Tíminn - 24.01.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.01.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 24. janúar 1989 Upphefð og fall fegurðardrottningar í vitnastúku eins réttarsalarins í dómshúsi Manhattan situr Edward I. Koch, borgarstjóri New York borgar, og Iíður greinilega ekki vel. Hann blæs út kinnarnar eins og trompet- leikari, ýtir taugaóstyrkur gleraugunum upp á skallann, rennir augunum til og frá og kemst þannig hjá því að horfast í augu við sakborninginn, Bess Myerson. Bess Myerson og Ed Koch leiðast um götur New York-borgar í kosn- ingabaráttu. Be,ss er orðin 64 ára og á fjöl- skrúðugt líf að baki. Hún virðist halda ró sinni og hafa fulla stjórn á sjálfri sér. Klæðaburður hennar og fas er látlaus, í algerri andstöðu við það sem ákærandinn vill sýna fram á að líf hennar hafi verið. Það er erfitt að ímynda sér að hún hafi drýgt þá glæpi sem þegar hafa kostað hana hið virta embætti yfirmanns menningarmála í New York-borg. Það er líka erfitt að sjá fyrir sér að þessi kona hafi öskrað á eitt vitni ákærandans: „Þú getur gert mér skaða. Haltu kjafti!" Og ef ekki væri fyrir hendi ljósmynd gæti maður varla trúað að þessi sama Bess Myerson hafi með eigin hendi fjarlægt húsmuni úr híbýlum elskhuga síns til að koma í veg fyrir að þeir kæmust í hendur eiginkonu hans. Augnaráð hennar er kalt þegar hún mælir borgarstjórann út, en hann virðist í uppnáminu skyndi- lega orðinn tunguheftur. Þó neyð- ist hann til að svara spurningum saksóknara þungur á brún. Bess-óreiðan erfið fyrir borgarstjórann Mál Bess Myerson er erfitt viðureignar fyrir borgarstjórann. í munni almennings er það kallað „The Bess Mess“, Bess-óreiðan. Allra augu beinast að þessari fríðu konu, sem orðin er 64 ára en var valin Ungfrú Ameríka 1945, fyrsta stúlkan af gyðingaættum sem hreppti þann titil. Enginn lítur tvisvar á þá sem sitja á sakborn- ingabekknum með henni, elskhuga hennar byggingaverktakann Carl Andrea Capasso og Hortense Ga- bel dómara. f réttarhöldunum, sem hófust í september, verður þrenningin My- erson, Capasso og Gabel að svara til saka vegna samsæris, svika og mútna, og Bess auk þess fyrir að hafa hindrað framgang réttlætisins. Verði Bess sek fundin getur hún átt yfir höfði sér" allt að 30 ára fangelsi. Það yrðu endalok þessar- ar óþreytandi baráttukonu fyrir gyðingamálefni sem hefur verið áberandi í borgarlífinu og fyrir- mynd milljóna bandarískra kvenna, sumir segja í stíl við gríska tragedíu á bandarískan mæli- kvarða. En hinir fjölmörgu andstæðingar hennar segja hana geta sjálfri sér um kennt og auk þess hafi hún dregið samviskulaust aðra með sér niður í svaðið, þ.á m. Gabel dóm- ara, sem er orðin 75 ára og sjón- döpur. Þeir eru líka til, fáir að vísu, sem geta ekki afsakað athæfi Bess en gera a.m.k. tilraun til að skilja hvaða vandamál konur sem komast til áhrifa í þjóðfélaginu þurfa að kljást við, reglur sem þær hafa ekki sjálfar átt þátt í að skapa. Það er engin furða að Ed Koch svitnar í vitnastólnum. Hann þarf nú enn einu sinni að fást við hneykslismál sem hafa snert stjórn hans á borginni, en þau hafa komið upp eitt á fætur öðru með þeim afleiðingum að margir tugir emb- ættismanna sitja nú í fangelsum eða hafa orðið að segja af sér störfum. En málið er enn viðkvæmara fyrir borgarstjórann persónulega. Bess Myerson var nefnilega til skamms tíma besta vinkona Kochs og trúnaðarvinur og átti að baki glæsilegan feril, fyrst sem fegurðar- drottning, síðan sjónvarpsstjarna og loks yfirmaður neytendamála í borgarstjóratíð Johns Lindsay og fékk þá umsögn að hún hefði skilað „frábærum árangri" í því starfi. Maðurinn sem nú ber vitni gegn henni og virðist hafa ákært hana enda vináttan fyrir bí, á að þakka þessari fyrrum vinsælu konu mikil- vægan áfanga á stjórnmálaferli sínum. Þegar Kocli sóttist eftir borgarstjóraembættinu í New York 1977, þá lítt þekktur fulltrúa- deildarþingmaður, var Bessie (gælunafn sem kjósendur af gyð- ingaættum hafa gefið henni) óþreytandi honum við hlið. Þau gengu hönd í hönd fyrir framan kjósendur til að sanna karl- mennsku Kochs og hrekja orðróm- inn um að hann væri hommi. Lögmálið um gagnkvæma greiðasemi En þakklæti er ekki hin sterka hlið Kochs. Eftir að hann hlaut kosningu þurfti Bess að bíða lengi eftir því að fá valdamikið embætti hjá borginni. Það var ekki fyrr en 1983 að hún gat sest í stól menning- arfulltrúa New York-borgar. Þá loks gekk í uppfyllingu hvað hana varðar lögmál kerfisins um „ef þú hjálpar mér hjálpa ég þér". Nú var Bess Myerson búin að fá völd í embætti yfirmanns menningarmála í borginni. Og nú ætlaði hún að hlýða lögmálinu um gagnkvæma greiðasemi. Þar má nefna sem dæmi elskhuga hennar, þéttvaxna dugnaðarfork- inn forríka, byggingaverktakann Andy Capasso. Sérgrein hans er ræsagerð. Andy, sem er 21 ári yngri en Bessie, stóð einmitt árið 1983 í sóðalegu skilnaðarmáli gegn konu sinni Nancy. Nancy var ekki reiðubúin til að sætta sig við smán- arlegan lífeyri frá manni sínum eftir að hafa unnið áruni saman í löngu hjónabandi við hlið hans að árangursríkri uppbyggingu fjöl- skyldufyrirtækisins. Og hvers vegna hefði hún átt að gera það? Þau hjón höfðu lifað eins og dæmigerðir uppskafningar íNew York. Nancyvar að drukkna í eðalsteinum og loðfeldum, börnin þeirra sóttu dýra einkaskóla. íbúð- in þeirra í þakhýsi við Park Avenue var svo ríkulega marmaraklædd að í tímaritinu „Archetectural Digest“ var hún kölluð „Heitu laugarnar hans Andys við Cara- calla“. Sjö bílar stóðu til reiðu til að flytja fjölskylduna í sumarhúsin tvö á Long Island, þar sem fjöldi þjónustufólks stjanaði við hana, eins og í íbúðinni í Palm Beach. Bess Myerson þurfti hins vegar ekki að láta sér lynda að standa tómhent. Hvorki hún né Andy höfðu gert minnstu tilraun til að halda leyndu sambandi þeirra sem hófst 1980. Þau áttu stefnumót á dýrum veitingastöðum og hótelum í Karabíska hafinu. Ef Bess bauð vinum sínum út að borða greiddi hún fyrir með krítarkorti Andys. Hann færði henni nerzpels að gjöf og virtist uppnuminn af fegurðar- drottningunni fyrrverandi. „Bess bjó yfir stílnum sem Andy vant- aði,“ segir einn kunninginn. Og Bess hafði samböndin sem Andy þurfti á að halda. Andy Capasso var nýríkur nafn- leysingi með greinilega mállýsku frá Queens en Bess Myerson þekkt persóna. Hún gat reiknað með því að fá alltaf rétta borðið í nákvæm- lega rétta veitingahúsinu. Misk- unnarlaus goggunarröð gildir nefnilega í New York og Bess Myerson skipaði það sæti í röðinni að enginn neitaði að taka símann þegar hún var á línunni. Capasso þótti mikið til koma og sýndi hug sinn þegar Bess hafði beðið ósigur í baráttunni um öld- ungadeildarsæti fyrir New York- ríki. Þá borgaði hann fyrir hana kosningaskuldirnar, tæpa milljón dollara. Bess bruggar launráð En greinilega var það ekki nægj- anlegt. Og nú fór Bess að ganga á svig við lögin, að því er saksóknari heldur fram. Hann sakar hana um að hafa farið að brugga launráð og svíkja til að draga úr lífeyrisgreiðsl- um elskhuga síns til fyrrverandi eiginkonu sinnar. Bess er sökuð um að hafa beitt áhrifum sínum þar sem mótstaðan var veikust, gagnvart dómaranum í skilnaðar- máli Capasso-hjónanna, hinni æru- verðugu Hortense Gabel. Gabel dómari var virt, álitin vinsamleg konum og frjálslynd. Hennar veiki punktur var hins vegar Sukhreet, dóttir hennar, bráðvel gefin stúlka en þjáist af stöðugu þunglyndi. Sukhreet Gabel á langa sjúkrasögu, þar sem m.a. hefur verið beitt rafmagns- lækningu án árangurs. f 10 ár hafði hún ekki getað verið í fastri vinnu. Það ráku ýmsir upp stór augu, þó ekki Bess Myerson, þegar Suk- hreet Gabel, ofurfeit og hjúpuð litskrúðugum tjöldum birtist á skrifstofu menningarfulltrúans í ágúst 1983 og skýrði svo frá að hún væri einkaaðstoðarmaður yfir- mannsins. Tæpum mánuði síðar gerðist það sem verjandi Bess segir hreina tilviljun. Gabel dómari lækkaði lífeyrinn sem Andy Capasso skyldi greiða Nancy úr 1850 dollurum á viku í vesæla 680 dollara á viku. Nancy Capasso, sem skyndilega sá fram á fjárhagsþrengingar, sat ekki þegjandi og hljóðalaust undir þessum úrskurði. Reyndar mátti hún enn sem áður búa í fínu íbúðinni við Fifth Avenue. En lífeyrisúrskurðurinn komst bráð- lega á almanna vitorð og brátt mátti lesa grein í „New York Post“ undir fyrirsögninni „Heimurinn er líti!l“ um þær skrýtnu tilviljanir að Sukhreet Gabel hefði fengið starf hjá embættismanni borgarinnar, móðir hennar væri dómari í skiln- aðarmáiinu og að lífeyrir Nancy Capasso hefði verið lækkaður ein- hver ósköp. Bess Myerson átti fullt í fangi með að sannfæra borgarstjórann um að engar annarlegar ástæður hefðu legið til ráðningar dóttur dómarans, en tókst það þó. Hins vegar var þetta upphafið að falli hennar. Vefur ágirndar og metnað- ar, svika og leynisamninga tók að gliðna. Elskhuginn í fangelsi og Bess atvinnulaus 1986 hófst réttarrannsókn á Nanco, fyrirtæki Capassos og þar komu fram óþægilegar spurningar eins og: Var það einskær tilviljun að Nanco fékk 53,6 milljón dollara samning um ræsagerð fyrir New York-borg á meðan Bess Myerson gegndi embætti menningarfulltrú- ans? Bess neitaði að bera vitni á þeim forsendum að hún gæti skaðað eigin persónu með því. En nú gat Ed Koch borgarstjóri ekki lengur haldið yfir henni verndarhendi. í janúar 1987 fór hún í launalaust frí og þrem mánuðum síðar stóð hún uppi atvinnulaus. Andy Capasso. var dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna skattsvika.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.