Tíminn - 18.03.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.03.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 18. mars 1989 Úthlutun styrkja úr Sáttmálasjóði Umsóknir um utanfararstyrki og verkefnastyrki úr Sáttmálasjóði Háskóla íslands, stílaðar til háskóla- ráðs, skulu hafa borist skrifstofu rektors í síðasta lagi 30. apríl 1989. Tilgangi sjóðsins er lýst í 2. gr. skipulagsskrár frá 29. júní 1919, sem birt er í Árbók Háskóla íslands 1918-1919, bls. 52. Umsóknareyðublöð og nánari úthlutunarreglur, samþykktar af háskólaráði, liggja frammi í skrif- stofu Háskóla íslands hjá ritara rektors. Vjr Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. gatnamálastjórans í Reykja- vík, óskareftirtilboöum í eftirfarandi verk, umeittútboðeraðræða: 1. Fylling norðan Suðurlandsbrautar vestan Reykjavegar alls um 9.000 m3. Verklok 15. september n.k. 2. Undurbúningur fyrir malbikun við Þönglabakka 4, fylling um 6.500 m3, flatarmál um 1.950 m2. Verklok 1. ágúst n.k. 3. Undirbúningur undir malbikun á bifreiðaverkstæði í Mjódd, flatarmál alls um 3.200 m2. Verklok 1. júlí n.k. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 21. mars n.k. gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 5. apríl 1989, kl. 16.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Skólaskrifstofu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í: A. Viðgerðir og viðhald á íþróttahúsi Breiðholtsskóla. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 4. apríl n.k. kl. 15.00. B. Viðgerðir og viðhald á þökum Hagaskóla. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 4. apríl n.k. kl. 14.00. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, á ofangreindum tíma. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR O Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingardeildar borgar- verkfræðings, óskar eftir tilboðum í viðvörunarkerfi fyrir íbúa í stofnun aldraðra að Norðurbrún 1. Verktími er til 1. október 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 19. apríl 1989, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 \í\ Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgar- verkfræðings, óskar eftir tilboðum í viðgerð og endurnýjun á þaki Sundhallar Reykjavíkur. Um er að ræða endurnýjun á þaki og endursteypu á þakkanti. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða oþnuð á sama stað, miðvikudaginn 12. apríl 1989, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Um 293.000 kr. staðgreiðsluskattur af 2ja milljóna tekjum meðalfjölskyldunnar: Um 14,5% teknanna í staðgreiðsluna 1988 16 14 12 10 8 6 4 2 J F MAMJ JÁSONO Þannig skiptust laun 1988 niður á mánuði ársins. Neðst á hverjum stöpli (mánuði) kemur fram hvað mikið af þeim fór í skattinn. Athygli vekur hve laun voru miklu hærri í desember (um 15 milijarðar) heldur en aðra mánuði ársins, allt upp í 65-70% hærri en í janúar. Skýringin mun að stórum hluta felast í því að a.m.k. Launaskrifstofa ríkisins og Reikjavíkurborg greiða þann mánuð yfirvinnu út fyrr en aðra mánuði, sem jafnframt skýrir hina lágu launaupphæð í janúar. Ennfremur gætir þarna greiðslu viðbótarlauna í desember, t.d. 13. mánaðarins sem tíðkast í bankastofnunum og að einhverjum hluta víðar. Sem sjá má tók skatturinn hlutfallslega mun stærri skerf (um 2,8 milljarða) af hinum háu desemberlaunum heldur en aðra mánuði, enda mun mörgum hafa brugðið i brún við þá útborgun. Aftur á móti fór aðeins rúmlega 1,1 milljarður í skattinn af hinni lágu launasummu (dagvinnulaunum) janúarmánaðar. Rúmlega 21.100 milljónir höfðu innheimst í staðgreiðslu- skatta fyrir árið 1988, nú í lok janúar s.l. af samtals 146.000 milljóna króna launagreiðslum til launþega ásamt tekjum svo- kallaðra ársmanna í stað- greiðslu, sem búið var að gera grein fyrir á sama tíma. Það þýðir að 14,4% teknanna hafa farið í skattinn. Um 60% af sköttunum (12.660 milljónir) voru innheimtir hjá Gjaldheimt- unni í Reykjavík. Þess má geta að hluta af þessum sköttum hafa margir launþegar síðan fengið endurgreiddan t.d. í formi barnabóta og húsnæðisbóta. Sömu- leiðis má benda á að auk þessarar 146 milljarða launasummu hafa landsmenn haft einhverja milljarða í skattfrjálsar vaxtatekjur. Um 2.700.000 launafærslur voru skráðar á árinu á samtals 183.700 launamenn, eða 14,7 launafærslur að meðaltali á hvern og einn. Þessir 183.700 launamenn er nánast sami fjöldi og allir íslendingar sem voru 16 ára og eldri á árinu. Launasumm- an svarar því til 795.000 kr. á hvern þeirra að meðaltali. Ef þjóðinni væri hins vegar deilt niður í 3,5 manna fjölskyldur (þ.e. sömu stærð og vísitölufjölskyldan) og 146 milljarða launasummunni skipt jafnt á milli þeirra kæmu um 2.025 þús. króna tekjur í hlut hverrar þeirrar að meðaltali. Þar af hafa um 293 þús. krónur farið í skattinn, en 1.732 þús. verið útborgaðar. Það er um 18.000 kr. hærri upphæð heldur en útgjöld meðalfjölskyldu af þessari stærð voru áætluð á síðasta ári samkvæmt grundvelli framfærslu- vísitölunnar. Reiknaður skattur (35,2%) af 146 milljarða kr. tekjum væri 51,4 millj- arðar. Ef allir áðurnefndir 183.700 launþegar hefðu getað nýtt sinn 186.629 kr. persónuafslátt (samtals 34,3 milljarða kr.) að fullu hefði aðeins 17,1 milljarðurorðiðeftirhjá skattinum í stað 21,1 milljarðs eins og raun varð á. Mismunurinn bendir til að um 11% alls persónuafsláttar hafi ekki nýst til frádráttar af ein- hverjum ástæðum, m.a. hjá lifeyris- þegum með lágar tekjur, mökum með lítil eða engin laun og skólafólki sem aðeins vinnur hluta ársins. í Tíund, fréttabréfi ríkisskatt- stjóra, segir að ljóst sé orðið að staðgreiðslan hafi reynst mun virk- ara innheimtukerfi heldur en margir þorðu að vona. M.a. verði innheimt- an árangursríkari vegna þess að staðgreiðslan er dregin af launum áður en útborgun fer fram. Megin- ástæða þess að svo vel hefur tekist til sé þó að sjálfsögðu það, að launa- greiðendur framfylgja lögunum um staðgreiðslu með því að halda skattinum eftir. Ef það hefði brugð- ist í verulegum mæli, hefði stað- greiðslan orðið ómarkviss. - HEI Verslunarhús Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli. Nýr kaupfélagsst jóri ráðinn á Hvolsvelli Kaupfélagsstjóraskipti verða í Kaupfélagi Rangæinga á Hvolsvelli hinn 1. júní næst komandi. Ólafur Ólafsson frá Syðstu-Mörk lætur af störfum. Ólafur hefur stjórnað kaupfélaginu af mikilli at- orku í nær aldarfjórðung. Áður var hann kaupfélagsstjóri á Ólafsfirði. Við kaupfélagsstjórastarfi tekur Ágúst Ingi Ólafsson frá Hemlu. Ágúst hefur starfað við Kaupfélag Rangæinga í tvo áratugi og um árabil sem aðstoðarkaupfélagsstjóri. Formaður stjórnar Kaupfélags Rangæinga er Pálmi Eyjólfsson á Hvolsvelli. Ólafur Ólafsson, kaupfélagsstjóri. Ágúst Ingi Ólafsson, verðandi kaup- félagsstjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.