Tíminn - 07.02.1989, Page 5

Tíminn - 07.02.1989, Page 5
Þriðjudagur 7. febrúar 1989 Tíminn 5 yrði iðnfyrirtækjum aðgang að lánsfé til jafns við fyrirtæki í sjávarútvegi. Hann sagði að nú væri unnið að endurskoðun vörugjalds þannig að innheimta þess gerði ekki stöðu íslenskra fyrirtækja lakari gagnvart innfluttum vörum. Þá væri unnið að sam- ræmingu skattlagningar á fram- leiðslu í byggingariðnaði sem unnin er annars vegar á verk- stæði eða í verksmiðju, en hins vegar á byggingarstað. Þá verður rækilega fylgst með undirboðum á innfluttum iðn- varningi og lagt verði hiklaust á jöfnunargjald þar sem undirboð þykja sannanleg. Skipasmíðaiðnaðurinn verður athugaður og hefur sérstakur erlendur ráðgjafi þegar verið ráðinn til að taka greinina út og benda á framtíðarmöguleika hennar. Úrgangur frá byggð og at- vinnulífi er vaxandi vandamál og ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir því að sett verði skila- gjöld á einnota drykkjarumbúð- ir og iðnaðarráðuneytið mun hafa frumkvæði að því að stofn- að verði sérstakt fyrirtæki sem taka mun að sér að safna saman umbúðum og koma þeim í endurvinnslu. Launamál Um launamál sagði forsætis- ráðherra meðal annars: „..Þáttur launa í þjóðartekj- um hefur aukist á undanförnum árum frá því að vera 65 af hundraði svonefndra þáttatekna í yfir 72 af hundraði. Þetta er hærra hlutfall þjóðartekna sem ráðstafað er til launa en þjóðar- búið þolir. ..Skynsamlegasta leiðin til að draga úr heildarlaunakostnaðin- um er að yfirborganir hverfi og umsamdir kauptaxtar ráði launagreiðslum.“ Steingrímur sagði að við nú- verandi aðstæður, 5,5% sam- drátt í afla og lækkaðar þjóðar- tekjur um 2-3%, gæti ekki orðið um kaupmáttaraukningu að ræða. Það myndi stefna öllum markmiðum um endurreisn at- vinnulífsins í voða og gæti leitt til lækkunar á gengi og verð- bólgu. Því þyrfti að leggja áherslu á kjarabætur fyrir launþega með öðrum hætti: Stuðla þyrfti að atvinnuöryggi í öllum byggðar- lögum. Jafna þyrfti kjör fólks og fjármagnskostnaður yrði að lækka. -sá

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.