Tíminn - 18.03.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.03.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 18. mars 1989 ÚTLÖND FRÉTTAYFIRLIT WASHINGTON - Öld ungadeild Bandaríkjaþings samþykkti samhljóöa Dick Cheney sem varnarmálaráö- herra Bandaríkjanna í at- kvæöagreiðslu sem fór fram átta dögum eftir að deildin hafnaði John Tower sem Ge- orge Bush forseti útnefndi fyrst sem varnarmálaráðherra. Litl- ar umræður urðu um Cheney og virtust allir himinlifandi með hann sem varnarmálaráð- herra. Hans meginverkefni á þessu ári er að framkvæma gífurlegan niðurskurð í varnar- málum í samræmi við fjárlaga- frumvarp forsetans. SAN SALVADOR - Raf magnslaust er í El Salvador vegna skemmdarverka vinstri- sinnaðra skæruliða sem gera nú allt til þess að eyðileggja forsetakosningar sem fram eiga að fara á morgun. Herinn skýrði frá bardögum við skæru- liða og Rauði krossinn skýrði frá því að sjúkrabílstjóri á þeirra vegum hafi særst er skotið var á sjúkrabifreið hans úr launsátri í útborg San Salva- dor. BÚDAPEST — Ungverjar eru reiðubúnir að halda alþjóð- lega friðarráðstefnu er fjalli um leiðir til að koma á friði í Mið-Austurlöndum. Yasser Arafat leiðtogi PLO hafði beðið Ungverja um að halda ráð- stefnuna og féllust Ungverjar á það. Ráðstefnan gæti hafist eftir sex til níu mánuði. ísraelar vilja alls enga ráðstefnu, sér- staklega ekki ef Palestína er þátttakandi. MANAGVA - 1900 liðs- menn hins illræmda Þjóðvarð- liðs Somoza fyrrum einræðis- herra í Níkaragva hlutu frelsi sitt að nýju eftir að hafa dúsað í fangelsi frá því Sandínistar komust til valda í byltingunni 1979. Með þessu hefur sand- ínistastjórnin í Níkaragvastað- ið við sinn hluta friðarsam- komulags sem Daníel Ortega forseti undirritaði ásamt fjórum forsetum Mið-Ameríkuríkja í síðasta mánuði. Frjálsar kosn- ingar verða haldnar í landinu í haust. Ellcfu mcnn hafa verið ákærðir fyrir að standa á bak við uppþotin í Venezúela sem kostuðu 276 manns lífið. Eftirmálar átakanna í Venezúela: Ellefu sakaðir um undirróður Hátt í fjörutíu manns voru yfirheyrðir af herdómstóln- um í Venezúela vegna gruns um að hafa staðið á bak við óeirðirnar í landinu fyrir tveimur vikum. Ellefu manns hafa verið ákærðir fyrir að stofna til óeirðanna. Samkvæmt fréttum ríkissjón- varpsins í Vcnezúela telja heryfir- völd að fyrsta dag óeirðanna í Cara- cas hafi almenningur haldið út á göturnar af sjálfsdáðum til að mót- Dana vísaö úr landi í Kína: Smitaði konu af samræðissjúkdómi Dönskum karlmanni var vísað úr landi ■ Kína ú dögunum fyrir að hafa smitað kínverska konu afsamræðissjúkdómi. Frá þessu varskýrt i Shanghai Xinmin kvöldtíðindum í gær. Blaðið sagði að maðurinn hefði komið til Shanghai 4. mars og brotið gegn hótelreglum með því að bjóða kínverskri konu að samrekkja sér. Starfsfólk hótelsins hafði samband við lögregluna og eftir nána rannsókn kom ■ Ijós að Daninn hafði smitað hina kínversku konu af samræðissjúkdómi. Daninn var rekinn úr landi 8. mars. Danska sendiráðið í Peking veit ekkcrt um málið. mæla verðhækkunum. Hins vegar hafi hópar stjórnarandstæðinga skipulagt óeirðir dagana á eftir. Að minnsta kosti 276 manns létust og 1800 slösuðust í átökunum, en óeirðirnar sem brutust út 27. febrúar eru þær mestu frá því lýðræði var endurreist í Venezúela fyrir þrjátíu og einu ári. Mannréttindahópar eins og til dæmis Amnesty International hafa farið fram á það við Carlos Andres Perez forseta landsins að hann sjái til þess að sannleiksgildi frétta af morðum og pyntingum öryggissveita á meðan og í kjölfar óeirðanna verði rannsakað af óháðum aðilum. Ríkis- stjórn hans hefur vísað ásökunum þessa efnis á bug, en lofað að rannsaka málið opinberlcga. Bangladesh: Barist fyrir próf- svindli Hörð átök brutust út í skóla í Bangladesh þegar óánægðir stúd- entar réðust að kennurum og lögreglu mcð heimatilhúnum sprengjum, hnífum og steinum í upphafi strangra inntökuprófa í menntaskóla sem vanalega standa í mánaðartíma. Hundrað manns slösuðust í slagnum sem braust út þegar skólayfirvöld hófu harkaiegar aðgerðir gegn prófsvindli. Hátt á þrjú þúsund stúdentum var vikið úr skóla eftir að slagurinn fjaraði út seint í gærkveldi. Lögreglan neyddist til að grípa til skotvopna gegn stúdentunum sem ásamt vinum 6ínum og ætt- ingjum lögðu prófsali mennta- skólans í Baidyerhazar í rúst. Annars staðar beitti lögregla túragasi og kylfum til að koma á reglu eftir að nemendureltu uppi kennara og eyðilögðu prófgögn og úrlausnir. Víðtækt svindl í inntökupróf- um hefur verið landlægt í Bangla- desh þrátt fyrir viðleitni yfirvalda menntamála að spyrna fótum við svindlinu. Er algengt að vinir eða ættingjar, eða þá vel gefnir nienn sem taka borgun komi í próf og hjálpi nemendunum. Þá hafa nemendur óspart ráðfært sig við næsta mann í pófum. Til að koma í veg fyrir vand- ræði og átök höfðu yfirvöld í Bangladesh bannað fjórum eða fleirum að safnast saman við skólana á meðan á prófum stendur. Það dugði ekki til. Italía: Argentína: Klukkuturn hrundi á vegfarendur Enn ráðist herbúðir Enn er gerð árás á herbúð- ir argentínska hersins, en í fyrrinótt gerðu óþekktir byssumenn skotárás á bóðir hermanna í óthverfi Buenos Aires. Þeir flóðu hins vegar ót í myrkrið þegar hermenn svöruðu skothríðinni. Nærri þrjúhundruð lögreglumenn og liðsforingjar leituðu að árásar- mönnunum á svæðinu kringum bækistöðvar Ciudadela loftvarnar- sveitanna en fundu hvorki tangur né tetur af árásarmönnunum átta. Árásir á herstöðvar Argentínu- hers hófust 23. janúar þegar öfgafull- ir vinstrimenn réðust inn í La Tabl- ada herbúöirnar í Buenos Aires. í bardögum sem stóðu þar í þrjátíu klukkustundir féllu þrjátíu og níu manns, þar af tuttugu og átta skæru- liðar. Nokkrar minniháttar árásir hafa verið gerðar á herbúðir síðan. Þrír létust þegar klukkuturn frá miðöldum hrundi ofan á íbúðarhús og verslanir í bænum Pavia á Norð- ur-ítalíu. Talsmaður fornminjaráð- uneytisins sagði að björgunarsveitir hefðu fundið þrjú lík, en áfram verði grafið í rústunum. Sérþjálfaðir leit- arhundar eru notaðir við leitina, en talið er að tveir í viðbót hafi grafist undir turninum. Nokkrir vegfarendur voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir grjóti úr turninum. Margir forðuðu sér á hlaupum undan turninum þar sem styttur féllu til jarðar áður en hinn 50 metra hái turn hrundi alger- lega. Slæmt veður hefur verið á þessum slóðum að undanförnu og er talið að slagviðrið hafi skekkt uppistöður turnsins. Turn þessum hafði verið lokað í júlí þar sem steinar höfðu tekið að falla úr honum. Bardagar réna í Líbanon: Mannskaði í bíla- sprengju í Beirút Gífurlega öflug sprengja var sprcngd í bakaríi í fjölfarinni versl- unargötu í Beirút í gær. Að minnsta kosti tólf manns létust og hundrað og fimmtíu siösuðust í sprcngingunni. - Þetta var eins og jarðskjálfti, sagði sjónarvottur að sprenging- unni. Fóik og bílar köstuðust í allar áttir. Sprengjusérfræðingar telja að sprcngjan sem sprakk í 50 metra fjarlægð frá breska sendiráðinu hafi verið samansett af 50 kg af öflugu sprengiefni. Sprenging þessi varð þegar al- menningur var farinn á stjá á ný eftir harða bardaga milli kristinna manna og múslíma. í þeim bardögum iétust að minnsta kosti 43 menn og 140 særðust í bardögunum sem rénuðu á fimmtudagskvöldið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.