Tíminn - 18.03.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.03.1989, Blaðsíða 3
Laugardagur 18. mars 1989 Tíminn 3 Tryggingasjóöur fiskeldislána auglýsir eftir umsóknum: Fiskeldismenn óttast skuldasúpu fortíðar Reglugerð hefur verið sett um Tryggingasjóð fískeldis- lána og auglýsti sjóðurinn eftir umsóknum nú í vikunni og má búast við að fyrstu umsóknir berist um og eftir páska. Hlutverk sjóðsins er að tryggja greiðslu afurða- lána, sem bankar og aðrar lánastofnanir veita eða út- vega innlendum fískeldisfyr- irtækjum þannig að afurða- lán og rekstrarlán til fískeldis geti numið allt að 75% af tryggingarverðmæti birgða. Eyjólfur Friðgeirsson hjá íslenska fiskeldisfélaginu sagði í samtali við Tímann, að út af fyrir sig litist honum ágætlega á tilkomu sjóðsins. „Þetta er bara alltof seint. Flest þessi fyrirtæki sem hafa verið í rekstri, eru bara komin í þrot, vegna þess hve þetta kemur seint til. Þó þetta lagi framtíðina í fiskeldinu, þá erum við með dáiítið slæma fortíð á bakinu ennþá,“ sagði Eyjólfur. Aðspurður hvort einhver tegund fiskeldis ætti erfiðara með að fá afurðalán en önnur, taldi hann svo ekki vera. „Þau fyrirtæki sem voru stofnuð á síðasta ári, sérstaklega á Austfjörð- um, lentu í því að bankarnir voru bara komnir með það mörg fyrirtæki í viðskipti að þeir vildu eða gátu ekki tekið fleiri, enda erfitt að ætlast til þess,“ sagði Eyjólfur. Eins og áður sagði veitir sjóðurinn í raun bönkum ríkisábyrgð til að þeir geta hækkað afurðalán til fisk- eidisfyrirtækjanna í allt að 75%. Samkvæmt reglum sjóðsins er greiðslutrygging ekki veitt nema við- komandi fyrirtæki hafi afurðalán hjá banka og/eða lánastofnun vegna sömu afurða án greiðslutryggingar sjóðsins og skal það nema að lág- marki 37,5% af vátryggingarverð- mæti birgða. Þá þarf fyrirtækið einn- ig að hafa tryggt afurðir sínar á fullnægjandi hátt auk svokallaðrar umframskaðatryggingar eða annarr- ar jafngóðrar vátryggingar, er nemi a.m.k. 50% af tryggingaverðmætum birgða. Atvinnutryggingarsjóður hefur hingað til ekki talið sig geta skuld- breytt hjá neinu einasta fiskeldisfyr- irtæki, þar sem þeir hafa ekki talið sig í stakk búna til að meta hvort fyrirtækin séu lífvænleg eða ekki, vegna lítillar þekkingar á eðli fisk- eldis sem atvinnugreinar. Hvað það þýðir að vera með einhverja krónu- tölu í skuld og aðra krónutölu miklu minni í tekjur og síðan birgðir sem eru gífurlega miklar. En hvenær þær skila sér og hvort þær koma til með að geta skilað sér í afurð, hefur Atvinnutryggingarsjóður ekki getað tekið afstöðu til. Atvinnutryggingarsjóður mun hafa ritað forsætisráðherra bréf þar sem farið er fram á að þeir biðu með að afgreiða fiskeldisfyrirtæki, þar til þeir gætu leitað til Tryggingasjóðs fiskeldislána um upplýsingar, hvort einstök fyrirtæki væru lífvænleg eða ekki. Enda eru aðilar í stjórn Trygg- ingasjóð fiskeldislána með þekkingu á fiskeldinu og eiga því auðveldara með að gera sér grein fyrir því hver fyrirtækjanna eru lífvænleg. -ABÓ Utanríkisráðherra boðar óvenjulegan fund: Fjölmenni á vinnu- fundi í útlöndum Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra, efnir til vinnufundar í dag, laugardaginn 18. mars, í Brus- sel með sendiherrum fslands í ríkj- um Evrópubandalagsins og í Genf, ásamt starfsmönnum sendiráðsins í Brussel. Auk þess er boðið til fundarins fulltrúum frá Alþýðusambandi íslands, Vinnuveitendasambandi íslands, Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, Sambandi íslenskra samvinnu- félaga, Sambandi íslenskra fisk- framleiðenda, Verslunarráði íslands, Landssambandi iðnaðar- manna og Félagi íslenskra iðnrek- enda. Á fundinum verður farið yfir stöðu mála í samskiptum EFTA og EB eftir leiðtogafund EFTA í Osló og undirbúning ráðherrafundar EFTA og EB, sem utanríkisráð- herra situr í Brussel mánudaginn 20. mars n.k. Einnig verður sérstaklega fjallað um það starf sem tengist formennsku utanríkisráðherra í ráðherranefnd EFTA á seinni helmingi þessa árs en þá munu íslendingar stýra viðræðum EFTA við Evrópubandalagið. Iðnaðarbankinn hf: YFIR 200% AUKNING AFSKRIFTA ÚTLÁNA Iðnaðarbankinn hf. hélt aðal- fund sinn í gær og kom fram í ársskýrslum að heildartekjur hans á síðasta ári námu tæplega 3,3 milljörðum króna og er það 46,5% hækkun frá síðasta ári. Útgjöld bankans námu um þrcmur millj- örðum króna og fór tæpur milljarð- ur í laun og önnur rekstrargjöld á síðasta ári. Vegna erfiðleika í at- vinnulífi landsmanna varð bankinn að greiða 114 milljónir króna í afskriftir útlána á síðasta ári. en sambæriieg upphæð nam 37 millj- ónum króna árið þar á undan. Það er þreföldun á milli ára, eða m.ö.o. 208% aukning. Afskriftareikning- ur útlána nemur því nú um 2% af heildarútlánum, áföllnum vöxtum og útistandandi ábyrgðum. Skipti urðu í stól formanns bankaráðs Iðnaðarbankans og lét hinn kunni framkvæmdastjóri, Davíð Scheving Thorsteinsson, af þvf embætti eftir sjö ára setu. Bankaráðsformaður er nú Brynj- ólfur Bjarnason, en Haraldur Sumarliðason verður áfram vara- formaður. Hagnaður Iðnaðarbankans á síðasta ári var tæplega 137,1 millj- ón króna, eftirskatta, að meðtöld- um hagnaði af dóttur- og hlutdeild- arfélögum. í opinber gjöld mun bankinn greiða um 160 milljónir króna vegna ársins 1988 og er þar með talinn eigna- og tekjuskattur er nemur um 103 milljónum. KB Landsbankinn jók heildareign sína um 36,6% á síðasta ári: Landsbankinn fækkar fólki Landsbanki íslands er búinn að leggja fram ársreikninga sína fyrir 1988 og hefur viðskiptaráðherra, Jón Sigurðsson, þegar undirritað þá. Þrátt fyrirerfiða lausafjárstöðu fyrstu fjóra mánuði síðasta árs, batnaði lausafjárstaðan um 1,7 milljarða króna. Breytti þá litlu þótt bankinn hafi þurft að reiða fram nálægt 180 milljónum króna í viðurlög til Seðlabanka íslands, vegna fyrri hiuta ársins. Fækkun varð á stöðugildum t Landsbank- anum í fyrsta sinn í langan tíma. Bankinn jók eignir sínar um 36,6% og námu þær í árslok 65,6 milljörðum króna. Eigið fé hækk- aði um fjórðung frá fyrra ári og var í árslok orðið 4,25 milljarðar króna. Þetta nægði þó ekki til að viðhalda eiginfjárhlutfalli og lækk- aði það úr 8,23%, árið 1987, niður í 7,38% í árslok 1988, eða um tæplega eitt prósentustig. Þá var hagnaður af rekstri lakari en árið áður og er skilatalan ekki nema 117,1 milljón króna.saman- borið við krónutöluna 181,6 millj- ónir árið 1987. Getur skýringanna verið að leita í því að heildar vaxtamunur lækkaði á árinu úr 5,2% í slétt 5%. Fækkun varð í mannahaldi í fyrsta sinn til fjölda ára og engin ný útibú voru opnuð á síðasta ári. Voru stöðugildin í árslok 1068 cn árið áður voru þau 1074. Þrátt fyrir fækkun stöðugilda sýna tölur að afgrciðslufjöldi jókst og er það rakið til aukinnar tæknivæðingar innan bankans. KB EKKERT RIS í B0RGARSTJÓRN Borgarstjórnarfundurinn í fyrra- hátt. Réttara er að segja að þær hafi dag var með alstysta og samlyndasta alls ekki risið, því enginn tók til móti. Hann stóð aðeins í rúmar máls. -sá fimm mínútur og deilur risu ekki MAZDA 626 GLX ’85 Með vökva- og veltistýri, sjálfskipt-1 ingu, ekinn 55 þús. km í toppstandi. | Ath. með skipti á vélsleða eða ódýr-1 um góðum sjálfskiptum bíl. | Upplýsingar í síma 685582 J Eiturefnanámskeið Dagana 4. og 5. apríl n.k. verður haldið námskeið um notkun eiturefna og hættulegra efna í landbún- aði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra. Námskeiðið er einkum ætlað þeim, sem vilja öðlast leyfisskírteini til að mega kaupa og nota efni og efnasamsetningar í X- og A-hættuflokkum. Þátttaka í námskeiðinu veitir þó ekki sjálfkrafa rétt á skírteini. Skal sækja um það sérstaklega. Þátttökugjald er kr. 4.500. Námskeiðið verður haldið hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins á Keldnaholti, Reykjavík, og skal tilkynna þátttöku til stofnunarinnar, s. 91-82230, fyrir 31. mars. Hollustuvernd ríkisins Rannsóknastofnun landbúnaðarins Vinnueftirlit ríkisins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.