Tíminn - 18.03.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 18.03.1989, Blaðsíða 13
Laugardagur 18. mars 1989 Tíminn 13 illlllllllllllllllllllllllll MINNING lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Skarphéðinn Rúnar Ólafsson Kveöja í dag er til moldar borinn frá Njarðvíkurkirkju, Skarphéðinn Rúnar Ólafsson, sem lést af slysför- um, ásamt Gunnari Bjarka Vest- fjörð, í snjóflóði sem féll á Óshlíðar- veginn þann 8. mars s.l. Skarphéðinn var fæddur í Kefla- vík þann 8. nóv. 1963. Foreldrar hans eru Ólafur Eiríkur Þórðarson, Jörgenssonar og Sveinbjargar Svein- björnsdóttur, Fagrahvammi í Garði og Álfheiðúr Skarphéðinsdóttir, Jó- hannssonar og Guðrúnar Guð- mundsdóttur í Njarðvíkum. Hann var elstur fjögurra sona þeirra hjóna, en hinir eru Þórður Jörgen, Björn Árni og Ástmar. Skarphéðinn átti heima í Njarð- víkunum allt þar til hann flutti, ásamt sambýliskonu sinni, Emilíu Þórðardóttur, ættaðri frá Djúpuvík, til Bolungarvíkur árið 1986. Fyrst starfaði hann vestra hjá Vélsmiðju Bolungarvíkur, en hóf héraðslög- reglumannsstörf þar í júní 1987, en í okt. sama ár gerðist hann lögreglu- maður á fsafirði og starfaði við það uns hann féll frá. í heimabæ sínum átti Skarphéðinn sína góðu daga. Ungur gekk hann í Hjálparsveit skáta í Njarðvíkum og lagði sig mjög fram um að verða liðtækur í þeim hópi, enda fórnfús að eðlisfari og vildi rétta öðrum hjálparhönd. Hann var líkamlega hraustur og þolinn, sem snemma kom í ljós er hann reyndist öðrum fremri í hlaupakeppnum, þótt hann æfði þau ekki sérstaklega. Skarphéð- inn var þægilegur og ljúfur í viðkynn- ingu og ávann sér traust í starfi. Rúmlega 20 ára varð hann verkstjóri í Sjöstjörnunni í Njarðvík, nýbúinn að ljúka þriggja ára verklegu námi í rennismíði í Dráttarbraut Njarðvík- ur. ísland og náttúra þess voru hans aðaláhugamál, ásamt farkostum til að skoða landið. Ferðir hans til að kynnast því voru orðnar margar, bæði að sumar- og vetrarlagi og í þeim fékk hann góða þjálfun, sem kom að notum í hjálparsveitastarf- inu, bæði í Njarðvík og eins fyrir vestan í hjálparsveitinni Ernir á Bolungarvík, sem hann gekk fljót- lega í eftir að hann flutti þangað. Skarphéðinn var mjög lagtækur og gat unnið hin ólíkustu störf. Hann var trygglyndur og í tengslum við ættfólk sitt þótt hann flytti í annan landshluta. Foreldrar hans og bræður voru aufúsugestir ásamt öðr- um ættingjum og vinum á heimilið á Bolungarvík. Einn bróðirinn var væntanlegur vestur um páskana, sem var mikið tilhlökkunarefni, - en veður skipuðust skyndilega í lofti, svo að af þeirri för verður ekki. Reynsla Skarphéðins í að ferðast við erfiðar aðstæður var orðin mikil. Hann var aðgætinn, vildi þó komast leiðar sinnar, ef þess var nokkur kostur. í>að var hans eðli í lífinu. Atvikin hinn örlagaríka dag 8. mars, voru dæmigerð fyrir Skarphéðin. Hann var að kanna ásamt félaga sínum hvort hægt væri að komast yfir snjóskriðuna, sem hafði fallið yfir veginn og hefti för þeirra í vinnuna, þegar það óvænta gerðist. Önnur skriða féll á sama stað. Slíku óraði þá ekki fyrir, enda sjaldgæft. Skriðan hreif þá með sér með þeim afleiðingum að tveir menn í blóma lífsins hurfu yfir móðuna miklu. Skarphéðinn undi hag sínum vel á Bolungarvík, ásamt Emilíu og syni hennar Kristni fsak, sem hann gekk í föður stað. Fyrir vestan hugðist hann setjast að og festa kaup á íbúð, en örlög ráða. Um leið og við frændsystkinin kveðjum Skarphéðin, vottum við Emilíu og Kristni ísak samúð okkar, svo og foreldrum hans Ólafi og Álfheiði, ásamt bræðrum hans og öðrum skyldmennum. Föðursystkini og fjölskyldur Bárður Magnússon frá Steinum Fæddur 10. október 1911 Dáinn 13. mars 1989 Mig langar með nokkrum orðum að minnast frænda míns sem lést í Landspítalanum 13. mars s.l., eftir erfitt stríð við sjúkdóm sem að lokum hafði betur. Hann var fæddur að Steinum und- ir Eyjafjöllum 10. október 1911. Sonur hjónanna Elínar Bárðardótt- ur og Magnúsar Tómassonar. Þar ólst hann upp í stórum systkinahópi. Það var líkt með hann og aðra unglinga á þessum árum, hann vand- ist fljótt á vinnu og þótti þá strax sýna ótrúlega mikla vinnusemi. Á yngri árum fór Bárður á vertíð á vetrum, en á sumrin vann hann við almenn sveitastörf, vegagerð og aðra vinnu sem til féll í héraði. Árið 1941 giftist hann Önnu Sig- urgeirsdóttur frá Hlíð undir Eyja- fjöllum, þau byrjuðu búskap í Hlíð. Árið 1943 fluttu þau að Berjanes- koti og búa þar til 1955, en þá losnaði ein jörðin í Steinum. Það er trú mín að það hafi verið ánægður bóndi sem flutti það ár upp að Steinum, svo mjög sem hann unni Steinahverfinu. Strax á fyrstu árun- um í Steinum byggði hann upp öll fénaðarhús og íbúðarhús rúmum áratug síðar. Árið 1985 hættu Anna og Bárður sveitabúskap og fluttu í Hvolsvöll. Bárður stundaði ekki fasta vinnu eftir það, en greip í ýmis störf sem til féllu þar. Anna og Bárður eignuðust fjögur böm. Þau eru: Ólöf, f. 1940, bóndi í Steinum; andvana drengur, f. 1942; Sigurgeir, f. 1943, járnsmiður í Hvolsvelli, og Magnús, f. 1944, jámsmiður á Selfossi. Það voru ákveðnir eiginleikar í fari Bárðar sem vöktu hjá mér mikinn áhuga og verða alla tíð afskaplega minnisstæðir. Hann hafði mikinn áhuga fyrir varðveislu gamalla heimilda og er t.d. uppgröfturog lagfæring á kirkju- garðinum í Steinum glöggt vitni um það. Án Bárðar hefði það ekki verið gert og garðurinn algjörlega gleymst innan fárra ára. Það var gaman á síðastliðnu hausti að keyra með Bárði meðfram Steina- fjalli og fræðast um öll þau ömefni sem til em í fjallinu og undirlendinu alveg til sjávar. Hann þekkti allan þann aragrúa af örnefnum, sem þarna em og oft á tíðum vegna hvers staðurinn ber þetta nafn. Ég hygg að sveitungarnir muni minnast hans fyrst og fremst fyrir sína miklu hjálpsemi, því það var ríkt í Bárði að sælla sé að gefa en Þiggja. Þeir eru margir grjótveggirnir sem hann hlóð en Bárður var annálaður hleðslumaður. Einnig var hann oft við byggingu á timbur- og steinhús- um. Ég held að það skemmtilegasta sem Bárður gerði hafi verið að klifra í fjöllum og hefur hann bjargað margri kindinni úr svelti. Mér er minnisstætt í fyrsta skipti sem ég fór með Bárði að taka úr svelti, þá var ég um fermingu. Við fómm ásamt þremur öðrum mönnum. Þegar á staðinn var komið var ljóst að það þurfti að sitja undir á tveimur stöðum, en til þess vomm við of fáir. Það verður úr að ég er látinn sitja einn undir uppi á brún en hinir fóru niður. Þarna sat ég og heyrði ekkert í þeim, vegna þess að það var svolítið rok. Eftir rúmlega tveggja tíma bið, birtist Bárður á brúninni, kominn laus upp. Hann hafði reynt að kalla en ég ekki heyrt, svo þeir þorðu ekki að treysta á vaðinn hjá óvönum unglingi, enda hefur það ekki verið vandamál hjá honum að fara laus upp, svo góður fjallamaður sem hann var. Það var stundum sagt að það sem Bárður færi ekki í fjöllum, færi ekki nema fuglinn fljúg- andi. Það var gaman nú seinni ár að heimsækja Bárð og ræða við hann um búskapinn, ættfræði eða fjallið sem honum var svo kært. Ég sendi Önnu, börnum, tengda- börnum og barnabörnum samúðar- kveðjur. Að lokum vil ég þakka Bárði þann mikla lærdóm sem ég öðlaðist af honum gegnum árin. Bergur Pálsson. HR HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR ^ jj Barónsstíg 47 Heilbrigðisráð Reykjavíkur óskar eftir að ráða eftirtalið starfsfólk: Við heilsugæslustöðina Breiðholti III, Asparfelli 12, Reykjavík. Sjúkraliða í 50% starf - vegna heimahjúkrunar. Upplýsingargefurhjúkrunarforstjóri í síma75100. Við heilsugæslustöðina í Fossvogi. Sjúkraliða í 50% starf - vegna heimahjúkrunar. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 696780. Umsóknum skal skila til skrifstofu Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur á eyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 28. mars n.k. REYKJKfÍKURBORG Lausar stöður Þjónustuíbúðir aldraðra Dalbraut 27. Starfsfólk vantar í eftirtalin störf: ELDHÚS 75% starf. Vinnutími frá kl. 8.00-14.00. Unnið aðra hverja helgi. DAGDEILD 50% starf við ræstingu. Vinnutími frá kl. 15.00-19.00 virka daga. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377 á milli kl. 10.00-14.00. \ Útboð - Malbikun Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í malbikun gatna sumarið 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverk- fræðings, Strandgötu 6, Hafnarfirði, gegn 10 þúsund kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 30. mars kl. 11.00. Bæjarverkfræðingur. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi Þorgeir Þorleifsson frá Þverlæk Byggðarholti 21, Mosfellsbæ verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju þriðjudaginn 21. mars kl. 14.00. Þorgerður Jónsdóttir Jón Þorgeirsson Sigurbjörg Runólfsdóttir Vilborg Þorgeirsdóttir Gunnar Þórisson Friðgeir Þór Þorgeirsson Anna Davíðsdóttir Guðmundur Skúli Þorgeirsson Rósa Dagbjört Hilmarsdóttir og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Skarphéðins Þorsteinssonar frá Þuriöarstöðum Sunnugerði, Reyðarfirði Einnig hlýhug og hjálp í veikindum hans undanfarin ár. Guð blessi ykkur öll. Vandamenn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.