Tíminn - 18.03.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.03.1989, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMAR :630001 — 686300 „LÍFSBJÖRG I' NORDURHÓFUM" RÍKISSKIP VERÐ3RÉFAVIÐSKJPH Útvegsbankinn Seltj. Gíró-1990 ÞRðSTUR 685060 NÚTÍMA FLUTNINGAR Hofnarhúsinu v/Tryggvagötu, SAMVINNUBANKANS Gegn náttúruvernd á villigötum VANIR MENN S 28822 SUÐURLANDSBRAUT 18. SfMI: 688568 Jón Sæmundur Sigurjónsson fær sannleikann frá forráðamönnum þýska fyrirtækisins Aldi sem hætti lagmetiskaupum ,Græna rækjan" söku dólgur ekki hvalir Það voru „grænar rækjur“ en ekki hvalveiðar íslend- inga sem urðu til þess að þýska lagmetisfyrirtækið Aldi hætti kaupum á íslenskum rækjum. Að þessu komst Jón Sæmundur Sigurjónsson alþingismaður í viðræðum við forráðamenn Aldi, en Jón Sæmundur er nú á ferð um Þýskaland á vegum utanríkisráðuneytisins og iðnaðar- ráðuneytisins til þess að ræða við forráðamenn fyrirtækja sem verslað hafa við íslendinga. Jón Sæmundur sagði í samtali hafi fyrirtækið ákveðið að hætta við Tímann í gærkveldi að Seuthe innkaupastjóri Aldi fyrirtækisins hefði tjáð sér að rækjurnar frá íslandi hefðu ítrekað ekki náð lágmarksgæðum og að sending- arnar frá því í ágúst fram í október hafi meira og minna verið endur- sendar. Steininn hefði tekið úr þegar fyrirtækið neyddist til að endursenda tvo gáma af niðursoð- inni rækju þar sem græn slikja hefði verið á rækjunni. Eftir það kaupum á íslensku lagmeti. Innkaupastjóri Aldi skýrði Jóni Sæmundi frá því að samkeppnin við Tengelmann keðjuna hefði ráðið mestu um að Aldi notaði hvalamálið sem ástæðu þess að hætta kaupum á íslenskum rækjum. Fyrirtækið hefði fengið um tvöhundruð bréf frá viðskipta- vinum sínum þar sem hvatt var til þess að Aldi hætti kaupum á íslenskum afurðum. Því hefðu forráðamenn Aldi ákveðið að slá tvær flugur í einu höggi, hætta að kaupa rækju sem ekki væri nógu góð og slá sér upp meðal umhverf- isverndarsinna með því að fela sig á bak við hvalamálið. Jón Sæmundur innti innkaupa- stjóra Aldi eftir því hvort fyrirtæk- ið myndi kaupa íslenska rækju fram í maímánuð eins og samning- ar kveða á um. Suethe tjáði hon- um að Aldi hefði keypt tvo gáma af niðursoðinni íslenskri rækju í febrúarmánuði og með því fest kaup á því magni sem samið var um og talið var að myndi endast fram í maí. Þegar Jón Sæmundur grennsl- aðist fyrir um það hvort Aldi myndi kaupa íslenska rækju ef gæðamálin yrðu í lagi var svarið nei. Forráðamenn Aldi hefðu í síðustu viku tekið þá ákvörðun að hætta sölu á niðursoðnum rækjum þar sem neytendur vilji sjá þá vöru sem þeir kaupa. Þess í stað ætlar fyrirtækið að hefja sölu á ferskri rækju í saltupplausn sem pakkað er í gegnsæjar plastdósir sem geymast fjórar vikur í kæli. Þeir fái hráefni í þessa nýju afurð fryst frá Grænlandi og að rækjan sé unnin í Danmörku. Jón Sæmundur sagði hins vegar að innkaupastjórinn hefði tjáð sér að ekkert væri því til fyrirstöðu að kaupa slíka rækju af Islendingum svo fremi sem gæði rækjunnar og verð sé viðunandi. Ekki náðist í Theódór S. Hall- dórsson framkvæmdastjóra Sölu- stofnunar lagmetis í gærkveldi til að spyrja hann um gæði íslensku rækjunnar. -HM Jón Sæmundur Sigurjónsson. lagsins getur kostað frá 150 krónum og allt uppi í 395 krónur. I Verðlagsstofnun kannar verð á fjölmörgum veitingahúsum: Verulegur verðmunur milli veitingastaða Gosdrykkir kosta frá 75 og allt upp í 140 kr., pilsner frá 90 og upp í 180 kr. og kaffibolli frá (0 með mat) 50 kr. og allt upp í 140 krónur samkvæmt verðkönnun sem Verðlagsstofn- un gerði á um hálfu hundraði matsölustaða með vínveitinga- leyfi - að vísu fyrir lok verðstöðvunar. Má því Ijóst vera að ýmisskonar drykkjarvörur geta haft veruleg áhrif á reikning matargesta, ekki síður en verð aðalréttarins. Verðlagsstofnun tekur fram að ekki sé reynt að leggja neitt mat á magn og/eða gæði veitinganna, né þjónustu og umhverfi á veitingahús- unum. Könnunin sé einungis gerð í þeim tilgangi að upplýsa um verðlag á þessum stöðum - og sem slík virðist hún geta gefið væntanlegum matargestum athygliverðar upplýs- ingar. Könnunin leiðir t.d. í ljós að það er alls ekki sjálfgefið að verð sé hæst á „fínustu" veitingastöðunum, t.d. stærstu hótelunum. Pilsner kostar t.d. jafn mikið á Holiday Inn eins og Kaffi Hressó og Eldvagninum og síðan 40-50% meira í Fógetanum og Lækjarbrekku. Og gosið kostar ekki meira á Grilli og Holti heldur en á Gauknum, Ítalíu og Sælkeranum og er síðan enn dýrara t.d. í E1 Som- brero, Peking og Torfunni. Þá kem- ur og fram að verð á drykkj arföngum virðist ekki hærra og jafnvel oft ívið lægra á hótelum og veitingastöðum úti á landi heldur en á höfuðborgar- svæðinu. Raunar leiðir þessi könnun ekki hvað síst í ljós að vandasamt getur verið að gera „góð kaup" þegar farið er út að borða. Verð aðalrétta segir oft ekki nema lítinn hluta sögunnar. Súpa er t.d. stundum innifalin en getur í öðrum tilvikum kostað allt upp í 580 krónur. Svipað má segja um kaffibolla eftir matinn. Og app- elsínusafi fyrir „vísitölufjölskyld- una" getur hækkað reikninginn allt frá 160 og upp í 600 krónur. Hvað kostar svo að fara út að borða? Súpa, ódýrasti fiskréttur dagsins í hádegi ásamt gosdrykk virðist lang algengast að kosti ein- hversstaðar á milli 700 og 900 krónur á mann. Ódýrust var þessi máltíð 485 kr. á Óðinsvéi, en dýrust 1.180 kr. á Holti. Hádegisverður af sérréttaseðli; ódýrasta súpa og kjötréttur ásamt pilsner, ís í eftirrétt og kaffi á eftir er algengt að kosti á bilinu 1.500 til 1.800 krónur samtals á mann. Þar af kostar aðalréturinn oft öðru hvoru megin við 900 krónu. Þannig samsett máltíð gat þó kostað allt upp í 2.825 kr. í Fjörunni í Hafnarfirði ogsömu- leiðis yfir tvö þúsund krónur á meira en þriðjungi veitingastaða í könnun- inni. Þegar litið er á hvern rétt út af fyrir sig er verðmunur milli staða oft miklu nteiri. Þannig kostaði ódýrasti fiskréttur dagsins allt frá 370 kr. (Laugavegi 22) upp í 890 (í Nausti) og ódýrasti kjötréttur dagsins allt frá 420 kr. (Óðinsvéi) og upp í 1.270 kr. (Hard Rock Café). Álíka mun var að finna á mat á sérréttaseðli. sem á forréttúm og eftirréttum. Fyrir þá sem líkar fjölbreytni virðist hlaðborð geta verið nokkuð góður kostur. Hlaðborð í hádegi fann Verðlagsstofnun á sjö stöðum -ódýrast á 490 kr. (áFógetanum)og dýrast 1.190 kr. (Skrúð Hótel Sögu), þ.e. álíka verð og verðmunureins og á kjötréttum dagsins. Allar framangreindar tölur sýna þó fyrst og fremst hve margs er að gæta fyrir þá sem ætla að kaupa sér sem bestan mat á sem hagkvæmustu verði í þægilegu umhverfi. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.