Tíminn - 31.05.1989, Side 14

Tíminn - 31.05.1989, Side 14
14 Tíminn Miövikudagur 31. maí 1989 AÐ UTAN iiiiniii Barist fyrir því að dauðarefsing verði aftur tekin upp í New York Donald Trump, fasteigna- og spilavítaríkisbubbi, lætur sér ekki vaxa í augum háar upphæðir og þegar honum liggur eitthvert mál sérstaklega á hjarta horfir hann ekki í kostnaðinn við að ná sínu fram. Fyrir skemmstu vakti athygli þegar hann keypti heilsíðuauglýsingar í dagblöðum New York borgar fyrir alls 85.000 dollara, þar sem sagði: „Látið okkur aftur fá dauðarefsinguna - látið okkur aftur fá lögregluna“. Sama kvöld endurtók milljarðamæringurinn fyrir framan sjónvarpsvélar, reiðilegur á svip, það sem stóð í auglýsing- unum. „Ég hata þessa göturæningja og morðingja. Ef þeir drepa aðra á að drepa þá sjáifa,“ sagði hann. Tilefni reiði Trumps Tilefni þess að Donald Trump, og fleirum finnst nú nóg um óöld- ina í New York, var að í miðri borginni höfðu 6 svartir og spænskumælandi unglingar á aldr- inum 14-16 ára ráðist á 28 ára gamla konu þar sem hún skokkaði í Central Park 19. apríl sl. Þeir margnauðguðu henni og mis- þyrmdu henni svo að hún var meðvitundarlaus vikum saman. Slíkir atburðir, og aðrir álíka, gerast þúsundum saman í New York og mörgþúsund sinnum um öll Bandaríkin. Tugþúsundum saman verða Bandaríkjamenn fórnarlömb lögreglustjóra- og skotvopnadýrkunar í landinu. Sjöttu hverja mínútu er konu nauðgað og hlutur svartra kvenna í þeim hópi er ekki í neinu sam- ræmi við hlutfall þeirra með þjóð- inni. Svipað atvik sem ekki varð tilefni til kröfu um dauðarefsingu Þrem dögum eftir árásina í Central Park gerðist svipaður at- burður í New York, nema í þetta sinn var það svört kona sem varð fyrir barðinu á árásarmönnum. Henni var nauðgað uppi á þaki 21 hæðar húss í Manhattan og síðan hent út af þakbrúninni. Þar sem henni tókst að ná taki á sjónvarps- loftneti í fallinu hélt hún lífi. Þetta atvik vakti engan áhuga Donalds Trumps né stjórnmálamanna í New York. Árásin í Central Park bar allt annað yfirbragð, gæti hafa verið samin fyrir sápuóperu en útfærð í lífinu sjálfu. Fórnarlambið var hvítt og tilheyrði forréttindahópi. Konan útskrifaðist úr einum besta viðskiptaskóla landsins og gegndi hárri stöðu hjá verðbréfafyrirtæk- inu Salomon Brothers f Wall Street. Yfirmaður hennar skrifaði í blöðin eftir árásina að hún sam- einaði „bestu dyggðir Ameríku". Árásarmennirnir, sem réðust á konuna í skuggalegu horni garösins, eru aftur á móti þeirrar gerðar sem góðborgurum er óhætt að hneykslast á. Þeir koma ekki frá fátækrahverfum hvítra né úr eitur- lyfjaneytendahópum sem njóta vissrar meðaumkunar, heldur úr lægstu stétt þeldökkra. Og árásar- staðurinn er hvorki Harlem né Bronx heldur sjálfur Central Park. Þar höfðu þeir hlaupið um, í hóp- um og án markmiðs, bara í leit að einhverju að gera. Þeir höfðu vakið athygli í ná- grenninu mánuðum saman. í há- hýsahverfi í grenndinni, þar sem íbúarnir tilheyra lægri miðstétt, höfðu þeir brotið gluggarúður, gert skemmdarverk í anddyrum og bar- ið einn íbúanna sundur og saman við útidyrnar vegna þess að hann Börn að leik í fátækrahverfi í New York. Hvaða framtíð bíður þessara barna? neitaði að afhenda þeim peningana sína. Afskiptalausir meðboí garar Þeir eru vissulega ekki geðugir náungar. En í þessari borg lítur fólk undan þegar ógeðfelldir at- burðir verða samkvæmt kjörorð- inu: Bara ekki að verða vitni, bara ekki að lenda í rafeindarannsókn- arneti lögreglunnar. Og ekki taka neina áhættu úti á götu. Þegar allt kemur til alls eiga 70 milljónir Ameríkana a.m.k. eitt skotvopn hver. Lögreglan sjálf lítur líka gjarnan undan. Áður en hópurinn réðst á konuna 19. apríl höfðu þeir þegar ráðist að átta öðrum sem leið áttu um Central Park, og það ekki eingöngu konum. Fertugur maður sem slapp úr höndum þeirra lét lögregluna vita, en þessir verðir laga og réttar létu sér fátt um finnast. Sennilega heyra þeir sömu sögurnar á hverju kvöldi. Látið okkur fá lögregluna aftur sagði í auglýsingu Donalds Trump. Lögreglan fór eftirlitsferðir um garðinn að kvöld- og næturlagi. En gera má ráð fyrir að unglingarnir hafi átt auðvelt með að forðast skin ljóskastaranna og getað haldið iðju Spænskumælandi og svartir ungl- ingar eru ákærðir fyrir að hafa ráðist á hvíta konu í Central Park með hroðalegum afleiðingum. Þessi atburður varð til þess að Trump hóf herferð sína. sinni ótruflaðir áfram. Það sem þeir höfðust að í garðinum er nú kallað „Wilding“, þ.e. að upplifa eitthvað, ráfa um svæðið án nokk- urs leiðarenda. Trump og félagar vilja straumhvörf í New York j Þeir sem vilja hafa áhrif áj skoðanir fólks og hagræða hlutun- um eftir sínu höfði hafa tekið þetta tilfelli upp á sína arma af hreinni eðlishvöt um hvers það hóflausa og skelfilega, það heimskulega og þorstinn eftir því sem vekur athygli er megnugt. Þeir vilja nefnilega Donald Trump milljarðamæringur heimtar að aftur verði tekin upp dauðarefsing í New York. En hann vill líka sjá aðrar breytingar á valdahlutföllum þar. strauinhvörf í borginni og New York ríki. Þeir hafa úr nægum glæpum að moða þar sem þeldökk undirmenni ráðast gegn hvítu úrvalsfólki, dýrs- legar hvatir gegn hinum eilífu ljósastólpum bandaríska draums- ins. í fjölmiðlum í New York eru fyrst og fremst litaðir glæpamenn leiddir fyrir sjónir almennings. Það sem gerðist í Central Park 19. apríl er fyrir löngu orðið óháð gerendunum og fórnarlambinu. Sápuóperan heldur áfram af fullum krafti og framleiðir byggingarefni til að gera upp fjölmarga óupp- gerða reikninga milli þeirra sem ofbeldi eru beittir í borginni og þeirra sem beita ofbeldinu. Almenningar ætti að hafast eitthvað að, gegn aumum frjáls- lyndum og umfram allt gegn sál- fræðingunum - sem oft eru gyðing- ar - en þeir eru álitnir halda verndarhendi yfir gerendunum en ekki þolendunum. Og ekki síst gegn hinum frjálslynda ríkisstjóra í Albany, Mario Cuomo, draum- huganum sem er eindreginn and- stæðingur dauðarefsingar. Og ekki má gleyma borgarstjóranum Ed Koch sem fallinn er í ónáð. Þetta er fólkið sem Trump vildi helst sjá gert áhrifalaust. Óskaborgarstjóri Trumps er... Trump og skoðanabræður hans vilja sjá mann laga og reglna, saksóknarann Rudolf Giuliani sem borgarstjóra. Hann er ekki svartur, ekki gyðingur og ekki fulltrúi gam- alla auðæfa. Hann er hins vegar andstæðingur mafíunnar, Wall Street og spillingarinnar í Demó- krataflokknum. Giuliani myndi koma ástandinu í borginni í lag. í blöðunum er haft eftir honum að hann myndi fara fram á dauðarefs- ingu fyrir alvarlega glæpi sem framdir væru í Central Park. Og hvað ef þeir sem þá drýgja eru eru undir lögaldri er þá spurt. Giuliani mótmælir því að það megi skilja orð hans þannig að hann vildi taka þá af lífi og dregur orð sín varlega aftur. Samt sem áður væru hin miklu auðæfi Trumps góður bakhjarl fyrir Giuliani. Og milljónamæringurinn hefur safnað 250.000 dollurum fyrir skjólstæð- ing sinn með því að halda matar- boð fyrir ríka fólkið. Þar með sjá aðrir sem hafa áhuga á að taka við embættinu eftir Koch sæng sína upp reidda. Þetta á ekki síst við um David Dinkins, svartan bæjarstjóra þess borgarhluta New York sem nefnist Manhattan þar sem Central Park er. Hann hefur þegar tilkynnt framboð sitt til borgarstjóraem- bættisins þegar Koch hættir. En Dinkins er nú tekinn í karphúsið og þar leggjast allir á eitt, Trump, Giuliani og, að vísu ekki eins skýrt, Koch. Nú er sagt: Hvað, svartur borgarstjóri, og það einmitt núna? Ef Dinkins leggur of mikla áherslu á glæpinn í Central Park, glatar hann tiltrú annarra svartra. Þeir hafa þegar fengið nóg af því að enn eigi þeirra fólk sök á ódæði. Geri hann hins vegar of lítið úr árásinni í Central Park fær hann að heyra úr annarri átt: Jæja, þessi Dinkins hylmir yfir með glæpa- lýðnum í Central Park. Það skiptir engu máli að hver sá sem hefur minnstu skynsami lítur ekki á árásina í garðinum sem kynþáttaglæp. Þar voru það ekki svartir gegn hvítum, heldur krafta- karlar sem réðust á konu. Það verður hins vegar að túlka það sem kynþáttaglæp, á þann hátt er miklu auðveldara að „selja“ dauðarefs- inguna. Taki New York ríki upp dauðarefsingu að nýju fylgja öll Bandaríkin eftir Allt í allt 13 sinnum síðan um miðjan áttunda áratuginn hafa ríkisstjórar New York ríkis komið í veg fyrir að lög um að taka aftur upp dauðarefsingu næðu fram að ganga með því að beita neitunar- valdi. New York ríki er því eitt af 13 ríkjum Bandaríkjanna þar sem dauðarefsing er ekki til skv. lögum. En stórlaxarnir sem aðhyllast hefndarréttlæti halda ótrauðir sínu striki. Það getur farið eftir því hvemig atkvæði falla í New York hvort þessi helgisiðadauðdagi, sem er á valdi einstakra ríkja, verður tekinn upp að nýju um öll Banda- ríkin. Og líkumar á því hafa aldrei verið eins miklar og nú. Neitunarvald ríkisstjóra New York ríkis getur nefnilega verið brotið á bak aftur með tveggja þriðju hluta meirihluta atkvæða í ríkisþinginu. Og í þinginu í Al- bany, þar sem íhaldsmenn hafa töglin og hagldimar, vantar aðeins eitt atkvæði þar upp á. Tmmp og lúðrablásarar hans blása þess vegna atvikið í Central Park upp til að vinna þetta eina atkvæði á sitt band og horfa ekki í kostnað í þeim tilgangi. „Nú kemur Donald Trump með sína endan- legu lausn: Drepið þá,“ skrifar Pete Hamill í New York Post.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.