Tíminn - 24.01.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.01.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 24. janúar 1989 Titninn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvaemdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, taeknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Póstfax: 68-76-91 Atkvæði Alberts Skoðanakannanir benda til fylgisaukningar Sjálf- stæðisflokksins miðað við síðustu kosningar. Vafalaust eru ýmsar skýringar á þessu, sem íhaldsandstæðingum er m.a. nauðsyn að átta sig á. En veigamikil ástæða er að líkindum sú, að mikið af því fylgi, sem Borgaraflokkurinn fékk frá Sjálfstæðis- flokknum út á Albert Guðmundsson leitar nú til föðurhúsanna. En hvers vegna safnar þetta lið sér nú skyndilega saman í stað þess að dreifa sér eins og verið hefur í undanförnum skoðanakönnunum? Að einhverju leyti má rekja það til almennrar stjórnmálaþróunar, en aðalskýringuna er að finna í því, sem hefur verið að gerast í Borgaraflokknum að undanförnu. í þingflokki Borgaraflokksins hefur átt sér stað uppgjör um markmið og leiðir, sem m.a. kemur fram í því að lína er dregin milli Alberts Guðmundssonar og Júlíusar Sólnes. Júlíus vill gera ímynd Borgara- flókksins skýrari. Hann leggur áherslu á sjálfstæði flokksins. Albert vill á hinn bóginn viðhalda þeirri ímynd, að Borgaraflokkurinn sé hirð í kringum nafn hans sjálfs. Hann lítur á Borgaraflokkinn sem tímabundinn sprengiflokk út úr Sjálfstæðisflokknum. Nánasti samstarfsmaður Alberts, Ingi Björn Alberts- son, hefur lýst yfir því í Morgunblaðinu að hann sé sjálfstæðismaður og eigi heima í Sjálfstæðisflokkn- um. Hér er Ingi Björn ekki aðeins að lýsa sjálfum sér, heldur einnig afstöðu Alberts Guðntundssonar. Enginn vafi er á því að áhrifavald Alberts Guð- mundssonar segir til sín í þessum átökum í flokknum. Ekki er ástæða til að tíunda í löngu máli rök hans í þessu sambandi. í stórum dráttum eru tjáningarað- ferðir hans gagnvart fylgismönnum sínum hinar sömu sem hann er kunnur fyrir, að umbreyta sjálfum sér í píslarvott. Hann lætur fólk vera í þeirri trú, að nýir ráðamenn í Borgaraflokknum, Júlíus Sólnes, Óli Þ. Guðbjartsson o.fl., gangi gegn vilja hans og hefti frama hans með rangindum. Þessi ásökun er áreiðan- lega ómakleg, en Albert hefur áhrif á „sitt“ fólk. Um hann hefur ætíð staðið alls konar lausafylgi, sem yfirleitt á sér andlegan samastað undir regnhlíf íhaldsins, þótt auðvitað skolist það til fram og aftur eftir því hvernig vindar blása. Það er eðli svona fylgis. Nú hefur það gerst að þetta lausafylgi Alberts og íhaldsins hefur tekið viðbragð í samræmi við það sem ætla má að sé vilji Alberts Guðmundssonar, nefnilega að liðið hverfi aftur til Sjálfstæðisflokksins. Hefndar- tímabili Hulduhersins skal nú lokið. Albert ætlar að skila Þorsteini Pálssyni atkvæðunum, sem hann tók frá honum fyrir u.þ.b. tveimur árum. Hitt er annað mál að ekki verða allir borgaraflokks- menn til þess að hlýða kalli Alberts Guðmundssonar til stuðnings Þorsteini Pálssyni. Júlíus Sólnes, Óli Þ. Guðbjartsson og margir fleiri vilja byggja upp framtíð flokksins með jákvæðu starfi, sem m.a. fælist í því að taka þátt í stjórnarsamstarfi, ef um slíkt semdist á raunhæfum grundvelli. Um það eiga sér nú stað viðræður milli Borgaraflokksins og ríkisstjórn- arflokkanna. Engar aðrar breytingar á ríkisstjórn eru til umræðu nema þær sem búnar eru til í gróusögu- deild fréttastofu Sjónvarpsins. GARRI Alá og Samvinnubó Garri hitti kunningja sinn á dögunum, og er sá bæði málglögg- ur og áhugamaöur um ýmis málefni sem hverju sinni eru á gangi í þjöðfélaginu. Sá færði nýafstaðnar fréttir um sameiningu vátrygginga- félaga í tal við Garra, og var hann hvorki meira né minna én búinn að skíra bæði nýju félögin. Hann bcnti á að öðru megin væru Almennar tryggingar og Sjóvá að sameinast. Sjálfgefið væri því að gefa nýja félaginu, sem þar væri að vcrða til, nafn sem búiö væri til úr nöfnum hinna tveggja og nefna það Alá. Hitt félagið á hins vegar að verða til úr Samvinnutryggingum og Brunabót. Því nýja félagi þótti Garravini tilvalið að gefa heiti eftir sömu formúlu og kalla það Sam- vinnubót. Garri selur þessar hugmyndir ekki dýrar en hann kcypti þær, og er reyndar síður en svo viss um að þær falli öllum í geð. En þeim er hér með komið á framfæri, og mega þcir nýta sein vilja. Kostir sameiningar Annars verður Garri að scgja það eins og er að honum líst alls ekki illa á þessar hugmyndir um að samcina fjögur stærstu trygginga- félögin hér á landi og gera úr þeim tvö tiltölulega öflug fyrirtæki. Að því er honum skilst mun þetta geta haft í för nicð sér töluvert mikinn sparnaö í rekstri og útgjöldum, sem kunnugir telja víst fyrirséð aö geti jafnvel hlaupið á umtalsvcrð- um Ijárliæðuni á ári hvcrju. Og veitir víst ekki af að huga að þess háttar sparnaöi núna þegar krcpputal tröllríður hér öllu þjóð- félaginu. Annars er að því að gæta að sameining Brunabótar og Sam- vinnutrygginga er víst ekki fullfrá- gcngin enn. Að þvi er fréttir herma eiga fulltrúaráð beggja félaganna eftir að fjalla um málið, og að því er Samvinnutryggingar varðar má meir en vera að þessa sameiningu þyki viðeigandi að ræða á aðal- fundi Sambandsins í vor. En sé það fyrirséö að sparnaðurínn af þessu hjá báðum félögum verði af þeirri stærðargráðu sem um er talað þá er varla við öðru að búast en að þetta verði samþykkt af öllum þar til bærum stofnunum. Líka er á það að líta að með þessu móti koma tvö tiltölulcga mjög stór tryggingafélög til starfa hér á tryggingamarkaðnum. Fyrir jafnt hinn almenna borgara sem fyrirtæki í landinu ætti það að skapa aukið öryggi. Því stærri sem félögin verða því stcrkari gcta þau orðið fjárhagslcga óg þar með betur fær en áður um að taka á sig umtalsverða vátryggingaráhættu. Þá má einnig vænta þess að þar með minnki þörf þeirra fyrir endur- tryggingar og þannig aukist hagn- aöarvon þeirra þegar vel gengur og tjón verða lítil. Spurningin um Reykjavik En eins og menn vita hefur Reykjavíkurborg um árabil kosið að halda öllum húsatryggingum í borginni í eigin höndum. Lengi framan af voru allar eða nánast allar brunatryggingar húsa í land- inu hjá Briinabótafélaginu. en síð- ustu árin hafa Samvinnutryggingar þó veitt þeim þar síharðnandi sam- keppni. Eins og menn vita er hér sá háttur á að sveitarstjórnir semja uni allar húsatryggingar í sveitar- félögum sínum, þannig að hér eru öll hús í einu og sama sveitarfélag- inu tryggð hjá sama félagi. í Rcykjavík er það fyrirtæki í eigu borgarinnar, Húsatryggingar Reykjavíkurborgar, sem sér um þessar tryggingar. Aftur á móti cr að því gætandi að nýlegt dæmi um brunann hjá Gúmmívinnustofunni bendir til þess að Húsatryggingarn- ar séu tæpast nógu öflugt trygg- ingafélag til að taka á sig umtals- verða áhættu af stórbrunum. Að því er fréttir herma er svo að sjá að sjóðir þessa félags dugi ekki til að bæta þetta brunatjón og reykvískir útsvarsgreiðendur megi því eiga von á að stærri eða smærri hluti af gjöldum þeirra til borgarínnar þurli að renna til þess að bæta eigendum hússins við Réttarháls tjón sitt. Þegar samruni Brunabótar og Samvinnutry gginga kemur til fram- kvæmda þá cr víst meir en tími til koniinn að borgarstjórn Rcykja- víkur farí að huga að sínum málum. Það er vægast sagt mikið álitamál hvort rétt sé að halda þessum tryggingum hjá borginni áfram ef Húsatryggingarnar reynast ekki nógu öflugar til að standa undir öðru en smærri brunatjónum. Það er eiginlega ekki nógu gott ef útsvarsgreiðendur í borginni þurfa að taka upp budduna ef stórbruni verður hjá einhverju einkafyrir- tækinu þar. Mcð tilkomu nýs og öflugs húsatryggingafélags koma ný viðhorf til sögunnar. Þá þarf Reykjavíkurborg að skoða sín mál upp á nýtt. Þar mega gamlir og úreltir pólitískir fordómar ekki verða til þess að kosta reykvíska launþega stórfé. Garri. VÍTTOG BREITT OFRÆGINGARSKRIF Guðmundur H. Garðarsson þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokk- inn hefur orð á sér fyrir að vera grandvar maður til orðs og æðis þótt hann verði ekki beinlínis sak- aður um rökfestu, sem ekki er við að búast af manni sem í senn hefur sýnt þá afburða fjölhæfni að vera í forsvari fyrir stóru launþegafélagi og sitja á þingi fyrir íhaldið. S.l. laugardag skeiðaði Guð- mundur H. G. um ritvöllinn á síðum Morgunblaðsins og fáraðist um ofurvald fjölmiðlanna. Að von- unt vex þingmanninum það í aug- um, en gat þó hvergi komið auga á hvar hið raunverulega fjölmiðla- vald liggur og einhver þokumökkur hvílir yfir þeirri hugsun greinarhöf- undar hvort þetta vald er af hinu góða eða illa. Ritstjórnargreinar Mogga og DV hafa gífurleg áhrif á uppeldi og skoðanamyndun landsmanna, að viti G.H.G. Það er af því að þau blöð eru „markaðsráðandi." Um önnur blöð skrifar þingmað- urinn: „ Hin dagblöðin, Alþýðu- blaðið, Tíminn og Þjóðviljinn, eru algjör flokksblöð og þjóna þeim stjórnmálaflokkum, sem að þeim standa, í einu og öllu. Þessu til staðfestingar nægir að benda á flokkslega foringjadýrkun þessara blaða, sem birtist í ýrnsurn myndum, sem og skipulögð ófræg- ingarskrif þeirra um pólitíska and- stæðinga. Hvorki Morgunblaðið né DV stunda ófrægingarskrif um persón- ur manna. í því felst m.a. styrkur lýðræðisins í landinu." Sannir lýðræðisþjónar Á eftir þessari rullu upphefst önnur um ritstjóra hinna „mark- aðsráðandi" blaða og eru þeir hlaðnir slíku lofi, að til forna hefðu menn átt vígt um ef einhver hefði dirfst að hafa orð á öllum þeim Guðmundur H. Garðarsson verðleikum. Hér skal dregið mjög í efa að það þjóni lýðræðinu í landinu að gera þann greinarmun á dagblöð- um sent þingmaður Sjálfstæðis- flokksins leyfir sér í tilvitnuðu skrifi. Hann spyrðir Tímann, AI- þýðublaðið og Þjóðviljann saman og gerir að „algjörum flokksblöð- um“ þar sem stunduð séu skipu- lögð ófrægingarskrif um pólitíska andstæðinga. Undir hvað flokkast eiginlega svona staðhæfingar, Guðmundur H. Garðarsson? Væntanlega ekki ófrægingarskrif um pólitíska and- stæðinga. Ekki er annað að sjá af samsetn- ingi þingmannsins, en að Morgun- blaðið og DV séu hlutlaus í pólitík en afskaplega málefnaleg og skal það ekki dregið í efa. Að minnsta kosti ekki af sjónarhóli íhaldsins. Foringjadýrkun Hins vegar gerir leiðarahöfund- ur Mogga þingmanninum þann grikk að birta ritstjómargrein við hlið ívitnaðrar greinar þar sem Davíð Oddsson er hafinn til skýj- anna fyrir stjórnvisku og mannvit og margsagt að hann byggi borg á bjargi en ríkisstjórnin byggi á sandi. Leiðari DV á mánudag er nokkurn veginn samhljóða. Bæði „markaðsráðandi" mál- gögnin keppast við að afsanna eina af mörgum bábiljum þingmannsins og skrifa eins og algjör flokksblöð Sjálfstæðisflokksins. G.H.G. gerir sér lítið fyrir og spyrðir saman öll þau dagblöð sem hann þykist ekki þurfa að smjaðra fyrir, og segir þau vera algjör flokksblöð og stunda ófrægingars- krif um pólitíska andstæðinga, andstætt við íhaldsmálgögnin. Það fer eftir ýmsum sjónarmið- um hvort það telst skömm eða heiður að lenda í spyrðubandi með málgögnum A-flokkanna, en það er jafnrangt hvort heldur er, að Tíminn þjóni stjórnmálaflokki í einu og öllu og að stunduð séu skipulögð ófrægingarskrif í blaðið um pólitiska andstæðinga. Það er rétt að Tíminn leitast við að vera málgagn Framsóknar- flokksins en starfsmenn eru frjálsir að skrifum um hvaðeina sem í blaðið er látið og ruglið um ófræg- ingarskrifin eru annaðhvort hugar- burður þingmannsins eða vt'svit- andi rógur, sem sæmir ekki að setja í grein um jafnmikilsvert efni og G.H.G. veltir fyrir sér við hliðina á leiðara Mogga s.l. laugar- dag, þar sem foringjadýrkunin keyrir svo úr hófi, að ekki kæmi á óvart þótt jafnvel formanni Sjálf- stæðisflokksins þætti meira en nóg um. Ef Guðmundur H. Garðarsson ætlar að komast að því hvar þjóð- félagsvaldið er niðurkomið, ætti hann að hefja leitina eftir gæfulegri leiðum en með strákslegum að- dróttunum og ófrægingarskrifum um pólitíska andstæðinga. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.