Tíminn - 06.04.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.04.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 6. apríl 1989 Tíminn 9 VETTVANGUR Kjartan Eggertsson: Sérð þú það sem ég sé? Nokkur orð vegna tillagna um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og rekstur tónlistarskólanna Nú eru til umræðu breytingar í rekstri tónlistarskóla landsins. Þær fara að vísu stundum ansi hljótt og mættu fleiri tónlistarskólamenn láta heyra í sér því þessar hugmyndir eru engum óviðkomandi. Ég vil því leggja orð í belg og vona að þeir sem hafa áhrif á framtíðarskipan í tónlistarfræðslu á íslandi og lesa þessar línur beri gæfu til að láta trúfastar skoðanir sínar ekki blinda sér sýn þó þeir standi á annars manns sjónarhól. Þegar rætt er um breytingar í rekstri tónlistarskólanna er nauðsynlegt að ræða hlutina í samhengi og gera sér glögga grein fyrir grundvallarþáttum í fortíð, nútíð og framtíð. Sveitarfélögin reka skólana Tónlistarskólarnir eru reknir af sveitarfélögum þar sem þeir eru starfræktir, en njóta ríkisstyrkja samkvæmt sérstökum lögum, en styrkur hvers árs er ákvarðaður í fjárlögum ríkisins. Tónlistar- skólarnir eru ekkert tengdir grunn- skólunum eða framhaldsskólunum hvað varðar fjárhagslegan rekstur. Þrenn lög frá Alþingi Fyrstu lög um tónlistarskólana tóku gildi árið 1963 og þar var kveðið á um styrk til þeirra frá ríkinu sem skyldi nema % af heild- arrekstrarkostnaði. Árið 1975 voru sett önnuf tög og þár skuldbatt ríkissjóður sig til að greiða 50% launakostnaðar á móti sveitarfé- lögunum. Árið 1985 voru svo sett lög í þriðja sinn um fjárhagslegan stuðning ríkisins við skólana Dg voru þau mjög iík lögunum frá 1975. Örlítil orðalagsbreyting var gerð á sumum lagagreinum, en aðalnýmælið var grein númer 12 sem hljóðaði þannig: „Mennta- málaráðuneytið setur í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara. Skal þar m.a. fjalla um námsskrár við tónlistarkennslu, kennslumagn og próf og réttindi sem þau veita“. Skemmst er frá því að segja að engu efnisatriði í þessari gréip hefur menntamála- ráðuneytið fullnægt. Um gildi tónlistarskólanna Tónlistarskólarnir hafa með til- komu laganna um fjárhagslegan stuðning ríkisins orðið stór þáttur í félagslífi og menningu þjóðarinn- ar. Þeir eru nú starfræktir víðast hvar á landinu. Einn ogeinn staður finnst þó enn þar sem ekki er tónlistarkennsla, en fullyrða má að allsstaðar þar standi til að stofna tónlistarskóla eða hefja tónlistar- kennslu í samvinnu við nærliggj- andi tónlistarskóla. íslendingar hafa á undanförnum áratug upp- götvað hversu mikilsverð og gagn- leg tónlistariðkun er fólki, líkt og hve íþróttaiðkun og starfsemi íþróttafélaga og dansskóla er nauð- synleg og næstum óumflýjanleg í nútíma samfélagi. Sumir menn komust að því fyrir nokkrum árum að margir nemendur á grunnskóla- aldri sem stunduðu nám í tónlist sköruðu framúr í námi í grunn- skólanum og héldu að fagurfræði- leg áhrif tónlistariðkunar hefðu svo góð áhrif á nemendur. En að sjálfsögðu var aðeins um það að ræða að færni nemenda í tónlistar- skólanum færðist yfir á grunnskóla- námið. Nótnalestur og spila- mennska þjálfar svo mörg skynfæri nemandans og einnig margar svo- kallaðar fínhreyfingar. Nám í tón- listarskóla þroskar mjög snerti- og hreyfiskyn fingra og handa. sjónskyn, heyrnarskyn, jafnvægis- skýn og einbeitingu hugans. Engin tónlist verður leikin án einbeitingar huga og handar. Tónlist er rökræn í eðli sínu og ntjög raunveruleg og áþreifandi. Að spila lag eftir nótum er eins og að lesa skáldsögu eða leikrit og leika það um leið. Öll þessi þjálfun skilar sér í grunn- skólanum og framhaldsskólanum, eða í lífinu yfirleitt. Þar fyrir utan má svo telja tónlistarskólunum til gildis hina mjög svo jákvæðu fé- lagsmótun, en.með nokkuð góðu.m rökum má fullyrða að ekkert sam- eini fólk - og jafnvel þjóðir - betur, en sameiginlegur söngur eða .hljóðfæraleikur. Órjúfanlegir menningu þjóðarinnar Tónlistarskólarnir eru orðnir hluti af menningu þjóðarinnar. Vegna stuðnings hins opinbera hafa sveitarfélög séð sér fært að siarfrækja þá. Lögin um styrk ríkis- ins hafa jafnað rétt þegnanna til náms (tónlistarnáms) eða eins og stundum er sagt, - stuðlað að jöfnum rétti til náms. Það að tónlistarskóli sé starfræktur í hverju héraði eða hverjum kaup- stað hefur einnig styrkt aðra starf- semi sem heyrir kannski ekki beint undir tónlistarskólana en er skyld starfsemi þeirra, eins og t.d. organ- istastörf við kirkjur, ýmiskonar kórstarfsemi, leiklistarstarfsemi, tónmenntarkennslu í grunnskólum og danshljómsveitir og annað samspil. Váleg tíðindi Fyrir nokkuð mörgum misserum var skipuð nefnd til að gera tillögur um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Ein breytingin sem nefndin gerði tillögu um var að sveitarfélögin tækju alfarið að sér rekstur og fjármögnun tónlistar- skólanna. Þessari tillögu var mót- mælt af flestum tónlistarskólum, þ.e. starfsmönnum þeirra og for- eldrum nemenda þegar taka átti frumvarp til laga um þessi efni til umræðu á Alþingi starfsárið 1978- 88. Ákvarðanatöku var því frestað um ár samkvæmt opinberum yfir- lýsingum, en margir alþingismenn og tónlistarskólamenn töldu að það orðalag þýddi í reynd að málið væri úr sögunni og að það myndi ekki verða tekið upp aftur. En því miður þá er það enn á ný til umræðu í menntamálaráðuneytinu og í nefnd þeirri sem ræðir tillögur um breytta verkaskipan ríkis og sveitarfélaga. Tilvist skólanna í hættu Af fenginni reynslu vita tónlist- armenn að lögin um fjárhagslegan stuðning ríkisins við tónlistarskól- ana var og er sú lágmarkstrygging sem gerir okkur kleift að reka tónlistarskóla vítt og breitt um landið. Tilvist flestra tónlistarskóla er í hættu ef ríkissjóður hættir beinum fjárstuðningi við þá og mun starf sumra skólanna fljótlega leggjast niður. Því er svo farið með grunnskólastarfið í landinu að ef sveitarfélögum hefði ekki verið skylt að halda uppi skólastarfi lögum samkvæmt þá væri enginn grunnskóli á mörgum stöðum þar sem liann er nú. Og jafnvel þó svo að uppbyggingarstarfi grunnskól- anna sé víða að mestu lokið þá er það ríkissjóður sem tryggir að starfsemin fari þar fram því hann borgar mest öll laún kennaranna, burt séð frá því hvort skólinn er stór eða lítill, hagkvæmur í rekstri eða ekki: Qg það er alveg Ijöst að grunnskólakennara fýsir ekki að sveitarstjórnir taki að sér að sjá urn launagreiðslur. Barátta ríkis og sveitarfélaga Oft hefur réttlæting minni sveit- arfélaga fyrir fjárframlagi til tón- listarskólareksturs verið sú að ríkissjóður legði fram sömu upp- hæð á móti. Þessi skoðun á sér éflaust djúpar rætur í samskiptum hinna opinberu stofnana en hún er eitt dæmi um það að framlag ríkisins er trygging fyrir því að um tónlistarskólarekstur sé rætt hjá sveitarstjórnum. Ef það á alfar.ið að vera á hendi sveitarfélaganna að fjármagna tónlistarskólarekstur er komin uppsú staðaaðsveitarfé- lag sem er ekki alltof vel statt fjárhagslega hefur í sjálfu sér eng- um fjármunum að tapa þó svo tónlistarkennsla leggist niður. Þessi togstreita á milli sveitarfélag- anna og ríkisins er á margan hátt lýjandi, en hún hefur samt tryggt tilvist tónlistarskólanna og sparnað í rekstri. Atvinnuöryggi AÍlur fjöldi tönlistarkennara býr og starfar við þær aðstæður að geta átt von á því á hverjum vetri að að ári sé ekki lengur þörf fyrir þá við tónlistarkennarastörf. Kemur þar margt til. Duttlungar menntamála- ráðuneytisins um hámark kennslu- stunda á komandi starfsári, duttl- ungar sveitarstjórnar um fjármagn til skólans á næsta almanaksári, duttlungar náttúrunnar þegar nem- endum fækkar skyndilega í skólan- um og fleiri óáran gerir það að verkum að á sumum stöðum er varla búandi við tónlistarstörf. Tónlistarkennarar eru réttinda- lausir menn, hafa engin fagleg og lögskráð réttindi og búa við vægast sagt lítið atvinnuöryggi. Það er sjálfsagt að aðstandendur tónlistar- skólanna réttlæti það á hverjum tíma fyrir sveitarstjórnum að fjár- munum sé eyðandi í tónlistarskóla- rekstur. Það höfum við líka gert og verður ekki annað sagt en að tónlistarskólarnir fái mikið aðhald um reksturinn enda hæg heimatök- in. Ríkissjóður hefur ekki þurft að hafa áhyggjur af því að fjármunum tónlistarskólanna væri illa varið. En verði sú breyting að sveitarfé- lögin sjái ein um tónlistarskóla- reksturinn má búast við því að margir tónlistarkennarar gefist hreinlega upp vegna þess álags og öryggisleysis sem fylgir starfinu. Nóg er álagið fyrir á marga þeirra af öðrum orsökum og þá sérstak- lega á fámennari stöðum þar sem þeir eru allt í öllu enda ekki mikið tónlistarkennaraval allsstaðar. Skref afturábak Þær tillögur sem til umræðu eru um það að sveitarfélögin sjái alfar- ið um rekstur tónlistarskólanna eru skref 26 ár aftur í tímann. Mjög mörg svcitarfélög hafa hvorki fjárhagslegt bölmagn eða nógu einarðan vilja til að reka tónlistarskóla án stuðnings ríkis- ins. Við munum því standa í sömu sporum og 1963 ef tillögurnar ná fram að ganga. Því miður þá hcfur þáð gerst ennþá einu sinni að í nefnd til að ræða alvarlcg málefni samfélagsins cr nær eingöngu skip- að mönnum úr slærri kaupstöðum eða af höfuðborgarsvæðinu, og við vitum það að þcir eiga oft í erfið- leikum með að setja sig í sporin okkar sem byggjum landið utan þéttbýlisins og skilja ekki hags- muni okkar. Ráðuneytismenn eru líka sama marki brenndir og nú hefur menntamálaráðuneytið rugl- að þessa umræðu með því að blanda saman við hana málcfnum tónmenntakennslu í grunnskólum, en hún er víða í miklum ólestri. Fagleg vandamál tónmennta- kennslu grunnskólanna verða ekki leyst af tónlistarskólunum. Það væri þá helst að slík mál væru leyst í samvinnu við tónlistarskóla á hverjum stað. Tónmenntakennsla er innanhússmál í grunnskólanum og er hluti af þeim aðferðum sem skólinn notar til að koma nemend- um sínum til þroska. Hér eru menn í menntamálaráðuneytinu að rugla saman umræðum um fjárhagslega verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga og svo faglegum málefnum skóla almennt. Skrefin áfram Nánustu framtíðaráform í þróun skólastarfsins komu fram í 12. gr. laganna frá 1985 um fjárhagslegan stuðning ríkisins. En þau áform hafa algjörlega brugðist hingað til. Þó er ennþá hægt að bæta úr og tónlistarskólamenn þurfa nú að standa saman og hrinda tilraunum þeim sem gerðar eru til að kippa undirstöðunum undan fjárhagsleg- um rekstri tónlistarskólanna. Við þurfum að fá menntamálaráðu- neytið til að framkvæma þær hug- myndir sem 12. gr. laganna kveður á um. Gleymum því ekki að ráðu- neytið er til að þjónusta okkur, en stundum dettur manni í hug að það sé einhverskonar kóngsríki og við skólafólkið þrælar sem ekki skipti máli hvernig farið er með. Ef menntamálaráðuneytið hefði séð sóma sinn í því að kotna í reglugerð þeim áformum sem um gat í 12. gr. laganna þá stæðum við mörgum skrefum framar í þróuninni. - þróun sem hlýtur að verða. Við eyðum hundruðum milljóna í tón- listarskólarekstur, en menntamála- ráðuneytið virðist ekki geta hugsað sér að ráða mann í eina stöðu (eitt fullt starf) námsstjóra tónlistar- skólanna sem hefði það sem verk- efni að samræma starf skólanna, skipuleggja námsskrárútgáfur, að- stoða við útgáfu íslenskra kennslu- bóka, undirbúa útgáfu á reglugerð um starfsréttindamál kennara tón- listarskólanna svo og þeirra nem- enda sem úts'krifást úr tónlistar- skólunum og fleira og fleifa. Það var framtíðarverkefni að fá ríkis- sjóð til að vera svcigjanlegri í fjárveitingum sínum til skólanna . því umfang þeirra ræðst af nem- ■endafjöldanum og hann sveiflast úpp eða niður frá ári til árs. Eins og allir vita hefur því verið haldið fram að þaö sé eðlilegt og óhjá- kvæmilegt að citthvert tregðu- lögniál cinkenni rckstur opinberra stofnana. En það er rugl og ekkert lögmál heldur aðeins gamall arfur úreltra starfshátta sem við þurfum að útrýma og hverfur kannski ekki fyrr cn ný kynslóð hcfur tekið við hjá hinu opinbera. Það kannast margir tónlistarskólar við það að reksturinn hafi dregist svo saman einhver árin vegna nemendafæðar að þeir hafi ekki nýtt fjárveitingu ríkissjóðs og sveitarfélagsins að fullu. En þegár nemendafjöldinn önnur ár var óvenjulega mikill þá var alveg vonlaust að fá starfsmenn hinna opinberu sjóða til að taka tillit til óvcnjulcgra aðstæðna Óg hlusta með skilningi á nokkur rök. Því miður kannast nær allir tónlist- arskólar við þetta og hafa þurft að sætta sig við þetta, en lifa þó í voninni um að þessu megi breyta. Að lokum Það sem hér að framan er skráð eru vandamálin eins og þau blasa við mér. Nefnd sú sem gerði þær tillögur að sveitarfélögin tækju al- farið við rekstri tónlistarskólanna hefur búið til stóran hluta þessara vandamála. Við skulum minnast þess að það hefur enginn haldið því fram að tilgangurinn með breytingunum sé að spara í rekstri tónlistarskólanna. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaganna hefur tryggt sparnað í rekstri og það fjármagn sem í skólana hefur verið lagt hefur nýst mjög vel. Athugum það að þó svo nefnd skipuð af menntamálaráðherra, sveitar- stjórnum eða alþingi geri tillögur um breytta skipan mála, þá þurfa þær ekkert endilega að vera algóð- ar, eru jafnvel ósköp einfaldlega til bölvunar og ætti því að vera vísað frá. Nefndarmenn eru jú bara venjulegir menn eins og við og jafn ófullkomnir. Það að berjast á móti þessum tillögum erekki íhaldssemi heldur aðeins eðlileg viðbrögð þess sem þekkir vel til þess verkefnis að halda uppi tónlistarstarfsemi með fingurna um alla þá þræði sem samfélag í dreifðri og fámennri byggð krefst. Búöardal, 21. mars 1989 Kjartan Eggertsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalasýslu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.