Tíminn - 15.06.1989, Blaðsíða 20
AUGLYSINGASÍMAR: 680001 —686300
RÍKISSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Hotnarhúsinu v/Tryggvagotu,
S 28822
i
0
SAMVINNUBANKI iSLANDS HF.
ÞRDSTUR
685060
VANIR MENN
PÓSTFAX
TÍMANS
687691
Tíininn
FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ1989 '
Þingflokksfundur framsóknarmanna um sölu Útvegsbankans hf. í gærkvöldi:
Athugasemdir varðandi
verð og málsmeðferðina
Sala Útvegsbanka íslands hf. var rædd í gær á tveggja
klukkutíma löngum þingflokksfundi Framsóknarflokks-
ins. Ekki var gengið frá neinum samþykktum en fram
komu nokkrar athugasemdir við málsmeðferð og söluverð
hlutabréfa ríkissjóðs í bankanum.
„Menn véfengja ekki forræði við-
skiptaráðherra í þessu máli, þá
verður það að teljast eðlileg sam-
skiptaregla í jafn veigamiklu máli
að samkomulagið, eða drög að
samkomulaginu, sé lagt fyrir ríkis-
stjórn áður en ákvörðun var
tekin,“ sagði Guðmundur Bjarna-
son, heilbrigðis- og tryggingaráð-
herra, í samtali við Tímann í gær.
Á fundinum komu einnig fram
athugasemdir um verðlagningu
hlutabréfa ríkisins í Útvegsbank-
anum. Að sögn Guðmundar var
fyrst og fremst óánægja með þann
lið samningsiris að heildarverðið
var ekki meira en 1.450 milljónir
króna. Töldu þingmenn sig hafa
staðfestingar fyrir því að hlutur
ríkisins í bankanum hafi verið
meira virði en þessi tala gefur til
kynna. „Menn töldu að svo miklir
óvissuþættir, eins og t.d. frekari
afskriftir skulda og rekstrárhalli
ættu að hafa gefið þá niðurstöðu
að upphaflegt verð fyrir leiðrétt-
ingu hefði átt að vera hærra,“
sagði Guðmundur.
Samkvæmt heimildum Tímans
mun forsætisráðherra bera fram
þær helstu athugasemdir sem fram
komu á þessum þingflokksfundi á
ríkisstjórnarfundi í dag.
Sölumál þessi höfðu verið rædd
í ríkisstjórn og mun viðskiptaráð-
herra, Jón Sigurðsson, hafa til-
kynnt hvaða aðilar hygðust kaupa
hlutabréfin. Hins vegar mun það
nú vera gagnrýnt að ekki voru
lögð fram nein drög að samkomu-
lagi við kaupendur bréfanna áður
en til undirritunar viðskiptaráð-
herra kom.
„Framsóknarflokkurinn er ekki
að krefjast þess að málið verði
tekið upp, en á þessum fundi
komu fram mjög ákveðnar at-
hugasemdir um söluverð og máls-
meðferð," sagði Guðmundur
Bjamason. KB
Yfir mánaöargamall
samningur viö lyfja-
fræðinga enn ósamþykktur:
Erfiður
„biti“?
Þótt meira en mánuður sé síðan
samninganefndir skrifuðu undir
kjarasamninga við lyfjafræðinga
utan ríkisstofnana, er dæmi þess að
lyfjafræðingar fái enn greidd laun
eftir gamla samningnum.
Ástæða þessa er sú, að formlega
hefur samningurinn ekki ennþá tek-
ið gildi, þar sem Vinnuveitendasam-
bandið hefur ennþá ekki samþykkt
hann (eða synjað honum). Eins og
áður hefur verið frá skýrt hljóðaði
þessi samningur upp á 10-15 þús. kr.
taxtahækkanir (13,4%) frá 1. maí
s.l., og var undirritaður af samninga-
nefndum þann 11. maí. Verður því
ekki betur séð en að sá „biti“ standi
í einhverjum í Garðastrætinu, þar
sem 2.000 kr. taxtahækkun til verka-
fólks þótti úr hófi fram eins og flestir
muna. - HEI
.......■■*?•■■■
Austurríkismenn sluppu með skrekkinn í knattspyrnulandsleiknum í gærkvöldi. Sigurður Grétarsson skaut í þverslá
í síðari hálfleik og brenndi síðan af í opnu færi. Islenska iiðið sótti látlaust alian leikinn, en Austurríkismenn vörðust
ye|# Tímamynd: Pjetur.
Markalaust jafntefli
gegn Austurríki:
RÍFLEGA
10.000
FÓRUÁ
VÖLLINN
Það ríkti geysileg stemmning á
Laugardalsvellinum f gærkvöldi er
íslendingar og Austurríkismenn átt-
ust við í knattspyrnu. Ríflega tíu
þúsund áhorfendur greiddu að-
gangseyri og nokkuð var um boðs-
miða. Lokatölur leiksins voru þær
sömu og upphafstölurnar. Hvorugt
liðið gerði mark.
íslendingar óðu í marktækifærum,
sem ekki nýttust og verður því
sennilega lítið úr Ítalíuför landsliðs
íslands á næsta ári er leikið verður
til úrslita í Heimsmeistarakeppn-
inni.
Sjá nánar bls. 18 og 19
Séð fyrir endann á störfum nefndar skipaðrar til endurskoðunar barnaverndarlaga:
Leggja til verulegar breytingar á lögunum
Nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins hefur skilað
ráðherra frumdrögum að frumvarpi til breytinga á barna-
verndarlögum. í drögunum er gert ráð fyrir umtalsverðum
breytingum á lögunum. Nefndin vinnur nú að nánari útfærslu
frumvarpsins og er gert ráð fyrir að því verði skilað fullgerðu
innan nokkurra mánaða.
Meginbreytingarnar felast meðal
annars í því að lagt er til að barna-
verndarmál verði færð undir umsjón
félagsmálaráðuneytis í stað þess að
heyra undir menntamálaráðuneytið
eins og verið hefur. „Það hafa verið
lögð fram drög áður þar sem gert
hefur verið ráð fyrir þessari tilfærslu
þó að ný barnavemdarlög hafi ekki
verið samþykkt síðan 1966. Bæði
menntamálaráðherra og félagsmála-
ráðherra eru samþykkir þessu,“
sagði lögfræðingur bamaverndar-
ráðs Guðrún Hreiðarsdóttir í samtali
við Tímann.
Jafnframt er lagt til að barna-í
verndarumdæmi verði stækkuð
verulega. Eins og málum er háttað í
dag eru barnaverndarnefndir í hverj-
um hreppi landsins sem eru vel yfir
tvö hundruð talsins, undir yfirum-
sjón barnaverndarráðs sem áfrýjun-
araðila með leiðbeiningarskyldu.
„Nefndirnar eru margar hverjar
ákaflega litlar og vanmegnugar ef
ppp koma erfið vandamál. Á
minnstu stöðunum hafa þær oft á
tíðum ekki á að skipa fólki mennt-
uðu til að takast á við þessi atriði,
vantar fjármagn og svo framvegis,“
sagði Guðrún.
Einnig er stefnt að því að tryggja
betur og kveða skýrar á um réttarör-
yggi og réttarstöðu barna. Til dæmis
í sambandi við börn sem tekin eru í
fóstur og forsjá þeirra, hlutverk
fósturforeldra, lengd fósturs, og
hvaða lög fylgja því.
„Núgildandi barnaverndarlög eru
dálítið óskýr og ekki nógu skipulega
uppsett. En uppsetningin er meðal
þess sem hefur verið lagfært. Þau
hafa verið löguð að þeirri þróun sem
hefur orðið í barnaverndarmálum á
undanfömum árum. í dag er til að
mynda meira um faglega þekkingu
og sérmenntaða starfsmenn," sagði
Guðrún.
í drögunum eru lögin samræmd
öðrum lögum sem snerta börn, svo
sem barnalögum, lögum um aðbún-
að og hollustuhætti á vinnustöðum,
lögum um bann við ofbeldiskvik-
myndir og fleim.
„Það á eftir að útfæra ýmsa hluti
nánar en samt sem áður verður reynt
að flýta starfinu. Nefndin hóf störf
seint í maí ’87 og þetta er búin að
vera mikil vinna. Það á einnig eftir
að vinna greinargerð og ég reikna
með því að lögunum verði skilað
eftir nokkra mánuði,“ sagði
Guðrún. jkb