Tíminn - 18.03.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.03.1989, Blaðsíða 11
10 Tíminn Laugardagur 18. mars 1989 Laugardagur 18. mars 1989 Tíminn 11 i Mrtr ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Suðurland FUF í Árnessýslu og Félag framsóknarkvenna í Árnessýslu áformar aö halda félags- málanámskeiö í lok mars og í apríl. Um er að ræöa byrjenda- og framhaldsnámskeið. Námskeiöin eru öllum opin sem áhuga hafa. Þátttaka tilkynnist sem fyrst til formanna félaganna. Sigurðar Eyþórssonar í síma 34691 og Ólafíu Ingólfsdóttur í síma 63388. FUF og FFÁ. Norðurland vestra Stjóm kjördæmasambands framsóknarmanna, stjórnir framsóknar- félaga, blaðstjórn Einherja og fulltrúar i verkalýösráði eru boöuö til fundar í Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 18. mars n.k. Fundurinn hefst kl. 14.00. Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson mæta á fundinn. Stjórn K.F.N.V. Kópavogur Skrifstofan í Hamraborg 5 er opin þriöjudaga og miðvikudaga kl. 9-13. Sími 41590. Heitt á könnunni. Opið hús alla miðvikudaga kl.17-19. Félagsmenn eru hvattir til að líta inn og taka með sér gesti. Eflum flokksstarfið. Framsóknarfélögin í Kópavogi. Kaupfélagsstjóri óskast Starf kaupfélagsstjóra við Kaupfélag Héraðsbúa á Egilsstöðum er laust til umsóknar. Umsóknir um starfið ásamt upplýsingum um starfsreynslu og menntun, sendist til formanns félagsstjórnar Jóns Kristjánssonar, Asparfelli 12, 6a, Reykjavík, fyrir 10. apríl næstkomandi. Stjórn Kaupfélags Héraðsbúa. LEKUR ER HEDDIÐ BLOKKIN? SPRUNGIÐ? Viðgerðir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir - rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiða. Viðhald og viðgerðir á iðnaðarvélum - járnsmíði. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin - Sími 84110 Sumarstörf 1989 Skráning er hafin í sumarstörf hjá Kópavogs- kaupstað fyrir sumarið 1989. Um er að ræða eftirtalin störf: 1. Verkamenn í almenn garðyrkjustörf, malbikun- arvinnu, gangstéttagerð, almenna jarðvinnu og viðhaldsstörf. 2. Flokksstjóra við garðyrkjustörf og gangstétta- gerð. 3. Afleysingamenn á vinnuvélar (með starfsrétt- indi). 4. Flokksstjóra hjá Vinnuskóla Kópavogs. 5. Flokksstjóra og aðstoðarmenn á íþróttavelli. 6. Leiðbeinendur í skólagarða og starfsvelli. 7. Aðstoðarmenn á leikvelli. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá atvinnumála- fulltrúa Kópavogs að Digranesvegi 12. Sími 45700. Umsóknum skal skila á sama stað fyrir 14. apríl 1989. Vinnumiðlun Kópavogs. Handknattleiksdómarar leggja flautur sínar unnvörpum á hilluna! Kreppa í dómaramálum í vetur hefur hvað eftir annað soðið uppúr í sam- skiptum handknattleiks- dómara við leikmenn og þjálfara. Nú er svo komið að 7 dómarar af þeim 16, sem hófu störf sem 1. deildardómarar, eru hættir. Þetta hefur gert það að verkum að dóm- arapörin eru ýmist tvístruð, annar hættur en hinn enn að, eða jafnvel báðir dómararnir eru hættir. Tíminn ræddi við nokkra menn sem koma við sögu í þessu máli og skoðanir þeirra eru mjög misjafnar. Sigurður Baldursson er einn þeirra dómara sem hafa lagt flautuna á hill- una. Hvernig lýsir hann ástandinu í dóm- aramálum í dag? „Þegar aðeins 2-3 heil dómarapör eru eftir af þeim 9 efstu sem dæma áttu í 1. deild, þá gefur það augaleið að ástandið er alvarlegt. Ástæðurnar fyrir þessu hjá mönnum eru mismunandi, en gegnum gangandi virðist ástæðan vera sú að menn hafa hreinlega misst áhugann og þykir orðið leiðinlegt að standa í dómgæslu. Aðrir hafa ekki haft tíma til þes að standa í þessu eins og það er og snúið sér að öðru. Stjórnunin á dómaramálunum er nán- ast engin, dómaranefnd HSf hefur ekki tekið af skarið og kallað menn saman til þess að spyrja þá hvað sé að gerast. Dómarar eru alvanir því að fá skít- kast frá áhorfendum og í blöðum og einnig vanist því í gegnum árin að kolbrjálaðir stjórnarmenn hafi ráðist á þá eftir leiki. Vandamálið í vetur hefur verið það að það hefur líka verið leiðinlegur „mórall" frá leikmönnum og það hefur í raun og veru verið það alvarlegasta í þessu. Þegar áður en dómarar flauta til leiks eru allir farnir í fýlu. Leikmenn hafa fyrirfram gefið sér það að allt verði ómögulegt, alveg sama hvernig dómararnir dæma. Ég hef sjálfur sem áhorfandi orðið vitni að virkilegri ósanngirni leikmanna." Af hverju kemur þessi óánægja leikmanna fram núna? „Ég veit það ekki, það er eflaust mjög djúpstætt af hverju þetta brýst svona mikið meira fram núna en verið hefur. Það er ákveðinn hópur leik- manna sem er farinn að líta mjög stórt á sig og vita allaf allt betur en þeir sem eru búnir að stunda þetta í 10-20 ár.“ Hefur eitthvað verið gert til þess að ræða út um málin, þannig að ástandið lagist? „Það hefur ekkert verið gert. Sem dæmi má nefna að mér skilst að Guðmundur Kolbeinsson og Þorgeir Pálsson, dómarar, hafi beðið um að fá frí í fyrstu úthlutun á dómurum og eitt símtal til þeirra dugi til þess að þeir fari að dæma aftur. En það hefur aldrei verið hring til þeirra. Sambandsleysið er svona algjört. Dómaranefndin virð- ist vera alveg óvirk.“ Af hverju hættir þú að dæma? „Mín persónulega ástæða er sú að ég nennti þessu ekki lengur, þetta var orðið leiðinlegt." Eru dómarar hér nokkuð lakari nú en þeir hafa verið? „Það held ég ekki, það er erfitt að segja til um það. Dómarar eru auðvitað alltaf gagnrýndir það verður ekkert hjá því komist, en okkur hefur fundist að það vanti faglegan flöt á það mál, þannig að gagnrýnin verði ekki bara skítkast. Leikmenn og íþróttafréttarit- arar hafa oft takmarkað vit á reglunum og eru því ekki í stakk búnir til þess að leggja rétt mat á þeirra störf. fslandsmótið var opnað í vetur með því að kalla menn öllum illum nöfnum í Dagblaðinu og það hleypti slæmu máli af stað. Mér fannst það fyrir neðan allar hellur af blaði sem kannski vill vera vant að virðingu sinni. Ég tók þetta virkilega nærri mér þó ég hefði ekki verið að dæma þennan dag.“ Hvað er til úrbóta í dómaramálunum? „Ég veit það ekki, ég hef að vísu ákveðna hugmynd um hvernig hægt er að gera þetta. Hún er sú að þjálfarar 1. deildarfélaganna komi saman 2var- 3var á keppnistímabili og velji 6 pör til að dæma í 1. deildinni. Þá hefðu þeir valið þá og gætu ekki verið með stríðsfyrirsagnir. Síðan er allt annað mál hvort þeir komi fram með umræðu um hvort dómgæslan sé ekki nógu góð eða það þurfi fleiri dómara og svo framvegis. Sú umræða þarf þó að fara fram á faglegum grundvelli.“ Ert þú endanlega hættur að dæma? „Maður á aldrei að segja aldrei, ég hef engan áhuga á því að byrja aftur eins og er. Ég er búinn að vera í þessu meira og minna stanslaust í 12 ár og það er ágætt að fá hlé. Síðan getur vel verið síðar meir að ég fái þörf fyrir að láta öllum illum látum og hlaupa um völlinn með flautuna og sveifla rauðum kortum. Hvenær það verður veit enginn. Ekki ég.“ Hvernig er útlitið í dómaramálun- um? „Það er ljóst að nýir menn verða einfaldlega að taka við dómgæslunni og það þarf líka nýja menn í dómara- nefndina, enda held ég að þeir ætli ekki að halda áfram.“ Viggó Sigurðsson þjálfari FH er einn þeirra þjálfara sem hvað harðast hafa gagnrýnt störf dómara. Hvernig lýst honum á ástandið í dag? „Síðan umræðan fór af stað um dómaramálin í haust þá hefur þetta hríðversnað. Það sýndi sig best í síðustu um- ferð íslandsmótsins að menn eru farnir að dæma sitt á hvað. Hvert dómaraparið af öðru virðist vera skilið og það lýsir ástandinu. Ég veit nú ekki alveg hvað er að gerast í þessu, það Sala getraunaseðla lokar á laugardögum kl. 14:45. 11. LEIKVIKA- 18. MARS 1989 Leikur 1 Liverpool - Brentford Leikur 2 Man. Utd - Nott. For. Leikur 3 West Ham Norwich Leikur 4 Coventry Tottenham Leikur 5 Luton Sheff. Wed. Leikur 6 Middlesbro Leikur 7 Millwall - Derby - Aston Villa Leikur 8 Bournemouth - Swindon Leikur 9 Bradford Watford Leikur 10 C. Palace Sunderland LeikurH Man. City - Chelsea Leikur 12 Portsmouth - Stoke Símsvari kl, hjá getraunum á laugardögum eftir 17:15 er 91-84590 og -84464. ÞREFALDUR POTTUR wm« ' 1 f # * É virðist allt vera að fara uppí loft. Það er óskaplega lítið gert fyrir dómarana og framfarirnar hjá dómurunum í vetur eru engar. Það er mikill losarabragur á dómaramálunum og dómarar farnir að dæma í 1. deildinni sem áttu alls ekki að gera það. Þeir eru ennþá æfingalaus- ari en hinir sem fyrir voru, þannig að það er ekki von á góðu.“ Nú segja sumir dómarar að þeir hafi i misst áhugann á að dæma vegna mikill- ar ósanngirni í gagnrýni og þeir hafi allt annað við tímann að gera en að taka við sífelldu skítkasti. Hvað vilt þú segja um það? “Ég er alveg sammála þeim í því að snúa sér að einhverju öðru vegna þess að sumir þeirra gátu alls ekki dæmt. Það er mjög snjallt hjá þeim að finna sér önnur áhugamál. Hins vegar er líka kominn tími fyrir félögin að taka sjálf á þessum málum og menn verða að finna einhvern flöt á þessu. Mér finnst þetta farið að há handboltanum á fslandi. Það hlýtur að vera töluvert áfall fyrir íslenska handknattleiksdómara að sjá FH og Val spila í 8-liða úrslitum í Evrópukeppni með hollenska dómara í báðum leikjunum. Holland er varla boðlegt í C-keppni. Þeir voru lélegir en ekkert lélegri en þeir sem dæma í 1. deildinni hér á íslandi. Það má ekki varpa allri sökinni á þessa menn sem standa í þessu, þeir þurfa að fá aðhald og setja þarf upp hvetjandi kerfi fyrir þá. Ég vil deilda- skipta dómurum þannig að þeir bestu dæmi í efstu deild og þeir lélegustu falli niður um deild ef þeir standa sig ekki. “ Hver á að meta frammistöðu þeirra? „Það þarf að finna einhvern sann- gjarnan flöt á því máli. Dómaranefnd þarf að vera starfandi og leikmenn og þjálfarar gætu hugsanlega komið einnig þar inní. Síðan þurfa dómararnir hreinlega að vera á launum, það er krafist mikils af þeim og þetta er þeirra áhugamál. Dómarar eru að skemma fyrir okkur sem erum að æfa eins og atvinnumenn, félögin eru með dýra þjálfara og við viljum fá gæði í dóm- gæsluna.“ Egill Már Markússon er einn þeirra 1 dómara sem enn eru með flautuna í i munnvikinu og hann hefur sínar 1 skoðanir á ástandinu. „Það eru allir dómarar orðnir þreytt- ir á þessu sífellda nöldri. Mönnum finnst eins og þeir séu notaðir eins og blórabögglar í íþróttinni. Ég skil vel þessa menn sem eru hættir. Manni finnst stundum að það skipti engu máli hvort maður dæmi rétt eða rangt. Alltaf er óánægja og ástandið er alltaf að verða verra og verra. 1 upphafi keppnistímabilsins þegar ég dæmdi nokkra leiki í 2. deild var aldrei neitt röfl í leikmönnum. Ástand- ið hefur stigversnað og er nú orðið slæmt, jafnvel í yngri flokkunum eru leikmenn farnir að rífa kjaft þótt þeir drífi varla á markið. Mín skoðun er sú að handknattleiksdómarar hérlendis séu jafn góðir og dómarar erlendis." En hver er ástæðan fyrir þessu? „Þetta byrjaði auðvitað ekki gæfu- lega í vetur, skrif DV um Viggó-málið hleyptu illu blóði í dómara og dómarar urðu ósáttir. Þá má um kenna fámenni, allir þekkja alla og sömu dómararnir eru alltaf að dæma hjá sömu leik- mönnunum. Nú er þetta orðið svo óaðlaðandi starfi að enginn fæst til þess að taka það að sér. Síðan er jafnvel til í dæminu að sumir líta jafnvel niður á dómara. Aðrir leikmenn líta aðeins svo á að eitt par sé til á landinu boðlegt. Aðrir fá ekki virðingu leik- manna." Hvað er til úrbóta? „Ég held að greiðslur einar sér séu ekki lausn, það þarf að gera störf dómaranna meira aðlaðandi og gagn- rýni þarf að vera sanngjörn, það má gagnrýna dómarana við erum alls ekki heilagir, gagnrýnin verður einungis að vera sanngjörn. Það verður fyrst og fremst að koma á virku eftirlitsdómara- kerfi þar sem yfirstjórn er á þessum málum og störf manna eru metin. Það þarf að vera hreyfing og tröppugangur á þessu. Síðan gæti komið til greina eins og gert hefur verið í körfuboltan- um að fá hingað erlenda dómara til þess að dæma og halda námskeið. Þeir gætu samræmt túlkunaratriði og haldið fundi, ekki einungis með dómurum, heldur einnig með leikmönnum og þjálfurum. Dómaranefnd þarf að vera virk og standa að þolprófun dómara og raða dómurum niður á æfingaleiki á sumrin, þannig ættu dómarar að koma betur undirbúnir til leiks á haustin." Nú ert þú einn þeirra dómara sem enn eru að dæma leiki. Verður breyt- ing þar á? „Maður spyr sig stundum að því af hverju maður sé að standa í þessu. Ég hef ekki dæmt lengi, en ég hef dæmt marga leiki á hverju keppnistímabili. Ég skil vel þá dómara sem hafa hætt að dæma. Ég reyni að þrauka, en það þarf stjórn á dómaramálunum. Nú eru dómarar að dæma saman sem jafnvel hafa ekki dæmt saman áður og það býður uppá gagnrýni.“ Hvernig er útlitið í dómaramálun- um? “Það er hrikalegt og verður slæmt næstu 2-3 árin, ef ekkert verður að gert. Dómarar vilja gera vel og standa sig í sínu starfi." Guðmundur Guðmundsson landsliðs- maður úr Víkingi hefur staðið í eldlín- unni ■ mörg ár, hvernig eru viðhorf leikmanna til dómarakreppunnar? „I sjálfu sér hefur maður ekki orðið mjög var við þetta, en hins vegar sér maður að það eru farnir að dæma saman dómarar sem áður hafa ekki dæmt saman og það er ekki gott því dómgæslan byggist mjög á samstarfi dómaranna. Mér finnst það mjög slæmt að vita til þess að þessi mál skuli vera í svona slæmum farvegi." Hvað fínnst þér um það sem dómar- ar segja, að þeir séu orðir þreyttir á eilífri gagnrýni leikmanna? „Já, ég get alveg tekið undir það. Mér finnst að leikmenn röfli alltof mikð í dómurum og stundum hefur alveg gengið fram af manni. Mér finnst að það eigi að greiða dómurum fyrir þá leiki sem þeir dæma með upphæð sem raunverulega skiptir máli. Þannig held ég að við gætum náð upp vandaðri vinnubrögðum og þá er hægt að gera meiri kröfur til þeirra." Getur verið að leikmenn líti of stórt á sig og jafnvel niður á dómarana? „Það er nú mjög einstaklingsbundið og ég lít alls ekki niður á dómara. Ég veit ekki hvernig aðrir líta á þá. Það þarf að skapa dómurunum fleiri verk- efni erlendis og gera þarf þetta hlut- verk þeirra í handboltanum eftirsókn- arverðara og þá held ég að gagnkvæm virðing skapist. Dómarar hér á íslandi eru mjög mismunandi, allt frá því að vera mjög lélegir og uppí það að vera mjög frambærilegir. Það þarf að reyna að koma fleiri dómurum upp í það að vera góðir dómarar. Síðan hefur verið vandamál að hér er samfélagið lítið og menn þekkjast mjög vel. Til dæmis finnst mér að dómarar séu fyrirfram búnir að mynda sér skoðanir um ákveðna leikmenn, þessi er með leikaraskap og þessi er of grófur og svo framvegis. Þetta er þó ekki einhlítt. Síðan getur þetta verið gagnkvæmt hjá leikmönnum gagnvart dómurunum.“ Gnimar Gunnarsson er formaður dóm- aranefúdar. Hvemig líst honum á ástandið í málefnum dómara í dag? „Það er ekki nema um 1 mánuður eftir af keppnistímabilinu og aðalatrið- ið frá okkar bæjardyrum séð, í dómara- nefnd, er að klára þetta keppnistímabil á þann besta máta sem við getum og síðan held ég að við verðum að setjast niður, forystumenn HSÍ, félaga og dómarar og athuga hvað hægt er að gera til þess að bæta úr.“ Af hverju er svona komið? „Ég held að það séu margar ástæður fyrir því, margir sem hafa hætt hafa borið við tímaskorti og þeim hefur ekki þótt þetta nógu áhugavert. Þá er Ijóst að Viggó-málið í upphafi keppn- istímabilsins og öll þau skrif sem voru kringum það hafa farið mjög illa í dómara. Menn eru mjög ósáttir við skrif ýmissa blaða um dómara og dómgæslu. Ég skil þau sjónarmið mjög vel, því ákaflega margir blaðamenn sem eru að skrifa um handknattleik, hafa litla innsýn í dómgæslu í hand- bolta.“ Eru íslenskir dómarar jafn góðir og dómarar í nágrannalöndunum? „Ég er ekki í minnsta vafa að þeir standa að minnsta kosti jafn framar- lega ef ekki framar í mörgum tilfellum. Ég hef kynnst dómgæslu bæði í Dan- mörku og Þýskalandi og hún er alls ekki betri en hér. Hitt er annað mál að dómarar eru misjafnir og undirbúning- ur íslenskra dómara fyrir leiki er annar en t.d. erlendra dómara sem hingað koma til að dæma í Evrópukeppni. Þeir geta undirbúið sig saman, en íslenskir dómarar eru í mörgum tilvik- um að koma beint úr vinnu til að dæma.“ Nú hefur heyrst gagnrýni á störf dómaranefndar, hén sé óvirk og eftir- litsdómarakerfi vanti alfarið. Hvað viltu segja um það? „Eftirlitsdómarakerfi var starfrækt í ein 2 ár en féll niður núna og er það miður. Það er kannski mest mér að kenna að það var ekki. En þótt eigin- legt kerfi hafi ekki verið á, þá hefur mikið verið horft á dómara, þ.e.a.s. efstu pörin, þó að eiginlegt kerfi hafi ekki verið á. Með yfirstjórn á dómara- málum þá er það ljóst að dómarasam- bandið hefur ekki verið nógu virkt. Auðvitað má deilda á störf dómara- nefndar. Ég hef hreinlega ekki haft nægan tíma til þess að eyða í þetta, en samt myndi ég ekki telja að það væri megin vandamálið." Hvað er hægt að gera til þess að koma þessum málum í viðunandi horf? „Ég get hreinlega ekki svarað því á þessari stundu. Það þarf að skoða málin rækilega. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona vandamál kemur upp. Annars hef ég velt þessum málum mikið fyrir mér, en ekki fundið neina eina lausn. Blaðamenn verða að vera sanngjarnir og gagnrýna dómara til jafns við leikmenn. Þar á ég við að það er ekki alltaf talað um ef þokkalegur leikmaður er lélegur, því er oft sleppt, en sé dómari slakur er það fréttaefni. “ SMURT BRAUÐ SMURT BRAUÐ - BRAUÐTERTUR - SNITTUR OG VEISLUBRAUÐ VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI KOMIÐ OG SJÁIÐ ÚRVALIÐ ÁÐUR EN PANTAÐ ER. PANTIÐ TÍMANLEGA 19775 BRAUÐSTOFAN BARÓNSSTÍG 20/ Örbylgj uofnaeigendur gerir matinn Ijúffengan og gefur fallegan brúningarlit á læri, kjúklinga og svínakjöt Góðar íslenskar leiðbeiningar fylgja ásamt uppskriftum 3 STÆRÐIR Einar Farestveit&Co.hf. BORQARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16995 OQ 622900 - NÆC BÍLASTÆOI GEMINI ITROOPER Traustur og sterkbyggður dugnaðarforkur, sem sam- einar kosti sportjeppa og fólksbíls. Frábær ferðabíll með allt að því ótakmörkuðu rými fyrir fólk og farangur, 4ra dyra með 2,3 I eða 2,6 I benstn- vél. Verð frá kr. 1.743.000.-. Imoimza Rúmgóður og sterkbyggður bíll, sérsmíðaður fyrir íslenskar aðstæður. Mjög vandaður og þægi- legur fjölskyldubíll á verði sem fæstir geta keppt við. Verð frá kr. 725.000,-. Ert þú í bílahugleiðingum? Reyndu þá bíl frá General Motors og finndu muninn! HÖFÐABAKKA 9 5IMI 687300 •MS0NV9WVS OHKM3M<AlOnv f Nýr og spennandi fólksbfll frá Isuzu í Japan. Sérstaklega rúmgóður og lipur í akstri, framhjóladrif- inn með aflstýri, útvarpi og segulbandi sem og öðrum lúxusbúnaði. Verð frá kr. 638.000,-. | Ert þú í bílahugleiðingum? |Reyndu þá bíl frá General Motors og finndu muninn! muNir! BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 7"-.-... —......P Ert þú í bílahugleiðingum? Reyndu þá bíl frá General > Motors og finndu muninn! BíLVANGURsfP HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.