Tíminn - 06.04.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.04.1989, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 6. apríl 1989 Tíminn 15 SAMVINNUMAL lllllllili Ms. Jökulfell, er nú í föstum áætlunarsiglingum á milli Evrópu og Ameríku, meö viökomu á fslandi. Skipadeild með samsiglingar Skipadeild Sambandsins hefur gert samning við holienska útgerðarfyrirtækið Seatrade Groningen um það sem þeir hjá deildinni nefna samsiglingar á Norður-Atlantshafi. Felur það í sér að á leið til og frá Evrópu munu skip beggja útgerða framvegis hafa fastar viðkomur hér á landi á þriggja vikna fresti og flytja vörur til og frá höfnum í Norður-Ameríku og Grænlandi. Nánar til tekið verður þessu þann- ig háttað að tvö skip, ms. Jökulfell frá Skipadeild og ms. Nidaros frá Seatrade, munu reglubundið sigla á milli Evrópu og Norður-Ameríku með viðkomu á íslandi. Eru bæði þessi skip áþekk hvað varðar stærð og ganghraða. Þau munu lesta í Noregi, Dan- mörku, Hollandi, Færeyjum og á íslandi til Gloucester í Massachus- etts, sem er rétt norðan við Boston. Síðan munu þau lesta í Nova Scotia, á Nýfundnalandi, Grænlandi og ís- landi til Danmerkur og Hollands. Hringferð hvors skips um sig tekur tæpar sex vikur, þannig að með þessu móti skapast reglubundnar Allaballar segja að Ólafur Ragnar sé að þyérbrjóta launastefnu Al- þýðubandalagsins. Þeir botna ekkert í launastefnu formanns síns og yfir- lýsingum hans í fjölmiðlum. Sú kcnning er uppi meðal allaballa að Indriði Þorláksson tali gegnum formanninn eins og framliðinn mað- ur gegnum miðil. Þegar Ólafur Ragnar bærir varirnar. þá er það Indriði Haukur sem leggur honum orð á tungu. „Hringfari" scndirTímanum cftir- farandi að þcssu tilefni: Ýmsu gerisl iihiin kwuu álti síst á sliku von: Um Ólafs Rágnars cefðan ntunn Indriði talar 1‘orláksson. Við Ögmundsliðið átti spjall, - sem áður fyrr við honum hló. siglingar á milli íslands og Banda- ríkjanna, Nýfundnalands og Græn- lands á þriggja vikna fresti. Opnar það nýja möguleika fyrir íslenska inn- og útflytjendur, ekki síst hvað varðar næstu nágranna okkar í vestri. Miðað við þær viðtökur, sem þegar liggja fyrir beggja vegna hafsins, er búist við að árlegt flutn- ingsmagn á þessari leið verði 60- 70.000 tonn, sem gefur góða nýtingu á báðum skipunum. Bætt nýting Af hálfu Skipadeildar Sambands- ins er þessi breyting til komin vegna áhuga á að bæta nýtingu þeirra skipa sem í þessum flutningum eru. Er þá BHMR blítt með skjall bað að sýna ga’tni og ró. Pessum bauð hann /nisundkall, - þótti reyndar meira en nóg. í boði því hann fól sitt fall, frœgðir öngar sér til bjó. Síst þeir vildu siípa gall og semja eins og Gvendur joð, sem þukkar fyrir þúsundkall og þykir vera kostabóð. Já, svonu gerist mœðan megn, (meiri en sú að reka KRON). Öllu rœður úl t gegn Indriði Hatikur Þorláksson! 31. inars 1989 Ilringfari. ekki síst tekið mið af minnkandi freðfiskútflutningi landsmanna vest- ur um haf á síðasta ári. I byrjun var rætt við innlenda aðila um möguleika á samvinnu í þessu sambandi. Þegar í Ijós kom að ekki reyndist þar áhugi fyrir slíku var leitað út fyrir landsteinana. Sea- trade er ein alstærsta frysti- og kæliskipaútgerð heimsins með um það bil sjötíu skip í rekstri. Þetta fyrirtæki var stofnað 1951 og hefur frá upphafi sérhæft sig í frysti- og kæliflutningum. Það annast slíka flutninga um heim allan, en aðal- þjónustusvæði þess er Evrópa, Vest- ur- Afríka og Suður- og Norður-Am- eríka. Auk siglinga hefur fyrirtækið yfir að ráða víðtæku þjónustukerfi fyrir landflutninga á meginlandi Evr- ópu. Auknir flutningar Frá þessu er skýrt í nýútkomnu fréttabréfi Skipadeildar. Þarereinn- ig greint frá þvf að flutningar hjá deildinni hafi aukist verulega fyrstu tvo mánuði þessa árs • frá sömu mánuðum í fyrra. Þetta hafi orðið þrátt fyrir þá staðreynd að almennt hafi verið ríkjandi svartsýni hjá innflytjendum eftir síðustu jól og því hafi verið spáð þá að verulegur samdráttur yrði í innflutningi á þessu ári. Hins vegar hefur það gerst að heildarmagn innfluttrar vöru með skipum Skipadeildar fyrstu tvo mán- uði þessa árs hefur aukist um liðlega 15% frá sömu mánuðum í fyrra. Þetta hcfur átt sér stað þrátt fyrir mun minni timbur- og stálinnflutn- ing núna en þá. Ef cinungis er litið á innflutning stykkjavöru og al- mennrar matvöru þá hefur hann aukist um rúm 30% á milli þessara tímabila. Sömu söguna er svo að segja af útflutningi með Sambandsskipun- um, því aö hann hefur aukist um nálægt 30% fyrstu tvo mánuðina frá sama tíma í fyrra. Raunar urðu ákveðin tímamót í flutningum Skipadeildar nú í ár, því að nánast er um að ræða sömu flutningsgjalda- tekjur af útflutningi og innflutningi hjá deildinni eftir fyrstu tvo mánuð- ina. Eru mörg ár síðan útflutningur hefur vegið svo þungt í heildarflutn- ingum hennar. Þá hafa strandflutningar hjá Skipadeild einnig aukist jafnt og þétt í kjölfar bættrar þjónustu henn- ar á því sviði. Hafís og illviðri hafa að vísu sett strik í strandferðaáætl- unina nú í ár, en þó án teljandi vandkvæða. Flutt magn hefur aukist um fjórðung fyrstu tvo mánuði ársins. Meðal verkefna hafa verið bjórflutningar, en Arnarfell hefur að meðaltali flutt sjö gáma, eða 350.000 dósir, af Löwenbráu bjór frá Akureyri til Reykjavíkur í viku hverri nú að undanförnu. -esig lllllillli LESENDUR SKRIFA ...." INDRIÐIH. Þ0RLÁKSS0N TALAR GEGNUM ÓLAFRAGNAR r >c •’ ■ ■:•• %■••'; 1 Híl r Jón Helgason, alþínglsmaöur Árnesingar Guöni Ágústsson, Unnur Stefánsdóttir, alþingismaöur varaþingmaöur Árlegur stjórnmálafundur og viötalstími þingmanna Framsóknar- flokksins verður haldinn að Aratungu föstudaginn 7. april kl. 21.00. Allir velkomnir. Fundarboðendur. Sunnlendingar! Guðmundur Bjamason Ómar Ragnarsson VorfagnaðurframsóknarfélagannaíÁrnessýsluverður 19. apríl n.k. í Hótel Selfoss. Heiðursgestir verða Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra og frú. Litli Sam skemmtir með söng og Ómar Ragnarsson kitlar hláturtaugamar. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi langt fram á sumar. Húsið opnað kl. 20.00. Borðhald hefstkl. 21.00 stundvíslega. Nánari upplýsingar og miðapantanir í símum: 31139 Guðfmna 33763 Halla 21170 Sigrún 21048 Gísli 34636 Sturla Kópavogur Steingrímur Hermannsson Almennur stjórnmálafundur með Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra verður haldinn í Félagsheimili Kópavogs fimmtudaginn 13. apríl n.k. Flokksstarfið Skúli Sigurgrímsson Skrifstofan að Hamraborg 5 er opin þriðjudaga og miðvik- udaga kl. 9-12 s. 41590. Alltaf heitt á könnunni. Opið hús alla miðvikudaga kl. 17.-19. - Skúli Sigurgrímsson bæjarfulltrúi er til viðtals alla miðviku- daga kl. 17.30-19.00. Einnig eftir nánara samkomulagi. Vinnuhópar eru að fara í gang um hina ýmsu þætti bæjarmála. Komið, látið skrá ykkur í hópana og takið þátt í stefnumótun og starfi flokksins. Framsóknarfélögin í Kópavogi. Reykjanes Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Sími 43222. K.F.R.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.