Tíminn - 31.05.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.05.1989, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 31. maí 1989 Tíminn 13 ÚTLÖND iiiiiiiinii lllllllllllllllll Sex Líbanar handteknir á Kýpur vopnaðir sovéskum flugskeytum: Hugðust myrða Aoun leiðtoga kristinna Michcl Aoun leiðtogi krístinna manna í Líbanon var hcppinn að fara ekki til Casablanca á leiðtogafund Arababandalagsins. Hann hefði að líkindum verið skotinn niður yfir flugvellinum í Lacarna á Kýpur. Sex Líbanar voru teknir fastir á Kýpur um helgina grunaðir um að hafa ætlað að skjóta niður þyrlu Michel Aoun forsætisráðherra í her- stjórn kristinna í Líbanon, en hann átti að eiga leið um Kýpur þegar hann héldi til Casablanca þar sem leiðtoga- fundur Arababandalagsins var haldinn í síðustu viku. Aoun fór hins vegar ekki á leiðtogafundinn. Upp komst um ráðagerð Líban- anna þegar tveir áhugakafarar fundu tvö sovésk flugskeyti af SAM-7 gerð í sjónum við Lacarna á Kýpur á sunnudaginn. Flugskeytin eru hita- sækin og ætluðu mennimir að skjóta þeim að þyrlu Aouns er hún tæki á loft á Lacarnaflugtvelli. Fjórir Líbananna voru handteknir á mánudaginn í íbúð í Lacarna og fundust fimm AK-47 sjálfvirkir riffl- ar ásamt skotfærum og tuttugu hand- sprengjur í íbúðinni. Að auki vom þeir með í fórum sínum stjómtæki til að skjóta SAM-7 flugskeytum. Fimmti maðurinn hafði verið hand- tekinn á sunnudaginn og sá sjötti var handtekinn í gær. Talið er að fleiri menn hafi verið viðriðnir þetta mál, en kýpversk lögregluyfirvöld hafa verið tiltölu- lega þögul um rannsóknina. Hins vegar hefur hún staðfest að Aoun hafi verið skotmark sexmenning- anna. Michel Aoun hefur heitið því að hætta ekki baráttunni í borgarastyrj- öldinni í Líbanon fyrr en Sýrlending- ar hafi yfirgefið landið, en þeir hafa 40 þúsund manna herlið í Líbanon og hyggjast sitja þar sem fastast. Her El Salvador færir sig upp á skaftið j í baráttunni við Farabundo Marti þjóðfrelsishreyfinguna: Arás á Hondúras Herþotur frá E1 Salvador gerðu loftárásir á landa- mærahéruð í Hondúras og herlið frá E1 Salvador og Hondúras áttu í átökum við landamærin um helgina. Ekki var um að ræða eigin- lega innrás herliðs E1 Salva- dor á Hondúras, heldu beindust árásir EI Salva- dormanna að skæruliðum Farabundo Marti þjóðfrelsis- fylkingarinnar. Farabundo Marti berst gegn stjómvöldum í E1 Salvador og hafa aukið sókn sína gegn stjórnarhem- um undanfama daga í tilefni þess að forsetaskipti verða í landinu um mánaðamótin, en þá tekur hinn hægri sinnaði Cristiani við forseta- embættinu við litla hrifningu vinstri- manna. Eitthvað mannfall varð í átökun- um í Hondúras um helgina, féllu bæði óbreyttir borgarar, hermenn og liðsmenn Farabundo Marti. Ekki er þó enn vitað hve margir. Herinn í Hondúras hefur yfirleitt unnið með stjómarhemum í E1 Sal- vador í baráttunni gegn skæmliðum Farabundo Marti, sem oft og tíðum hafa leitað hælis yfir landamærin til Hondúras. Annars hefur Farabundo Marti stóra hluta E1 Salvador á sínu valdi og hafa gert bíræfnar árásir á stjórnarherinn og valdið stjórnvöld- um miklum usla. Til að mynda varð El Salvador meira og minna raf- magnslaust fyrir forsetakosningarn- ar eftir að skæruliðar Farabundo Marti höfðu sprengt upp spennu- stöðvar. Hondúras og E1 Salvador áttu í stríði árið 1969, svokölluðu „fót- boltastríði". Þá deildu ríkin um landssvæði. Hins vegar em taldar hverfandi líkur á að herir ríkjanna taki að berjast þó E1 Salvadorher hafi gert árás í land í Hondúras um helgina. VOPNA- BÚRI í NOREGI RÆNT Miklu magni vopna og skotfæra var stolið úr vopnabúri heimavarnar- liðsins í Mandal í suðurhluta Noregs um helgina og telur norska lögreglan líkur á að hryðjuverkamenn hafi verið að verki. Norsk blöð veltu þeim möguleika fyrir sér að vopnaþjófnaðurinn væri í tengslum við komu páfans til Noregs og að hryðjuverkamenn sæktust eftir lífi hans. Hins vegar tekur lögreglan fyrir þann möguleika og segir nær engar líkur á því, en páfinn kemur til Noregs á fimmtu- daginn. Fjörtíu skriðdrekaeldflaugum var stolið úr vonabúrinu, um hundrað handsprengjum og tvöþúsund skotum. - Við verðum að hafa augun vel opin, þetta eru ekki vopn sem notuð eru við fuglaskytterí, sagði Tor Helge Salomonsen talsmaður lög- reglunnar. Landnemar á hernumdu svæðunum í Palestínu í vígahug: GUÐFRÆÐI- NEMAR MYRTU UNGLING Hópur ísraelskra guðfræðinema gekk berserksgang í palestínska þorpinu Kifl Hareth á hinum her- numda Vesturbakka, skaut ungl- ingsstúlku til bana og særði tvo fullorðna. Guðfræðinemarnir eru allir land- nemar á Vesturbakkanum og voru að líkindum að hefna þess að rabbíi sem kennir þeim slasaðist er hann lenti í grjótkasti Palestínu- manna. Gyðingar sem tekið hafa sér bólfestu á hernumdu svæðunum hafa ráðist á þorp Palestínumanna, brotið þar og bramlað og tendrað elda hvern einasta dag undanfarnar tvær vikur. Rabbíi guðfræðistúd- entanna var einmitt grýttur í þess háttar aðför gyðinga. Yitzhak Shamír forsætisráð- herra ísraels sem yfirleitt hefur tekið afstöðu með hinum harðvít- ugu landnemum fordæmdi verknað guðfræðistúdentanna. Hann hafði skömmu áður fordæmt aðfarir landnemanna á hernumdu svæðun- um og sagði að það væri óþolandi að almenningur tæki lögin í sínar hendur, það væri hlutverk öryggis- lögreglunnar og hersins. Landnemarnir krefjast þess að fá heimild til að verja hendur sínar á hernumdu svæðunum með skot- vopnum, án þess að eiga yfir höfði sér handtökur og dóma. Seja þeir að stjórnvöld standi sig ekki í því að verja landnemana eins og skylda þeirra sé. Unglingsstúlkan í Kifl Harith var ekki eina fórnarlamb ofbeldis- ins á hernumdu svæðunum. Palest- ínumaður sem var við vinnu sína á dráttarvél var skotinn til bana og er ekki vitað hver morðinginn er. Aðalfundur SAMBANDS ISLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA verður haldinn dagana 5. og 6. júní 1989 í Sambandshúsinu, Kirkjusandi. Fundurinn hefst kl. 9 árdegis. $ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA SAMVINNU TRYGGINGAR ARMOLA 3 108 REYKJAVIK SIMI (91)681411 Aðalfundir Samvinnutrygginga g.t. og Líftrygg- ingafélagsins Andvöku verða haldnir í Ármúla 3, föstudaginn 30. júní n.k. og hefjast kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf auk breytinga á sam- þykktum Stjórnir félaganna. 25 ára karlmaður óskar eftir vinnu í sveit. Er nýkominn af vetrarver- tíð. Upplýsingar í síma 623294 og 14785. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför bróður okkar, mágs og fóstra Geirmundar Valtýssonar frá Seli í Landeyjum. Þórhildur Margrét Valtýsdóttir Þuríður Valtýsdóttir Helga Valtýsdóttir GrímurPálsson Karel Valtýsson Valtýr Sigurðsson Sverrir Kristjánsson. t Gestur Jónsson Bugðulæk 11, Reykjavík andaðist 21. mai síðastliðinn. Samkvæmt ósk hins látna hefur bálför farið fram i kyrrþey. Kristín Jónsdóttir Ófeigur Gestsson Þóra Gestsdóttir Sverrir Gestsson Tengdabörn og barnabörn t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi Torfi Hjartarson frá Grjóteyri andaðist að heimili sínu í Hafnarfirði þann 21. þ.m. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Guðný Guðmundsdóttir Guðmundur Bragi Torfason Sonja Larsen og barnabörn. ....... n i.ií n il ii ......i iimrnnfí

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.