Tíminn - 07.02.1989, Síða 20

Tíminn - 07.02.1989, Síða 20
AUGLÝSINGASÍMAR 1 0 0 0 œ (0 ■ a 686300 _ A PÓSTFAX NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnorhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 VT> VERflBRlFAVtBSKIPn SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18. SlMI: 688568 TÍMANS 687691 68-5000 GÓÐIR BÍLAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR c ríminii ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1989 BORGARAFLOKKUR Á LEIÐ í STJÓRN Formlegar viðræður á milli ríkisstjórnarinnar og við-| ræðuhóps Borgaraflokksins hafa ekki verið boðaðar ál næstu dögum. Samkvæmt heimildum Tímans er lítill málefnalegur ágreiningur ríkjandi á milli borgara og stjórnarinnar, heldur greinir menn frekar á um orðalag. ( Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagðist á Alþingi í gær vongóður um að samkomulag gæti náðst við Borgaraflokkinn um aðild hans að ríkisstjórninni og kvað jafnframt skilning vera ríkj- andi innan raða Borgaraflokksins á þeim erfiðleikum er við væri að glíma í efnahagsmálum þjóðarinn- ar. Júlíus Sólnes formaður Borg- araflokksins sagði í gær að farið væri að reyna verulega á þolinmæöi sína. Hann benti á að annað hvort yrði Borgaraflokkurinn að vera í stjórnarandstöðu eða ekki og tím- inn til að ná saman væri mjög naumur. Nú er talið líklegt að saman kunni að ganga með þessum aðil- um á næstu dögum. Helsta ágrein- ingsefni borgaraflokksmanna og ríkisstjórnarinnar var, að sögn Júl- íusar Sólness í síðustu viku, ágrein- ingur um hversu langt eigi að ganga í að afnema matarskattinn. Júlíus sagði í viðtali við Tímann síðastliðinn laugardag að sinn flokkur legði til að matarskatturinn yrði lagður strax niður og benti í því sambandi á að missir þeirra tekna er annars kæmu inn af matar- skattinum væri eðlilegur fórnar- kostnaður til að vega upp á móti áhrifum gengisfellingar á kjör launafólks. Nú þegar lýst hefur verið yfir að gengið skuli fellt í áföngum um allt að 5%, er sýnt að væri söluskattur af matvælum felld- ur algerlega niður mundi það gera gott betur en að vega upp á móti kjaraskerðingu 5% gengisfelling- ar. Af því er eðlilegast að álykta að slagurinn á milli viðræðunefnd- anna standi um hvort gefa eigi allan söluskatt af matvælum eftir eða hvort geyma eigi þá eftirgjöf þar til síðar. Það liggur Ijóst fyrir að ef af stjórnarþátttöku Borgaraflokksins verður mun mikill meirihluti flokksins standa á bak við hana. Menn velta fyrir sér hvort Ingi Björn Albertsson muni taka þátt í að styðja ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Hann hefur sjálf- ur lýst því yfir að honum þyki flokkurinn fá of lítið af sínum stefnumiðum framgengt. Hvort hann klýfur sig frá hópnum verður tíminn að leiða í ljós en hitt er ljóst að Benedikt Bogason, .varamaður Alberts Guðmundssonar, er hlynntur stjórnarþátttöku flokksins. Ekki hefur verið mikið rætt um Júlíus Sólnes, formaður Borgaraflokks, niðursokkinn í útreikninga á Alþingi í gær. skiptingu ráðuneyta, verði af inn- komu Borgaraflokksins í stjórnina en almennt er gengið út frá því að flokknum verði boðnir tveir ráð- herrastólar. Jafnframt er ekki talið ólíklegt að einhver uppstokkun Tímamynd Pjetur. ráðuneyta, á milli þeirra flokka sem nú eru í stjórn, geti átt sér stað. -ág Hörð reynsla í fyrstu veiðiferðinni: Brotsjór gekk yfir Snæfugl „Þetta var hauga helvítis bræla og togarinn hallaðist 40-45 gráður á stjórnborða,“ sagði Ásmundur Ásmundsson, fyrsti stýrimaður á Snæfugli frá Reyðarfirði, en togar- inn fékk óvægna vígslu í sinni fyrstu veiðiferð. Brotsjórinn reið yfir um klukkan þrjú til hálf fjögur aðfaranótt mánudags. Snæfugl var á landstími þegar hann fékk á sig tvo væna hnúta með áðurgreindum af- leiðingum, þegar um 20 sjómílur voru ófarnar til lands. Veðrið var leiðinlegt eins og fram kom í máli stýrimannsins, eða á bilinu 11-13 vindstig og mikill sjór. Ekki fór annað úrskeiðis við brotsjóinn en að einn bjargbátur losnaði, en án þess að hverfa á haf út þar sem hann blés ekki upp. Sagði Ás- mundur að það væri sérkenniieg reynsla að fá svona öfluga hnúta á togarann, en það væri greinilegt að Snæfugl væri afar gott sjóskip. Að sögn forstjóra útgerðarfélags Snæfugls, Hallgríms Jónassonar, varð ekki eignatjón af völdum þessara brota. Sagði Hallgrímur að til hefði staði^ að koma inn til Reyðarfjarðar aðfaranótt mánu- dags hvort sem er, þannig að breyting varð ekki á áætlun. Snæ- fugl var í sinni fyrstu veiðiferð og voru m.a. tveir sérfræðingar með í för frá framleiðanda. KB Ingi Björn Albertsson, borgari: Ekki lengur til viðræðu Ingi Björn Albertsson, alþingis- maður Borgaraflokksins, gekk af þingflokksfundi á sunnudaginn þar sem hugsanleg ríkisstjórnarþátttaka var til umræðu og segir hann að ekki sé hægt að fallast á tilboð stjórnar- flokksformannanna. í viðtali við Tímann í gær sagði Ingi Bjöm að tilboðið hafi alls ekki getað sam- ræmst samþykkt aðalstjórnar Borg- araflokksins frá því á laugardag og því sjái hann engar forsendur fyrir áframhaldandi viðræðum. „Ég taldi mig ekki eiga erindi í þessar viðræð- ur á þeim grundvelli sem lagður var fyrir þingflokkinn á sunnudaginn," sagði Ingi Bjöm. Að sögn Inga Björns ítrekaði aðalstjórn flokksins á laugardag að til þess að flokkurinn geti haldið áfram þessum viðræðum verði að liggja fyrir að matarskatturinn falli strax niður og staðið verði við jafna skiptingu ráðuneyta. „í því tilboði sem ríkisstjórnarformenn lögðu fyrir þingflokk okkar í gær var ekki orð um ráðherraskiptingu og kröfunni um niðurfellingu matarskattsins er hafnað í raun og veru,“ sagði þing- maðurinn. Samkvæmt þessum yfirlýsingum er Ingi Björn ekki lengur inni í viðræðum um stjórnarþátttöku og skipar sér í sveit með fymtrn for- manni borgara Alberti Guðmunds- syni. KB

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.