Tíminn - 24.01.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.01.1989, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 24. janúar 1989 Tíminn 9 VETTVANGUR eiga Grímsvötn affall í Skeiðará. Það er slæmt til þess að vita hvað margir eiga erfitt með að tengja saman orsakir og afleiðingar en eyða allri orku í leit að mannlegum blórabögglum og skiptir þá engu, hvort málum sé hallað. En það hefur alltaf þótt gott til fyrirmyndar að hafa það sem sannara reynist. í bókinni Græðum ísland er sagt frá því hvernig til hefur tekist í Skógey í Hornafirði en þar varð fyrst að hemja Hornafjarðarfljót áður en uppgræðslan gat hafist. Þannig eru víða aðstæður sem blasa við, ef vegfarandi hefur opin augun en líkar aðstæður eru með allri suðurströndinni frá Hornafirði til Reykjanesskaga. Á Mýrdalssand var beitt ein- hverju stórtækara en búsmala landsmanna haustið 1918 en mörg- um til glöggvunar er flatarmál hans nærfellt það sama og allt láglendi Rangárvallasýslu utan Eyjafjalla. Sólheima- og Skógasandar eru myndaðir í jökulhlaupum úr Mýr- dalsjökli. Ég ætla ekki að feta mig yfir hvert örnefni vestar með ströndinni, en fara heldur inn í landið. Megin hluti skóglenda fyrir ofan hálendisbrún Árnes- og Rangár- vallasýslna fór í auðn á 18. öldinni eftir rnikla goshrinu hér á syðri hluta landsins. Lítum á eftirtalin ártöl: 1721 var mikið gos í Kötlu, 1727 í Öræfajökli, 1728 Heklugos, 1753 eldgos í Síðujökli, 1754 Heklugos, 1755 Kötlugos, 1766 stórgos í Heklu, 1774 eldgos í Grímsvötnum, 1783 Skaftáreldar. Mörg voru þessi eldgos stórgos. Öskufall hefur því verið mikið og landið aldrei beðið þess bætur. í frásögunt af Heklugosinu 1766 seg- ir að birkiskógar hafi sandkafið og þeir visnað og þá dáið. En birkið þarf ekki að fara í kaf til að landið sé dauðadæmt. Það hefur ekki getað orðið nein endurnýjun hvorki af grasi eða birki, því eins og allir vita er rakageymd vikurs eða ösku ákaflega lítil, þar að auki var tíðarfar að öllum líkindum kaldara en nú og þá lægra rakastig með minni úrkomu. Því hefur engin spírun tekist á stórum svæðunt, en eins og ártölin bera með sér er engin von að jarðvegur- inn hafi verið kominn í jafnvægi áður en næsta öskufall varð en hámarks aldur íslenska birkisins er 80 til 100 ára. Þóeinhverendurnýj- un hafi átt sér stað í jaðri öskugeir- ans hefur lítið kjarr ekki getað stöðvað það gífurlega magn fok- efna sem á greiða leið allt innan frá jöklum. Það er líklegt að öskufall hafi skapað líkar aðstæður í öðrum landshlutum, þó vegna landshátta hafi gróðureyðingin ekki orðið í neinni líkingu við þá á Suðurlandi á þeim tíma. Sveinn Sigurjónsson Galtalæk, Rang. Guömundur P. Valgeirsson: Hver má og hver má ekki? Einhæfar umræöur og takmarkaðar upplýs- ingar um gróðureyð- ingu hafa skapað óþarfa spennu milli þéttbýlisbúa og þeirra sem búa í dreifbýli. Umfjölluninni eraf æsi- fréttamönnum beint gegn bændastéttinni, þar sem bændum er lýst sem vel skipulögð- um gróðureyðingar- hóp, sem ekkert sést fyrir. Er sjónvarp allra landsmanna duglegast í þeim áróðri, en má vafalaust virða það þeim til vorkunnar að veraslitnirúrtengslum við lífið og tilveruna í landinu. Sverrir Hermannsson, þáver- andi menntamálaráðherra, núver- andi bankastjóri, vék Sturlu Krist- jánssyni fræðslustjóra fyrirvara- laust úr starfi fræðslustjóra fyrir að sýna yfirboðara sínum, ráðherran- um, ekki tilhlýðilega virðingu og fara ekki að orðum hans og fyrir- mælum. - Þetta gerðist með eftir- minnilegum hætti og hefur af þeirri þrákelkni, sem fræðslustjórinn sýndi yfirboðara sínum hlotist verulegur eftirmáli. Er ekki séð fyrir endalok þess máls, ef marka má orð Sverris Hermannssonar, fyrrverandi ráðherra, nýlega. Þó að aðgerðir Sverris, gegn Sturlu mæltust illa fyrir almennt. þá voru þó ýmsir, sem töldu Sturlu hafa gengið of langt í sjálfræði sínu og mótþróa við sinn yfirboðara og gerðir Sverris ráðherra ættu því verulegan rétt á sér fyrir þá sök. - ög sjálfur heldur Sverrir því fram, sem eðlilegt er, að gerðir og framkoma Sturlu hafi með öllu vetið óforsvaranlegar og því sjálf- gefið að víkja honum úr starfi með þeim hætti, sem gert var, vegna stórlætis hans. Nú ber svo til eftir að Sverrir Hermannsson er hættur afskiptum af stjórnmálum og orðinn banka- stjóri ríkisbanka, Landsbankans, með þvf hlutleysi í stjórnmálum, sem því starfi fylgir, stendur hann á blístri dag eftir dag á torgum og gatnamótum (fjölmiðlum) með stóryrði og hótanir í garð núver- andi ríkisstjórnar og einstakra ráð- herra hennar svo að með eindæm- um er hvað orðbragð og hroka snertir, fyrir þá sök að gera tilraun til að bjarga undirstöðuatvinnulífi landsmanna frá því algera hruni, sem við blasti og fyrrverandi ríkis- stjórn undir forsæti Þorsteins Páls- sonar gafst upp við, og hafði raunar enga viðburði til að afstýra. Jafn- framt því sem gerð er tilraun til að draga úr því vaxtaokri einstakra peningafursta, sem öllunt viðkom- andi aðilum ber saman um að eigi stærstan þáttinn í hversu illa er kornið rekstri allra framleiðslu- greina og heilbrigðum viðskiptum landsmanna. Öllum hugsandi mönnum er ljóst að hér er mikið í húfi, að núverandi ríkisstjórn takist að inna sitt björg- unarstarf farsællega af hendi. En það verður ekki gert ef hagsmunir fjárplógsmanna eru settir öllu ofar. Óg heldur ekki án þess að hróflað sé við því kerfi, sem mestan þátt hefur átt í þeim ófarnaði sem kominn er. Greinilegt er að kappgirni Sverr- is Hermannssonar er svo mikil, að hann hefur enn ekki áttað sig á að hann er ekki lcngur í þeirri aðstöðu að geta rekið menn úr starfi að geðþótta sínum. Og hann hefur heldur ekki lært þá auðmýkt undir- sátans sem hann ætlaðist til og krafðist fortakslaust af Sturlu Kristjánssyni undirmanni sfnum og fræðslustjóra. Því getur Ólafur Ragnar Grímsson og aðrir sem orðið hafa fyrir barðinu á Sverri Hermannssyni bankastjóra og mál- vöndunarmanni, leyft sér að hlæja að tilburðum bankastjórans og jafnframt aumkvað hann. Vonandi er að Sverrir átti sig á því hver staða hans í þcssum efnum er nú og leggi stjórninni það lið sem henni er nauðsynlegt til að vinna ætlunarverk sitt. Og með því verði komið í veg fyrir enn meiri vand- ræði en orðin eru fyrir ráðleysi fyrrverandi ríkisstjprnar og alls almennings, sem þar á sinn þátt í. - Með því nýtti hann þann manndóm, sem honúm er gefinn í ríkum mæli. Bæ, 15. jan 1989 Guðmundur P. Valgeirsson. Sveinn Sigurjónsson: GRÓDUREYDING Bókin Græðum ísland er stórmerk heimild um störf og árangur Landgræðslunnar frá upphafi, þar er sýndur í hnotskurn sá gífurlegi árangur sem náðst hefur í uppgræð- slu og stöðvun gróðureyðingar víðsvegar um land. En eftir lestur bókarinnar má ætla að það þróttmikla starf muni halda áfram. Grein Andrésar Arnalds er fróð- leg um horfnar gróðurvinjar, en þáð er umhugsunarvert hversu saga gróðureyðingar er þar einföld- uð og á lítið skylt við vísindi eða rök. Meðal annars vitnar hann í Sigurð Þórarinsson jarðfræðing þann virta og kunna vísindamann, en þar er hægt að finna mörg gullkorn, en þurfti ekki að flíka þeirri fljótræðislegu fullyrðingu að eldgos hafi ekki skapað teljandi gróðureyðingu. Hann segir að það sé umhugsunarvert að helstu skógarleifar á Suðurlandi séu við rætur helstu eldfjalla landsins. Þarna er greinilega villa í rökhugs- un vísindamannsins því ef athuguð er lega skógarleifanna miðað við ríkjandi vindáttir, þá eru þær allar til hliðar og í skjóli fjalla eða vari fyrir norðaustanáttinni er flutti ógrynni gosefna eða jarðveg blás- andi lands, en víða eru smá gróð- urtorfur þar sem vatnsföll báru jafnharðan fokefnin til sjávar og vörðu landið þannig. Landeyðing af völdum náttúru- aflanna er undarlegt feimnismál í ræðum eða ritmáli manna, og væri það óskandi að allir gróðurvernd- armenn tileinkuðu sér vinnubrögð læknastéttarinnar við nákvæma sjúkdómsgreiningu og tækju með alla þætti og orsakir gróðureyðing- ar. Ætti ekki að velkjast fyrir neinum að það yrði farsælla þegar til lengdar léti. Einhæfar umræður og takmark- aðar upplýsingar um gróðureyð- ingu hafa skapað óþarfa spennu milli þéttbýlisbúa og þeirra sem búa í dreifbýli. Umfjölluninni er af æsifréttamönnum bcint gegn bændastéttinni, þar sem bændum er lýst sem vel skipulögðum gróð- ureyðingarhóp, sem ekkert sést fyrir. Er sjónvarp allra landsmanna duglegast í þeim áróðri, en má vafalaust virða það þeim til vork- unnar að vera slitnir úr tengslum við lífið og tilveruna í landinu. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa, þegar er einn ráðherra fallinn, og það svo djúpt að hann tekur undir hvert orð sem öfgahóp- ar svo sem Líf og land láta frá sér fara, en það eru margir í þeim hóp sem gætu tekið undir orðin, „Ég hef ekkert vit á þessu en mér er bara sagt þetta.“ Þarf vart að lýsa því hvernig fer ef fleiri þingmenn fá sömu grilluna að allur gróður landsins sé étinn upp af búsmala landsmanna og engin öfl önnur konti þar nærri. En það er ljós punktur í tilverunni að flestir þing- menn hafa staðgóða þekkingu á málinu og styðja því örugglega áfram þróttmikið starf Land- græðslunnar til núverandi og nýrra verka. Það væri ekki úr vegi að spyrja þá ofbeitarsagnfræðinga, sem margir hverjir hafa einhverja dokt- orstitla og rita greinar sínar vand- lega skreyttar með þeim og telja sig hafa hinn eina sannleika fram að færa, hvað ærin heiti sem eyddi Litlahéraði 1361 svo vel að hvergi sást stingandi strá þannig að 40 býli lögðust af og var svo aðgangshörð að bæjarhús sem og önnur mann- virki hurfu gjörsamlcga. Ekki er hún til í sögu ofbeitarfræðinnar. Öræfajökull hefur gosið nokkr- um sinnum síðan með tilheyrandi jökulhlaupum og öskufalli auk þess

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.