Tíminn - 06.04.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.04.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 6. apríl 1989 FRÉTTAYFIRLIT BEIRÚT - Stórskotalið hélt áfram iðju sinni við að leggja Beirút í rúst og hafa átök kristinna manna og múslíma sem studdir eru af Sýrlending- um nú staðið í tuttugu og þrjá daga. Sáttasemjarar á vegum Arababandalagsins hittu leið- toga vinstri sinnaðra Líbana í Damaskus í viðleitni sinnitil að koma á vopnahléi í þessu stríðshrjáða landi. KABÚL - Eldflaugum rigndi yfir Kabúl höfuðborg Afaanist- an annan daginn i röo. Sex manns féllu og tuttugu og þrír særðust. LONDON - Mikhaíl Gorba- tsjov kom til Bretlands þar sem hann mun verða í opinberri heimsókn næstu daga ásamt Raisu eiginkonu sinni. Þau hjónin munu meðal annars snæða með drottningunni. Pravda málgagn sovéska kommúnistaflokksins valdi daginn til að gagnrýna Marga- ret Thatcher forsætisráðherra Bretlands fyrir að vilja halda kjarnavopnum, en í greinum og fréttum blaðsins sem og annarra blaða í Sovétríkjunum var hljóðið út í Tjallann nokkuð gott. VARSJÁ - Samningamenn Samstöðu undirrrituðu eftir nokkurt hik sögulegt sam- komulag við ríkisstjórnina sem tryagir að starfsemi Samstöðu veiði lögleg oe að hafist verði handa um að leggja niður valdaeinokun Kommúnista- flokksins í stjórn Póllands. BONN - Utanríkisráðuneyti Vestur-Þýskalands kallaði sendiherra sinn í Búkaresl heim til að mótmæla mannrétt- indabrotum í Rúmeníu. GENF - Þriggja daga fundur GATT ríkja um viðskipti heims- ins hófust og voru sendinefndir tiltölulega bjartsýnar um góðan árangur, sérstaklega í Ijósi þess að nú virðist vera að lina á viðskiptastríði Evrópubanda- lagsins og Bandaríkjanna. ÚTLÓND ' Skæruliðar Swapo bcrjast enn í Namibíu og stofna sjálfstæðisáætlun landsins í hættu. Pik Botha setur SÞ úrslitakosti: Sjálfstæði Namibíu hangir á bláþræði Bardagarnir í Namibíu höfðu þau áhrif sem menn óttuðust, sjálfstæði landsins gæti verið fyrir bí. Ríkisstjórn Suður-Afr- íku hefur nú hótað að rifta friðarsamkomulagi því sem tryggði Namíbíu sjálfstæði nema að Sameinuðu þjóðirnar nái að bæla niður vopnaskak skæruliða Swapohreyfingarinnar. í gær heimtaði Pik Botha utanrík- isráðherra Suður-Afríku að Sameín- uðu þjóðirnar brygðust við af hörku innan nokkurra klukkustunda, ann- ars teldu Suður-Afríkumenn sig ekki bundna af samkomulaginu. Síðar um daginn bauð hann að allir skæruliðar Swapohreyfingar- innar sem legðu niður vopn myndu fara frjálsir ferða sinna til Angóla þar sem þeir yrði í bækistöðvum sínum samkvæmt friðarsamkomu- lagi Sameinuðu þjóðanna. Ef Swapo gengur ekki að því má telja öruggt að sjálfstæðisáætlunin sé búin að vera. Þetta kom fram í bréfi til Javier Perez de Cuellar fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna. - Ef ekki verða tekin áhrifarík Hergagnasendingar til Mið-Am- eríku á að stöðva nú þegar. Þetta er krafa Mikhaíls Gorbatsjovs leiðtoga Sovétríkjanna og kom hún fram í ræðu hans á þjóðþingi Kúbu í fyrra- kvöld. Sagði Gorbatsjov að raun- hæfur möguleiki væri á því að friður kæmist á í Mið-Ameríku, en þar hafa 100 þúsund manns fallið í borgarastyrjöldum á síðasta áratug. - Það eru nú raunhæfir möguleik- ar til þess að friður og öryggi komist á í þessum heimshluta. Meginfor- senda þess er að allar vopnasending- ar til Mið-Ameríku, hvaðan sem þær koma, verði stöðvaðar nú þegar, sagði Gorbatsjov. Gorbatsjov hrósaði Níkaragva- stjórn fyrir það sem hann kallaði stór skref í átt til aukins lýðræðis og hvatti þróunarríki að styðja nýlegt tilboð Bandaríkjamanna um að létta skuldabyrði þriðja heimsins. Ræðan var miðpunktur opinberr- ar heimsóknar Gorbatsjovs til Kúbu, skref næstu klukkustundir til að ná tökum á ástandinu, mun öll friðar- áætlunin falla um sjálfa sig, sagði Botha í bréfinu. Rúmlega tvöhundruð skæruliðar Swapo og lögreglulið Suður-Afríku- manna í Namibíu hafa fallið í átökunum undanfarna daga, en átökin eru þau blóðugustu í borgara- styrjöldinni í Namibíu frá því árið 1966. Botha sagði í gær að um fjögur- þúsund og fimmhundruð vopnaðir skæruliðar hefðu verið sunnan vopnahléslínunnar sem átti að taka gildi síðastliðinn laugardag og hefðu þeir verið í Angóla einungis í 600 metra fjarlægð frá landamærunum að Namibíu. Botha fullyrti að innrás skærulið- en hcimsókninni lauk í gær og mun hann halda til Bretlands í dag. Engin ný tilboð komu fram hjá Gorbatsjov sem miðuðu að því að leysa vanda hinna skuldugu þjóða þriðja heims- ins, en Sovétmenn hafa þegar boðist til þess að skuldbreyta lánum sínum til fátækustu landanna og lengja þau í allt að hundrað ár. Athygli vekur að Gorbatsjov styð- ur tilboð Bandaríkjamanna um að létta á skuldabyrði þriðja heimsins. Hann gagnrýnir þó Bandaríkjamenn fyrir hugmyndir þeirra um að auka á ný stuðning sinn við Kontraliða og lýsti miklum áhyggjum með þá þróun. Þá sagðist Gorbatsjov ekki geta samþykkt það viðhorf Dan Quayle varaforseti Bandaríkjanna að Róm- anska Ameríka sé bakgarður Banda- ríkjanna, en það hefur verið afstaða Bandaríkjastjóma frá því Monroe- kenningin kom fram á sínum tíma. anna hefði verið í undirbúningi allt frá því 21. mars þegar skriðdrekar skæruliða hefðu verið færðir 250 km innan úr landi í Angóla til stöðva 50 km frá landamærunum að Namibíu. Ef ekkert verður að gert mun Suður-Afríkuher beita fullum her- styrk sínum í bardögunum gegn Swapo. Yfirmaður friðargæsluliðs Sam- einuðu þjóðanna Marrack Goulding flaug í gær til Luanda í Angóla til viðræðna við leiðtoga Swapo og Angólastjórnar. Hyggst hann leggja hart að þeim að skæruliðar Swapo hætti vopnaviðskiptum. Swapo heldur því fram að sveitir þeirra hafi verið innan landamæra Namibíu til að leita uppi friðargæslu- sveitir Sameinuðu þjóðanna til að geta gefist upp fyrir þeim, en þá hafi verið ráðist á skæruliðanna. Eftir friðarsamkomulaginu eiga hersveitir Swapo að vera í Angóla í 100 km fjarlægð frá landamærunum að Namibíu. - Ríki Rómönsku Ameríku eiga sjálf að leysa vandamál álfunnar, án utanaðkomandi íhlutunar, sagði Gorbatsjov. Gorbatjsov vék ekki einu orði að umbótum á Kúbu, en Castró hefur ekki verið par hrifinn af umbóta- stefnu hans í Sovétríkjunum. Hins vegar kynnti Castró Gorbatsjov sem boðbera friðar í heiminum þegar hann kynnti kappann fyrir þingheimi á Kúbu. Bandaríkjamenn hafa verið mjög varkárir í viðbrögðum sínum við ræðu Gorbatsjovs, enda málefni Rómönsku Ameríku þeim viðkvæm. Það eina sem Roman Popakiuk talsmaður Hvíta hússins vildi segja um ræðuna var: - Við höfum ætíð áhuga á því sem herra Gorbatsjov segir. Hins vegar munum við rannsaka ræðuna gaum- gæfilega áður en yfirlýsingar verða gefnar. Víetnamar út úr Kampútseu Víetnamar hyggjast vera búnir að draga allt herlið sitt út úr Kampútseu í septembermánuði og hafa víet- nömsk stjórnvöld leitað til Indverja, Pólverja og Kanadamanna um að skipa nefnd sem leiðbeini og fylgist með brottflutningnum. Yfirlýsing þessa efnis var lesin í kampútseska ríkisútvarpinu í gær og var hún í nafni stjórnvalda í Víetnam, Kamp- útseu og Laos. f yfirlýsingunni hvöttu Víetnamar allar þjóðir að hætta stuðningi við skæruliðahreyfingar þær er berjast gegn ríkisstjórninni í Kampútseu fyrir þann tíma sem síðasti víet- namski hermaðurinn yfirgefi landið. Víetnamar skýrðu frá því í des- embermánuði að þeir hygðust kalla 50 þúsund manna herlið sitt í Kamp- útseu til baka fyrir lok september- mánaðar, en þá með þeim skilyrðum að stórveldin hætti stuðningi sínum við hinar þrjár skæruliðahreyfingar sem berjast gegn stjórn Kampútseu undir yfirstjórn Sihanouks prins. Sihanouk prins tilkynnti um helg- ina að hann væri reiðubúinn að hitta Hun Sen utanríkisráðherra Kamp- útseu að máli í Jakarta 2. maí og ræða friðarsamkomulag í Kampút- seu. Indverjar hafa samþykkt að taka þátt í nefnd er fylgist með brottflutn- ingi víetnamskra hermanna frá Kampútseu. Ríkissaksóknari í Svíþjóö tekur af skarið meö Christer Patterson: Ákæra birt vegna morðsins á Palme Christer Patterson mun verða ákærður fyrir morðið á Olof Palme forsætisráðherra Svíþjóð- ar. Frá þessu skýrði ríkissaksókn- arinn í Svíþjóð í gær. í yfirlýsingu sem ríkissaksókn- ari gaf út segir að nú sé talið að nægar sannanir séu til staðar til að réttarhöld geti hafast yfír hin- um 42 ára Svía sem verið hefur f gæsluvarðhaldi frá því í haust vegna gruns um að hann hafi myrt Palnie 28. febrúar 1986. Gæsluvarðhald yfir Christer var framlengt um tvær vikur á meðan lokaundirbúningur ákæru á hendur honum fer fram. Christer á að baki langan og ljótan feril sem glæpamaður. Hann var meðal annars einu sinni kærður fyrir að hafa myrt ungling með þyssusting. Christer segist hafa verið á næturkúbb þegar morðið á Palme var framið á sínum tíma. Hins vegar hefur enginn getað gefið honum fjarvistarsönnun. Lisbeth og Olof Palme höfðu orðið Christers vör kvöldið sem Palme var myrtur við Sveavágen á leið heim úr kvikmyndahúsi. Lisbeth hefur borið kennsl á Christer sem morðingja eiginmanns síns. Mikhaíl Gorbatsjov telur góða möguleika á friði á átakasvæðum í vesturálfu: Stððva þarf allar hergagna- sendingar til M-Ameríkuríkja

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.