Tíminn - 18.03.1989, Page 2

Tíminn - 18.03.1989, Page 2
2 Tíminn Laugardagur 18. mars 1989 Ríkisstjórnin ákvað að gefa eftir 150 milljóna skuld: Snaran losuð af hálsi Arnarflugs „Ríkisstjórnin er reiðubúin til að beita sér fyrir eftirfarandi aðgerðum varðandi Arnarflug: Ríkið gefi eftir eða breyti í víkjandi lán, 150 milljónir króna af skuldum Arnarflugs hf. við ríkissjóð. Ríkið útvegi Arnarflugi hf. lán upp að því marki sem fullnægjandi og aðgengileg veð væru fyrir sam- kvæmt skilyrðum Ríkisábyrgðar- sjóðs eða Framkvæmdasjóðs. Að öðru leyti verði skuldir Arn- arflugs hf. við ríkissjóð gerðar upp með söluandvirði flugvélarinnar sem Ríkisábyrgðarsjóður á nú. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er eðli málsins samkvæmt háð því að Alþingi samþykki hana.“ Fetta sagði samgönguráðherra þegar hann lýsti ákvörðun ríkis- stjórnarinnar í Arnarflugsmálinu á fundi sínum í gær. Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra kynnti þessa niður- stöðu fyrir fréttamönnum og sagði meðal annars að megnið af afborg- unum af Arnarflugsvélinni hefðu fallið á Ríkisábyrgðarsjóð og hefði hann því leyst til sín vélina og geti selt hana og gert upp skuldir félags- ins. Þær skuldir væru hins vegar inni í bókhaldi Arnarflugs og myndu því lækka sem söluhagnaði af vélinni næmi, yrði hún seld. Hann sagði að Arnarflug hefði látið í ljós óskir um allt að 200 milljón króna lán og heimild til slíks yrði því aðeins veitt að félagið gæti lagt fram öruggar tryggingar. „Mjög mikilvægum áfanga er náð og við munum gaumgæfa nú yfir helgina hvað þetta þýðir nákvæm- lega en þetta er vissulega mjög mikilvægur áfangi,“ sagði Kristinn Sigtryggsson framkvæmdastjóri Arnarflugs. Hann sagði það mjög veigamikið atriði að skýrt lægi nú fyrir með 150 milljónirnar. Spurning væri nú um lánafyrirgreiðslu. Fyrirtækið hefði þegar talsverðar tryggingar þótt spurning væri hvort þær dygðu fyrir 200 milljón króna láni sem vantaði. Hann sagði að flugvél Ríkis- ábyrgðarsjóðs yrði endurfjármögn- uð, trúlegaseld. Félagið myndi síðan hugsanlega leigja vélina. Með þessu yrði unnt að gera upp við Ríkis- ábyrgðarsjóð og fá hreint borð. -sá Fósturheimili 10 ára dreng með geðræn vandamál vantar heimili í Reykjavík eða nágrenni. Fósturheimilið þarf að hafa reynslu af börnum, vera barnlaust eðaeingöngu unglingaráheimilinu. Fyrst um sinn er um að ræða samvinnu milli meðferðaraðila drengsins og væntanlegra fóstur- foreldra. Nánari upplýsingar gefur Áslaug Ólafsdóttir, félagsráðgjafi, Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar í síma 685911 milli kl. 9.00-12.00 alla virka daga. Sænskunám - Sumarleyfi Enn á ný gefst 15 íslendingum kostur á að sækja tveggja vikna námskeið í sænsku í lýðháskólanum í Framnesi í Norður-Svíþjóð. Að þessu sinni frá 30. júlí til 11. ágúst næstkomandi og taka þátt í þriggja daga skemmti- og fræðsluferð um Lapp- land á eftir. Kjörið tækifæri til að sameina sænsku- nám og sumarleyfi. Flugfar frá Reykjavík um Stokkhólm til Luleá og til baka ásamt dvalarkostnaði í tvær vikur og úrvals- kennslu kostar aðeins kr. 30.000,-. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Norræna félagsins í Norræna húsinu í Reykjavík, sími 10165 og þangað skal senda umsóknir. Umsóknarfrestur ertil 15. apríl n.k. Norðurkollunefnd. Veðurstofan telur ekki nein stór- áhlaup væntanleg næstu sólarhringa: Atlt meinhægt yfir helgina „1 dag verður breytileg átt, gola eða kaldi um land allt. É1 verða á víð og dreif allstaðar nema þá helst á Suðausturlandi og hiti um frostmark og rétt yfir frostmarki," sagði Eyjólfur Þor- björnsson veðurfræðingur á Veðurstofu íslands. Á morgun, sunnudag, verður norðaustlæg átt um mestallt land og víðast kaldi. Þurrt verður og bjart á Suðvestur- og Vesturlandi en búast má við éljum í öðrum landshlutum. Vægt frost verður víðast hvar, frá 0 og niður í þrjár gráður og þetta veður mun að líkindum haldast eitthvað fram í næstu viku. Eyjólfur sagði að vorið nálgað- ist nú landið afar hægt, en vor- veðrið sem ríkt hefur á megin- landi Evrópu undanfarið hefur ekki náð hingað enn, eins og fólk hefur sannreynt, heldur leitað til austurs yfir Skandinavíu og inn í Rússland. Hann sagði að í stórum drátt- um væri þó hægt að segja að veðurfar færi batnandi og um helgina að minnsta kosti væri vart að búast við neinum stóráhlaup- um og ófærð. -sá Verður tekin upp trygging fyrir að kaupendur r^úða í smíðum tapi ekki öllu fé sínu?: Leggja allt sitt undir í „lottói“ „Hér þarf að verða breyting á. Það getur varla verið eðlilegt að hver og einn sem hyggst festa kaup á íbúð í nýbyggingu þurfi að leggja allt sitt undir í lottói eins og því sem hér er lýst,“ segir m.a. í ályktun aðalfundar Verktakasambands íslands, þar sem fagnað er fram komnum tillögum um að koma á kauptryggingum fyrir kaupendur íbúða í byggingu (lang oftast ungt fólk) til að afstýra því að þeir tapi öllu sínu vegna gjaldþrots verktaka sem þeir hafa keypt af, eins og allt of oft mun eiga sér stað. Fram kemur að kaup á íbúðum í smíðum séu bæði áhættusamari og flóknari heldur en kaup á eldra húsnæði, og því frekar sem bygg- ingin er skemmra á veg komin. íbúðakaup séu einhver mikilvæg- asta ákvörðun fólks á lífsleiðinni, þar sem allt er lagt undir. Reynslan sýni að stór hluti þeirra sem kaupa íbúðir í smíðum sé ungt fólk að eignast sína fyrstu íbúð, sem yfir- ieitt hafi því litla reynslu í slíkum viðskiptum. Það hljóti því að telj- ast eðlilegt að almannavaldið og aðrir sem hlut eiga að máli hlutist til um að færa þessi viðskipti í traustara og öruggara form en nú er. Verktaki gjaldþrota... Til útskýringar er tekið dæmi um verktaka sem hyggst byggja 20 blokkaríbúðir. Um leið og hann hefur framkvæmdir auglýsir hann íbúðirnar til sölu, en með afhend- ingartíma eftir 12-15 mánuði. Eftir átta mánuði, þegar hann hefur steypt upp 3 af 4 hæðum, sé ljóst að dæmið gangi ekki upp. Fram- kvæmdakostnaður sé þegar kom- inn fram úr því sem inn hefur komið vegna þeirra 4 íbúða sem honum hefur tekist að selja. Orð- rómur um erfiðleika verktakans hefur m.a. komið í veg fyrir frekari sölur. Eftir níu mánuði lýsir verktakinn síðan yfir gjaldþroti. Kaupendurn- ir fjórir, sem hafa hver unt sig greitt 1,5 millj.kr., eru með þing- lýsta kaupsamninga en hafa ekki fengið afsal. Kröfur í bú verktak- ans eru töluvert umfram eignir og söluandvirði byggingarinnar eins og hún stendur. Kaupendur munu því tapa öllum þeim 6 milljónum sem þeir hafa greitt vegna kaup- anna. ... og fjölskyldur tapa öllu sínu Þótt ekki hafi verið gerð úttekt á hve algengt sé að íbúðakaup fólks endi á þennan veg „má þó áætla að hér sé verið að ræða um 1-3% af öllum nýjum íbúðum sem seldar eru á markaðnum á hverju ári“, segir Verktakasambandið, sem eins og áður segir telur ekki eðlilegt að fólk þurfi að leggja allt sitt undir í slíku lottói. (Þessi 1-3% gætu þýtt á bilinu 10 til 30 fjölskyld- ur á ári.) Trygging öllum til hagsbóta Verktakasambandið telur mikil- vægt að fá úr því skorið hvort tryggingafélög séu reiðubúin til að selja byggingaraðilum tryggingar gegn hugsanlegum vanefndum á fjárhagslegum þáttum kaupsamn- inga. Hugmyndin er sú, að við kaup- samning leggi verktaki fram trygg- ingu þar sem tryggingafélag þá ábyrgist að íbúðarkaupandi fái til baka allar sínar greiðslur verði um samningsrof að ræða vegna gjald- þrots seljanda. Fyrir seljanda væri ávinningur af slíku m.a. að draga mundi úr sölutregðu sem iðulega komi upp af áðurgreindum ástæðum. Trygging þýddi einnig að bankar, tryggingafélög og kaup- endur mundu gera meiri kröfur til verktaka en áður. Það mundi aftur leiða til þess að „vafasamir“ aðilar myndu „falla út“ af markaðnum. En rekstrarskilyrði hinna „hæfu“ myndu aftur á móti batna með meiri stöðugleika, sem vega ætti á móti tryggingakostnaðinum. Við- skiptin hlytu í auknum mæli að beinast til traustra og öruggra selj- enda. Verktakar telja það forsendu fyrir að slíkt fyrirkomulag skili tilætluðum árangri að þarna yrði um skyldutryggingu að ræða. Einn- ig kæmi til greina að húsnæðis- lánakerfið gerði kauptryggingu að skilyrði fyrir lánveitingum. - HEI Verðlagsráð sjávarútvegsins: Rækjuverð ákveðið Samkomulag varð um lágmarks- verð á rækju og hörpudiski á fundi Verðlagsráðs sjávarútvegsins á fimmtudag. Gildir rækjuverðið frá 15. febrúar til 31. maí 1989 og verðið á hörpudiski frá 15. febrúar til 31. júlí 1989. Verð á óskelflettri rækju í vinnsluhæfu ástandi er sem hér segir: 230 stk. og færri í kílói, 73,00 kr.pr.kg., 231 til 290 stk. í kg., 66,00 kr.pr.kg., 291 til 350 stk. í kg., 61,50 kr.pr.kg. og undirmáls- rækja þ.e. 351 stk. í kg ofl. 27,00 kr.pr.kg. Verð á hörpudiski í vinnsluhæfu ástandi er sem hér segir: 7 sm á hæð og yfir 17,30 kr.pr.kg. og 6 sm að 7 sm á hæð 13,00 kr.pr.kg.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.