Tíminn - 18.03.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.03.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn - Láugárdagur Í8. mars 1989 Edda Sverrisdóttir, einn aðstandenda myndarinnar „Lífsbjörg í Norðurhöfum“ hvergi bangin þrátt fyrir hótanir Grænfriðunga um málsókn: Hræðist þá ekki! Hver er þessi Edda sem gerði myndina með honum Magnúsi? Er spurning sem oft hefur komið upp í umræðunni um myndina „Lífsbjörg í Norðurhöfum“. Edda Sverrisdóttir er með BA-gráðu í kvikmyndagerð frá Bandaríkjunum og sá um upptökustjórn, tók hluta af myndinni, var hljóðupptökumaður og sá um klippingu. Þrátt fyrir þetta hefur lítið borið á henni samanborið við Magnús Guðmundsson samstarfsmann hennar, enda hefur Magnús tekið af henni amstrið kringum fjölmiðlana á undanförnum dögum þar sem hún er komin á steypirinn eins og sagt er, á að eiga barn eftir átta daga. Edda hefur samt nóg að gera vegna mikils undirbúnings til að koma myndinni sem víðast í dreifingu. Til gamans má geta þess að móðir Eddu sagði við hana um daginn að ef hún eignaðist stelpu þá gæti hún ekki verið þekkt fyrir annað en að skíra hana Hrefnu eftir allt sem á undan er gengið! - Hvcrnig kemur þú inn í gerð þessárar myndar? „Árið 1985, þegar Magnús var nýkominn frá Grænlandi, þá hittumst við á förnum vegi þegar ég var nýkomin frá námi í Bandaríkj- unurn. Reyndar erum við Magnús búin að þekkjast frá því við vorúm börn. En þarna þegar við hittumst þá segir hann við mig: „Jæja, ertu komin, ég er með hugmynd." Síðan sagði hann mér frá því hvernig mynd hann vildi gera, en upprunalega hugmyndin var auðvitað allt öðruvísi en útkoman varð á endanum. Mér fannst þetta semsagt mjög spcnnandi og var alveg til í að hella mér út í þetta verkefni. Á þessum tíma voru Grænfriðungar byrj- aðir á sínum áróðri hér á landi, en árið 1980 þegar ég var við nám í Bandaríkjunum komst ég í kynni við þann áróður sem Grænfriðungar ráku gegn íslendingum. Eitt sinn er ég var á gangi á frægum ferða- mannastað í San Fransiskó sá ég hvar Grænfriðungar höfðu komið sér fyrir og voru að úthrópa íslendinga fyrir hvalveið- arnar og safna undirskriftum vegna mót- mælabréfs sem þeir ætluðu að senda þáver- andi forsætisráðherra íslands. Ég man að það sem þeir skrifuðu um íslendinga á þessum mótmælaspjöldum var það svakalegt að ég bara læddist í burtu. - Lýsingin á lslendingum og veiðiaðferðunum var svo ofboðsleg að við líktumst helst blóðþyrstum morðingjum. Þegar við Magnús vorum svo nokkrum árum síðar að tala um myndina og hvernig hún ætti að vera uppbyggð fannst mér allt í lagi að skoða náið aðferðir Grænfriðunga. Því það sem ég sá þarna úti fannst mér auðvitað alls ekki réttlátt." Jákvæð viðbrögð - Hvernig viðbrögð hafið þið fengið við myndinni hér heima? „Ég hélt nú að öll lætin væru yfirstaðin þegar við vorum búin að setja myndina saman og hún var tilbúin til sýningar. En þá var þetta bara rétt að byrja því það má segja að það hafi dunið yfir okkur holskefla. Síminn hefur hringt svo að segja frá morgni til kvölds. Fjöldi fólks hefur viljað þakka okkur fyrir og vill tjá sig um þetta mál. Það skrýtna er að við höfum bara fengið jákvæð viðbrögð, það hefur enginn hringt til að láta vanþóknun sína í ljós. Ég átti satt að segja von á því að við yrðum tekin á beinið fyrir að hafa ekki gert betur eða sleppt einhverju. Fólk virðist bara vera alveg hæst ánægt. Kannski er það vegna þess að þjóðin var orðin sundruð í hvalamálinu. - Sumir sögðu að það væri rétt að hætta hvalveiðunum og við yrðum að gcfast upp, aðrir vildu halda ótrauðir áfram. Við þetta bættist allskonar gagnrýni á stjórnvöld fyrir að gera ekki neitt í málinu. Svo loksins kemur þessi mynd og það er kannski okkar heill að hún kemur á hárréttum tíma. Mér virðist að myndin hafi hreinlega sameinað þjóðina. Það var þó auðvitað ekki markmið myndarinnar sem slíkt. Ég held að fólk hafi bara verið orðið svo þreytt á þessu máli öllu saman. Það hefur mikið verið talað um gífurlegar fjár- hæðir sem hafa tapast vegna hvalveiðanna, áhrif Grænfriðunga og allt það, svo þegar myndin kemur þá fylkir fólk sér um hana og telur að hún sé það sem þjóðin hefur þurft. Það er ekki cndilega þar með sagt að ég sé sammála því.“ Ekki áróðursmynd Mér finnst þetta ekki vera áróðursmynd. Mér finnst myndin hafa meira upplýsinga- gildi en það að hægt sé að flokka hana með áróðursmyndum. Þessi mynd er í rauninni gerð fyrir erlendar sjónvarpsstöðvar og fyrir útlendinga. Hún er ekki gcrð fyrir okkur íslendinga, við vitum svo margt um aðstæður hér norður frá, um lífshætti Færeyinga og Grænlendinga, þannig má vel vera að ekkert í myndinni komi íbúum þessara þriggja sntáþjóða á óvart. En ég vcit, af því að ég hef búið erlendis í tíu ár, að útlendingar vita sáralítið um þessar þrjár smáþjóðir. Þannig að fyrir útlendinga hefur þessi mynd mikið upplýsingagildi, þó ég vilji alls ekki halda því fram að hún sé tæmandi. En myndin er kynning á því hvers konar fólk býr í þessum löndum og á hverju það lifir. Það er hafið sem er í kringum okkur sem veitir okkur lífsviðurværi, við höfum ekkert annað.“ Gíróreikningur til bjargar - Hvað hefur gerst á undanförnum dögum varðandi dreifingu á myndinni eða styrkveit- ingar? „Danska sjónvarpið, TV2 er búið að kaupa sýningarréttinn í Danmörku og ætlar að sýna hana á þriðjudaginn, Færeyska sjónvarpið hefur einnig keypt hana. Þá hefur komið til tals að Vestnorden nefndin vilji styrkja okkur, annað hvort með fjár- framlagi eða með því að kaupa eintak af myndinni. Síðan höfum við sent skoðunar- eintök erlendis en það tekur auðvitað allt sinn tíma. Vegna þess hve mikið hefur verið hringt í okkur og mikið amstur verið í kringum frumsýninguna á myndinni, þá höfum við hreinlega ekki haft tíma til að setjast niður og búa til dreifingarpakka þar sem vissar upplýsingar þurfa að koma fram. Einnig höfum við haft samband við dreifing- arfyrirtæki erlendis, þannig að sá möguleiki er fyrir hendi að myndinni verði dreift gegnum þannig fyrirtæki. Það er nefnilega mjög mikið umstang og kostnaður við að dreifa svona framleiðslu. Ég vona að við komum myndinni sem víðast í dreifingu í Evrópu og Bandaríkjunum og þá helst til einhverrar sjónvarpsstöðvar sem nær yfir öll Bandaríkin. Þá helst fyrir 25. mars þegar þessi mikla herferð Grænfriðunga á að fara af stað. Það er að vísu lítill tími til stefnu en kraftaverkin hafa oft gerst. Mér finnst það dálítið ergilegt að við höfum tvisvar sótt um til Kvikmyndasjóðs en ekki fengið, þó að í seinna skiptið hafi þeir hvatt okkur til þess. En við ætlum ekki að gefast upp og munum sækja um í þriðja skiptið til að fá styrk upp í dreifingu á myndinni. Það er gaman að nefna það að gíróreikn- ingurinn sem var stofnaður fyrir milligöngu Tímans bjargaði okkur alveg þegar við þurftum að afrita myndina fyrir TV2 í Danmörku og Færeyska sjónvarpið. Þá voru tólf þúsund krónur inn á reikningnum sem dugðu fyrir spólunum.“ Ótrúlegar yfirlýsingar - Hvað með Grænfriðunga? Hafa þeir ekki haft samband við ykkur persónulega? „Ég hef ekki hugmynd um hvort eða hvaða íslendingar eru meðlimir í samtökum Grænfriðunga. Ef við tökum menn eins og Magnús Skarphéðinsson sem er hvalavinur, þá hefur hann aldrei talað við mig. Ég hef einu sinni á ævinni séð hann, en svo segir hann í viðtali við Þjóðviljann nýlega að hann hafi hjálpað okkur við að útvega efni í myndina en við höfum fengið það á fölskum forsendum. Þetta er alls ekki rétt, ég hef einu sinni séð manninn, og það var þegar hann æddi inn þar sem forsýning á myndinni var nýlokið og vildi fá að sjá hana fyrir hönd skjólstæðinga sinna f hafinu. Nú hafa Grænfriðungar ekki haft sam- band við okkur persónulega en lýsingar af viðbrögðum þeirra í fjölmiðlum eru með ólíkindum. Þeir hafa, eins og kemur fram í yfirlýsingunni frá þeim sem var lesin upp í sjónvarpinu, lýst því yfir að við Magnús og jafnvel öll íslenska þjóðin muni fá að gjalda fyrir að þessi mynd hafi orðið til. Þeir eru með hótanir eins og þeir séu eitthvert æðsta yfirvald." Umræðuþátturinn - Hvernig leið þér þegar þú horfðir á umræðuþáttinn, var þetta eins og þú hafðir búist við? „Nei. Mér fannst þetta fara út í tóma vitleysu. Mér brá nú dálítið þegar Guðrún Helgadóttir byrjaði að lesa með sérstökum áherslum upp úr bréfunum sem ég hafði sent Grænfriðungum, og þýða þau eftir eigin geðþótta, hún er auðvitað ekki löggiltur skjalaþýðandi. Þannig að ég fékk pínulítinn sting, en það var búið að segja mér að hún ætlaði að mæta með þessi bréf. Það fannst mér alger óþarfi því það var um þessi bréf sem fógeti réttaði fyrr um daginn og dómur- inn féll tveimur tímum fyrir útsendingu, þannig að hún hafði ekkert með það að gera að halda áfram að rétta í því máli. Það er náttúrlega hennar mál. Það var pínulítið erfitt fyrir mig meðan á þessu stóð, en það var kannski frekar út af ástandinu sem ég er í þessa dagana, en svo hugsaði ég með mér að þó hún haldi þessu fram, þá hafði ég alls ekki verið með óheilindi gagnvart þessu fólki þegar ég skrifaði þessi bréf. Ég kom bara hreint fram. Það er mikilvægt að það komi fram í öllurn mínum samskiptum við Grænfriðunga, þá nota ég sama orðalag og þeir. Þar gengur allt út á það að um sé að ræða blóðbað og dráp og auðvitað er það þannig. - Það er verið að drepa skepnur og ég nota sömu orð og þeir. Ég tala í bréfinu um „vel heppnaða herferð Grænfriðunga gegn selveiðum Kanadamanna" og það er alveg rétt það var mjög vel heppnuð herferð, þeir lögðu efnahag og lífsviðurværi þessara veiðimanna í rúst. Ég held að ástæðan fyrir því að þessar ásakanir koma upp sé vegna þess að þeir líta á sín samtök með svo réttlátum augum að það hljóti allir að vera sammála því sem þeir eru að gera og það hvarfli ekki að þeim að einhverjum detti í hug að vera með efasemd- ir um starfsemi þeirra. Þannig að þeim er auðvitað brugðið, en þeir myndu ekki láta svona út af þessari mynd nema af því að þeir vita að það er eitthvað ekki alveg á hreinu hjá þeim. Þeir eiga höfundaréttinn að þess- um myndum sem við notuðum hluta úr, það kemur fram bæði í myndunum sjálfum og plöggum sem fylgdu þeim er við fengurn þær. Við erum ekki að segja að meðlimir í Greenpeace hafi framið þessa verknaði, þá á ég við meðferðina á kengúrunum og selkópnum, og ég mun aldrei segja það því ég veit ekkert um það. Ég veit bara að Greenpeace á þessar myndir og notar þær í áróðursskyni. - Hvað með málshöfðun Grænfriðunga, hafið þið ekkert að óttast? „Ég hræðist þá ekki. Þeir mega nota stór orð gegn mér. Ég hef að vísu aldrei orðið fyrir svona lífsreynslu fyrr, en ég tel mig hafa gert myndina í mjög góðri trú. Ég held að það þurfi ekki mjög reynda kvikmyndagerð- armanneskju til að sjá að þessi atriði sem við notum í okkar mynd úr þeirra myndum eru sviðsett. Þau Iíta engan veginn út eins og fréttamyndir, þetta er miklu meira eins og dramatísk kvikmyndagerð, til dæmis hvað varðar tökur og klippingar.“ Þjóðhetjur? - Líður þér ekki eins og þjóðhetja í dag eftir alla þessa athygli og jákvæð viðbrögð landsmanna? „Nei, ntér finnst ég ekki vera nein hetja. Ég verð að viðurkenna að daginn eftir frumsýninguna voru einkennilegir straumar í loftinu, mér leið voðalega einkennilega. Það var svo mikið hringt og fólk var svo yndislegt við okkur. Það er erfitt að lýsa þessari tilfinningu. Ég væri alveg tilbúin að tala við einhverja sem finnst þetta vera algert bull og vond mynd, það myndi kenna mér að gera betur næst. Ég geng auðvitað ekki um og held að ég hafi gert eitthvert meistaraverk, ég veit að það hef ég ekki gert. Ég veit að það er sumt í þessari mynd sem hefði mátt betur fara en marga hluti er ég mjög ánægð með.“ - Hvað með næstu verkefni, nú skilst mér að þið eigið efni í aðra mynd? „Við eigum meira en nóg efni í aðra mynd en næst á dagskrá hjá mér er að eiga og annast barnið mitt. Hvað kvikmyndir varðar er ekkert ákveðið. Ég hélt nú á tímabili að þessi mynd yrði aldrei til, því eins og margoft hefur komið fram, þá höfum við haft svo lítið fjármagn. Þetta hefur verið gert með lántökum og svo hafa komið inn peningar einu sinni á ári þegar Magnús hefur átt afgang af jólatrjáasölunni. Á tímabili hugsaði ég þannig að ég ætlaði bara að gleyma þessari mynd og vera ekkert að svekkja mig á því að ég gæti ekki klárað hana. Nú í dag er ég varla búin að átta mig á því að hún er fullgerð og ég er alls ekki tilbúin að fara að hugsa um aðra mynd, ég ætla að fara að hugsa um barn.“ Sigrún S. Hafstein

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.