Tíminn - 24.01.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.01.1989, Blaðsíða 15
Tíminn 15 Þriðjudagur 24. janúar 1989 i Mnr Hortense Gabel dómari glataði embætti og mannorði fyrir að Bess Myerson réð Sukhreet dóttur hennar til starfa. Nú var í uppsiglingu tragisk sápuópera í New York. Hvers vegna vogaði Bess Myerson svona miklu - sínum eigin frama og þar að auki ferli aldna dómarans Gabel einungis til að spara hinum stórauðuga elskhuga sínum Andy Capasso nokkur þúsund dollara? Og fleiri spurningum er ósvarað, sem ekki var leitað svara við í réttarrannsókninni en vörpuðu dapurlegu Ijósi á hina ákærðu Bess Myerson. Hvers vegna varð hún að stela handfylli af ódýru drasli í vöruhúsi utanbæjar, þegar hún heimsótti Andy í fangelsið í sumar sem leið? Þýfið var alls 44 dollara virði, en þegar hún var gómuð var hún með 160 dollara í töskunni sinni. Enn óskiljanlegri eru hótunar- bréfin. 1978 kynntist Bess glæsileg- um og auðugum verðbréfasala, John Jakobson að nafni. Pegar upp úr slitnaði nokkrum mánuðum síð- ar og Jakobson sneri aftur til fyrri vinkonu sinnar, trylltist Bess. Vinkonan fór skyndilega að fá ruddaleg hótunarbréf og einn góð- an veðurdag sendi nafnlausi bréf- ritarinn umslag með mannasaur á heimilisfang Jakobsons í hinu glæsilega hóteli Carlyle. Allar vísbendingar sem lögregl- an fann lágu beinustu leið til Bess Myerson. Blaðakona, sem mikið hefur velt vöngum yfir ráðgátunni Myerson kemst að þeirri niður- stöðu að „öfgarnar í óútreiknan- legri og ruglingslegri hegðun henn- ar komu fram þegar hún var altekin af nýjum manni“. En það var ekki bara undir þeim kringumstæðum. Sálfræðingar slógu því föstu að Bess sé andlega trufluð. Einkennunum hafi oftast nær verið haldið í skefjum með ítarlegri sálgreiningu, en ekki alltaf. Eitt dæmi þess er þegar Bess birtist allt í einu óboðin og með hárið í óreiðu í kvöldverðarboði í borgarstjórabústaðnum Gracie Mansion og „talaði eintómt bull“ að því er einn viðstaddra segir. Ed Koch hlýtur að hafa vitað um andlegt jafnvægisleysi menningar- fulltrúans síns, en hann hafði ekki enn greitt henni gamlar skuldir og eins og einn ráðgjafi hans orðar það: „Við héldum að hún gæti ekki gert mikinn skaða sem menningar- fulltrúi“. Fólk sem átti samskipti við Bess vissi aldrei hvaða Bess Myerson það þyrfti að eiga við. Var það hofmóðuga og drambsama „Bess drottning" sem eitt sinn hafði kall- að sig „Drottningu gyðinga"? Eða hin Iítilláta „Bessie frá Bronx“, sem spjallaði á jiddísku við íbúa elliheimila og kallaði hamborgara með of litlu fituinni- haldi „skammborgara" þegar hún var yfirmaður neytendamála í borgarstjóratíð Johns Lindsay? Svo var það sú Bessie, sem hjarta- hlý eins og „jiddísk mamma“ veitti öllum umönnun og blandaði sér í öll mál, líka þau sem komu henni hreint ekkert við. Niðurlægjandi reynsia fegurðardrottningar Það er ekki hægt að skýra þving- aðar og oft sjálfseyðandi gerðir Bess Myerson á rökrænan hátt. Það væri helst að leitað væri í myrkum afkimum örlaga hennar að merkingu. Bess ólst upp í fá- tækrahverfi í Bronx, dóttir rúss- neskra gyðinga sem höfðu flúið til Bess reyndist elskhuga sínum, Andy Capasso, haukur í homi meðan hún gegndi embætti menn- ingarfulltrúa. Bandaríkjanna vegna gyðingaof- sókna. Þunglynd og nöldrandi móðir gerði lífið leitt fyrir Bess, systur hennar tvær og föður þeirra, sem vann sem málari. Bess, sem var greind, falleg og hæfileikarík, spilaði ljómandi vel á flautu og kom m.a.s. fram sem píanóleikari í Carnegie Hall. 1945 losnaði hún úr þessu drungalega umhverfi þeg- ar hún var kosin Ungfrú Ameríka. 21 árs að aldri sinnti hún skyld- um fegurðardrottningarinnar og ferðaðist um öll ríki Bandaríkj- anna. Það var þó ekki einber sigurför. Þannig segir frá því í ævisögu hennar að iðulega hafi þessi unga gyðingastúlka staðið fyrir framan hótel þar sem stóð „No Catholics, No Jews, No Dogs“ (engir kaþólikkar, engir gyðingar, engir hundar). Og oft varð fegurð- ardrottningin að læðast út um bak- dyr fínu klúbbanna þar sem and- gyðinglegir meðlimir mótmæltu nærveru hennar þar. Á þessum tíma breyttist Bess úr flautuleikandi Ungfrú Ameríku í málsvara gegn fordómum og kyn- þáttahatri. „Þetta var svo niður- lægjandi reynsla fyrir mig,“ sagði hún síðar í blaðaviðtali. „Ég held að ég hafi orðið hörð af mér við þetta. Ég sagði við sjálfa mig, allt í lagi - ef þeir vilja ekki láta þig njóta þess sem þú hefur unnið til verður þú að læra að finna þína eigin leið til að berjast í gegnum raðir þeirra“. Barátta varð sterkur þáttur í skapgerð hennar. Hún barðist gegnum tvö óhamingjusöm hjóna- bönd og andstyggilega skilnaði. Hún yfirvann móðurlífskrabba- mein með geislalækningu og járn- vilja. 1980 tapaði hún baráttu sem hún hefði umfram allt viljað vinna. Önnur kona, yngri en Bess, vann hið eftirsótta öldungadeildarsæti. Einn góðan veðurdag uppgötv- aði Bess Myerson að vopnin hennar, hin svokölluðu kvenna- vopn - töfrar og tælandi yndisþokki -, voru orðin bitlaus. Búðarþjófn- aðurinn hennar var nokkurs konar svar hennar við þessu tapi, en ný könnun í Bandaríkjunum sýnir að konur komnar nær sextugu eru áköfustu búðaþjófarnir. „Ég geri ráð fyrir að Bess Myer- son hafi ekki getað fengið það sem hana langaði í,“ segir sálfræðingur einn. „Hún fann að hún var búin að missa aðdráttarafl sitt á karlmenn, starfið sitt og þá ímynd sem hún einu sinni hafði. Og hún framdi þjófnaðinn í örvilnaðri til- raun til að fá huggun." Jón Helgason Guðni Ágústsson Unnur Stefánsdóttir Árnesingar Árlegir stjórnmálafundir og viðtalstímar þingmanna Framsóknar- flokksins verða haldnir á eftirtöldum stöðum: Félagslundur, þriðjudag 24. jan. kl. 21.00. Þorlákshöfn, í Kiwanishúsinu, miðvikudag 25. jan kl. 21.00. Stokkseyri, fimmtudag 26. jan kl. 21.00. Suðurland Spilum félagsvist að Eyrarvegi 15, Selfossi 24. og 31. janúar n.k. kl. 20.30. Framsóknarfélag Seifoss. Suðurland Skrifstofa kjördæmissambandsins Eyrarvegi 15, Selfossi er opin á fimmtudögum kl. 17-19 simi 98-22547. KSFS. HlJ Steingrímur Fundir um atvinnu- og efnahagsmál Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, heldur fundi um at- vinnu- og efnahagsmál á eftirtöldum stöðum: Norðurland-E, þriðjudag 24. jan. Hótel KEA kl. 21.00. Vesturland, fimmtudag 26. jan. Hótel Akranes kl. 20.45. Austurland, laugardag 28. jan. Egilsstaðir kl. 15.00. Vestfirðir, sunnudag 29. jan. Félagsheimiiinu, Patreksfirði kl. 16.00. Norðurland-V, laugardag 4. feb. Varmahlíð kl. 14.00. Allir velkomnir Þorrablót framsóknarmanna á Suðurnesjum Framsóknarfélögin í Keflavík standa fyrir þorrablóti þann 27. janúar í Glaumbergi efri sal. Húsið opnar kl. 19. Aðgangur að neðri sal að vild. Mætum öll og tökum með okkur gesti. Sérstakir gestir verða: Steingrímur Hermannsson og Edda Guðmundsdóttir. Miðapantanir: Péturs. 11431, Sigurðurs. 12719, Þorsteinns. 12330, Gunnar s. 15410, Kolbeinn s. 12458. Miðasala í anddyri hússins. Verð kr. 1500- Framsóknarfélögin í Keflavík MATARSPJALLSFUNDUR Landssamband framsóknar- kvenna heldur sinn íyrsta matarspjallsfund á árinu að Lækjarbrekku, fimmtudaginn 26. janúar n.k. kl. 19:30. Gestur fundarins verður Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, kynlífs- fræðingur og flytur hún fyrirlestur sem nefnist: "Hvað er gott kynlíf'. Þátttaka tilkynnist til Ingu í síma 24480. Allir velkomnir. LFK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.