Tíminn - 18.03.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 18.03.1989, Blaðsíða 15
Laugardagur 18. mars 1989 Tíminn 15 lllllllllllllllllllllll MINNINfi . ... .... ... '■|i|l||||||l|;h :i;||||||ih; II1!||||||||||,|: ■■t;i||||||| Theódór Kristjánsson rafverktaki Fæddur 15. mars 1942 Dáinn 13. mars 1989 Er kveðja skal einhvern af sínum betri kunningjum með nokkrum lín- um er maðurinn með ljáinn skilur samskiptatímann á þessu tilveru- stigi, þá er eins og skriftarhöndin sé svo stöð að fá og þung orð verða til á því blaði sem dregið er til stafs á. En þessari líðan lenti ég í er ég kveð með þessum fátæklegu orðum raf- virkjameistarann minn hann Tedda, en hann var aldrei kallaður annað af sínum kunningjum. Thcódór Kr. í>. Kristjánsson var Patreksfirðingur, fæddur þann 15. mars 1942 og ólst þar upp. Snemma fer hann að stunda vinnu eins og þá var títt með ungt fólk, og er hann mest megnis til sjós, en um tvítugs- aldur fer hann að læra rafvirkjun sem hann eyddi síðan sinni starfsævi við. Fyrst starfaði hann á Akureyri, síðan í Reykjavík en síðastliðin tuttugu ár í Borgarnesi. Til að byrja með vann hann hjá öðrum meistur- um, en síðastliðin 15 ár sem sjálf- stæður rafvirki og rak fyrirtækið Rafafl, fyrstu árin með öðrum meist- ara. Fyrir rúmu ári er sá sjúkdómur sem hefur bugað hann að lokum gerði vart við sig þá hætti hann rafvirkjastörfum að mestu, en réðst til K.B. í starf sem fólst í því að sjá um viðhald og rekstur fasteigna þess. Átti þetta starf einkar vel við hann og var hann mjög ánægður í því og einsetti sér að sinna því vel. Það sést best á því að á síðustu klukkustundunum sem hann er í vinnu áður en hann fer inn á spítala í síðasta sinn, sárþjáður, var hann að afhenda lyklana að nýbyggingu sem hann sá um framkvæmd á. Eg vissi að hann lagði metnað sinn í að skila þessu verki á áætluðum tíma og einnig eins ódýrt og mögulegt var. Okkar kynni hefjast ekki fyrr en ég geng til liðs við J.C. Borgarnes á mínum námsárum fyrir hartnær 15 árum. Var hann þá í forsæti fyrir því félagi og fórst vel úr hendi. Áttum við samveru í félaginu í um 4 ár eða þar til ég flyst aftur heim að námi loknu. Var sóst eftir hans kröftum til annarra félagsmála, en hann gaf sér ekki tíma til þess frá fjölskyldu sinni utan þess að í fjöldamörg ár var hann í stjórn fyrir félag rafverktaka á Vesturlandi. Síðan lágu leiðir okk- ar aftur saman er ég fer að sinna smíðum á Hvanneyri, en þá er hann rafvirki staðarins þar að miklu leyti. Urðu okkar samskipti það góð að úr varð kunningsskapur sem náði út fyrir vinnu og vinnutíma sem ég met mikils nú að leiðarlokum. Pannig var að þegar ég fór að byggja nýtt íbúðarhús þá kom það af sjálfu sér að hann tæki að sér rafmagnsvinn- una í því. Síðan hefur hann séð um öll rafmagnsmál á mínu heimili, og eitt af hans síðustu verkum fyrir mig var að leggja og tengja í trésmiðju sem ég kom mér upp ásamt því að teikna og leggja línurnar um raflögn í sumarhús sem ég hóf framleiðslu á á síðastliðnu ári, en hann var einmitt búinn að hvetja mig mjög til að snúa mér að því á síðastliðnum árum Hans vinsældir sem fagmanns lýsa sér best í því að cftir að hann kemur til starfa að Hvanneyri þá fékk hann flest öll verk sem unnin voru í næsta nágrenni ásamt verkum annarsstað- ar í héraðinu. Ekki mun ég rekja ættir hans, því mig skortir vitneskju um þær, en hans eiginkona Gígja Karelsdóttir og synir þeirra hafa verið hans styrkur í veikindunum ásamt dætrunum tveim sem hann átti fyrir hjónaband ásamt þeirra mökum og börnum. Sárt finnst manni að sjá á bak manni yfir móðuna miklu á besta aldri og sem átti svo margt eftir að maður hélt, en sárastur er þó söknu- ðurinn hjá hans nánustu. En þá kemur það sem linar söknuðinn að mestu leyti, allar góðu minningarnar sem eftir lifa, en þar sést best það fornkveðnaað enginn veit ævina fyrr en öll er, sem betur fer. Umleiðogég og mitt heimilisfólk vottum ástvinum hans okkar dýpstu samúð og biðjum þann sem öllu ræður að styrkja þau á þessari erfiðu stundu, vil ég fyrir mína hönd, móður minnar, systur og systursona, en þeir héldu mikið upp á hann, þakka fyrir þær stundir sem við áttum saman. Blessuð sé minning hans. Far þú í friði friður guðs þig blessi bafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Pálmi Ingólfsson. TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. PKENTSMIOI AN n / / C^ddu Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 , FINNSK SÓFASETT í SÉRFLOKKI — Fallegir litir Ennfremur ÍTÖLSK SÓFASETT HAGSTÆTT VERÐ HÚSGÖGN OG * INNRÉTTINGAR co Cft O .SUÐURLANDSBRAUT 32 OO OÍJ V Samvinnuskólinn Bifröst Undirbúningsnám á Bifröst Frumgreinadeild Samvinnuskólans veitir undirbúning fyrir rekstrar- fræðanám á háskólastigi. Inntökuskilyrði: Þriggja ára nám áframhaldsskólastigi án tillits til námsbrautar t.d. í iön-, vél-, verkmennta-, fjölbrauta-, mennta-, fiskvinnslu-, búnaðar-, sjómanna- eöa verslunarskóla o.s.frv. Viðfangsefni: Bókfærsla, hagfræöi, tölvugreinar, enska, íslenska, stæröfræöi, lögfræði, félagsmálafræði og samvinnumál. Námslýsing: Áhersla lögö á sjálfstæö raunhæf verk- efni auk fyrirlestra og viðtalstíma o.fl. Námstími: Einn vetur frá september til maí. Aðstaða: Heimavist, fjölskyldubústaðir, skólaheimili, félagsaöstaöa og mötuneyti á Bifröst í Borgarfirði ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaöi o.s.frv. Barnagæsla á staönum. Kostnaður: Fæöi, húsnæöi, þjónusta og fræðsla áætluð um 27.000,- kr á mánuöi fyrir einstakling næsta vetur. Umsóknir: Með persónulegu bréfi til skólastjóra Sam- vinnuskólans á Bifröst. Umsókn á aö sýna persónuupp- lýsingar, upplýsingar um fyrri skólagöngu með afriti skírteina og upplýsingar um fyrri störf. Ekki sérstök umsóknareyðublöð. Veitt er innganga umsækjendum af öllu landinu. Þeir umsækjendur ganga fyrir sem orðnir eru eldri en 20 ára og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulífinu. Námiö hentar jafnt konum sem körlum. Allt aö 20 umsækjendur hljóta skólavist í Frumgreina- deild. Umsóknir verða afgreidar 25. apríl og síðan eftir því sem skólarými leyfir. Miðað er m.a. við reglur um námslán. Samvinnuskólinn á Bifröst, 311 Borgarnesi, sími 93-50000 FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Vonarstræti 4 - Sími 25500 Félagsráðgjafar Lausar eru til umsóknar eftirfarandi stööur félags- ráögjafa hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborg- ar. 1. Staða félagsráðgjafa í móttökuhópi viö hverf- isskrifstofu fjölskyldudeildar í Breiðholti, Álfa- bakka 12. Um er að ræða nýja stöðu. Verksvið er móttaka og greining á nýjum erindum og vinnsla á beiðnum um fjárhagsað- stoð. Upplýsingar veitir yfirfélagsráðgjafi, Gunnar Klængur í síma 74544. Umsóknarfrestur er til 1. apríl n.k. 2. Laus er 50% staða yfirfélagsráðgjafa í með- ferðarhópi við hverfisskrifstofu fjölskyldudeildar í Breiðholti, Álfabakka 12. Verksvið er vinnsla og meðferð í barnaverndar- málum og langtímastuðningur við barnafjöl- skyldur. Upplýsingar veitir yfirfélagsráðgjafi, Gunnar Klængur í síma 74544. Umsóknarfrestur er til 1. apríl n.k. 3. Félagsráðgjafa vantar til sumarafleysinga við Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Upplýsingar veitir yfirmaður fjölskyldudeildar í síma 25500. Umsóknum skal skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á eyðublöð- um sem þar fást.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.