Tíminn - 24.01.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.01.1989, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 24. janúar 1989 Tíminn 7 Hvar stöndum við í samanburði við aðrar Norðurlandaþjóðir?: Beinir skattar Dana og Norðmanna fjórfalt hærri Beinir skattar, sem hlutfall af landsframleiðslu, eru um fjórfalt hærri í Noregi og Danmörku heldur en hér á landi, um þrefalt hærri í Svíþjóð og og meira en tvöfalt hærri í Finnlandi. I heildarskattheimtu voru íslenskir ráðamenn árið 1987 ennþá varla nema hálfdrættingar á við sænska (kannski „farið fram síðan?“) og langt á eftir öllum öðrum Norðurlöndum. Upplýsingar um skattheimtu á Norðurlöndunum fintm, sem hlutfall af landsframleiðslu, árið 1975 og síðan 1980 til 1987 koma frant í skýrslu sem unnin hefur verið sam- eiginlega af vinnuveitandasamtök- um þessara landa. Vegna þess hve stjórnmálamenn og aðrir grípa oft til margskonar samanburðar við „helstu grannlönd okkar" getur ver- ið fróðlegt að sjá hvernig íslendingar standast þann samanburð á sumum sviðum. Svíar skattakóngar Hvað varðar hlutfall heildarskatta af landsframleiðslu hefur það á fyrr- nefndu tímabili hækkað verulega t' Danmörku og Svíþjóð, heldur þok- ast upp á við í Finnlandi, en lítið breyst frá ári til árs í Noregi. Á íslandi var skatthlutfallið 1987 lægra en nokkurt annað ár frá 1980, en hæst komst það í 33%. Taflan sýnir annars vegar heildarskatta og hins vegar beina skatta, hvorutveggja sem hlutfall landsframleiðslu 1987. Hlutfall skatta af landsframleiðslu Heildar- Beinir- skattar % skattar % Danmörk 51,9 30,1 Finnland 41,4 17,3 Noregur 42,2 29,1 Svíþjóð 54,8 23,8 ísland 28,6 7,1 Ljóst virðist af þessunt töluni, að sögur af gífurlegri skattheimtu með- al grannþjóða okkar eru engar ýkju- sögur. Séu tölur um landsfrantleiðslu Norðurlandaþjóðanna umreiknaðar eftir meðalgengi ársins 1987 verður sú niðurstaðan að landsframleiðsla á hvern íbúa hafi verið hæst á íslandi (829 þús.) þá í Danmörku (767 þ.), sú sama í Noregi og Svíþjóð (733 þ.) og lægst (688 þ.) í Finnlandi. Skatt- heimta á hvern íbúa í íslenskum krónum var sem hér segir: Skattar á hvern íbúa Beinirsk. Allirsk. ísl. kr. ísl. kr. Danmörk 231.000 398.000 Finnland II9.000 284.000 Noregur 213.000 353.000 Svíþjóð 175.000 402.000 (sland 59.000 237.000 Heildarskattheimta á hvern íbúa Danmerkur og Svíþjóðar er sam- kvæmt þessu 68% og 70% hærri heldur en „plokkað" er af hverjum íslendingi. Virðist þar m.a. að finna orsök/afleiðingu hinna fjölbreyti- legu styrkja, niðurgreiðslna, bóta og almannaþjónustu sem sögur fara af að séu miklu meiri og betri cn hér. Hvort íslendingar yrðu allir sam- mála um að kaupa sér áþekk réttindi fyrir 50-70% skattahækkanir er aftur á móti forvitnileg spurning. Einkaneysla langmest á Islandi Danir og Finnar vörðu tæplega 55% landsframleiðslu sinnar til einkaneyslu 1987, sem er svipað hlutfall og 1980. Einkaneysla íslend- inga var þá svipuð (57%) en hafði 1987 hoppað upp í 65% af lands- framleiðslu. Á móti höföu einstakl- ingar m.a. skorið niður fjárfestingu í íbúðarhúsnæði. Hlutfall einka- neyslu hefur verið hvað lægst hjá Svíum, um 52%. í santneyslu eru Svíarnir hins vegar efstir, með nær 27% lands- framleiðslu, þrátt fyrir nokkra lækk- un frá 1980. Há Dönum er hlutfalliö heldur lægra og hefur einnig farið lækkandi. íslendingar eru lang „sparsamástir" í samneyslunni mcð 18%, sem er þó hækkun úr 16% í byrjun áratugarihs. Pcirri hækkun hefur verið mætt með niðurskurði í opinberum framkvæmdum, úr 9% niður í 5% af jandsframleiðslu. (Noreg vantar í þessuni tölum.) Inn- og útflutningur Innflutningur er svipað hlutfall iandsframleiðslunnar (36%) hjá Is- lendingum og Dönum, mun minni (31%) hjá Svíum og aðeins unt 25% hjá Finnum. Islendingar er þeir einu þessara þjóða sem ekki flytja meira út en inn. Islendingar og Danir skuldakóngar Flestum Norðurlandaþjóðanna hefur þó gengið illa að láta það sem þær afla duga fyrir því sem þær eyða. Norðmenn eru þeir einu sem ekki hafa nær árlega endað með halla á greiðslujöfnuði við útlönd. Hvað varðar erlendar skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu bera Danir og íslendingar þó af sem skuldakóngar. Hlutfall erlendra skulda % 1980 % 1987 Danmörk 26,7 39,2 Finnland 14,2 14,3 Noregur 32,6 16,5 Svíþjóð 9,7 21,6 ísland 34,6 40,4 Hjá Dönunt hækkuðu erlendar skuldir sem hlutfall af landsfram- leiðslu jafnt og þétt til 1984 en hafa svo nánast staöið i stað síðan. Það sama ár komst hlutfall (slendinga í rúm 60% en fór síðan lækkandi til 1987. Finnar hafa haldiðsínu skulda- hlutfalli lítt breyttu þcnnan áratug. Norðmenn höfðu jákvæðan greiðslujöfnuð við útlönd öll árin 1980-85 og höfðu þá komið hlutfalli erlendra skulda niður fyrir 10%. Árin 1986 og 87 hefur Itins vegar sigið á ógæfuhliðina, væntanlega fyrst og fremst vegna lækkunar olíu- verðs - sem við höfum hins vegar notið góðs af. - HEl 51,9% Danmörk 41 j4% Finnland 42,2% Noregur 54,8% Svíþjóð 28,6% ísland Islenskir iðnrekendur: I7% gengisfellingu Félag íslenskra iðnrekenda krefst þess að gengi íslensku krónunnar verði fellt um 10-17%. Það mundi þýða kaupmáttarskerðingu um 6-7% ef áhrif gengisfellingar yrðu ekki tekin inn í útreikning launa, sem iðnrekendur telja nauðsynlegt td að hun Á fundi í gær þar sem ályktun Félags íslenskra iðnrekenda um gengismál var kynnt sögðu þeir Víglundur Þorsteinsson formaður og Davíð Gunnarsson fram- kvæmdastjóri að raungengi krón- unnar yrði að lækka verulega á næstu misserum til að ná hallalaus- um utanríkisviðskiptum. Forsend- ur fyrir hallalausum utanríkisvið- skiptum væru tvær, annars vegar gengisfelling allt að 17% og hins vegar samdráttur í ríkisútgjöldum. Bent var á að erlendar skuldir þjóðarinnar færu ört vaxandi og ef svo héldi fram sem horfði mundu heildarskuldir íslensku þjóðarinn- ar vera nálægt 180 milljörðum árið 1993, en þær eru 114 milljarðar í dag. Víglundur Þorsteinsson taldi umsvif í rekstri ríkisins hafa vaxið allt of mikið og nú yrði ríkið að skera niður sinn rekstur eins og nai takmarki smu. öðrum væri skipað að gera. Víg- lundur kvað það ekki í verkahring Félags íslenskra iðnrekanda að koma með tillögur um hvar ætti að skera niður á fjárlögum ríkisins, en það væri of algengt að menn ákvæðu í einhverjum glasaglaumi að gera hitt og þetta á vegum ríkisins, en hugsuðu minna um hvernig ætti að fjármagna fram- kvæmdirnar. Iðnrekendur telja að aðgerðir stjórnvalda megni ekki að draga úr viðskiptahalla, en nauðsynlegt sé að ná hallalausum utanríkisvið- skiptum fyrir árið 1990 til að koma í veg fyrir að við festumst í víta- hring viðskiptahalla og erlendrar skuldasöfnunar. Hallalaus ríkis- búskapur og háir raunvextir dugi ekki til að ná þessu markmiði og þess vegna sé nauðsynlegt að fella gengi íslensku krónunnar. - ág Lilja Eiríksdóttir tekur við vinningi sínum Flugbjörgunarsveitirnar: Vinningar afhentir Nýlega voru afhentir aðalvinning- arnir í Stórhappdrætti Flugbjörgun- arsveitanna, sem dregið var í 24. desember s.l. Bergþór Ólafsson vann einn hinna glæsilegu heimilispakka, sem inni- heldur hvorki meira né minna en: Macintosh Plus einkatölvu, Nord- mende CV 2201 kvikmyndatökuvél, Bang & Olufsen Beosystem 5000 hljómtækjasamstæðu ásamt Penta hátölurum, Nordmende Prestige 29" sjónvarpstæki, Nordmende V 1405 myndbandstæki, Goldstar örbylgju- ofn og Mitsubishi farsíma, samtals að verðmæti 823.500,- kr. Önnur Toyota Land Cruiser Turbo Diesel bifreiðin féll í hlut hinnar Ijónheppnu Lilju Eiríksdótt- ur, en sá vinningur er að verðmæti 2.200.00,- kr. Flugbjörgunarsveitirnar óska þeim, svo og öðrum vinningshöfum, innilega til hamingju með vinning- ana og þakka landsmönnum öllum veittan stuðning. Án stuðnings landsmanna væri ekki mögulegt að halda þessu starfi áfram, því rekstur björgunarsveita er kostnaðarsamur, þrátt fyrir að öll vinna við þjálfun, æfingar og leitir sé unnin í sjálfboðavinnu af hörkudug- legu og óeigingjörnu fólki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.