Tíminn - 18.03.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.03.1989, Blaðsíða 16
16 Tíminn Laugardagur 18. mars 1989 Júlíana Svcinsdóltir llslmálan (1889-1966). Listasafn íslands: Fyríriesturum Júlíönu Sveinsdóttur 1 dag, laugard. 18. mars kl. 15.IX) flytur Hrafnhildur Schram fyrirlestur með lit- skyggnum, um Júlíönu Sveinsdóttur listmál- ara í Listasafni fslands. Yfirskrift fyrirlestrar- ins er „í leit að cinfaldlcika". Fyrirlesturinn er fiuttur í tengslum við sýningu á landslagsverkum Júlíönu, sem haldin er í minningu aldarafmælis lista- mannsinsogstendurhún í safninu til 2. apríl. Fyrirlesturinn verður haldinn í Listasafn- inu í sal 5 og er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Kanna, rauðvínsglas og kampavínsglös eftir Ingu Elínu. Glerlist í EPAL Inga Elín, glerlistar- og keramik- hönnuður, er komin heim eftir framhalds- nám við danskan nytjaháskóla. Hún vann í Kaupmannahöfn til margra verðlauna og viðurkenninga, m.a. „Kunsthaand- værkprisen". Hún hefur hlotið verðlaun m.a. fyrir bolla sem hitna ekki, vatnslös og bjórglös. Nú heldur Inga Elín cinkasýningu í EPAL, Faxafeni 7 í Reykjavík, dagana 17. mars til 1. apríl. Á sýningunni verða margir fallcgir munir, m.a. vasar, sem Hadelandverksmiðjan í Noregi hefur tek- ið til framleiðslu, en þeim er hægt að raða upp á ýmsa vegu. Vasarnir verða til sölu framvegis í EPAL. Sýningin er jafnframt sölusýning. Inga Elín mun opna keramikverkstæði í bakhúsi við Laugaveg 55 1. apríl nk. Danski rithöfundurinn Bjarne Reuter í Norræna húsinu í dag, laugard. 18. mars kl. 16:00 verður fjórða og síðasta bókmenntakynn- ingin í Norræna húsinu á þessu vori. Nú eru það danskar bækur, gefnar út á sl. ári sem verða kynntar og annast Keld Gall Jörgensen sendikennari kynninguna. Danski rithöfundurinn Bjarne Reuter er gestur að þessu sinni og ætlar að lesa úr bókum sínum og segja frá sjálfum sér. Bjarne Reuterer fæddur 1950, kennari að mennt. Hann sendi frá sér fyrstu bókina 1975. Hann hefur aðallega skrifað barna- og unglingabækur, sem hafa náð miklum vinsældum víða um heim. Tvær bóka hans, „Vcröld Busters" og „Kysstu stjörnurnar" hafa komið út í íslenskri þýðingu. Verkaskrá Reuters telur nú hátt í 30 bækur. Hann hefur skrifað kvik- myndahandrit, leikrit fyrir svið, útvarp og sjónvarp. Hann skrifar einnig vikuleg- an þátt -Fréttastofu Reuters- í dagblaðið Det Fri Aktuelt, þar sem hann skopast að fréttum líðandi stundar. Bókmenntakynningin hefst kl. 16:00 og allir eru velkomnir. Fyrirlestur í Norræna húsinu: Finnska konungsævintýrið 1918 Sendiherra Finnlands á íslandi, Anders Huldén, sendi frá sér bók í vetur sem vakið hefur mikla athygli. 1 bókinni, sem heitir „Finlands kungaaventyr 1918“ segir frá því hvernig Finnland eignaðist konung árið 1918. Anders Huldén heldur fyrirlestur í Norræna húsinu sunnudaginn 19. mars kl. 16:00 unt þetta efni. Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku. „Er landsbyggðin baggi á höfuðborginni?1 Samfélagið, félag þjóðfélagsfræðinema við Háskóla íslands, heldur sína árlegu náms- stefnu í dag, laugard. 18. mars. Yfirskrift námsstefnunnar er: „Er landsbyggðin baggi á höfuðborginni?" Frummælcndur verða Sigurður Guð- mundsson, skipulagsfræðingur á Byggða- stofnun, Bjami Harðarson, ritstjóri Bænda- blaðsins, Baldur Hermannsson eðlisfræðing- ur, Ásgeir Magnússon, bæjarstjóri á Nes- kaupstað og Ólafur Hannibalsson blaðamað- ur. Á eftir ffamsöguerindum verða leyfðar fyrirspumir úr sal og umræður. Námsstefnan fer fram í Odda, hugvísind- ahúsi Háskólans, stofú 101 kl. 14:00 og er aðgangur ókeypis. I hléi verða seldar kaffi- veitingar. Allir áhugasamir em boðnir vel- komnir. AðaHundur Kvenfélags Óháða safnaðarins Kvenfélag Óháða safnaðarins heldur aðalfund sinn laugardaginn 18. mars í safhað- arheimilinu Kirkjubæ og hefst hann kl. 15:00. Kaffi verður borið fram að loknum fundar- störfum. Félag eldri borgara Opið hús fellur niður í dag, laugardag í Tónabæ. Opið hús verður á morgun, sunnudag, í Goðheimum, Sigtúni 3. Kl. 14:00 - frjálst spil og tafl. Kl. 20:00-dansað. Opið hús á mánudag í Tónabæ frá kl. 13:30. Kl. 14:00 - félagsvist. Basar Kvenfélags Fríkirkjunnar Laugardaginn 18. mars heldur Kvenfélag Fríkirkjunnar basar að Laufásvegi 13. Basar- inn hefst kl. 14:00. Verkakvemafélagið Framsókn: Fræðslufundur um húsnæðismál Verkakvennafélagið Framsókn heldur fræðslufund um húsnæðismál mánudaginn 20. mars kl. 20:30 í húsnæði félagsins, Skipholti 50A. Ingi Valur Jóhannesson, frá Félagsmála- ráðuneytinu og Ásmundur Hilmarsson frá ASÍ hafa ffamsögu. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú verður í dag, laugard. 18. mars. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00. „Markmið laugardagsgöngunnar er: Samvera, súrefni, hreyfing. Allir Kópa- vogsbúar eru velkomnir í bæjarrölt Hana nú og bæjarröltið og nýlagað molakaffi er góð byrjun á góðri helgi í skemmtilegum félagsskap," segir í fréttatilkynningu frá Frístundahópnum „Hana nú“ í Kópa- vogi. „Bigband“-tónleikar á Akureyri og Húsavík Léttsveit Tónmenntaskóla Reykjavikur heimsækir Akureyri og Húsavík um næstu helgi. Hljómsveitin er skipuð 18 nemendum á aldrinum 14-17 ára og er Sæbjöm Jónsson stjómandi hljómsveitarinnar. Léttsveit Tón- menntaskóla Reykjavíkur var stofriuð fyrir þremur áram og hefur komið allvíða fram í Reykjavík að undanfömu og lék m.a. í sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 nýverið. Á Akureyri heldur Léttsveit Tónmennta- skólans sameiginlega tónleika með Stórsveit tónlistarskólans á Akureyri, laugard. 18. mars kl. 17:00 í Möðravallakjallara Mennta- skólans á Akureyri. Stjómandi Stórsveitar Tónlistarskólans á Akureyri er Robert C. Thomas. Sunnudaginn 19. mars heldur hljómsveitin til Húsavíkur og leikur þar ásamt Léttsveit Húsavikur á tónleikum kl. 15:00. Stjómandi Léttsveitar Húsavíkur er Keith R. Miles. Málvericasýning á Akranesi Sigríður Elfa Sigurðardóttir og Cheo Cruz opna málverkasýningu í Bókhlöðunni á Akrancsi í dag, laugard. 18. mars kl. 16:00-18:00. Sýningin verður opin til 27. mars og er opnunartími dagana 19.-27. mars kl. 14:00- 20:00. Kvikmyndasýning MÍR: Sovétmenn á íslandi, íslendingar í Sovét 30 ára afmælis Félagsins Sovétríkin-Island og stofndags Menningartengsla (slands og Ráðstjómarríkjanna verður minnst á kvik- myndasýningu í bíósal MlR, Vatnsstíg 10, sunnud. 19. mars kl. 16:00 með því að sýndar verða nokkrar frétta- og heimildarkvikmynd- ir. Ein myndanna var tekin árið 1955, er hópur Sovétmanna ferðaðist um fsland. Önnur segir frá för scndinefndar íslenskra mennta- og vísindamanna til Sovétríkjanna 1954. Þá vcrða enn sýndar tvær kvikmyndir teknar í Sovétríkjunum á áttunda áratugn- um; önnur lýsir opinbcrri heimsókn Geirs Hallgrímssonar, þáverandi forsætisráðherra, til Sovétríkjanna, en hin segir frá ferð sendinefndar Alþingis sem heimsótti Sovét- ríkin í boði Æðsta ráðsins. Aðgangur að kvikmyndasýningunni er ókeypis og öllum heimill. Jazzklúbburinn HEITIPOTTURINN Jazzklúbburinn Heiti potturinn gengst fyrir tónleikum hvert sunnudagskvöld í Duus-húsi við Fischersund. Allir tón- leikarnir hefjast kl. 21:30 og standa fram yfir miðnætti. Sunnudagskvöldið 19. mars koma fram á tónlcikunum söngkonan Ellen Krist- jánsdóttir og Eyþór Gunnarsson ásamt aðstoðarmönnum. ÚTVARP/SJÓNVARP llllll 0 Rás I FM 92,4/93,5 Laugardagur 18. mars 6.45 Veðurfregnir. Bœn, dr. Bjarni Sigurðsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur". Pétur Pétursson sér um þáttinn. Fréttir sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veðurfregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum heldur Pétur Pétursson áfram að kynna morgunlögin. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Litli barnatíminn: „Litla lambið“ eftir Jón Kr. (sfeld. Sigríður Eyþórsdóttir les, sögulok. (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Hlustendaþlónustan. Sigrún Bjömsdóttir leitar svara við fyrirspumum hlustenda um dagskrá Ríkisútvarpsins, 9.30 Fréttir og þingmál. Innlent fréttayfirlit vik- unnar og þingmálaþáttur endurtekinn frá kvöld- inu áður. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Sígildir morguntónar. - Píanósónata í B- dúr eftir Franz Schubert. Clifford Curzon leikur. (Af hljómdiski). 11.00 Tilkynningar. 11.03 í liðinni viku. Atburðir vikunnar á innlendum og erlendum vettvangi vegnir og metnir. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 12.00 Tilkynningar. Dagskrá. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Hér og nú. Fróttaþáttur í vikulokin. 14.00 Tilkynningar. 14.02 Sinna. Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón: Þorgeir ólafsson og Friðrik Rafnsson. 15.00 Tónspegill. Þáttur um tónlist og tónmenntir á líðandi stund. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskra. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 íslenskt mál. Guðrún Kvaran flytur þáttinn. (Einnig útvarpað á mánudag kl. 15.45). 16.30 Ópera mánaðarins: „Faust“ eftir Charles Gounod. Kiri Te Kanawa, Francisco Araiza, Evgeny Nesterenko og Andreas Schmidt syngja með Sinfóníuhljómsveit og kór Útvarpsins í Bæjaralandi. Sir Colin Davis stjórnar. Jóhannes Jónasson kynnir. 18.00 Gagn og gaman. Umsjón: Gunnvör Braga. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.31 Smáskammtar. Jón Hjartarson, Emil Gunn- ar Guðmundsson og öm Árnason fara með gamanmál. 20.00 Litli barnatímin: „Litia lambið“ eftir Jón Kr. ísfeld. Sigríður Eyþórsdóttir les, sögulok. (Endurtekinn frá morgni). 20.15 Vísur og þjóðlög. 20.45 Gestastofan. Gunnar Finnsson ræðir við Júlíus Þórðarson á Skorrastað í Norðfirði. (Frá Egilstöðum) 21.30 íslenskir einsöngvarar. Kristinn Sigmunds- son syngur lög eftir Christoph Willibald Gluck, Johannes Brahms og Richard Strauss. Jónas Ingimundarson leikur með á píanó. (Hljóðritanir Útvarpsins og af hljómplötu). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Dansað með harmoníkuunnendum. Saumastofudansleikur í Útvarpshúsinu. Kynnir: Hermann Ragnar Stefánsson. 23.00 Nær dregur miðnætti. Kvöldskemmtun Út- va.psins á laugardagskvöldi. Stjórnandi: Hanna G. Sigurðardóttir. 24.00 Fréttir. 00.10 Svolítið af og um tónlist undir svefninn. „Barn á okkar dögum“ (A Child of our Time), óratoría eftir Michael Tippett. Jón Örn Marinós- son kynnir. 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. & FM 91,1 03.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 8.10 Á nýjum degi. Þorbjörg Þórisdóttir gluggar í helgarblöðin og leikur bandaríska sveitatónlist. 10.05 Nú er lag. Gunnar Salvarsson leikur tónlist og kynnirdagskrá Útvarpsins og Sjónvarpsins. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Dagbók Þorsteins Joð. - Þorsteinn J. Vil- hjálmsson. 15.00 Laugardagspósturinn. Skúli Helgason sér um þáttinn. 16.30 Valur-Magdeburg. Bein lýsing á síðari leik Vals og Magdeburg í 8-liða úrslitum Evrópu- keppni meistaraliða. Samúel Örn Erlingsson lýsir 18.00 Fyrirmyndarfólk. Lísa Pálsdóttir tekur á móti gestum og bregður lögum á fóninn. Gestur henar að þessu sinni er Haraldur Ingi Haralds- son. 19.00 Kvöldfréttir. 19.31 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi. 22.07 Út á lífið. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir ber kveðjur milli hlustenda og leikur óskalög. 02.05 Eftirlætislögin. Gestur þáttarins er Sigur- björg Pétursdóttir. Umsjón: Svanhildur Jak- obsdóttir. (Endurtekinn þáttur frá þriðjudegi). 03.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Fréttir kl.'4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofukl. 4.30. SJÖNVARPIÐ Laugardagur 18. mars 11.00 Fræðsluvarp. Endursýnt efni frá 13. og 15. mars sl. Bakþankar (14 mín), Algebra (14 mín), Málið og meðferð þess (22 mín), Þýskukennsla (15 mín), Siðaskiptin (13 min), Umræðan (35 mín), Þýskukennsla (15 mín). 14.00 íþróttaþátturinn. Kl. 14.55 verður bein út- sending frá leik Manchester United og Nott- ingham Forest í ensku bikarkeppninni, og lýsir Bjarni þeim leik. Einnig verður fylgst með öðrum úrslitum frá Englandi, og þau birt á skjánum jafnóðum og þau berast. Þá verður bein útsend- ing frá íslandsmótinu í sundi sem fram fer i Sundhöll Reykjavikur. Umsjón Arnar Björnsson. 18.00 íkorninn Brúskur (12). Teiknimyndaflokkur í 26 þáttum. Leikraddir Aðalsteinn Bergdal. Þýðandi Veturliði Guðnason. 18.25 Smellir. Umsjón Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir og Úlfar Snær Arnarson. 18.50 Táknmálsfréttir. 19.00 Áframabraut. (Fame). Bandarískurmynda- flokkur. Þýðandi Gauti Kristmannsson. 19.54 Ævintýri Tinna. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Lottó. 20.35 ’89 á stöðinni. Spaugstofumenn fást við fréttir líðandi stundar. Leikstjóri Karl Ágúst Úlfsson. Stjórn upptöku Tage Ámmendrup. 20.50 Fyrirmyndarfaðir. (The Cosby Show). Bandarískur gamanmyndaflokkur um fyrir- myndarföðurinn Cliff Huxtable og fjölskyldu hans. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.15 Maður vikunnar. 21.30 Ofurmærin. (Supergirl). Bandarískbíómynd frá 1984. Leikstjóri Jeannot Szwarc. Aðalhlut- verk Helen Slayter, Faye Dunaway, Peter O’Toole og Mia Farrow. Æviritýramynd sem byggir á samnefndum myndasögum um Köru sem kemur til jarðar til að bjarga jarðarbúum frá tortímingu. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 23.20 Peningar. (L’Argent). Frönsk/svissnesk bíómynd frá 1983. Leikstjóri Robert Bresson. Aðalhlutverk Christian Patey, Silvie Van den Elsen, Michel Briguet og Caroline Lang. Myndin er byggð á smásögu Tolstojs og segir frá manni sem þiggur peninga sem reynast falsaðir. Hann lendir i höndum lögreglunnar og eftir það fer að halla undan fæti hjá honum. Þýðandi Pálmi Jóhannesson. 00.45 Útvarpsfréttir i dagskrárlok. srm Laugardagur 18. mars 08.00 Kum, Kum. Teiknimynd. Þýðandi: Sigrún Þorvarðardóttir. Paramount. 08.20 Hetjur himingeimsins. He-man. Teikni- mynd. Þýðandi: Sigrún Þorvarðardóttir. Filma- tion. 08.45 Jakari. Teiknimynd með íslensku tali. Leik- raddir: Júlíus Brjánsson. 8.50 Rasmus klumpur. Petzi. Teiknimynd með íslensku tali. Leikraddir: Elfa Gísladóttir, Guð- rún Þórðardóttir og Júlíus Brjánsson. 09.00 Með afa. Afi er alltaf á sínum stað fyrir ykkur á laugardagsmorgnum, segir sögur, fer í lát- bragðsleik og margt fleira. Myndirnar sem þið fáið að sjá eru Skeljavík, Skófólkið, Glóálfarnir, Sögustund með Janusi, Popparnir og margt fleira. Afi sýnir ykkur eingöngu myndir með islensku tali. Leikraddir: Árni PéturGuðjónsson, Elfa Gísladóttir, Guðmundur Ólafsson, Guðrún Þórðardóttir, Jóhann Sigurðarson, Randver Þor- láksson, Saga Jónsdóttir. Umsjón: Guðrún Þórðardóttir. Stöð 2. 10.30 Hinir umbreyttu. Transformers. Teikni- mynd. Þýðandi: Björn Baldursson. Sunbow Productions. 10.55 Klementina. Clementine. Teiknimynd með íslensku tali um litlu stúlkuna Klementínu sem lendir í hinum ótrúlegustu ævintýrum. Leikradd- ir: Elfa Gísladóttir, Guðrún Þórðardóttir, Júlíus Brjánsson og Saga Jónsdóttir. Antenne 2. 11.25 Fálkaeyjan. Falcon Island. Ævintýramynd í 13 hlutum fyrir börn og unglinga. 3. hluti. Þýðandi: Björgvin Þórisson. RPTA. 11.55 Pepsí popp. Við endursýnum þennan vin- sæla tónlistarþátt frá því í gær. Stöð 2. 12.45 Fullkomin. Perfect. Lífleg mynd um blaða- mann sem fær þaö verkefni að skrifa um heilsuræktarstöðvar. Aðalhlutverk: John Tra- volta og Jamie Lee Curtis. Leikstjóri: James Bridges. Framleiðandi: Kim Kurumada. Þýð- andi: Ingunn Ingólfsdóttir. Columbia 1985. Sýn- ingartími 115 min. Lokasýning. 14.40 Ættarveldið. Dynasty. Bandarískur fram- haldsþáttur. Þýðandi: Snjólaug Bragadóttir. 20th Century Fox. 15.30 Þræðir II. Lace II. Bandarísk sjónvarpsmynd í tveimur hlutum. Fyrri hluti. Unga klámdrottn- ingin Lili er tilbúin að leggja allt í sölurnar til þess að fá vitneskju um uppruna sinn. Aðalhlutverk: Phoebe Cates, Brooke Adams, Deborah Raffin og Arielle Dombasle. Leikstjóri: Billy Hale. Framleiðandi: Gary Adelson. Lorimar 1985. Síðari hluti verður á dagskrá á morgun. 17.00 íþróttir á laugardegi. Meðal annars verður litið yfir íþróttir helgarinnar og úrslit dagsins kynnt o.fl. Umsjón: Heimir Karlsson. 19.19 19.19 Fréttir og fréttatengt efni ásamt veður- og íþróttafréttum. 20.30 Laugardagur til lukku. Fjörugur getrauna- leikur sem unninn er í samvinnu við björgunar- sveitirnar. í þættinum verður dregið í lukkutríói björgunarsveitanna en miðar, sérstaklega merktir Stöð 2, eru gjaldgengir í þessum leik og mega þeir heppnu eiga von á glæsilegum vinningum. Kynnir: Magnús Axelsson. Stöð 2. 21.30 Steini og Olli. Laurel og Hardy. Þeir félagarnir fara á kostum. Aðalhlutverk: Stan Laurel og Oliver Hardy. Framleiðandi: Hal Roach. Beta Film. 21.50Kisulórur. What’s New Pussycat? Tísku- blaðaútgefanda reynist erfitt að halda sér að vinkonu sinni vegna þeirrar almennu kvenhylli sem hann nýtur. Vinur útgefandans ráðleggur honum að leita aðstoðar hjá sálfræðingi. Sál- fræðingurinn reynist eiga við mun stærra vanda- mál að glíma en útgefandinn og gerir málin enn flóknari. Aðalhlutverk: Peter O’TooL Peter Sellers, Woody Allen, Ursula Andress og Romy Schneider. Leikstjóri: Clive Donner. Framleið- andi: Charles K. Feldman. United Artists 1965. Sýningartími 110 min. Aukasýning 26. apríl. 23.40 Magnum P.l. Spennumyndaflokkur. Aðal- hlutverk: Tom Selleck. MCA 1988. 00.30 Lifi Knievel. Viva Knievel. Evel Knievel, sem leikur sjálfan sig í myndinni, og eiginkona hans eru komin til Kaliforniu. Það hyggst hann reyna nýtt heimsmet í mótorhjólastökki. Aðalhlutverk: Evel Knievel, Gene Kelly, Lauren Hutton og Leslie Nielson. Leikstjóri: Gordon Douglas. Framleiðandi: Sherrill Corwin. Warner 1977. Sýningartimi 105 mín. Ekki við hæfi barna. 02.15 Merki Zorro. The Mark of Zorro. Sagan hermir að Zorro hafi verið ungur aðalsmaður og vopnfimasti maðurinn í hinum konunglega spænska her þegar hann ákveður að halda aftur á heimaslóðir. Aðalhlutverk: Frank Lang- ella, Ricardo Montalban, Gilbert Roland og Yvonne de Carlo. Leikstjóri: Don McDougall. 20th Century Fox 1974. Sýningartími 80 mín. 03.35 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.