Tíminn - 24.01.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.01.1989, Blaðsíða 5
Þ'ríðjúciágur ‘24.‘januarf 989 Tíminn 5 Dilkakjötssala til bandarískra veitingastaöa: 800 grömm nýtast ur hverjum kjötskrokki Búvörudeild Sambandsins er nú með í undirbúningi útflutning á dilkakjöti til veitingahúsa á austurströnd Banda- ríkjanna. Ætlunin er að senda eitt tonn á mánuði næsta árið eða tólf tonn alls, og að fyrsta sendingin fari í febrúar. Verðið er allgott, eða tæpar 500 kr. fyrir kílóið. Hér er um tilraun að ræða, sem gerð er fyrir tilmæli Markaðsnefndar landbún- aðarins og Útflutningsráðs, í framhaldi af markaðsleit þessara aðila vestra nú undanfarið. Kaupendurnir viija hins vegar aðeins fá úrbeinuð og fituskorin lendstykki af hrygg, sem þýðir að það eru aðeins um 800 grömm af hverjum skrokki sem hægt er að selja þeim. hað þýðir að til þess að selja þessi tólf tonn þarf að saga niður um 15 þúsund skrokka eða um 240 tonn af útflutningsverkuðu kjöti, fyrir magn sem aðeins er um 5% af skrokkþunganum. Reyndar er ekki enn búið að ganga endanlega frá þessari sölu né reikna að fullu út kostnaðarhlið hennar, en Búvöru- deild hyggst þó taka þátt í þessu í trausti þess að mögulegt reynist að nýta aðra hluta þessara skrokka hér heima eða flytja þá út til annarra staða. Jóhann Steinsson í Búvörudeild sagði það ljóst að hér væri ekki um neina allsherjarlausn á vandamálum landbúnaðarins að ræða. l>ó að verð- ið væri vissulega gott þá væri líka mikil vinna við frágang kjötsins. Einnig væri hér verið að tala um heildsöluverð í Bandaríkjunum, þannig að af því þyrfti að borga flutningskostnað vestur, tryggingu, uppskipun, toll og heimsendingu til kaupenda. Það væru vissulega von- brigði hve lítill hluti færi þarna af hverjum skrokki, en hins vegar þætti réttlætanlegt að gera þessa tilraun í þeirri von að hún ætti eftir að opna möguleika á að selja meira þarna og fleiri hluta af skrokknum. Það er fyrirtæki á sviði markaðs- setningar, Creative Food Service, sem gerði markaðskönnunina sem þessi sala er árangur af. Kaupandi er fyrirtæki að nafni Dole & Baily, og er kjötið ætlað fyrir veitingastaði af vandaðra taginu. Meðal annars af þeim ástæðum hafa þessir kaupend- ur beðið um mjög staðlaða vöru-esig Til þess að ná tólf tonnum af því hráefni sem Bandaríkjamcnn vilja þarf að saga niður 240 tonn. Nýtingin verður því að teljast í lágmarki. Veðrið sem gekk yfir landið á sunnudaginn var olli ekki teljandi vandræðum annarsstaðar en í Reykjavík og næsta nágrenni. Snjókoma var mest á vestan- verðu Suðurlandi og um Vestur- land og spilltist færð mest á höf- uðborgarsvæðinu og í nágrenni. Að sögn vegaeftirlits Vegagerð- arinnar voru vegir út frá Reykjavík mokaðir strax og veður gekk niður seinnipart sunnudags og hefði komið í ljós þegar snjóruðnings- tæki fóru af stað, að vegir höfðu aðeins teppst í næsta nágrenni við borgina. Leiðin austur yfir Hellisheiði lokaðist af snjóhafti rétt vestan við Litlu kaffistofuna. í brekkunni fyr- ir austan hana, svonefndri Drauga- hlíð, var annað haft og það þriðja á Bæjarhálsi. Að öðru leyti var lítill snjór á veginum. Leiðin norður lokaðist einnig í næsta nágrenni borgarinnar en snjóhaft kom á veginn um Leirvog- stungu rétt norðan Mosfellsbæjar en þar var mikill skafrenningur sem linnti lítið þótt ofankoma hætti. Skamman tíma tók að opna vegina út frá borginni þegar veðr- inu slotaði. í gær voru þeir hreins- aðir betur og er færð nú góð, nema hvað hálka er á köflum. Fært var frá Reykjavík í Borg- arnes í gær og fært stórum bílum ogjeppum um Holtavörðuheiði og í Skagafjörð en Öxnadalsheiði var lokuð. Veðurstofan hafði spáð annarri stórhríð í fyrrinótt og í gær en ekki varð af henni hvað varðaði Suður- og Suðvesturland því þar var rign- ing eða slydda. Erfið færð var í gær um Snæfclls- nes og Dali og allir vegir vestan við Búðardal ófærir. Hinsvegar var hið versta veður og hríð á Vestfjörðum og þar var veruleg ófærð. Allir vegir á norðanverðum Vestfjörðum voru að heita mátti ófærir en vegurinn um Breiðadalsheiði var mokaður. Einnig var mokað til Bolungarvík- ur og Súðavíkur en búist var við að Timamynd: Pjetur þessar leiöir tepptust fljótt aftur. Fært er nú austur á Firði um Suðurland en í gær var mokað á Brciðamerkursandi, í Almanna- skarði og í Þvottárskriðum. Mokað var cinnig á sunnanverðum Aust- fjörðum í gær þótt samkvæmt áætl- un eigi að moka á þriðjudögum. Mokstri var flýtt um einn dag þar sem komin var hláka og veðurútlit var allgott. -sá Menn úr björgunarsveitinni Ingólfi lögðn í hann á þessum mikla trukki í gær. Ætlunin var að sækja fólk sem veðurteppt var í skíðaskálum uppi í Hveradölum og við Hengil. Aftanl trukknum var vagn með svokölluðum snjóketti sem seig í og festist trukkurinn í skafli uppi á Bæjarhálsi. Tioumynd Pjetur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.