Tíminn - 24.01.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.01.1989, Blaðsíða 2
2 T.írnirvn ^Þfiðjúelðgúr 24. jártúáf' V9'89 Mgrgar spurningar hafa vaknað vegna atburðarásarinnar þegar danska flutningaskipið strandaði við Grindavík: Menn hafa furðað sig mikið á tildrögum þess að danska flutningaskipið Mariane Danielsen strandaði við Hópsnes í innsiglingunni við Grindavík laust eftir kl. 19:00 s.l. föstu- dagskvöld. Þá hefur hegðun yfirmanna skipsins ekki síður vakið furðu. M.a. er uppi sterkur orðrómur um það að skipstjórinn hafi verið ölvaður er strandið varð, þá þykir undarlegt að aðstoð við að koma skipinu á flot var ekki þegin og einnig það hvað yfirmenn skipsins þrjóskuðust lengi við að dvelja um borð í skipinu. Fengust þeir ekki til að koma í land fyrr en lögreglan skipaði þeim í land 33 klukkustundum eftir að strandið varð. Rannsókn slyssins fer nú fram og er ráðgert að sjópróf verði n.k. fimmtudag. Mariane Danielsen er rúmlega 2600 tonna skip með 12 manna áhöfn. Undirmenn cru allir frá Fil- ippseyjum en yfirmennirnir fjórir eru danskir. Skipið kom til Grinda- víkur að morgni föstudags frá Eng- landi til að taka fiskimjöl. í innsigl- ingunni vildi ekki betur til en svo að skipið tók niðri og kom gat á tvo af jafnvægistönkum skipsins. Þegar skipið strandaði var það á leið til Akureyrar í slipp^til að gera við skemmdirnar. Bjarni Þórarinsson, hafnsögu- maður og hafnarstjóri í Grindavík lóðsaði skipið út úr höfninni. Skömmu eftir að Bjarni fór frá borði tók skipið rúmlega 90 gráðu beygju og sigldi beint upp í fjöru austan við Grindavík. Skipstjórinn drukkinn? Heimamönnum þykir heldur ótrúleg sú skýring skipverja á strand- inu, að sterkir straumar hafi hrifið skipið með sér og þeir hafi ekki fengið við neitt ráðið. Framferði skipstjórans eftir strandið hefur einnig vakið eftirtekt, m.a. það að hann svaraði ekki boði um aðstoð en togarinn Júpiter var kominn á strandstað skömmu eftir að strandið varð. Af viðtölum við menn í Grinda- vík, og aðra sem höfðu afskipti af þessu máli, kemur berlega í Ijós sterkur grunur um að skipstjórinn hafi verið undir áhrifum áfengis er strandið varð. Menn draga þó við sig aö fullyrða mikið um þetta atriði þar til sjópróf hafa farið fram. John Hill, rannsóknar-lögreglu- maður, sagði í viðtali við Tímann að ekki hefði verið talið ráðlegt að fara út í skipið til að kanna ástand skipstjórans og hefðu flugmenn þyrlu Landhelgisgæslunnar ráðið lögreglunni frá slíku. John sagði að vissulega væru uppi ákveðnar og miklar grundsemdir um það að skipstjórinn hafi verið ölvaður. Hægt að bjarga skipinu strax? Um 85 tonn af olíu láku úrskipinu Á strandstað. Stærð skipsins sést vel ef miðað er við manninn sem stendur upp við stefni þess. Tímamynd: Pjc Hér sést þegar John Hill rannsóknarlögreglumaður var dreginn um borð í skipið eftir hádegi á laugardeginum. Þá var skipstjórinn í ágætu ástandi. Tímamynd: Pjelur Bæjarstjórn Grindavíkur var kölluð á skyndifund á laugardaginn vegna þeirrar mengunarhættu sem var talin vofa yfir. Standandi fyrír miðri mynd er Jón G. Stefánsson bæjarstjóri en lengst til vinstri sést Magnús Jóhannesson, siglingamálastjóri. Tímamynd: pjctur og í fyrstu var óttast að það kynni að hafa áhrif á þrjár fiskeldisstöðvar sem eru vestan við Grindavík. Þær virðast vera úr allri hættu. Flestir eru svartsýnir á að hægt veröi að koma skipinu á flot úr þessu enda hafa umboðsmenn skipsins og trygginga- félagið ekki sýnt því nokkurn áhuga. Margir þeirra sem til þekkja telja fullvíst aö unnt heföi verið að ná skipinu út strax ef leyfi útgerðar skipsins hefði fengist til að hefja björgunaraðgerðir. Sigmar Eðvarðsson, formaður slysavarnadeildarinnar Þorbjarnar í Grindavík, sagði að enginn vafi léki á því að unnt hefði verið að ná skipinu út ef það hefði verið reynt strax. Sigmar sagðist halda að ábyrgðarmenn skipsins, hefðu hafn- að öllum björgunaraðgerðum. Sigm- ar sagði jafnframt: „Maður skilur þetta hreinlega ekki. Nema þá ef vera skyldi að eigandinn hafi neitað aðstoð til að láta skipið eyðileggjast og fá þar með pening út út tryg- gingunum.“ Sigmar var jafnframt spurður að því hvort hann vissi af hvaða ástæðu yfirmennirnir voru svona lengi um borð, en björgunarsveitin stóð vakt við skipið allan tímann. „Ég held að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir því að skipið' var strandað, þeir hafi haldið að þeir gætu bakkað út á næsta flóði. í sjálfu sér hefði átt að skipa þeim í land strax, sérstaklega þar sem grunur lék á að skipstjórinn væri undir annarlegum áhrifum.“ Frá strandinu hefur skipið færst um 140 metra nær Grindavík, og líklegast þykir að það verði látið grotna þar niður. SSH Á laugardagsmorgun drógu yfir- mcnnirnir fjórir íslenska fánann að húni. Hverju þeir voru að fagna er ekki vitað. Tímamynd: Pjetur Hægt var að bjarga skipinu í upphafi! - björgunarsveitarmenn hrista höfuöiö og eru hneykslaðir vegna framferöis skipstjóra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.