Tíminn - 15.06.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.06.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 15. júní 1989 Tíminn 3 Lögmaður Halls Magnússonar segir að Þórir Stephensen gegni ekki opinberu starfi samkvæmt lögum: Staðarhaldari jafngildur malbikunarstöðvarstjóra Starf Þórís Stephensen sem staðarhaldari í Viðey er ekki opinber staða sem skilgreind er í lögum. Starf staðarhald- ara er sambærilegt starfi forstöðumanns borgarfyrirtækis, t.d. forstöðumanns malbikunarstöðvar borgarinnar. Hann nýtur því engrar verndar sem opinber starfsmaður samkv. 108. gr. hegningaríaga sagði lögmaður Halls Magnússonar blaðamanns við málflutning fyrir Sakadómi í gær. í gær fór fram málflutningur í máli ríkissaksóknara gegn Halli Magnússyni vegna greinar sem Hallur skrifaði í Tímann s.l. sumar af því tilefni er jafnað var yfir kirkjugarðinn í Viðey. Ríkissaksóknari höfðar málið á grundvelli 108. greinar hegningar- laga frá 1940 en þar segir: „Hver sem hefur í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum eða ærumeið- andi aðdróttanir við opinberan starfsmann þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu, eða við hann, eða um hann út af því, skal sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að þremur árum. Aðdróttun, þótt sönnuð sé, varðar sektum sé hún borin fram á ótilhlýðilegan hátt.“ Málflutningur var aðeins af hálfu lögmanns Halls, en hann áskildi skjólstæðingi sínum allan rétt til réttarfarsúrræða á síðari dómsstig- um vegna þess að ákæruvaldið hafi ekki sinnt hlutverki sínu í málinu heldur lagt sækjandaábyrgð sína á herðar dómarans í málinu en þetta tíðkast í opinberum málum (enn a.m.k.). Ragnar gagnrýndi þetta fyrirkomulag ítrekað í málsvöm sinni. Kröfur Ríkissaksóknara eru þær að Hallur Magnússon verði dæmd- ur til refsingar á grundvelli 108. gr. almennra hegningarlaga frá 1940 og ummæli hans um Þóri Stephen- sen í greininni verði dæmd dauð og ómerk, hann greiði Þóri miskabæt- ur sem Þórir hefur sjálfur óskað eftir að verði 250 þúsund krónur. Að auki verði Hallur dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. Séra Þórir Stephensen hefur farið fram á 250 þúsund krónur í skaðabætur vegna skrifa Halls Magnússonar blaðamanns. Lögmaður Halls; Ragnar Aðal- steinsson krafðist þess að Hallur yrði sýknaður af kröfum ríkissak- sóknara og yrði dæmd hæfileg málsvamarlaun. Ragnar sagði í varnarræðu sinni að ákafi ríkis- saksóknara í máli þessu hefði verið mikill og hann hefði rekið málið á allt annan og meir afgerandi hátt en annað mál af svipuðu efni. Verjandi lagði fram gögn sem hann sagði sanna orð Halls í um- ræddri grein um að Þórir biandaði pólitfk inn í Guðs orð, að Þórir hefði verið sjálfskipaður staðar- haldari í Viðey á þeim tíma sem rótað var upp kirkjugarðinum í Viðey, og að staðið hefði verið að umrótinu í kirkjugarðinum í Viðey á ólögmætan og ósmekklegan hátt. Þá benti Ragnar á það furðulega réttarfar sem viðgengst í opinber- um málum og fram kemur í þessu máli á þann hátt að Þórir Stephen- sen er í raun aðili að þessu máli og gerir skaðabótakröfu á hendur Halli. Hann hefði þó komið fyrir réttinn sem vitni. Ragnar krafðist þess að samkvæmt hagsmunum Þóris í málinu yrði ekkert lagt upp úr vitnisburði hans. - sá Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins: Efnt verði til kosninga Míðstjórn Sjálfstæðisflokksins telur brýnt að efnt verði til kosninga svo fljótt sem verða má til að koma í veg fyrir þá sundrungu og upplausn sem hlýst af fjölflokka vinstrí stjórn. Þetta kemur fram í ályktun sem miðstjómin hefur sent frá sér. 1 ályktuninni segir ennfremur m. a. að stefna núverandi ríkisstjómar hafi leitt til þess að ófremdarástand hafi skapast í íslensku þjóðfélagi. „Stefna ríkisstjómarinnar hefur beðið skipbrot og hún stendur ráð- þrota frammi fyrir afleiðingum þess. Hún er rúin trausti almennings.“ Eins og segir orðrétt í ályktuninni. Þá segir einnig að ríkisstjómin hafi við gerð kjarasamninga gefið fyrirheit um kaupmátt og verðlags- mál sem augljóst hafi verið að hún ætlaði að svíkja. Fyrirheit sem hafi verið gefin atvinnuvegunum hafi gengið þvert á loforð gagnvart launþegum. Ríkistjómin hafi því svikið bæði launafólkið og atvinnu- fyrirtækin. I framhaldi af gagnrýni sinni á ríkisstjómina leggur miðstjómin áherslu á að snúið verði af braut vinstri stefnunnar og leggur í því sambandi m.a. áherslu á eftirfar- andi: Með almennum aðgerðum, sér- staklega á sviði skattamála, verði eiginfjárstaða íslenskra fyrirtækja bætt. Miilifærslu- og íhlutunarsjóðir ríkisstjómarinnar verði lagðir niður. Gerð verði áætlun um spamað og skipulagsbreytingar í ríkisrekstri. Byrjað verði á endurskipulagningu Stjómarráðsins með sammna ráðu- neyta en með markvissum langtíma- aðgerðum megi skapa raunhæf skil- yrði fyrir því að draga úr skatt- heimtu. Óhjákvæmilegt sé að afnema þeg- ar í stað þá óréttlátu eignaskatts- hækkun er ríkistjómin ákvað s.l. vetur. Þá ítrekar miðstjómin fyrri tillög- ur Sjálfstæðisflokksins um leiðir til þess að lækka verð á matvælum. í lokaorðum ályktunarinnar segir að núverandi ríkisstjóm hafi tekið hagsmuni ríkissjóðs fram yfir hag heimila og þarfir atvinnuvega. SSH Reykjavík: Malbikað á 43 kílómetra Reykjavíkurborg fyrirhugar að verja um 195 milljónum króna í vegamalbikun ■ sumar og er það svipuð fjárhæð og notuð var s.l. sumar. Um 43 kflómetrar verða malbikaðir og þar ef eru 15 km nýir vegir. Um 110 milljónir fara í malbikun á gömlum vegum, eða 25 þúsund tonn af malbiki. Þá verða nokkrir vegir „fræsaðir“ fyrir um 10 miUjónir og 75 miUjónir fara í nýbyggingar. Þær götur sem malbikunarframkvæmdir verða á eru m.a. Hringbraut, Kringlumýrarbraut og Miklabraut auk nokkurra smærri gatna. Nýir vegir verða aðaUega lagðir í Grafarvoginum. GS Styrkveitingar úr Rannsóknarsjóði: Nýjar aðferðir við söltun og reykingu Bráðlega hefjast tilraunir á nýjum aðferðum við söltun og reykingu á hangikjöti. Tilraunimar verða framkvæmdar af Rannsóknarstofnun landbúnaðarins í samvinnu við Sláturfé- lag Suðurlands og Goða. Hlutaðeigandi aðilum var nýveríð veittur styrkur að upphæð 750 þúsund krónur úr Rannsóknar- sjóði Rannsóknarráðs ríkisins. „í söltuninni munum við reyna að bæta ýmsa eiginleika kjötsins svo sem bragð lit og annað. Auk þess að draga úr myndun á óæskilegum efn- um með því að nota lifandi gerla í pækilinn sem við notum. Verkefnið feist í því að finna þá stofna þessara gerla sem best henta hangikjötinu," sagði Guðjón Þorkelsson hjá RALA í samtali við Tímann. Af og til hefur komið fyrir að nokkur mismunur hefur verið á kjöti eftir söltun en með gerlunum er ætlunin að koma í veg fyrir það og tryggja betra bragð. Þetta á einkum við um sprautusaltað hangikjöt þar sem hætta hefur verið á gerlavexti sem leiða til skerts geymsluþols. í nýju aðferðinni er um að ræða gerlastofna sem hafa verið ræktaðir upp í Þýskalandi og notaðir við söltun á hráskinku. Jafnframt verða prófaðir nýir reykofnar. „Það verkefni felst í kald- reykingu á kjöti en með því er hægt að stytta reyktímann mjög mikið. Fyrirtækin þurfa að stilla sína fram- leiðslu að nýrri reykaðferð og við munum prófa hana. Þessi nýja að- ferð gefur ákveðna möguleika í sambandi við nýjar vörutegundir og reynt verður að finna nýjar afurðir," sagði Guðjón. Fyrirtækin hafa hingað til þurft að glíma við ákveðin vandamál í reyk- ingu, í tengslum við lengd reyktím- ans. „Það hefur verið erfitt að stýra öllum skilyrðum í reykingunni, eins og rakastigi, hita og öðru. Nú standa vonir til að framieiðslan verði mun jafnari. Fyrir utan það að þegar framleiðslutíminn er styttur verður framleiðslan hagkvæmri og nýting hráefnisins betri,“ sagði Guðjón. Forráðmenn fyrirtækjanna hafa ennþá ekki gert sér fulla grein fyrir spamaði sem af þessu leiðir þar sem tilraunimar em skammt á veg komnar. Að sögn Guðjóns er ætlun- in að það verði athugað von bráðar. Bæði söltun með gerlum og nýju reykofnarnir hafa verið notuð er- lendis með góðum árangri. „Þetta hefur bæði verið notað í Þýskalandi, Danmörku og fleiri löndum. En við höfum aldrei prófað gerlana á ís- lenskt kjöt og tilraununum er ætlað að leiða í ljós hvernig það gefst,“ sagði Guðjón. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.