutust út í her- búðum argentínska hersins í úthvcrfí Bucnos Aires í gær þegar hópur nianna er kalla sig „Nýja argcntínska lierinn" gerði árás á herbúðirnar í dögun. Tveir lögregluþjúnar og þrír árásarmcnn létu líflð í byrjun bar- dagans. Sjónarvottar sögðu að árásar- mennirnir licfðu stormað að herbúð- unum á brynvörðum bifreiðum og hafið skothríð á hermenn og lög- : reglu í La Tablada herbúðunum sem ; eru höfuðstöðvar 3. vélaherfylkis ! argentínska hersins. -Þetta leit út eins og fullkomin orrusta, sagði einn sjónarvottanna í viðtali við reuterfréttastofuna. Herþyrlur komu á staðinn stuttu eftir að árásin hófst og hermenn og löfjregla umkringdu búðirnar. Þrátt fyrir það mátti heyra vopnagný nokkrum klukkustundum eftir að árásin hófst. fbúar nærri herbúðunum segja að nokkra sprengjur, líklega hand- sprengjur, liafi sprungið í byrjun árásarinnar. Hinir dularfullu árásarmenn sem kalla sig „Nýja argentínska hcrinn" segjast styðja hcilshugar þá liðsfor- ingja sem staðið hafa fyrir þreniur uppreisnartilraunum innan hersins á undanförnum tveimur árum. Þeir segjast hafa stofnað „Nýja argent- ínska herinn'* til'þess að „berjast gegn marxisma intian ríkisstjórnar- . innar“ og „gegn aðför Róttækra að hernum“. Flokkur Rauls Alfonsins forseta Argentínu, „Róttæka borgara- bandalagið" tók við valdataumum af hernum eftir kosningar árið 1983, en herforingjastjórn - hafði þá rík-t-f-rá - árinu 1976. Síðan þá hafa samskipti ríkis- stjórnarinnar og hersins verið mjög viðkvæm enda hafa háttsettir herfor- ingjar innan hersins verið dæmdir lyrir grimmdarverk sín á stjórnarár- um herforingjastjórnarinnar. Fimm ráðherrar herforingjastjórnarinnar, þar af tveir fyrrverandi forsetar, hafa verið dæmdir í allt að lífstíðar fangelsi fyrir glæpaverk sín og um 100 háttsettir liðsforingjar bíða dóms. Ekki eru liðnar nema sjö vikur frá því hluti argentínska hersins gerði uppreisn, en hún var bæld niður af hersveitum hliðhollum forsetanum sem hafði lungann af hernum á bak við sig. Þó varð yfirmaður hersins að víkja eftir þá uppreisn. írakar sleppa föngum írakar slepptu í gær 131 veik- um, særðum og öldruðum írön- um sem írakar tóku höndum í hinu harðvítuga Persaflóastríði. Stríðsfangarnir voru sendir heim til Teheran með flugvélum al- þjóða Rauða krossins. Þessi hópur er sá fyrri af tveim- ur sem Saddam Husscin forseti frak hyggst nú sleppa úr haldi til að skapa skárri viðræðugrundvöll í friðarviðræðum rtkjanna tveggja, en hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum þeirra undanfarna mánuði. írakar hafa rúmlega 30 þúsund íranska stríðsfanga í haldi eftir átta ára stríð. íranar tóku hins vegar helnringi fleiri stríðsfanga, ef rnarka má áætlanir Rauða krossins. Andreas Kuhn yfirmaður Al- þjóða Rauða krossins í Bagdad sagði að allir fangarnir hefðu gengist undir læknisrannsókn hjá læknum Rauða krossins og að allir hefðu þeir viljað halda heim. Gert er ráð fyrir að 124 íranskir fangar til viðbótar hljóti frelsi sitt á fimmtudag. Fækkað í her A-Þýskalands Austur-Þjóðverjar hyggjast skera niður fjárframlög til varnar- mála um 10% fyrir lok ársins 1990 á sama tíma og þeir fækka um tíu þúsund manns í fastaher st'num. Þetta kom fram í ræðu sem Erich Honecker leiðtogi Austur-Þýska- lands hélt í hófi sem haldið var til heiðurs Ingvari Carlson forsætis- ráðherra Svíþjóðar, en hann er nú í opinberri heimsókn í Austur- Þýskalandi. Honecher sagði í ræðu sinni að sexhundruð skriðdrekum yrði farg- að þegar sex skriðdrekasveitir yrðu lagðar niður og sömu örlög biðu fimmtíu orrustuþotna þegar ein flugsveit yrði lögð niður. Honecker sem er bæði aðalritari Austur-þýska kommúnistaflokks- ins og forsætisráðherra landsins sagði að tilgangur þessarar fækk- unnar væri að gefa herliði Austur- Þýskalands „enn meiri varnarsvip en áður". Honecher skýrði frá því að Þjóð- arvarnarráð Austur-Þýskalands sem hefur yfirstjórn með hermál- um hafi þegar samþykkt að eyðil- eggja skriðdrekana eða breyta þeim þannig að þeir gætu einungis nýst í friðsamlegum tilgangi. Þá skýrði Honecher frá því að fyrsta sovéska skriðdrekasvejtin myndi yfirgefa landið á þessu ári og að brottför sovéska hersins yrði lokið í árslok 1990. Þetta er í samræmi við yfirlýsingu Gorbat- sjovs um að Sovétmenn hyggist boða allt sovéskt herlið í Austur- Þýskalandi, Ungverjalandi og Pól- landi heim á næstu tveimur árum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.