Tíminn - 24.01.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.01.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 24. janúar 1989 Ríkisútvarpið - Sjónvarp auglysir samkeppni Evrópusjónvarps- stöðva um sjónvarpshandrit Sjónvarpsstöðvar og menningarmálastofnanir í Evrópu efna nú öðru sinni til sameiginlegrar verðlaunasamkeppni í því skyni að hvetja unga höfunda til að skrifa handrit að leiknum sjónvarps- þáttum. Um er að ræða samkeppni um starfsverðlaun er veitt verða í október n.k. Starfsverðlaunahafar koma síðan til greina er aðalverðlaun verða veitt haustið 1990. Starfsverðlaunin eru 25.000 svissneskir frankar og jafnframt er verðlaunahöfum gefinn kostur á námskeiði á vegum þeirrar sjónvarpsstöðvar sem tilnefndi verðlaunahafa. Heimilt er að veita allt að tíu starfsverðlaun í hvert skipti. Umsækjendur skulu vera fæddir árið 1949 eða síðar. Þeir skulu skila til Ríkisútvarpsins fimm til tíu síðna tillögu að sjónvarpsþætti og skal miðað við að lágmarkslengd hans sé 50 mínútur. Ríkisútvarpið hefur heimild til að tilnefna allt að þrjá umsækjendur til samkeppninnar. Umsóknarfrestur um starfsverðlaun þessa árs er til 1. júní n.k. Umsóknum ásamt tillögu að sjónvarpshandriti skal skilað til Sjónvarpsins, Laugavegi 176, 105 Reykjavík, þar sem reglur samkeppninnar liggja frammi. Skulu handritin merkt Verðlaunasam- keppni Evrópu. KENNARA- HÁSKÓLI ÍSLANDS Laust starf við Kennarahá- skóla íslands Laust er til umsóknar starf endurmenntunarstjóra við Kennaraháskóla íslands. Endurmenntunar- stjóri hefur í umboði rektors og skólaráðs umsjón með endurmenntun (og skólaþróun) á vegum skólans, vinnur að stefnumótun og stýrir daglegri framkvæmd í endurmenntunardeild. Umsækjendur skulu hafa staðgóða reynslu af kennslu og skólastarfi. Þeir skulu hafa fullgilt háskólapróf ásamt prófi í uppeldis- og kennslu- fræði. Ráðning er miðuð við 1. september 1989 og er tímabundin. Laun samkvæmt launakerfi starfs- manna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri greinar- gerð um nám og störf skal senda til Kennarahá- skóla íslands v/Stakkahlíð, Reykjavík, fyrir 20. febrúar 1989. Rektor SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRM0LA 3 108 REYKJAVlK SlMI (81)681411 TELEX 3103 SAMVUHS TELEl'AX 686664 Samtök stofnuö um hagsmuni heimavinnandi fólks: Vilja laun til heimavinnandi Um helgina var skipuö nefnd sem vinna mun að stofnun samtaka um hagsmuni og réttindamái heimavinnandi fólks. Meðal þessara hagsmuna teljast laun til heimavinnandi fyrir barnagæslu. En Davíð Oddsson sagði það vera í stefnu Reykjavíkurborgar og gæti þessa ekki orðið langt að bíða. Hagsmunanefnd heimavinnandi húsmæðra hélt um helgina ráðstefnu um hagsmuni og réttindamál heima- vinnandi fólks. Hagsmunanefndin er ein margra nefnda sem starfar innan Bandalags kvenna í Reykjavík. Á ráðstefnunni var kynnt tillaga þess efnis að fólk um allt land stofnaði með sér samtök til að vinna að hagsmunamálum sínum. Að því búnu var skipuð sjö manna stjórn sem vinna mun að stofnun þessara samtaka. „Ráðgert er að samtökin verði stofnuð innan þriggja mánaða" sagði Ragnheiður Olafsdóttir sem situr í undirbúningsstjórnog er ein af nefn- darmönnum, í samtali við Tímann. Aðrir nefndarmenn eru Arndís Tómasdóttir, Dóra Guðmundsdótt- ir, Rúnar Sigurður Birgisson, Anna Daníelsdóttir, Bergrós Ingvarsdóttir og Margrét Sigurðsdóttir. Með nefndinni munu starfa Ingimundur Sigurpálsson bæjarstjóri í Garðabæ og Guðmundur Ágústsson alþingis- maður. „Samtökin munu vinna að þeim málum sem til umræðu voru á ráð- stefnunni. Jafnrétti í öllum þeim málum þar sem okkur finnst vera brotið á heimavinnandi fólki. Til dæmis má nefna persónuafsláttinn, sjúkradagpeninga, örorkubætur, líf- eyrissjóðsréttindi, fæðingarorlof og fleira“ sagði Ragnheiður. Athygli vekur að Davíð Oddsson sótti ráðstefnuna og sagði þar að þess gæti ekki verið langt að bíða að Reykjavíkurborg myndi greiða þeim sem þess æsktu, fyrir að vera heima með börn. En kostnaður borgarinn- ar végna hvers dagheimilispláss er nú um 330 þtisund krónur á ári. Ragnheiður sagði Gunnar Ragn- ars sem situr í bæjarstjórn Akureyr- ar hafa tekið undir þetta og hefði hann sagt þessi mál lengi hafa verið til umræðu þar í bæ. jkb Talsmenn Landvara kynntu hina nýju gíróþjónustu vöruflutningabílanna. Lengst til vinstri og fremst á myndinni er Gissur Þorvaldsson, þá Magnús Svavarsson, Sigurður Hilmarsson, Kristinn Arason og Alfreð Þórsson. Tímamynd, Árni Bjarna. Póstkröfur seinvirkar, póstfax dýrt: Lausnin er C-gírókrafa Landvari, sem er félag vörubíla- eigenda á vöruflutningaleiðum hafa tekið upp þá nýbreytni að þeir sem panta vörur sem fluttar eru með bílum félagsmanna, geta greitt bíl- stjóra flutningabílsins. Þetta fer þannig fram að sendandi lætur fylgja reikning og C-gíróseðil sem á hefur verið ritað nafn send- anda, viðtakanda, fjárhæð greiðslu, nafn flytjanda og númer farmbréfs eða fylgibréfs. Þannig tekur sá flutningsaðili sem skráður er á fylgibréfið alfarið ábyrgð á því að kröfufjárhæðin kom- ist til skila, en ekki vöruafgreiðsla sú sem flutningsaðili skiptir við. Póstkröfusendingar með vöru- flutningabifreiðum hafa tíðkast um langt skeið og hafa reynst misjafn- lega. Vörurnar hafa komið á áfanga- stað jafnvel nokkrum dögum á und- an kröfunni og hafa því flytjendur orðið að geyma þær þar til móttak- andi hefur greitt kröfuna á pósthús- inu. Komið hefur fyrir að kröfur hafi ekki verið greiddar og hafa því flutningsaðilar og vöruafgreiðslur haft af slíku óþægindi og jafnvel beðið fjárhagslegt tjón. Þá hefur stundum komið fyrir að vörur sem greiða átti með póstkröfu hafa verið afhentar viðtakanda þar sem krafan sjálf hafði ekki borist á pósthúsið. Síðan haft varan einfald- lega aldrei verið greidd. Til að leysa þetta var komið á póstfaxþjónustu í þessu sambandi, sem bæði er fljótvirk og örugg. Hún hefur hins vegara verið gagnrýnd fyrir að vera dýr, eða frá 500 kr. Gíróþjónusta Landvara er hins vegar ódýr. Hún nemur aðeins and- virði gíróseðilsins. - sá Viöbót við menntakerfi landsmanna: Matsmannafræðsla Fulltrúaráðsfundur Samvinnutrygginga g.t. verður haldinn laugardag- inn 28. janúar n.k. í Samvinnutryggingahúsinu, Ármúla 3, Reykjavík, og hefst kl. 10 fyrir hádegi. Stjórnin. Stjórnun efnahagsmála er ofar- lega á baugi hér sem víða annars staðar. Einn þátturþeirrarstjórnun- ar er staðgóð vitneskja um fjárntagn bundið í fasteignum. Vegna þessa auk margs annars er traust mat fasteigna talið mjög áríðandi. Endurmenntunarnefnd Háskóla íslands, Yfirfasteignamatsnefnd ríkisins og nýstofnað Matsmannafé- lag íslands hafa af þessum sökum tekið þá ákvörðun að standa fyrir námskeiðum í matsfræðum. Ákveðið hefur verið að halda næstu tvö árin röð námskeiða fyrir starfandi matsmenn. Námskeiðin eru einkum hugsuð fyrir þá er ekki hafa lokið tækniskóla- eða öðru svipuðu námi. Markmiðið er að þeir sem ljúka þessu námi hafi öðlast færni í al- mennum störfum á sviði fasteigna- niats og búi að fræðilegum grunni í því sambandi. Hafi grunnþekkingu og þjálfun í rekstrarfræðum og séu búnir undir frekara nám í matsfræð- um. Einnig er stefnt að því að haldin verði sérhæfðari framhaldsnámskeið að þessunt loknum. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.