Tíminn - 15.06.1989, Blaðsíða 19

Tíminn - 15.06.1989, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 15. júní 1989 Tíminn 19 lllllllllllllllll IÞRÚTTIR lllllli:ijljlllllllllllllllii:;lTI'IIIIIIIIIIIIIIIIIIBI:íj1'llllllllllllllllllllllil;l.l^^ .............-................III................. ........................................................................ ..................................................II Körfuknattleikur - NBA-deildin: Detroit Pistons NBA-meistarar Kareem Abdul-Jabbar lék sinn síðasta leik er Lakers töpuðu titlinum Það fór eins og við spáðum hér á Tímanum, Detroit Pistons varð NBA-meistari 1989. í fyrrinótt sigr- aði liðið meistarana frá því í fyrra, Los Angeles Lakers, 105-97, á heimavelli Lakers í Forum-höllinni í Kaliforníu. Sigurinn var sá fjórði í röð hjá liðinu, en Lakers-liðið náði MARGT SMÁTT Madrid. Real Madrid tryggði sér um helgina fjórða meistaratitil- inn í röð, með 3-0 sigri á Espanol. Liðið hefur nú fjögurra stiga forskot á Barcelona þegar tveimur umferð- um er ólokið. Barcelona getur ekki unnið titilinn þó liðið vinni báða leikina sem eftir eru og Real Madrid tapi. Real Madrid hefur sigur og jafntefli úr innbyrðis viðureignum liðanna og samkvæmt knattspyrnu- reglum á Spáni ráða innbyrðisviður- eignir séu tvö lið jöfn. Miinchen. Nýorðnir v-þýskir meistarar í knattspyrnu, Bayern Múnchen, hafa keypt Skotann Alan Mclnally frá Aston Villa. Kaupverð- ið mun vera 1 milljón sterlings- punda. Mclnally skoraði 22 mörk fyrir Villa á nýliðnu keppnistímabili. Houston. Forráðamenn banda- ríska frjálsíþróttasambandsins hafa farið fram á það að heimsmet Ben Johnsons í 100 m hlaupi, 9,83 sek. sem hann setti í heimsmeistara- keppninni í Róm 1987, verði dæmt ógilt. Johnson hefur játað að hafa neytt steralyfja undanfarin ár, þar á meðal í júní og júlí 1987, en metið í Róm féll 30. ágúst. Johnson stóðst lyfjapróf eftir methlaupið, en ljóst er að hann hafði engu að síður neytt lyfja fyrir keppnina. Verði metið dæmt ógilt, þá mun heimsmetið í 100 m hlaupi verði 9,92 sek. en Carl Lewis hljóp á þeim tíma í hlaupinu fræga í Seoul s.l. haust. London. Wibledon hefur losað sig við miðjumanninn Vinny Jones. Það var 2. deildarlið Leeds sem keypti Jones fyrir 650 þúsund pund. Jones er ekki í hópi prúðustu leik- manna Englands, hann náði því vafasama takmarki með Wibledon að vera 4 sinnum rekinn af leikvelli á 22 mánuðum. Mtpptð hér ekki að vinna leik og tapaði því viðureigninni 4-0. Lakers hafði yfir í fyrri hálfleik, mest 16 stig og Lakers-liðið var enn yfir þegar fjórði leikhluti hófst. Sem fyrr átti Joe Dumars stórleik á lokamínútunum og varamiðherji liðsins, James Edwards skoraði öll sín 13 stig í fjórða leikhlutanum. Edwards kom Detroit yfir 89-86, er hann skoraði úr einu vítaskoti eftir að brotið hafði verið á honum er hann skoraði 2 stig. Isiah Thomas var einnig mjög mikilvægur og hann skoraði 3 mjög mikilvægar körfur á lokamínútunum. Lakers tókst ekki að jafna og Detroit sigraði 105-97 og 4-0 saman- lagt í viðureign liðanna. Detroit Pistons vann nú loks meistaratitilinn, en liðið var mjög nálægt því í fyrra. Liðið hefur aldrei áður í rúmlega 40 ára sögu sinni náð því að sigra í NBA-deildinni. Joe Dumars, skotbakvörður De- troit-liðsins, var eftir leikinn út- nefndur besti leikmaður úrslita- keppninnar. Dumars átti hvern stór- leikinn á fætur öðrum, en í fyrrinótt skoraði hann alls 23 stig. Lakers-liðið lék aftur án bakvarð- anna Earvin „Magic" Johnson og Byron Scott, en þeir eru báðir meiddir á ökkla. James Worthy setti persónulegt stigamet í leiknum, er hann varð stigahæstur í Lakers-lið- inu með 40 stig. Síðasti leikur Jabbars Maðurinn sem gjarnan er nefndur besti körfuknattleiksmaður heims fyrr og síðar, Kareem Abdul- Jabbar, lék sinn síðasta leik í fyrri- nótt. Þegar Jabbar fór af leikvelli og 19 sekúndur voru til leiksloka. risu áhorfendur úr sætum sínum og hylltu manninn. sem í 20 ár hefur heillað körfuknattleiksunnendur með leik sínum í NBA-deildinni. Jabbar, sem er 42 ára gamall, á að baki 1.560 leiki í NBA-deildinni, sem er met. Hann á ófá metin í deildinni, met sem sjálfsagt verða aldrei slegin. Þjálfari Lakers, Pat Riley, er þeirrar skoðunar að Kareem Abdul- Jabbar sé mesti íþróttamaður sög- unnar. Nánar verður sagt frá ferli Jabbars síðar. BL Mjólkurbikarkeppnin: Víðismenn til Grindavíkur Viðureign Suðurnesjaliðanna Víðis úr Garði og Grindvíkinga, verður stórleikur 3. umferðar Mjólkurbikarkeppninnar í knatt- spyrnu/Bikarkeppni KSÍ. Leikur- inn verður háður í Grindavík, þar sem 2. deildarlið Breiðabliks mátti þola ósigur í 2. umfcrðinni. Grindavíkurliðið leikur sem kunn- ugt er í 3. deild, en er til alls líklegt í sumar. Víðismenn leika í 2. deild. En drátturinn í 3. umferð fór þannig: Augnablik-ÍBV Grindavík-Víðir Stjarnan-Selfoss Þróttur R.-Víkverji Tindastóll-Völsungur Leiknir F.-Huginn Þegar 3. umferð er lokið, bætast 1. deildarliðin inní dráttinn fyrir 4. umferð, þar sem 6 neðrideildarlið úr 3. umferðinni verða einnig. Leikur Þróttar og Víkverja verð- ur mánudaginn 19. júní kl 20.00. og leikur Grindvíkinga og Víðis- manna verður þriðjudaginn 20. júní kl. 20.00. Hinir leikirnir verða allir miðvikudaginn 21. júní kl. 20.00. I meistaraflokki kvenna fór drátturinn þannig, 8-liða úrslit: Valur-KR Dalvík/Þór-FH KA-Stjarnan ÍA-UBK Leikirnir verða allir leiknir mánudaginn 10. júlí kl. 20.00. BL Byron Scott og Magic Johnson léku ekki með Lakers í fyrrinótt er De- troit Piston tryggði sér NB A-titilinn. A myndinni að ofan er Rick Mahorn, leikmaður Pistons í baráttu við Magic Johnson. Á innfelldu myndinni er gamli maöurinn Ka- reem Abdul-Jabbar í sveifluskoti. faÍB i ==t=-_L | MARGT SMÁTT Osló. Norðmenn töpuðu 1-2 fyrir Júgóslövum í 5. riðli undankeppni HM í gærkvöld. Júkkarnir komust í 2-0 með mörkum Stojkovic og Vujo- vic sitt í hvorum hálfleik, en Fjörtovt minnkaði muninn fyrir Norðmenn undir lokin. Kaupmannahöfn. Danir rúlluðu Svíum upp í vináttulandsleik á gærkvöld 6-0. Lars Elstrup gerði 2 mörk, en þeir Flemming Povlsen, Henrik Andersen, Jan Bartram og Michael Laudrup gerðu eitt mark hver. Pula, Júgóslavíu. Sam- kvæmt fréttum frá Júgóslavíu er ekki víst að heimsmeistarakeppnin í körfuknattleik fari fram í Argentínu á næsta ári eins og ráð var fyrir gert. Ástæðan er sú að Argentínumönn- um gengur illa að safna fé til móts- haldsins og vegna stjórnarskipta í landinu er óvíst hvort undirbúnings- nefnd keppninnar er enn starfandi. Litlar upplýsingar um keppnina er að fá hjá Argentínumönnum og því er FIBÁ viðbúið því að halda keppn- ina annars staðar. Líklegir staðir eru Bandaríkin, Kanada og Puerto Rico. IESTUNAR A/ULUN Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Árhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla miðvikudaga Varberg: Alla fimmtudaga Moss: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Tímiim □ ER ÁSKRIFANDI □ NÝR ÁSKRIFANDI Dags.: VfSA □ □ Kortnr.: □□□□□□□□□□□□□□□□ Gildir út: 1111 Í Nafnnr.: 1 1'T.l.J - 1 ITI 1 ÁSKRIFANDI:............................. HEIMILI:................................. PÓSTNR. - STAÐUR:.................. SÍMI: MILUFÆRSLU ÁSKRIFTARGJ ALDS Ég undirrituö/aður óska þess að áskriftar- gjald Tfmans verði mánaðarlega skuld- fært á greiðslukort mitt. UNDIRSKRIFT. SENDIST AFGREIÐSLU BLAÐSINS LYNGHÁLSI 9. 130 REYKJAVÍK Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Hvassafell.........22/6 Gloucester/Boston: Alla þriðjudaga New York: Alla föstudaga Portsmouth/Norfolk: Alla sunnudaga SKIPADEILD T&kSAMBAND&NS Sambandshúsinu, Kirkjusantii 105, Reykjavík, sími 698300 1ÍÁ.Í.1Í 1 L . !AKN TRAt JSIRA 1 LUININGA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.