Tíminn - 18.03.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.03.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 18. mars 1989 Timirin MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift kr. 900.-, verð í lausasölu 80,- kr. og 100,- kr. um helgar. Áskrift 900.- Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimeter Póstfax: 68-76-91 Matarvenjur og heilbrigði Það hefur lengi verið vitað að heilbrigt líferni er forsenda líkamshreysti og vellíðunar. Varla fer milli mála að starfsorka við andleg og líkamleg störf ræðst af líferni manna. Vanræksla heilsubæt- andi lífshátta segir til sín fyrr eða síðar. Heilsu og starfsorku hrakar. Einn þáttur þess að lifa heilbrigðu lífi er að temja sér góðar matarvenjur. Hollt mataræði er hverjum manni nauðsynlegt. Það er því síður en svo utan verkahrings heilbrigðisstjórnar að hafa áhrif á neysluvenjur og mataræði þjóðarinnar. Slíkt má telja til forvarnastarfs í heilbrigðismálum. Pað hefur verið á stefnuskrá undanfarinna ríkisstjórna, svo og þeirrar sem nú situr, að mótuð verði opinber stefna í neyslu- og manneldismálum. Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og trygginga- ráðherra hefur fylgt þessu eftir með því að skipa samstarfshóp til að fjalla um þetta mál. Pessi samstarfshópur hefur unnið að stefnumótunar- verkefninu undanfarna mánuði og er svo langt kominn í starfi sínu að geta lagt fyrir ráðherra hugmynd að þingsályktunartillögu um manneldis- og neyslustefnu. Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram þingsálykt- unartillögu, sem byggð er á niðurstöðum umrædds starfshóps. Efni tillögunnar er það að á árinu 1990 skuli heilbrigðisráðherra láta gera heildarúttekt á fæðuvenjum þjóðarinnar, en á næstu 10 árum skuli gera smærri neysluathuganir í því skyni að fylgjast með þróun neyslunnar, en þó gert ráð fyrir því að niðurstöður athugananna verði lagðar fyrir Alþingi áður en könnunartímanum lýkur að fullu árið 2000. Ljóst má vera að hér er að hefjast umfangsmikið langtímaverkefni. Æskilegt væri þó að framkvæmd einstakra þátta neyslu-og manneldisstefnu eigi sér stað sem fyrst, þótt ítarlegustu könnunum sé ekki lokið. Þar má m.a. nefna skólamáltíðir, hvernig hægt er að gera það mál framkvæmanlegt. Þetta atriði skynsamlegrar opinberrar manneldisstefnu er í rauninni eitt af því sem er mest aðkallandi í hollustumálum þjóðarinnar. Heilbrigðisráðherra lét svo ummælt, þegar hann kynnti efni þessa máls á sérstökum kynningarfundi, að reynslan hefði sýnt að ríkulegt framboð matvöru sé ekki trygging fyrir æskilegri samsetningu fæð- unnar og sjúkdómar sem tengjast fæðuvali aukist stöðugt, þrátt fyrir mikið og gott úrval matvæla. „Því er talin ástæða til,“ sagði ráðherrann, „að stjórnvöld fylgist með neyslunni og beini henni í heppilegan farveg með fræðslu og kynningu og beitingu stjórnvaldsaðgerða sem til þess eru fallnar. Ekki er ætlunin að framfylgja neyslustefn- unni með boðum og bönnum, heldur jákvæðri fræðslu og upplýsingum fyrir almenning og góðri samvinnu við þá, sem framleiða matvæli eða flytja þau til landsins.“ Neyslu- og manneldisstefna sem þáttur í forvörn- um í heilbrigðismálum er málefni, sem vert er að gefa gaum. Skynsamleg framkvæmd hennar varðar heilbrigði þjóðarinnar miklu. G UNNAR STEFÁNS- SON dagskrárstjóri hljóð- varpshluta Ríkisútvarpsins hef- ur að undanförnu haft umsjón með sunnudagsþáttum, sem hann hefur nefnt Brot úr út- varpssögu. í þessum þáttum rifj- aði Gunnar upp ýmislegt úr viðburðaríkri sögu Ríkisút- varpsins allt frá stofnun þess árið 1930 fram til síðustu ára. í þætti sína felldi Gunnar marg- víslegt dagskrárefni, sem til er hljóðritað eða hann las upp texta, sem prentaðir eru og flutt- ir höfðu verið í útvarp á sínum tíma. Að sjálfsögðu kynnti Gunnar ekki síður tónlistarefni fyrri ára og áratuga í þessum þáttum sínum og minnti á hversu mikinn hlut Ríkisútvarpið hefur átt varðandi eflingu tónlistarlífs í landinu. Ríkisútvarpið og þjóðin í lokaþætti sínum um brot úr útvarpssögu flutti Gunnar Stef- ánsson hljóðupptöku af ávarpi dr. Magnúsar Jónssonarprófess- ors í tilefni af 15 ára afmæli Ríkisútvarpsins 1945. Þar komst dr. Magnús svo að orði að „útvarpið væri við öll, íslenska þjóðin.“ Með þessum orðum var prófessorinn að leggja áherslu á, hversu mikilvægt Ríkisútvarpið hefði reynst ís- lensku þjóðinni og hversu ná- tengd stofnunin væri almenningi í landinu. Ekki þarf að fara í grafgötur um að Ríkisútvarpið náði vel eyrum sinna fyrstu hlustenda, sem smám saman urðu þjóðin öll. A þeim árum, sem Magnús Jónsson mælti þá fleygu setningu að „útvarpið væri þjóðin“, var auðvelt að finna þeim orðum stað og hafa fyrir satt. Þessi sterka staða Ríkisútvarpsins átti eftir að haldast og vaxa fremur en hitt á þeim árum sem á eftir fóru. Hins vegar er vafasamt að á líðandi stund geti Ríkisútvarp- ið vænst þess að vinna til þeirrar einkunnar sem Magnús Jónsson gaf því fyrir u.þ.b. 45 árum. Staða Ríkisútvarpsins hefur veikst sem sú þjóðarstofnun og alþjóðareign sem það fyrrum var. Varla fer rnilli mála að hópur áhrifamanna og hluti al- mennings í landinu tekur slíka þróun ekki nærri sér. Hins vegar eru margir sem hafa áhyggjur af því hvað er að gerast í útvarps- málum í landinu, einkum þá hnignun sem vart verður í mál- efnum Ríkisútvarpsins. Svo er að sjá, að Ríkisútvarpið hopi miklu hraðar undan ásókn ann- arra fjölmiðla en nokkurn gat órað fyrir. Það tilraunaskeið sem staðið hefur síðustu þrjú ár í „frjálsum" útvarpsrekstri virð- ist ætla að koma harkalegar niður á Ríkisútvarpinu en ástæða var til að ætla. Jafnframt ber að harma það að hinn aukni útvarpsrekstur einkastöðva hef- ur ekki orðið til þess að bæta útvarpsdagskrá í landinu, síst af öllu hefur dagskrá útvarpanna orðið því fjölbreyttari sem stöðvunum hefur fjölgað. Öll áhersla hefur verið lögð á dægur- tónlist og illa unna „umræðu- þætti“, ef hægt er að gefa töluðu máli í þessum stöðvum það nafn. Þótt það sé að vísu þakkarvert að þessar nýju stöðvar hafa ekki orðið handbendi pólitískra afla sem áróðurstæki þeirra - eins og sumir óttuðust fyrirfram - þá er jafnvíst að þær hafa ekki valdið hlutverki sínu sem menningar- miðlar eða að þær hafi stuðlað að eflingu íslenskrar tungu eins og löggjöfin gefur fyrirheit um. Öðru nær. Fjárhagur útvarpsins Af þeirri ástæðu ber að harma það, ef Ríkisútvarpið þarf að „Útvarpið er þjóðin“ þola frekari hnignun en orðin er á þeim reynslutíma sem liðinn er frá setningu útvarpslaganna 1985. Gildandi lög gera ráð fyrir því að lögin yrðu endurskoðuð eftir þrjú ár. Flestir skildu þetta ákvæði þannig, þegar lögin voru samþykkt, að nýtt frumvarp til útvarpslaga lægi fyrir, þegar þriggja ára tíminn væri liðinn. Þess vegna hefði eðlilegur háttur verið sá að leggja frumvarp til útvarpslaga fyrir Alþingi þegar á haustþinginu. Það var ekki gert, en vonir standa til að útvarpslagafrumvarp verði lagt fyrir þingið áður en langt um líður. Ljóst má vera að ný eða breytt útvarpslög geta ekki orðið með þeim hætti að hverfa aftur til þess að Ríkisútvarpið hafi einkarétt til útvarpsrekstrar. Fáir munu gera kröfu til þess, enda er sú krafa óraunsæ. Hins vegar sýnir reynsla síðustu ára, að nauðsynlegt er að efla stöðu Ríkisútvarpsins og gera því kleift að rísa undir hlutverki sínu sem menningarstofnun, sem ekki slær af kröfum sínum í því efni. Reyndar er það ekkert vafamál, að gildandi útvarpslög ætla Ríkisútvarpinu sérstöðu meðal útvarpsfyrirtækja. Það er ekki markmið laganna að rýra hlut Ríkisútvarpsins, þótt öðr- um sé heimilað að stunda út- varpsrekstur. Síður en svo. Endurskoðun útvarpslaga verð- ur að fela það í sér, að Ríkisút- varpinu sé í raun tryggð sú staða að það haldi velli, en þurfi ekki að hopa frá ætlunarverki sínu. Ef það á að takast að gera Ríkisútvarpið svo öflugt að það rísi undir tilgangi sínum, þá verður fyrst og fremst að tryggja fjárhag þess og treysta yfirstjórn þess. Það veltur því ekki lítið á því, hvaða tillögur endurskoð- unarnefnd útvarpslaga og menntamálaráðherra ætla að leggja fyrir Alþingi varðandi tekjustofna Ríkisútvarpsins og yfirstjórn þess. Heyrst hefur að hugmyndir séu uppi um að draga úr auglýsingatekjum útvarpsins. Ekki sýnist sú hugmynd að- gengileg, enda byggð á margs konar misskilningi um auglýs- ingar og auglýsingamarkað. Því er stundum borið við að þjóðleg menningarstofnun eigi ekki að gera sig háða auglýsendum. Á þessari viðbáru er lítið mark takandi. Ríkisútvarpið hefur ætíð haft miklar tekjur af auglýs- ingum, og þess eru engin dæmi að það hafi á nærri 60 ára ferli sínum orðið þar fyrir háð auglýs- endum. Fremur mætti segja að auglýsendur hafi verið og séu háðir Ríkisútvarpinu vegna þess að það er góður auglýsingamið- ill. Hvað sem segja má um auglýsingaflóð nútímaþjóðfé- lags, þá er það eins og hver önnur hræsni, ef áhugamenn um velferð Ríkisútvarpsins fyllast siðvæðingarmóði gegn auglýs- ingum. Slíkt mun síður en svo hafa áhrif á bætta auglýsinga- menningu. Það mun þaðan af síður verða til þess að draga úr auglýsingafjármagninu og veltu þess. Eina afleiðingin yrði sú að auglýsingafjármagnið rynni í stríðum straumum til annarra útvarpsstöðva og magnaði þær í samkeppninni við Ríkisútvarp-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.