Tíminn - 15.06.1989, Síða 2

Tíminn - 15.06.1989, Síða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 15. júní 1989 Áskoranir um að skilja bílinn eftir heima virðast hafa misst marks: „Bensínsala var yfir meðallagi“ Áskoranir verkalýðsfélaganna til almennings um að skilja bílinn eftir heima í gær og fyrradag, virðast meira og minna hafa farið fyrir ofan garð og neðan. „Sala á bensíni hjá okkur í gær var mjög eðlileg og við urðum ekki vör við að fólk keypti minna bensín en venjulega. í fyrradag var salan síðan heldur yfir meðallagi, sérstaklega um morguninn" sagði starfsmaður á bensínafgreiðslustöð í samtali við Tímann. Á annarri bensínstöð feng- ust þær upplýsingar að sala á bensíni, virtist hafa minnkað nokkuð eftir hækkunina, en ekkert umfram það í gær og fyrradag. Lögreglan í Reykjavík varð held- ur ekki mikið vör við að fleiri en venjulega hefðu skilið bílinn eftir heima. „Á þriðjudaginn, á milli sjö og átta um morguninn, var umferðin . lítil svo jókst hún þegar dró að hádegi. Um miðjan dag var umferð- in orðin eins og á venjulegum þriðju- degi. í gær var aftur á móti ekki hægt að merkja að bíllinn hefði verið skilinn eftir heima. Umferðin var alveg eins og hún venjulega er á miðvikudögum" sagði lögreglu- þjónn hjá umferðardeild lögreglunn- ar í Reykjavík þegar Tíminn hafði samband við hann. Sama var uppi á teningnum þegar Tíminn leitaði upplýsinga hjá Stræti- svögnum Reykjavíkur. „Ég held að aukning farþegafjölda hjá okkur hafi verið ákaflega lítil. Hún var alls ekki merkjanleg í gær og það var mjög lítið spurt um ferðir vagnanna. Við hefðum vel getað annað þessu án þess að grípa til sérstakra ráðstafana varðandi aukavagna. Ég held að fólk sem var að fara til vinnu og hefur yfir bíl að ráða hafi almennt ekki skilið hann eftir heima“ sagði vagnstjóri hjá SVR. Fræðslusamtök um ísland og EB: Þrjátíu kjörnir í stefnumarkandi ráð Fyrir skömmu var haldinn stofnfundur Fræðslusamtaka um ísland og Evrópubandalagið. Á fundinum voru samþykktar starfsreglur samtakanna og kosnir tuttugu af þjátíu í ráð sem markar meginstefnu samtakanna. Þá tíu sem á eftir að skipa mun ráðið sjá um að velja. Stefnt er að því að ráðið endurnýi sig sjálft, það er að segja kveðji til fólk í stað þeirra sem hætta störfum og skulu kyn valin innan markanna 40:60%. Pví er ætiað að halda ekki Skólastjórar Tjarnarskóla, þær Margrét Theodórsdóttir og María Sólveig Héðins- dóttir, hafa sent frá sér til- kynningu þar sem samskipti þeirra við föður nemanda sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum eru rakin. Þar segja þær umræddan föður ekki hafa verið tilbúinn til samstarfs og hafa dregið greiðslu skólagjalda, oft langt fram yfir eindaga. f niðurlagi tilkynningarinnar segir; „í hita og þunga dagsins reynist oft erfitt að sjá fram á veginn. Við trúðum því aldrei að faðirinn tæki þá ákvörðun að láta nemandann mæta eins og ekkert hefði í skorist. Við erum vanar því að tekið sé mark á orðum okkar og reynsla okkar er sú að foreldrar séu dæmalaust gott fólk og jafnan tilbún- ir til samstarfs.“ Skólastjórarnir vilja einnig koma eftirfarandi á framfæri til nemand- ans: „Okkur þykir leiðast að hafa verið þátttakendur í deilum sem hafa valdið þér óhamingju. Síst af öllu áttir þú skilið að ljúka skólaferli þínum með þessum hætti og hörm- um við það svo sannarlega." jkb færri en sex fundi á ári og koma saman ef sjórn eða þriðji hluti ráðsmanna óskar þess. Ráðið til- nefnir tvo fulltrúa til setu í „Samar- beidsudvalget for nordiske alterna- tive til EF“. Auk þess sér ráðið um kosningu sjö manna stjórnar, til setu eitt ár í senn. Stjórnin mun að jafnaði koma saman tvisvar í mánuði og sjá um fjárreiður samtakanna, skrifstofu- hald og mannaráðningar eftir því sem aðstæður leyfa. Jafnframt því sem henni er ætlað að koma sér upp tengiliðum sem víðast á landinu vegna fræðslufunda og annars starfs. Ákveðið var að í upphafi yrðu fjórir vinnuhópar settir á fót en áætlað er að þeim fjölgi eftir áhuga og þörfum. Stjórninni er ætlað að annast tengsl vinnuhópa sem sinna afmörkuðum verkefnum svo sem útgáfu fréttabréfs og fleira. Aðild að samtökunum er öllum heimil og fá félagar sent fréttabréf og annað fræðsluefni. Meðlimir geta tekið þátt í vinnuhópum og öðru starfi samkvæmt eigin vali. jkb Tilkynning skólastjóra Tjarnarskóla: Harma óverðskulduð lok skólaferilsins Sigursveinn K. Magnússon, hljómsveitarstjóri. Frá kynningu á gjaldskrárbreytingum. F.v. Bergþór Halldórsson, yfir- verkfræðingur Pósts og síma, Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráð- hcrra, Ólafur Steinar Valdimarsson, ráðuneytisstjóri. Tímamynd: Arni Bjarna. Breytingar á símagjaldskrá Samgönguráðherra hefur ákveðið að breytingar á upp- byggingu gjaldskrár fyrir símaþjónustu verði gerðar l.júlí nk. Breytingin felur í sér lækkun á gjöldum fyrir langlínu- samtöl og hækkun á staðarsímtölum. Með þessu á að jafna aðstöðu þeirra sem hringja lengra og þeirra sem hringja staðarsímtöl og er þetta jafnvel fyrsta skrefið í að gera landið að einu gjaldsvæði. f langlínusímtölum á lengri leið- um fölgar sekúndum í skrefi úr 16 í 24, á kvöldin, virka daga, úr 24 í 36 og um nætur og helgar úr 32 í 48 sek. í skrefi. Sekúndum í langlínusamtölum á styttri leiðum fjölgar úr 24 í 36 skrefið. Á kvöldin virka daga leng- ist skrefið úr 36 í 54 sek. og um nætur og helgar úr 48 í 72 sekúnd- ur. í staðarsímtölum að degi til fækkar sekúndum í skrefi úr 360 í 240. Að kvöldi, nætur og helgar fækkar þeim úr 720 í 480. Breyting- in hefur sömu árif á verð staðarsím- tala um land allt. Við þessar breytingar er áætlað að skrefum til innheimtu fækki um 16%. Til þess að vega upp á móti tekjutapi af þeim ástæðum verður skrefaverð hækkað úr kr. 2.75 í kr. 3.00. Einnig mun ársfjórðungs- gjald fyrir síma hækka úr kr. 1.125 í kr. 1.250 hjá heimilum og úr kr. 1.526,25 í kr. 2.500 hjá fyrirtækj- um. Áætlað er að þessar breytingar hafi engin áhrif á tekjur Pósts og síma við óbreytta símanotkun. Svo dæmi sé tekið um áhrif þessara breytinga mun þrjátíu mín- útna staðarsímtal á ódýrasta tíma hækka úr 9,66 kr. í 14,25 kr. Þrjátíu mínútna langlínusímtal, lengsta leið á ódýrasta tíma lækkar úr 158,01 kr. í 115,50 kr. GS Ný hljómsveit á Seltjarnarnesi Fyrstu tónleikar Kammersveitar Seltjarnarness verða haldnir mánu- dagskvöldið 19. júní kl. 20:30 í Seltjarnarneskirkju. Kammersveit Seltjarnarness var stofnuð nú í vor af þeim Einari Jóhannessyni klarinettuleikara, Hlíf Sigurjónsdóttur fiðluleikara, Hróðmari Inga Sigurbjörnssyni tónskáldi, Sigrúnu Valgerði Gests- dóttur söngkonu, Sigursveini K. Magnússyni skólastjóra og Erni Magnússyni píanóleikara. Mark- mið Kammersveitarinnar er að standa fyrir flutningi æðri tónlistar á Seltjarnarnesi og hafa Seltjarn- arneskaupstaður og Menntamála- ráðuneytið styrkt Kammersveitina fjárhagslega til að halda þessa tónleika. Á efnisskránni eru Nyári Este (Sumarkvöld) eftir Zoltán Kodály, Lied der Waldtaube (Söngur skógardúfunnar) úr „Gurre Lieder“ eftir Arnold Schönberg, Tilbrigði fyrir píanó eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og Le Boef sur la toit op.58 (Nautið á þakinu), balletttónlist eftir Darius Milhaud. Einsöngvari með Kammersveit- inni er Sigrún Valgerður Gests- dóttir sem syngur Söng skógardúf- unnar, en Örn Magnússon píanó- leikari frumflytur nýtt verk eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Til- brigði fyrir píanó. Kammersveit Seltjarnarness skipa að þessu sinni 37 hljóðfæraleikarar, Konsert- meistari er Hlíf Sigurjónsdóttir og stjórnandi sveitarinnar er Sigur- sveinn K. Magnússon. -LDH

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.