Tíminn - 31.05.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 31.05.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn Miðvikudagur 31. maí 1989 Þó allt benti til alvarlegs klofnings innan Nato um skammdrægar kjarnaflaugar, náði George Bush að sýna leiðtogahæfileika sína með róttæku tilboði um afvopnun og sameinaði ólík sjónarmið: FRÉTTAYFIRLIT WASHINGTON - Jim Wright forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sagðist óska þess að sérstök rannsóknar- nefnd þingsins, sem kannar hvort ásakanir um spillingu sem bornar hafa verið á hann eru réttar, léti málið niður falla eins og hann hefur reyndar krafist. Talið er að með þessu sé hann að undirbúa afsögn sína þó loðið sé. BOGÓTA - Lögreglumaður og þrír almennir borgarar létu lífið í Bogóta höfuðborg Kól- umbíu þegar sprengja sprakk í bifreið við höfuðstöðvar ör- yggislögreglunnar. Yfirmaður öryggislögreglunnar slapp ómeiddur, en sprengjan var greinilega ætluð honum. Hins vegar særðust nítján aðrir veg- farendur. isiaMrl® PEKING - Klnversk yfirvöld skýrðu frá því að ellefu manns hefðu verið handteknir í kjölfar mótmælaaðgerða stúdenta undanfarnar vikur. Eru þetta fyrstu yfirlýsingar þeirra um handtökur eftir að Li Peng og harðlínumennirnir urðu ofan á í baráttunni um völdin í komm- únistaflokknum. Það voru stúd-, entar, sem óku vélhjólum sín- , um vítt og breitt um Peking með tilheyrandi hávaða meðan á mótmælunum stóð, sem hafa verið handteknir fyrir að raska almennri reglu f borginni. BÚDAPEST - Kommún- istaflokkurinn sem er við völd í Ungverjalandi staðfesti það sem komið hef ur fram hjá ýms- um háttsettum stjórnmála- mönnum þar í landi, að Imre Nagy leiðtogi landsins ( upp- reisninni 1956 hafi veriðtekinn af lífi ólöglega eftir sýndarrétt- arhöld. Hann var hengdur á sínum tíma. AMRITSAR - Öfgadullir Sikhar skutu sjö lögreglumenn til bana í umsátri í Punjabhér- aði á norðanverðu Indlandi. Þegar fertugasti leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst benti allt til þess að árangur fundarins yrði lítill og að klofningur aðildarríkj- anna í afstöðunni til skammdrægra kjarnaflauga í Evrópu yrði einungis undirstrikaður. En þegar upp var staðið ríkti eining um lokayfirlýsingu fundarins þó hyldýpi hefði virst milli Bandaríkjamanna og Breta annars vegar og Vestur-Þjóðverja hins vegar. Eru þessi málalok talin stór- sigur fyrir George Bush forseta Bandaríkjanna sem sýndi það og sannaði að hann er fullfær um að leiða þetta volduga hernaðarbanda- lag. Það var einmitt tilboð Bush um niðurskurð á herafla Bandaríkja- manna í Evrópu sem braut ísinn á leiðtogafundinum og gerði Vestur- Þjóðverjum kleift að slaka aðeins á afstöðu sinni þannig að Bretar og Bandaríkjamenn gátu teygt sig til samkomulags. Tilboð Bush sem leiðtogafundur- inn samþykkti að leggja fyrir Var- sjárbandalagið í afvopnunarvið- ræðunum í Vín er á þá leið að Bandaríkjamenn fækki í herliði sínu í Evrópu um 20% þannig að eftir- leiðis verði 275 þúsund bandarískir hermenn í álfunni. Á móti fækki Sovétmenn í sínu herliði svo jafn- margir hermenn verði í þeirra liði. Þá er gert ráð fyrir að hvort hernaðarbandalag verði ekki með fleiri en 20 þúsund skriðdreka í Evrópu og að fækkað verði í flug- flota hernaðarbandalaganna. Legg- ur Bush áherslu á að afvopnunarvið- ræðunum í Vín verði lokið á sama tíma að ári og að fækkun í herliði verði lokið í seinasta lagi árið 1993. Með þessu hefur Bush svarað tillögum Gorbatsjof leiðtoga Sovét- ríkjanna, en hann hefur sett fram róttækar hugmyndir um fækkun í herafla hernaðarbandalaganna í Evrópu og hafið einhliða fækkun. Sovétmenn hafa fagnað þessum tillögum Atlantshafsbandalagsins og segja þær skref í rétta átt. Eftir að þessar tillögur Bush voru komnar í höfn var rætt um aðalá- greiningsmálið, skammdræg kjama- vopn í Evrópu. Þar var hyldýpi milli Vestur-Þjóðverja annars vegar og Herlið Nato á heræfingu í Vestur-Þýskalandi. Bush forseti Bandaríkjanna lagði fram tillögu um að Nato legði tilboð fyrir Varsjárbandalagið um verulega fækkun í herafla Bandaríkjamanna í Evrópu gegn því að Sovétríkin gerðu það sama, fækkun í skriðdrekaflota og flugflota hernaðarbandalaganna. Það var samþykkt og náðist einnig fullt samkomulag um skammdræg kjarnavopn, en deilan um þau hefur valdið klofningi innan Nato að undanförnu. Bandaríkjamanna hins vegar þegar fundurinn byrjaði. En leiðtogar Natoríkjanna sendu utanríkisráð- herra sína á fund á þriðjudagseftir- miðdag og skipuðu þeim að ná samkomulagi. Samkomulag náðist. Það kveður á um að Nato sé reiðubúið að ræða við Sovétríkin um niðurskurð skamm- drægra kjarnavopna í Evrópu. Það var óhagganleg krafa Vestur-Þjóð- verja, en Bretar og Bandaríkjamenn vildu ekkert við Sovétmenn tala um þessi vopn að sinni. Aftur á móti segir að viðræður þessar skuli hefjast eftir að sam- komulag hefur náðst í viðræðum um fækkun í hefðbundnum vígbúnaði í Evrópu. Lykillinn að þessu sam- komulagi er orðalagið „fækkun skammdrægra kjarnavopna að hluta“. Bandaríkjamenn og Bretar túlka það á þann veg að ekki skuli semja um algera útrýmingu slíkra vopna, en Vestur-Þjóðverjar ogítal- ar telja að slíkt sé enn í myndinni, þó síðar verði. Þá samþykktu Bandaríkjamenn og Bretar að fresta endurnýjun skammdrægra kjamaflauga í Evr- ópu til ársins 1992. Það var krafa Vestur- Þjóðverja, enda flestar skammdrægar kjarnaflaugar Nato staðsettar í Vestur-Þýskalandi. - Það var aðeins ein samioka á mann, en nægur bjór. Kannske þess- vegna náðum við samkomulagi, sagði einn ónefndur utanríkisráð- herra Nato eftir átta tíma fund í fyrrinótt þar sem utanríkisráðherrar Natoríkja þjörkuðu um lokayfirlýs- ingu leiðtogafundar Nato. Ráðherrarnir voru allir komnir á skyrtuna er leið á nóttu, nema hinn óaðfinnanlega klæddi utanríkisráð- herra Ítalíu Giulio Andreotti, enda heitt í troðfullu fundarherberginu og ákaft tekið á málum. Undir lokin var deilan um afstöð- una til viðræðna um skammdræg kjarnavopn í lokayfirlýsinguna aðal- lega milli Sir Geoffrey utanríkisráð- herra Bretlands og Hans-Dietrich Genscher utanríkisráðherra Vestur- Þýskalands, eftir að James Baker utanríkisráðherra Bandaríkjanna dró úr harðlínustefnu Bandaríkja- manna sem ríkt hefur undanfarnar vikur og valdið alvarlegum klofningi innan bandalagsins. Ljóst er að þetta samkomulag styrkir mjög Atlantshafsbandalagið, bæði í afvopnunarviðræðunum við Varsjárbandalagið, en ekki síður hvað varðar almenningsálit á Vest- urlöndum. Með tillögum sínum um niðurskurð í hefðbundnum vígbún- aði hafði Gorbatsjof mikið forskot í áróðursstríðinu, ekki síst eftir að hann hóf einhliða fækkun. Bush náði að koma sér jafnfætis Gorbat- sjof í afvopnunarmálunum með til- lögum sínum um afvopnun og Atl- antshafsbandalagið sýndi að þrátt fyrir allt gæti það staðið saman sem ein sterk heild gegn Varsjárbanda- lagsríkjunum. Neyðarástandi lýst yfir í Argentínu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Argentínu eftir að fjórir menn létust í hunguruppþoti í Rosario næst stærstu borga landsins og tvær öflugar sprengjur sprungu í höfuð- borginni Buenos Aires. Mikil ólga hefur ríkt í Argentínu eftir forseta- kosningarnar í síðasta mánuði þegar perónistinn Carlos Nemes var kjör- inn forseti, en núverandi forseti Raúl Alfonsín hefur neitað að láta af völdum fyrr en kjörtímabili hans lýkur þann ÍO.desember. Ástæða óeirðanna í Rosario og svipaðra uppákoma víðar um landið eru þær efnahagsaðgerðir sem Al- fonsín kynnti á sunnudagskvöld, en markmið þeirra er að bæta þá hrika- legu stöðu sem ríkir í efnahagsmál- um landsins. Aðgerðir Alfonsíns fela í sér strangt gjaldeyriseftirlit, hærri skatta og samdrátt í opinberri þjónustu. Hagfræðingar, verkalýðsleiðtogar og stjórnarandstæðingar staðhæfa að aðgerðir Alfonsín dugi skammt gegn verðbólgunni, sem var 70% í síðasta mánuði, og efnahagsóreiðunni yfir höfuð. Ríkisstjórnin sakar vinstrimenn um að hafa staðið að uppþotunum þar sem fátæklingar rændu og rupl- uðu á markaðnum í Rosario og í fátækrahverfum Buenos Aires. Hafa tveir þekktir vinstrimenn verið handteknir í Rosario með skamm- byssur á sér, en þar voru alls átta hundruð manns handteknir í óeirð- unum á mánudagskvöld. Kynþáttaólgan í Júgóslavíu: Albani drepinn í Kosovohéraði Albani var drepinn af lögreglu- mönnum í Kosovohéraði í Júgó- slavíu þegar kynþáttaóeirðir brut- ust þar út að nýju í gær. Nokkrir aðrir mótmælendur særðust þegar lögreglan lagði til atlögu við mót- mælagöngu Albana sem krefjast þess að Kosovohérað haldi sjálf- stjórn sinni, en Serbía hefur aftur náð ítökum í Kosovi eftir fimmtán ára sjálfstjóm héraðsins sem að mestu er byggt fólki af albönskum ættum. Mótmælagangan var farin í bæn- um Podujevo og báru göngumenn þjóðfána Albaníu auk kröfu- spjalda og hvöttu þeir aðra vegfar- endur að taka þátt í kröfugöng- unni. Sumir göngumanna huldu andlit sín og hófu grjótkast að lögreglunni, ef marka má frétt frá Tanjug fréttastofunni í Júgóslavíu. Lögreglan beitti táragasi á göngumenn og síðar skotvopnum, en samkvæmt fréttum Tanjug svör- uðu göngumenn einnig með skothríð. - Þetta voru fjandsamleg sam- skipti sem kenna má albanskri þjóðemishyggju og aðskilnaðar- stefnu, sagði Ali Sekali bæjarstjóri í Podujevo í Belgradútvarpinu. Við fordæmum slíkt. Þegar kynþáttaóeirðirnar brut- ust út í Kosovo í marsmánuði-lét lögreglumaður lífið í Podujevo. Þá féllu tuttugu og tveir menn í Kos- ovi, þar af tveir lögreglumenn. Eining leiðtoga NATO um afvopnun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.