Tíminn - 06.04.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.04.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 6. apríl 1989 Aðalfundur Samvinnubankans Aöalfundur Samvinnubanka íslands hf. veröur hald- inn aö Hótel Sögu, Átthagasal, Reykjavík, í dag fimmtu- daginn 6. apríl 1989 og hefst kl. 14.30. Auk venjulegra aöalfundarstarfa veröur lögð fram til- laga um heimild til bankaráös um útgáfu jöfnunarhluta- bréfa og tillaga til breytinga á samþykktum bankans. Aögöngumiöar og atkvæöaseðlar til fundarins veröa afhentir á fundarstaö. Bankaráð Samvinnubanka íslands hf. Útboð - JL Gangstéttir Hafnarfjaröarbær leitar tilboða í gerö steyptra gangstétta sumarið 1989 um 3000 fermetra. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverk- fræðings, Strandgötu 6, gegn 5000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 18. apríl kl. 11:00. Bæjarverkfræðingur | MAZDA 626 GLX | Árgerð 1985 Innflutfur 1987 frá Þýskalandi • Sjálfskiptur • Vökva- og vettistýri • Rafmagn í rúðum • Centrallæsingar Verð kr. 480 þús. ^ Upplýsingar í síma 685582 f Kjúklingamáltíð lang ódýrust í Kentucky fried í Hafnarfirði: Hamborgaraveisla á 415-665 krónur Ostborgari meö tilheyrandi (frönskum, sósu, salati og gosi) kostaöi frá 415 og allt upp í 665 krónur þegar Verðlagsstofnun gerði könnun á nokkrum tugum skyndi- bitastaða, að vísu fyrir lok verðstöðvunar. Verð á „borgaranum“ einum og sér var allt frá 178 kr. (Eikagrill) og upp í 310 kr. (Sniiðjukaffi). sem er 74% verðmunur. Og enn meiri munur reyndist á gosdrykkjum (45-80 kr.j. Meðalverðið á hinum dæmi- gerða skammti ölium var 515 krónur, hvar af borgarinn sjálfur kostaði að meðaltaii um 220 kr. og meðiætiö (franskar. sósa, salat og gos) því samtals hátt á þriðja hundrað krónur. Á skyndibitastöð- um úti á landi rcýndist verð yfirleitt svipað og á höfuðborgarsvæðinu. Kjúklingamáltíð (2 kjúklingabit- ar, franskar, sósa, salat og gos) kostaði víðast hvar á milli 500 og 600 krónur. Lang lægsta verð á þessum skummti var að fá í Ken- tucky fried í Hafnarfirði, 445 krónur, sem fyrst og fremst byggð- ist á því að „meðlætiö" var þar áberandi ódýrast. Dýrust var þcssi máltíð í Svörtu pönnunni, 614 krónur. Slík máltíð fyrir þrjá kcrst- ar því litlu meira í Kentucky íried heldur en fyrir tvó á Pönnunni. Á máltíð fyrir fjogurra manna fjöl- skyldu verður verðmunurinn 676 krónur. Tekið skul fram að kaffi með mat er vfðast hvar innifalið í verði máltíðarinnar. Annars staöar kost- ar það frá 30 kr. og allt upp í 80 kr. Hálfur kjúklingur ásamt frönskum, sósu og salati, kostaði frá 600 kr. og upp í 840 kr., sem er 40% verð'munur. Lægsta verðið var í Matborg á Patreksfirði og það hæsta f Súlnabergi á Akureyri og Sélistöðinni á Egilsstöðum. Nærri tvöfaldur verðmunur kom fram á heitri samloku mcð osti og skinku - frá 130 kr. í Kaffihúsinu í Kópavogi upp í 250 kr. í Súlna- bergi. Verðlagsstofnun gerði jafnframt verðkönnun á þrem tugum veit- ingastaða án vínveitinga. Sú könn- un leiðir kannski ekki hvað síst í Ijós hve margs er að gæta fyrir þá sem hyggjast gcra sem best kaup miðað við verð og gæði. Auk þess sem t.d. 450-500 kr. verð á fiskrétti dagsins segir lítið um magn hans og gæði er mjög mismunandi hvað innifalið er í því verði. Á mörgum stöðum er bæði súpa og kaffi (og jafnvcl mjólkur- glas) innifalið í þcssu verði. Á öðrum stöðum þarf að borga allt að 255 kr. aukalega fyrir súpuna og kaffið. Þess utan getur verð á öli og gosi verið allt frá 45 og upp í 100 kr., sem þýðir 122% verðmun á milli staða. Ódýrasti fiskréttur kostaði á bil- inu 390-495 kr. á meira en helmingi þeirra veitingastaða sem kannaðir voru og ódýrasti kjötrétturinn frá 350 til 550 krónur. Verð virðist áberandi hæst í Pottinum og pönn- unni, þar sem ódýrasti fiskréttur kostaði 820 kr. og ódýrasti kjötrétt- ur 1.050 kr. Fyrir þá sem oft kaupa sér mat og drykk á veitingahúsum gæti verið snjailt að ná sér í eintak af verðkönnunum Verðlagsstofnunar sem hægt mun að nálgast á skrif- stofu stofnunarinnar. -HEI ísfisksölur á Bretlands- og Þýskalandsmarkaði vikuna 28.-31. mars sl.: 1880 tonn seld Fjögur skip seldu á mörkuðum í Þýskalandi og Bretlandi í liðinni viku, samtals rúm 790 tonn. Heild- arverðmæti aflans voru um 50,8 milljónir króna. Þá voru seld rúm 1.090 tonn af ísfiski úr gámum í Bretlandi í síðustu viku og fengust rúmar 85 milljónir króna fyrir aflann. Tvö skip, Keilir RE 37 og Otto Wathne NS 90, lönduðu í Bret- landshöfnum, Hull og Grimsby, samtals 288,8 tonnum. Otto Wathne fékk mun betra meðalverð fyrir aflann eða 76,14 krónur á móti 47,69 krónum, sem Keilir fékk. Meðalverð fyrir allan aflann var því 66,81 krónur, en heildar- verðið var 15,2 milljónir króna. Samsetning aflans var tæp 162 tonn af þorski, meðalverð 68,72 kr. Af ýsu seldu þeir samtals 31,2 tonn, meðalverð 70,16 krónur fyrir kíló- ið, 10 tonn voru af ufsa, meðalverð 46,08 krónur, 4 tonn af karfa, meðalverð 37,24 krónur, af grá- lúðu seldu þeir rúm 14 tonn, með- alverð 76,93 tonn og af blönduðum afla voru 6 tonn, meðalverð 33,37 Sunnudaginn 23. apríl næstkom- andi verða eitt hundrað ár liðin frá stofnun Kaupfélags Skagfirðinga. Tímamótanna verður minnst með margvíslegum hætti. Mun hátíða- dagskráin hefjast í íþróttahúsinu á Sauðárkróki um miðjan dag. Áætl- unarflugi Flugleiða verður flýtt um ytra tonn. Úr gámum voru seld tæp 204 tonn af þorski, meðalverð 86,99 krónur, af ýsu voru seld 546,8 tonn fyrir 77,36 króna meðalverð. Seld voru 19 tonn af ufsa, meðalverð 46,13 krónur, 27 tonn af karfa, meðalverð 45,17 krónur og 97 tonn af kola, meðalverð 101,49 krónur. Af grálúðu voru seld 102,7 tonn, meðalverð 68,96 krónur og blandaður fiskur var 93 tonn og fékkst 65,96 króna meðalverð. Heildarverðmæti gámafisksins nam um 85 milljónum króna og var meðalverðið 78,18 krónur fyrir kílóið. f Bremerhaven í Þýskalandi lönduðu tvö skip, Ottó N. Þorláks- son RE 203 og Engey RE 1, samtals rúmu 561 tonni, verðmæti aflans var 35,5 milljónir króna. Af karfa voru rúm 480 tonn, meðal- verð 63,09 krónur, 30 tonn af ýsu, meðalverð 66,44 tonn, 24 tonn af þorski, meðalverð 73,49 krónur og af blönduðum afla voru rúm 8 tonn, meðalverð 54,90 krónur. -ABÓ hálftíma svo gestir komist í tæka tíð til að taka þátt í hátíðahöldunum. Um kvöldið verður boðið til kvöld- verðar á Hótel Mælifelli. En að honum loknum munu Fiugleiðir koma gestunum aftur til síns heima. jkb Þeim sem taka börn í sveit stendur til boöa: Námskeið fyrir fóstur- í þessum mánuði gangast Félag fósturmæðra á Suöur- Iandi, Stéttarsamband bænda og Félagsmálastofnun Reykjavíkur fyrir námskeið- um sem ætluð eru fólki sem vill taka börn í sveit. Um níutíu sveitaheimili sem taka börn í sveit gegn greiðslu eru á skrá hjá Stéttarsambandi bænda. Heimil- in þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði og hljóta samþykki heilsugæslulækn- is. Daggjald fyrir barn í sveit er 1053 krónur en heimilt er að semja um 10% afslátt þegar um er að ræða eins mánaðar dvöl eða meira. Um er að ræða 22 tíma námskeið og er þátttökugjald á mann 2700 krónur. Framleiðnisjóður landbún- aðarins greiðir annað eins á móti fyrir hvern þátttakanda. Einungis þeir sem hafa sótt þessi námskeið geta notið fyrirgreiðslu Stéttarsam- bandsins. Þátttaka í námskeiðinu er einnig sett sem skilyrði fyrir viðskipt- um við Félagsmálastofnunina. Á námskeiðunum verður komið víða við. Sem dæmi má nefna um- fjöllun um lög og reglugerðir, skyld- ur sumardvalarheimilis, leiki og vinnu, mataræði og næringu, trygg- ingar og ábyrgð, skyndihjálp og margt fleira. Félagsráðgjafar, íþrótta- og húsmæðrakennarar auk fleiri aðila annast kennsluna. Allra frekari upplýsinga má leita á skrif- stofu Stéttarsambands bænda. jkb KAUPFÉLAGIÐ HUNDRAÐ ÁRA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.