Tíminn - 24.01.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.01.1989, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 24. janúar 1989 Tíminn 13 Flóttamannabuðir í Norður-Sómalíu: Hungurvofan ógnar lífi 400.000 manns Sómalir segja að ef ekkert verði að gert í snatri muni nærri 400 þúsund Eþíópíumenn sem flúið hafa til Sómalíu deyja úr hungri þar sem flóttamannahjálp Sameinuðu þjóð- anna hafi hætt matarsendingum til þeirra. Segja Sómalir að matarbirgð- ir verði algerlega á þrotum í lok janúar. - Án nýrra matarbirgða munu afleiðingarnar verða hrikalegar, sagði Abdi Mohamed Tarrah sem situr í forsæti nefndar'í Sómalíu sem hefur með flóttamenn að gera. Sagði Tarrah að í fimmtán flótta- mannabúðum í norðurhluta Sómalíu hafi dagiegur matarskammtur þegar verið minnkaður úr 573 grömmum í 237 grömm. Sagði hann að flótta- mennirnir sem flestir eru börn, kon- ur og gamalmenni væru „á brún hungursneyðar". Sameinðu þjóðirnar tilkynntu Sómölum það í desembermánuði að matarsendingum til norðurhluta Sómalíu yrði hætt vegna „óstöðug- leika" á svæðinu. Bardagar milli skæruliða og stjórnarhersins í Sómalíu hafa valdið miklum usla í norðurhluta landsins og hrakið fjölda fólks sem flúið hafa átök og hungursneyð í Eþíópíu aftur heim á leið. Hafa fjölmargir erlendir hjálparstarfsmenn verið teknir höndum í þeim bardögum. Hungurvofan ógnar nú 400 þúsund flóttamönnum í norðurhluta Sómal- íu eftir að Sameinuðu þjóðirnar hafa stöðvað matarsendingar vegna átaka skæruliða og stjórnarhersins í Sóm- alíu. Um áttahundruð „Andófstékkar“ teknir fastir Átta hundruð manns hafa verið handteknir fyrir mótmælaaðgerðir í Tékkóslóvakíu síðustu vikuna og hafa slíkar fjöldahandtökur ekki verið viðhafðar frá því sem þar gerðist í kjölfar innrásar Sovét- manna í Tékkóslóvakíu árið 1968. Reyndar hafa ekki heldur verið svo öflug mótmæli meðal tékknesks al- mennings í þessi tuttugu ár. Að minnsta kosti fjögur hundruð manns voru handteknir og yfirheyrð- ir á laugardaginn eftir að lögreglan hafði fjarlægt fólkið úr járnbrautar- lestum í þorpinu Vsetaty 30 km norður af Prag. Hugðist fólkið halda í pílagrímsför að leiði heimspeki- stúdentsins Jan Palchs sem kveikti í sér í ársbyrjun 1969 til að mótmæla kúgun þeirri er fylgdi í kjölfar inn- rásar Sovétmanna sem murkuðu líf- ið úr „Vorinu í Prag“. Fjölmennar mótmælaaðgerðir hafa verið á Wenceslastorginu á hverjum degi síðustu viku eftir að lögregla leysti upp minningarathöfn um Jan Palach sunnudaginn fyrir viku. Þá voru tuttugu ár síðan hann framdi sjálfsmorð á Wenceslastorg- inu. Sovétríkin: Lögregla skaut lög- reglu af misgáningi Sovéskur lögregluþjónn sem reyndi að stöðva slagsmál var skot- inn til bana af félaga sínum sem tók hann fyrir vopnaðan glæpamann. Um þetta mátti lesa í Komsomolska Pravda á sunnudaginn. Atburður þessi átti sér stað í Síberu, nánar tiltekið í bænum No- vosibirsk eftir að lögregluforinginn Yevgeny Byelokopytov hugðist handsama óðan hnífamann sem stungið hafði mann í vínbúð þar í bæ. -Hið rauða einkennisskírteini lög- reglumannsins hafði sömu áhrif á hnífamanninn og rauð dula hefur á naut. Vinir mannsins réðust að lög- reglumanninum og hugðust frelsa félaga sinn. Skot Byelokopytovs upp í loftið hafði engin áhrif á múginn, sagði í frétt dagblaðsins. Byelokopytov var hrakinn að ís- hokkívelli bæjarins, þar sem hann varðist árásum lýðsins með skothríð. Lögreglusveit kom á staðinn eftir að skothríðin hófst. Þeir báru ekki kennsl á starfsfélaga sinn, en skutu hann þess í stað á færi með riffli, eftir að lögregluþjónninn hafði sært þrjá menn. Pólskur prestur myrtur Pólskur prestur sem var mikill stuðningsmaður hinna óháðu verkalýðssamtaka Samstöðu var myrtur á heimili sínu á sunnudag- inn. Það var hin opinbera pólska fréttastofa PAP sem skýrði frá þessu á sunnudaginn. í frétt PAP sagði að það „væri augljóst" að Monsignor Stefan Niedzielak „hafi orðið fórnar- lamb innbrotsþjófa, og áverkar á líkinu bendi til að um morð sé að ræða.“ Fréttaþjónusta Samstöðu SIS skýrði frá því að „staðsetning líksins og fyrsta könnun á áverk- unt bendi til að ekki sé um eðlilegan dauðdaga að ræða.“ „Það er orðrómur um að greinileg merki eftir barsmíðar hafi fundist á líkinu," sagði í frétt SIS. St. Charles Borromeo kirkjan var troðfull við messu á sunnudag þar sem fólk flykktist að til að biðja fyrir séra Niedzielak, en hann var sérlega vinsæll prestur þar sem hann predikaði oft gegn kommúnisma og bað sérstaklega fyrir Pólverjum sem talið er að Sovétmenn hafi drepið í sfðari heimsstyrjöld. Leikur því grunur á að harðir andstæðingar Sam- stöðu hafi myrt prestinn vegna þess að stjórnvöld hyggjast lög- leiða samtökin. Kópavogur Skrifstofan i Hamraborg5eropinþriðjudagaogmiðvikudagakl.9-13. Sími 41590. Heitt á könnunni. Opið hús alla miðvikudaga kl.17-19. Félagsmenn eru hvattirtil að líta inn og taka með sér gesti. Eflum flokksstarfið. Framsóknarfélögin í Kópavogi. Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður: Nafn umboðsmanns Heimili Sími Hafnarfjörður Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195 Kópavogur LindaJónsdóttir Holtagerði 28 45228 Garðabær Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195 Keflavík GuðríðurWaage Austurbraut 1 92-12883 Sandgerði Margrét Magnúsdóttir Hjallagötu 4 92-37771 Njarðvik Kristinn Ingimundarson Faxabraut 4 92-13826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut 55 93-11261 Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata 26 93-71740 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Ólafsvík Linda Stefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269 Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629 Búðardalur Kristiana Guðmundsdóttir Búðarbraut3 93-41447 ísafjörður Jens Markússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541 Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Flateyri Guðrún Kristjánsdóttir Brimnesvegi 2 94-7673 Patreksfjörður Ása Þorkelsdóttir Urðargötu 20 94-1503 Bildudalur HelgaGisladóttir TjarnarbrautlO 94-2122 Þingeyri Karitas Jónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131 Hólmavík ElísabetPálsdóttir Borgarbraut 5 95-3132 Hvammstangi Friðbjörn Níelsson Fifusundi 12 95-1485 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut20 95-4581 Skagaströnd ÓlafurBernódusson Bogabraut 27 95-4772 Sauðárkrókur Guðrún Kristóf ersdótti r Barmahlíð13 95-5311 Siglufjörður Guðfinna Ingimarsdóttir Hvanneyrarbraut 54 96-71555 Akureyri Jóhannes Þengilsson Kambagerði 4 96-22940 Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016 Húsavík Ólafur Geir Magnússon Hjarðarhóli 2 96-41729 Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbvaqð8 96-62308 Raufarhöfn Ófeigur I. Gylfason Sólvöllum 96-51258 Þórshöfn Kristinn Jóhannsson Austurvegi 1 96-81157 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir Koibeinsgötu 44 97-31289 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógar 13 97-1350 Seyðisfjörður Anna Dóra Árnadóttir Fjarðarbakka 10 97-21467 Neskaupstaður KristinÁrnadóttir Nesbakka16 97-71626 Reyðarfjörður Marínó Sigurbjörnsson Heiðarvegi 12 97-41167 Eskifjörður Þórey Dögg Pálmadóttir Svínaskálahlíð19 97-61367 Fáskrúðsfjörður Guðbjörg H. Eyþórsdóttir Hlíðargötu4 97-51299 Stöðvarfjörður SvavaG. Magnúsdóttir Undralandi 97-58839 Djúpivogur Óskar Guðjón Karlsson Stapa, Djúpavogi 97-88857 Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut 13 97-81255 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 98-22317 Hveragerði LiljaHaraldsdóttir Heiðarbrún51 98-34389 Þorlákshöfn Þórdís Hannesdóttir Lyngberg 13 98-33813 Eyrarbakki Þórir Erlingsson Túngötu28 98-31198 Stokkseyri Hjörleifur Bjarki Kristjánsson Sólvöllum 1 98-31005 Laugarvatn Halldór Benjaminsson Flókalundi 98-61179 Hvolsvöllur JónínaogÁrnýJóna Króktún 17 98-78335 Vík ViðirGylfason Austurveg 27 98-71216 Vestmannaeyjar MartaJónsdóttir Helgafellsbraut 29 98-12192 Nýtt símanúmer Frá mánudeginum 23. janúar 1989 hefur Stjórnar- ráö íslands símanúmerið 609000 Alúðarþakkir færum við öllum þeim, sem heiðruðu mig með gjöfum, árnaðaróskum og á annan hátt ááttræðisafmælinu mínu 18. janúarsíðastliðinn. Kristján Guðbjartsson Jaðarsbraut 39, Akranesi. TÖLVU- NOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 BILALEIGA með útibu allt í kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíia erlendis interRent Bilaleiga Akurey nr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.