Tíminn - 24.01.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.01.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 24. janúar 1989 Verðbólgan logar glatt í verðstöðvuninni: Byggingarefni flest hækkaðum 12-16% Flest helstu byggingarefni hækk- uðu um allt að 16% nú um áramótin, sem leiddi til 3,3% hækkunar á vísitölu byggingarkostnaðar milli desember og janúar. Þyngst vegur 12% hækkun á steypu. í tilkynningu Hagstofunnar eru verðhækkanir eftirtalinna byggingavara nefndar sérstaklega: Tvöfalt gler Mótatimbur Steypa Málningarvörur Blikksmíðaefni Pípulagningaefni Innihurðir 15% 14% 12% 12% 9% 8% 6% Spónaplötur Einangrunarplast 16% 16% Um fimmti hluti vísitöluhækkun- arinnar varð þó vegna ýmissa ann- arra verðhækkana. Verðhækkanir þessar eru annars- Jökulfell til Evrópu í kjölfar minnkandi flutninga á verkefnum fyrir skipiö til að bæta freðfiski til Bandaríkjanna er nýtingu þess. Skipadeild Sambandsins farin að Pá hcfur Skipadeild tekið upp leita viðbótarverkefna fyrir frysti- samstarf við erlent skipafciag um skipið Jökulfell. Núna undanfarið gámaflutninga frá Bandaríkjunum hefur skipið þannig farið nokkrar í veg fyrir Sambandsskipin í við- ferðir til Evrópuhafna og llutt komuhöfnum þeirra í Evrópu. frystar vörur milli þeirra og áfanga- staða vestanhafs, en aðalverkefni skipsins er þó eftir sem áður að flytja vörur milli íslands og Banda- rfkjanna. Skipið var á sínum tíma byggt sérstaklega fyrir flutninga á frystum fiski héðan vestur um haf og sérhannað til þess verkefnis, auk þess sem það flytur vörur til landsins ’frá Bandaríkjunum og Kanada. Núna þessa dagana er Jökulfell þannig nýbúið að losa farm í Dan- mörku sem það flutti þangað frá Nýfundnalandi. í framhaldi af því lestar skipið farm í Þýskalandi sem fer til Nýfundnalands, en í leiðinni þangað kemur það við á íslandi og tekur fisk vestur. Þá er skammt síðan skipið lestaði farm í Græn- landi sem það fór með til Dan- merkur og Englands. Hér er ekki um fastar siglingar að ræða, a.m.k. ekki enn sem komið er, heldur er einungis verið að leita að nýjum Óniar Hl. Jóhannsson frkvstj sagði að náðst hefðu mjög hagstæð- ir samningar um þetta, sem tryggðu vikulega flutninga yfir hafið. Pað þýddi aftur að nú byðist vikuleg flutningaþjónusta frá austurströnd Bandaríkjanna til íslands, í stað þess að áður hefði Jökulfeilið að- eins verið þar á þriggja til fjö'gurra vikna fresti. Innan skamms munu einnig tveir starfsmcnn Skipadeildar taka til starfa í Hull og Hamborg, þar sem þeir verða staðsettir hjá umboðs- fyrirtækjum hennar. Þessar borgir cru báðar þungaviktarstaöir í starfi deildarinnar, og með þessu móti er m.a. ætlunin að auka enn þjónustu hennar í sambandi við framhalds- flutninga til staða lengra undan. Auk þess rekur Skipadeild eigin skrifstofu í Rotterdam sem annast alla þjónustu fyrir viðskiptavini hennar. -esig „Bætt lýsing betra líf“ Ljóstæknifélag íslands hefur gefið út rit sem ber nafnið Ljós. Þetta rit er til þess ætlað að flytja lesendum fróðleik um sjónstarf, ljós. Lést af slysförum Ungur' íslendingur Valdimar Þorvarðarson lést af slysförum á sjúkrahúsi í Barcelona síðastlið- inn föstudag. Valdimar var frá Grundarfirði, fæddur 15. maí 1958. Hann var búsettur í Árósum í Danmörku en var við tungumálanám á Spáni er hann varð fyrir bíl og lést af þeim sökum. jkb vegar raktar til 9% vörugjalds sem lagt var á ýmsar byggingarvörur rétt fyrir áramótin og hins vegar 5% gengisfellingar í upphafi ársins. Vörugjald var líka lækkað úr 14% niður í 9% á öðrum vörutegundum, en þær lækkanir hafa kannski gufað upp í gengisfellingunni. Auk þessa gætti einnig í vísitölunni „áhrifa ýmissa verðhækkana, sem ekki verða skýrðar með breytingu vöru- gjalds eða gengis", eins og orðrétt segir í tilkynningu Hagstofunnar. Þessi hækkun ásamt með 1,7% hækkun framfærsluvísitölunnar milli sömu mánaða mun leiða til í kring- um 2,2% hækkunar á lánskjaravísi- tölunni í febrúar (sem svara mundi til um 30% verðbólgu á heilu ári). Sú hækkun mun t.d. hækka höfuð- stól 3.300 þús. króna húsnæðisláns í kringum 73.000 kr. þann 1. febrúar. - HEI í minningu Jóns Konráðssonar: Stjórn Sauðfjár- vemdar í stjóm Sauðfjárvemdarinnar hafa hafa verið skipuð Ólafur R. Dýrmundsson formaður, Björg- vin Þ. Valdimarsson og Jórunn Sörenssen meðstjórnendur. Sauðfjárverndin var stofnuð af Jóni Konráðssyni á Selfossi árið 1965. Markmiðið með stofnun hennar var að bæta umhirðu og umgengni manna gagnvart sauð- kindinni. Er stofnandi hennar lést arf- leiddi hann Sauðfjárverndina að eigum stnum og stofnaði sjálf- seignarfélag um hana árið 1986. Hrossahópur hins kunna ræktunarmanns Bjöms Runólfssonar á Hofstöðum gæðir sér á tuggunni. Tínumynd ö.þ. Útflutningur hrossakjöts til Belgíu: Hrossakjötið líkaði betur en folaldakjöt I haust gerði markaðsnefnd félags hrossabænda tilraun með að flytja hross til Belgíu þar sem þeim var slátrað og kjötið sett á markað. Þannig voru flutt út um 270 hross, þar af voru 80 úr Skagafirði og 60 úr Húnavatnssýslum. Einnig var flutt út við þetta tækifæi talsvert af reið- hrossum sem seld höfðu verið til Danmerkur og Svíþjóðar. Þessir flutningar fóru fram með flugvélum og voru alls farnar 40 ferðir frá Keflavíkurflugvelli. Eins og kunnugt er hafa hross verið flutt úr landi með skipum undanfarin ár. Margir bændur hafa hinsvegar verið tregir að senda með þessum hætti og virðist sem hinn nýi flutningsmáti falli hestamönnum betur í geð því ekki reyndist neinum vandkvæðum bundið að fá nægilega marga gripi í útflutninginn. Að sögn forráða- manna markaðsnefndar hér nyrðra líkaði kjötið af fullorðnu gripunum ágætlega í Belgíu en mun lakar af nokkum folöldum sem send voru í tilraunaskyni. Kostnaður við flutninginn út var greiddur af útflutningsbótafé, en eigendur báru sjálfir kostnað við flutning gripanna tii Keflavíkur. Skilaverð til bænda verður tæpar 16 þús. krónur og á að greiða það 3 mánuðum eftir að hrossin fóru úr landinu. Ástæður þess að hrossa- bændur grípa til þessa ráðs er mjög treg sala á hrossakjöti undanfarið, eða alveg frá því 25% söluskattur var lagður á hrossakjöt um áramótin ’87 og ’88. Nú er verið að kanna hugsanlegan markað fyrir hrossakjöt víðar, Ijóst er að hægt er að koma kjötinu út fersku jafnvel til fjarlægari landa. Hinsvegar mun spurningin um verð og fyrirgreiðslu ekki enn að fullu svarað. . Ö.Þ. Fljótum lýsingu og skyld svið. í því er meðal annars minnst á áhrif lýsingar á andlega og líkamlega vellíðan, að afköst starfsmanna auk- ist, hreinlæti batni og slysum fækki með bættri lýsingu auk fleiri atriða. Markmið Ljóstæknifélagsins eru að stuðla að bættri lýsingu og sjón- skilyrðum og veita almenna fræðslu um allt er varðar sjónstarf og lýsing- artækni. Félagið er fulltrúi íslands í alþjóða ljóstæknisamtökunum CIE og tekur einnig þátt í samstarfi norrænu Ijóstæknifélaganna. Fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og einstaklingar sem eiga hagsmuna að gæta eða hafa áhuga á lýsingar- tækni geta gerst félagar en þeir eru nú um 200 talsins. Formaður Ljós- tæknifélags Islands er Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsstjóri en skrif- stofa þess er að Hallveigarstíg 1 í Reykjavík. jkb Eldvarnareftirlitsmaðurinn í Hafnarfirði með 22 þúsund manns á sínu svæði. Slökkvilið Hafnarfjarðar hafði í nógu að snúast í fyrra: 221 útkall 1988 Óvenju mikið var að gera hjá slökkviliðinu í Hafnafirði á síðast- liðnu ári. En brunavarnarsvæði þess nær einnig til Garðabæjar og Bessastaðahrepps. í skýrslu slökkviliðsins kemur frant að samtals voru útköll 221 talsins. Langflest útkallanna voru vegna bruna á sinu, mosa og rusli, eða samtals 117. Hafnfirðingar sátu á strák sínum og nörruðu slökkviliðsmennina ekki nema fimm sinnum út að nauðsynjalausu. Aftur á móti voru þeir ekki nógu aðgætnir í rneðför- um elds því upptök bruna mátti í meira en helmingi tilfella rekja til íkveikju af vangá eða öðrum or- sökum. Tjón vegna eldsvoða varð í fæst- um tilfellum mikið, aðeins fjórum sinnum nam það meiru en tveimur milljónum króna. Slökkviliðið sér einnig um sjúkraflutninga á sama svæði og voru þeir samtals 1315. íbúafjöldi á svæði eldvarnareft- irlitsmanns í Hafnarfirði Péturs Kristbergssonar mun nú vera um 22 þúsund manns. En það er fjöl- mennasta svæði sem einn eldvarn- areftirlitsmaður hefur eftirlit með. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.