Tíminn - 15.06.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.06.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 15. júní 1989 Tíminn 5 ' Von bráðar hefja íslendingar sínar árlegu veiðar á hvölum í vísindaskyni og þegar hefur verið tekið til við að undirbúa skipin. Eitt þeirra er Hvalur 8 sem sést hér á siglingu í Reykjavíkurhöfn. Tímamynd:Pje*ur Ársfundur Alþjóöahvalveiðiráösins í San Diego: AFANGASIGURI HVALASTRÍÐINU í gær var samþykkt ályktunartillaga varðandi hvalveiðar íslendinga í vísindaskyni á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðs- ins. Líta má samþykkt tillögunnar sem vissan sigur fyrir íslendinga þar sem í henni kemur fram viðurkenning á hvalarannsóknunum og hvað varðar fyrirhugaðar veiðar á langreyði fá íslendingar sjálfdæmi varðandi það hve mörg dýr skulu veidd. að veiða í sumar en áætlunin gerir ráð fyrir að veidd verði 80 dýr. Ályktunartillagan var flutt af ellefu aðildarríkjum hvalveiðiráðs- ins þar á meðal Bandaríkjunum, Vestur-Þýskalandi, Sviss og Sví- þjóð sem hingað til hafa gagnrýnt vísindaveiðarnar harðlega. í ályktuninni segir að hvalataln- ingar lslendinga hafi verið mikil- vægt framlag til vitneskju um hvalastofna í Norður-Atlantshafi og að rannsóknir íslendinga hafi verið framkvæmdar af vísindalegri nákvæmni. í ályktuninni kemur einnig fram að íslendingar hafi uppfyllt fyrir- heit um það að leggja fram sérstaka skýrslu um niðurstöður vísindaá- ætlunarinnar frá 1988. Þá hafi ís- lenska sendinefndin skýrt frá því að fallið hafi verið frá veiði á tíu sandreyðum sem fyrirhugaðar voru í sumar. Þá er mælst til þess við íslendinga að þeir endurskoði þann fjölda langreyða sem fyrirhugað er í tilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu sem send var fjölmiðlum í gær segir að ályktunartillagan sé viðsættanleg fyrir íslendinga og samráð hafi verið haft um frágang hennar við íslensku sendinefndina. Þar segir einnig að tillaga þessi beri vott um vaxandi vilja til samstarfs milli aðildarríkja Alþjóðahval- veiðiráðsins og aukins skilnings á vísindarannsóknum íslendinga. Á fundi ráðsins í gær bauð talsmaður íslensku sendinefndar- innar að aðalfundur ráðsins árið 1991 yrði haldinn í Reykjavík. Var það boð þegið með lófataki. Þess má að lokum geta að tölu- verður fjöldi meðlima í samtökum Grænfriðunga og annarra samtaka sem berjast gegn vísindaveiðun- um, söfnuðust saman fyrir utan fundarstað hvalveiðiráðsins í San Diego í gær til að krefjast þess að hvalveiðum í vísindaskyni verði hætt. SSH Benedikt biður um lausn frá störfum Benedikt Gröndal sendiherra hef- ur farið þess á leit við forseta íslands að honum verði veitt lausn frá em- bætti. Ástæða beiðninnar er ágrein- ingur milli Benedikts og Jóns Bald- vins Hannibalssonar utanríkisráð- herra, m.a. um ferðalög sendiherr- ans til þeirra landa er hann starfar fyrir. Benedikt hefur að undanförnu starfað sem svokallaður heimasendi- herra. Hann hefur verið sendiherra fjölmargra fjarlægra ríkja, eins og Japan, Kína og Tælands og Ástralíu en hefur haft aðsetur og skrifstofur í utnaríkisráðuneytinu í Reykjavík. Ágreiningur sendiherrans og utanríkisráðherra snýst um það að hingað til hefur það tíðkast að heimasendiherrar heimsæki einu sinni á ári þau lönd er þeir starfa fyrir. Eftir að Jón Baldvin Hanni- balsson tók við starfi utanríkisráð- herra hafa þessi ferðalög verið skor- in niður og hefur Benedikt m.a. verið í ferðabanni allt þetta ár. Benedikt hefur farið fram á að verða leystur frá störfum frá og með 1. september. SSH Atvinnulaus- ir 2.500 í maílok Skráð atvinnuleysi minnkaði ekk- ert frá april til maí. f stað þeirra sem fengu vinnu kom atvinnulaust skóla- fólk á skrá. Atvinnuleysi í maí svaraði til þess að 1.800 manns hafi að meðaltali vantað starf allan maí- mánuð, sem er rúmlega þrefalt fleiri en í maí i fyrra. Þann 31. maí s.l. voru 2.510 manns skráðir atvinnu- lausir á landinu öllu. Þar af voru 1.600 á skrá í Reykjavík, hvar af námsmenn töldu 660 manns. Ekki aðeins eru atvinnuleysistölur fyrir maí svo að segja óbreyttar frá aprílmánuði yfir landið í heild. Þær eru einnig nær óbreyttar í hverjum landshluta fyrir sig og sömuleiðis á nær öllum stöðum innan landshlut- anna. Einu verulegu breytingarnar eru að atvinnulausum fjölgaði úr engum í 12 í Stykkishólmi, úr 14 í 20 á Fáskrúðsfírði og úr 45 í 65 atvinnu- lausa allan maímánuð á Stöðvar- firði, sem er hlutfallslega mjög há tala. Aftur á móti fækkaði þeim úr 38 í 6 á Vopnafirði og úr 10 niður í 5 í Breiðdalsvík. Af öllum atvinnulausum voru 55% konur og 45% karlar. - HEI Heildargrálúðuaflmn orðinn 41 þúsund tonn Heildargrálúðuaflinn það sem af er árinu er orðinn 41.731 tonn, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiski- félags íslands, en á sama tímabili í fyrra var grálúðuaflinn 34.235 tonn. Meginhluti grálúðuaflans veiddist í maí, en þá voru veidd samtals 29.794 tonn. Þorskafli sem af er árinu var frá janúar til maí samtals 187.115 tonn en var í fyrra á sama tímabili 180.914 tonn, en ef miðað er við þorskafla í maí, þá veiddust 25.423 tonn í maí á þessu ári, en í fyrra á sama tíma veiddust 29.262 tonn. Heildarafli allra skipa í maí nam 76.482 tonnum, þar af var afli togara 45.878 tonn og vó grálúðan um 28 þúsund tonn og þorskur 8.127 tonn. Afli báta á sama tíma var 25.807 tonn, þar af var þorskur 13.174 tonn og afli smábátá var 4.797 tonn, þar af var þorskur 4.122 tonn. Frá janúar til loka maí, hafa 945.440 tonn borist á land og eru þá allar tegundir taldar saman, það er réttum 2000 tonnum minni afli en á sama tímabili í fyrra. Heildarafli togara á þessu tímabili var 168.794 tonn, báta 759.625 tonn, munar þar mestu um loðnuna og afli smábáta var rúm 17 tonn. Af einstökum löndunarstöðum barst mest á land í Vestmannaeyj- um, eða 6.974 tonn, en í sama mánuði í fyrra bárust 5.857 tonn á land. Næst kemur Hafnarfjörður með 6.935 tonn, þá Reykjavík með 5.999 tonn, Akureyri með 3.803 tonn, Grindavík með 3.563 tonn, Sandgerði með 3.389 tonn og í sjöunda sæti er ísafjörður með 3.155 -ABÓ Átak í landgræðslu gengur vonum framar: Tugir milljóna renna í landgrædsluátakið íslenska þjóðin hefur tekið mjög vel í söfnun Átaks í landgræðslu og hafa þegar selst happdrættismiðar fyrir á þriðja tug milljóna króna. Enn eru nokkrir dagar eftir því dregið verður þann átjánda júní. Fram að því hefur verið dregin út ein bifreið á degi hverjum síðan á laugardag, án þess þó að nokkur hafi enn gefið sig fram sem vinningshafi. Grétar Bergmann, fram- kvæmdastjóri söfnunarinnar, sagði í samtali við Tímann í gær að það væri greinilegt að þegar samdráttur væri mikill í þjóðfélaginu væru draumar þjóðarinnar hvað stærstir. „Við búum í hrjóstrugu landi og það er greinlegt að þjóðin veit að okkur ber skylda til að berjast fyrir uppgræðslu þess,“ sagði Grétar. Hann segist aldrei hafa unnið að söfnun eða happdrætti sem náð hefur jafn víðtækum undirtektum og þessi. Nefndi hann sem dæmi að bjartsýnir menn hefðu gert sér vonir um að fá 16-17 milljónir króna til landgræðslu með þessu happdrætti. Sveinn Runólfsson, land- græðslustjóri, sagði í samtali við Tímann, að hann væri afar ánægð- .ur með framtaksemi þessa hóps sem stendu að Átaki til land- græðslu. Allurágóði söfnunarinnar núna mun renna til forgangsverk- efna víða um land á vegum Land- græðslunnar. Landgræðslusvæði við Mývatn, og í uppsveitum Rang- árvalla-, Ámes- og Skaftafellssýsl- um eru efst á blaði en vfða um land em minni eða stærri forgangsverk- efni. - KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.