Tíminn - 18.03.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.03.1989, Blaðsíða 9
ugardagur 18. mars 1989 Tíminn 9 Búnaðarþing að störfum Tímamynd Árnl Bjarna. ið. Ríkisútvarpið hefur engin efni á því að fara út í tilrauna- starfsemi í tekjuöflunarmálum, heldur þarf að bæta það kerfi sem fyrir er, m.a. með því að gera innheimtu afnotagjalda skilvirkari og viðráðanlegri. Landbúnaður í milliliðaþj óðfélagi Búnaðarþing var sett í Reykjavík 27. f.m. og lauk 8. þ.m. eftir skemmri setu en oftast áður. Eigi að síður ræddi þingið mörg veigamikil mál sem snerta landbúnaðinn og hagsmunamál bændastéttarinnar. Þingið var vissulega háð í skugga þeirra margvíslegu erfiðleika sem land- búnaðurinn á við að stríða og mæða á bændastéttinni framar því sem oft hefur verið. Vandi landbúnaðarins er fyrst og fremst efnahags- og fjárhagsleg- ur, en einnig félagslegur. Hann stafar af örum þjóðfélagsbreyt- ingum og breyttum markaðs- skilyrðum, sem leitast er við að ná tökum á, en hefur þó ekki heppnast til neinnar hlítar, enda aðlögunartíma breyttra búhátta ekki lokið. Forystumenn landbúnaðarins hafa sýnt í verki að þeir vilja vinna að lausn vandamála sinna af raunsæi með jákvæðum hætti. Þeir hafa gert sér ljóst að breytt- ar markaðsaðstæður hafa áhrif á þróun landbúnaðarins. Þeir hafa haft frumkvæði að gerbreyttum framleiðsluháttum, sem miða að því að laga framleiðsluna að markaðsskilyrðum nútímans. Enginn atvinnuvegur hér á landi gengur í gegnum svo róttækt breytingaskeið sem landbúnað- urinn. Því fylgir margvísleg fjár- hags- og félagsleg röskun, sem skylt er að taka tillit til í opinber- um aðgerðum og almennum um- ræðum um þjóðfélagsþróun. Vandi íslensks landbúnaðar er ekki sér-íslenskt fyrirbæri eins og oft má ætla, þegar tekist er á um landbúnaðarstefnuna hér á landi. Landbúnaður á í vök að verjast í öllum löndum með einum eða öðrum hætti. Hér skiptir mestu máli að líta til iðnaðar- og markaðsþjóðfélaga hins vestræna heims, enda skilur íslenskt þjóðfélag sig ekki svo miklu nemi frá slíkum þjóðfé- lögum, þegar öllu er á botninn hvolft. Frumframleiðsla mat- væla og annarra afurða landbún- aðar verður út undan í efnahags- kerfi nútímaþjóðfélaga, sem ræðst algerlega af hagsmunum verksmiðjuiðnaðar, verslunar og vaxtagróða. Vöruframleiðsla og milliliðastartsemi mótar öll viðhorf í hagkerfi vestrænna landa. Landbúnaðurinn aðlag- ast illa þessu hagkerfi, m.a. vegna þess að verði frumfram- leiðslu hans þarf að halda niðri til þess að úrvinnslugreinar og milliliðir hafi þeim mun meira upp úr starfsemi sinni. Þetta Ieiðir það af sér að togstreita myndast milli framleiðenda og neytenda, sem ekki átta sig á að búðarverð matvælanna er ekki nema að litlu leyti það verð, sem frumframleiðendur fá í sinn hlut. Endanlegt verð til neyt- enda samanstendur af úrvinnslu- kostnaði, milliliðaþóknun, flutningskostnaði og sköttum, sem ríkissjóður tekur til sín. Úrvinnsla og milliliðir vilja hafa allt sitt á þurru og ríkissjóður ekki síður, a.m.k. á íslandi, þar sem „einföldun“ skattakerfisins er látin ráða skattlagningu á matvæli. Af öllu þessu hefur síðan leitt það „styrkjakerfi“ sem kennt er við landbúnaðinn, en á allt eins upptök sín í kröfum neytenda um skaplegt matvöruverð. Ályktun um beitarþol Þegar litið er yfir þau mál sem Búnaðarþing fjallaði um að þessu sinni, þá ber hátt þá umræðu sem orðið hefur í fjöl- miðlum um gróðurverndarmál og ýmsar ásakanir sem fram hafa komið á hendur bændum varðandi ofbeit á afréttum og hirðuleysi um gróðurfar landsins. Búnaðarþing fjallaði ítarlega um þessar ásakanir og sendi frá sér ályktun og greinargerð sem skýra þetta mál vel og ætti að verða umhugsunarefni allra, sem vilja gera sér grein fyrir hinu sanna í þessu efni. Álykt- unin og greinargerðin með henni leiða í ljós að bændur gera sér fulla grein fyrir skyldum sínum varðandi gróðurvernd og upp- græðslu lands. Ályktun búnaðarþings um beitarþol og gróðurvernd hljóð- ar þannig: „Búnaðarþing lýsir yfir þeirri skoðun að beitarþolsmat, byggt á traustum, vísindalegum grund- velli, sé meðal nauðsynlegustu gagna til heppilegrar landnýting- ar með nútímabúskap. Því er það mikið áhyggjuefni að ágreiningur er verulegur og jafnvel vaxandi milli sérfræðinga Rannsóknastofnunar landbún- aðarins annars vegar og leið- beiningaþjónustunnar, Land- græðslu ríkisins og ýmissa bænda hins vegar, um notagildi þess beitarþolsmats, sem RALA (Rannsóknastofnun landbún- aðarins) hefur unnið að undan- farna áratugi og þá aðferðafræði sem það byggist á. Búnaðarþing vill því eindreg- ið fara þess á leit við stjórnendur og sérfræðinga Búnaðarfélags íslands, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Landgræðslu ríkisins, að taka höndum saman að byggja ofan á og bæta þann grunn, sem lagður er með gróð- urkortagerðinni. Verði nýjustu þekkingu og aðferðum beitt til að meta beitarþol landsins að nýju, svo að fyrir liggi á hverjum tíma besta fáanleg undirstaða hæfilegrar nýtingar. Jafnframt taki þessar stofnan- ir höndum saman til að skýra fyrir bændum og almenningi í hverju þeim gögnum, sem fram hafa verið lögð og afhent sem „reiknað beitarþol“ er áfátt sem „raunverulegu beitarþoli“. Enn- fremur að beita sér fyrir sameig- inlegu átaki til að fræða almenn- ing um þau fjölþættu öfl, sem valda og hafa valdið gróðureyð- ingu hér á landi, þannig að búskaparhættir nútímans birtist þar í réttu samhengi.“ Landnytjar og landbúnaður Ekki er vafamál að þessi ályktun er svar Búnaðarþings við þeirri neikvæðu umræðu í garð bænda, sem stofnað hefur verið til í landinu undir yfirskini gróðurverndaráhuga. Það vekur ekki síst athygli að í greinargerð með þessari ályktun er beint gagnrýni að Rannsóknastofnun landbúnaðarins að því er varðar efni og óljóst orðalag skýrslna frá stofnuninni um beitarþol, þar sem fyrst var talað um „reiknað beitarþol“ en síðar „raunverulegt beitarþol“. Kom- ið hefur fram að þetta mismun- andi orðalag hefur valdið mis- skilningi og ekki bætt umræðuna um beitarmálin. Það er því eðlileg krafa af hálfu Búnaðarþings, að Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, Landgræðsla ríkisins og leið- beiningaþjónusta landbúnaðar- ins taki höndum saman um að skýra ágreining sem er um þessi mál og eyða öllum misskilningi, sem uppi hefur verið varðandi beitarþol afrétta og annarra búfjárhaga. Búnaðarþing segir að þessar stofnanir verði að einbeita sér að því sameiginlega að sýna þjóðinni sem réttasta mynd af sambúð lands og land- búnaðar og „leiðrétta það spé- gler sem fjölmiðlar bregða fyrir augu þjóðarinnar í þessu máli.“ Nytjaskógar Þótt þessi almenna ályktun um beitarþol hafi verið rakin hér sérstaklega, er þess að geta að Búnaðarþing fjallaði um skógræktarmálefni og önnur ræktunarmál undir öðrum dag- skrárliðum. Þar á meðal var samþykkt að beina því til búnað- arsambanda á Suður- og Suð- vesturlandi, í samræmi við til- lögu frá Magnúsi Finnbogasyni, að kanna möguleika þess að framleiða „kurlvið“ og „iðnvið“ úr Alaskaösp og víði, sem hugs- anlega mætti nýta sem orkugjafa í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Einnig var skor- að á stjórn Búnaðarsambands íslands að beita sér fyrir því samráði við hlutaðeigandi aðilja að gerð verði áætlun um ræktun nytjaskóga á Fljótsdalshéraði. Um þetta efni lá fyrir tillaga frá Guttormi V. Þormar, enda hafa áhugamenn á Austurlandi unnið mikið að undirbúningi slíkrar áætlunar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.