Tíminn - 15.06.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.06.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 15. júní 1989 Tíminn 7 Leifsstöð í myrkri Tímamynd: Pjetur Almannafé sóaö af „kerfiskör!um“ sem taka ákvarðanir um hluti sem þá skortir vit á: „Um mikla peninga að ræða,“ segir Indriði H. „Yfirleitt hafa hönnuðir minni reynslu af verklegum framkvæmdum en eftirlitsaðilar og eru auk þess að vinna eftir gjaldskrá, sem gefur þeim hærri þóknun fyrir dýrari lausnir. Þannig er hvatinn til að lækka byggingarkostnað- inn í reynd neikvæður og er þetta að sjálfsögðu slæm gjaldskrá,“ sagði Stanley Pálsson m.a. í fyrirlestri um eftirlit með mannvirkjagerð á vegum endurmenntunar- nefndar Háskólans. Hvað gerir ríkið? Ríkissjóður byggir mest allra á íslandi. Indriði H. Þorláksson, hagsýslustjóri, á sæti í samstarfs- nefnd um opinberar framkvæmdir. Hann var því spurður hvort ríkið hafi reynt, í krafti stærðar sinnar, að semja um breyttan grundvöll gjaldskránna - ekki endilega til að lækka laun hönnuða, heldur þann- ig að þeir (og þjóðin öll) græddu á að hanna byggingar sem hagkvæm- astar og ódýrastar. „Ég held ekki að hægt sé að tala um að verið hafi í gangi nein almenn aðgerð í þessa veru. Málið er líka það, að ráðning hönnuða og forhönnun fyrirhugaðra verkefna er á mörgum stöðum í ríkiskerfinu. Frumáætlanagerð fer fram á vegum hvers og eins ráðuneytis eða stofn- unar og þar fer ráðning flestra hönnuða fram. Og yfirleitt er ekki til að dreifa þeim þekkingargrund- veili hjá þessum aðilum að hægt sé að reikna með því að þar sé tekið á svona málum.“ Indriði benti jafnframt á, að fyrir liggi að svona gjaidskrár (sem félög hönnuða gefa út og þeir nota til að verðleggja vinnu sína) fyrir heilar starfsgreinar séu ekki sam- rýmanlegar lögum um verðlag og samkeppnishömlur. Þessar gjaldskrár ættu því í sjálfu sér ekki að vera til. „Ég veit því ekki hver grundvöllur er fyrir einn aðila eins og ríkið, þótt stór sé, að semja um breytingar á gjaldskrám.“ Einhliða hækkanir óheimilar Hins vegar sagði Indriði fjár- málaráðuneytið af og til hafa beint þeim tilmælum til ríkisstofnana að sporna við hækkunum. öllum rík- isstofnunum og ráðuneytum hafi t.d. fyrir um mánuði verið skrifað bréf um það að hækkanir á þessum töxtum fyrir útselda vinnu, ein- hliða ákveðnar af seljendum, væru óheimilar - þ.e. að stofnanir ættu ekki að láta það yfir sig ganga að söluaðilinn hækkaði taxta sína einhliða í svona viðskiptum. Jafnframt sagði Indriði að á vegum staðlaráðs sem starfar í tengslum við Iðntæknistofnun sé að fara af stað undirbúningur að reglum um samskipti verkkaupa og seljenda tæknilegrar þjónustu, þar á meðal hönnuða. Stórt og (of) dýrt? Nokkur munur er á grunni Egill Skúli Ingibergsson gerði á Flugstöðvarráðstefnu, sem haldin var á dögunum, grein fyrir niður- stöðum vinnuhóps sem myndaður var af Ríkisendurskoðun til að gera úttekt á byggingarkostnaði Flugstöðvarinnar. Hánn rifjaði upp að fyrsta kostn- aðaráætlunin sem kom fram 1980/ 81 hafi hljóðað upp á 57 milljónir dollara. Éftir beiðni stjórnvalda, sem þótti þessi áætlun of há, var í mars 1981 gerð önnur áætlun upp á 42,4 millj. dollara. Kostnaðar- áætlun frá byrjun framkvæmda hljóðaði síðan upp á 42 milljónir dollara (33,5 millj. í framkvæmda- kostnað og 8,5 millj. dollara í verðbætur). „Þessi síðastnefnda áætlun var hin opinbera áætlun, sem ekki var hróflað við, lengst af framkvæmd- um. Fram kom einnig hjá bygging- gjaldskrár hönnuða. Segja má að afrakstur arkitekta fari eftir því hvað bygging er stór, en verk- og tæknifræðinga eftir því hvað hún er dýr. Arkitektar fá í sinn hlut ákveðna prósentu af stöðluðu rúm- metraverði bygginga - eftir því um hvers konar byggingar er að ræða - og sú þóknun breytist ekki hvort sem byggingin er dýr eða ódýr í framkvæmd. Hönnun verkfræðinga er hins vegar háð kostnaði. Þeim mun hærri sem byggingarkostnaðurinn er áætlaður þeim mun hærri þóknun. Sem dæmi nefndi Indriði t.d. hönnun loftræstikerfis. Hanni verkfræðingur það mikið, flókið og dýrt fái hann hærri greiðslu en fyrir lítið og ódýrt kerfi. arnefndarmönnum að þeir töldu áætlunina mjög ríflega, og því var það að þegar farið var að tala um að taka inn aftur ýmislegt af því sem niður hafði verið skorið áður, var fyrirstaða í því nánast engin,“ sagði Egill Skúli. Sum atriði þessa niðurskurðar sagði hann raunar þess eðlis að ekki hafí gengið upp að fella þau niður í nýrri flugstöðvarbyggingu. Enda varð sú raunin á að þau komu öll inn aftur, strax og farið var að vinna við framkvæmdina, auk þó nokkurra nýrra til viðbótar, m.a. innréttinga, listaverka og ým- isskonar stýrikerfa. „Áætlunartalan 42 millj. Banda- ríkjadala, varð einskonar markmið og viðmiðun upphæðarinnar vegna en ekki vegna samanburðarmögu- leika á framkvæmdinni og áætlun- inni. Mér virðist að áætlunin hafi fyrst og fremst verið til þess að fá „Þarna er vitanlega hvati til að ofhlaða mannvirki - og maður hefur nú stundum grun um að það sé gert, ekki síst í sambandi við loftræstibúnað og svo framvegis. Að það sé gengið ansi langt í því að selja mönnum einhverja tækni umfram það sem þörf er fyrir,“ sagði Indriði. Of fáir gæta hagsmuna ríkisins í samtali við Tímann lét verktaki nokkur eitt sinn svo um mælt, að honum þætti sárlega vanta ein- hvem sem gætti hagsmuna hins opinbera við verklegar fram- kvæmdir. „Ég get alveg tekið undir það, fram stærðargráðu kostnaðar, vegna m.a. opinberra samninga, en að henni hafi síðan ekki verið haldið við eins og nauðsyn ber alla jafnan til,“ sagði Egill Skúli. Hann benti á, að þrátt fyrir fjölmargar og dýrar breytingar hafi kostnaðaráætlunin ekki verið endurskoðuð, heldur hafi opinbert samþykki á breytingunum verið látið nægja til að ráðast í þær. Kostnaðaráætlunin hafi ekki einu sinni verið yfirfarin í sambandi við mjög ýtarlega verklýsingu arki- tekts, eftir nýja þarfagreiningu, 1985. „Jafnvel að því hafi verið trúað að allur kostnaður af þessu væri innifalinn í kostnaðaráætlun- inni.“ Vegna allra breytinganna sem ákveðnar voru eftir að fram- kvæmdir hófust sagði Egill Skúli hönnun alltaf hafa verið á eftir. Óhægt hafi því verið um vik með endurnýjaðar eða nýjar kostnaðar- áætlanir því að „breytingar voru orðnar svo miklar að upphaflega áætlunin átti engan vegin við um það hús sem byggt var“. Til þess að sýna stöðu mála byrjaði byggingarnefnd að vísu að að það það vantar stórlega á að þessum þáttum sé sinnt. Eg man t.d. eftir dæmi um að við létum breyta hönnun glugga - beinlínis vegna þess að framleiðendur sem gerðu tilboð í verkið töldu sér kleift að skila því fyrir allt að helmingi lægra verð einungis ef nota mætti hefðbundnar aðferðir í stað þeirra sem hönnuðurinn gerði ráð fyrir í útboðsgögnunum. I þessu efni vantar meira eftirlit og fastari stefnumörkun, það er eng- inn vafi,“ sagði Indriði. - Og þama væri hugsanlega hægt að spara mikla peninga? „Já, þarna er um mikla peninga að ræða,“ svaraði Indriði. Þóknun af afslætti? Tíminn hefur spurnir af, annars staðar frá, að upp hafi komið deilur milli húsbyggjanda og hönnuða um það hvort þóknun til þeirra eigi að miðast við útreiknað verð húss eða raunverulegan bygg- ingarkostnað. Verkfræðingar miði í kostnaðar- útreikningum sínum við skráð verð alls efnis. Ríflegur afsláttur frá því verði sé hins vegar mjög algengur, t.d. á steypu (allt upp í 20-30%), jámi og fleiri hlutum, sem lækkað getur byggingarkostnað umtals- vert. Sumir verkfræðingar vilji hins vegar ekki sætta sig við að sú lækkun eigi að hafa nein áhrif á þeirra hlut. -HEI gefa út áfangaskýrslur: Þá fyrstu vorið 1979 en þá 6. og síðustu í febrúar 1984 (þ.e. nokkmm mán- uðum eftir að jarðvinna hófst) en síðan ekki söguna meir. Éina kostnaðaráætlunin sem nær til verkloka var gerð í apríl 1987 - þ.e. um það leyti sem stöðin var tekin í notkun. Um það hvað af Flugstöðvar- byggingunni mætti læra sagði Egill Skúli m.a.: „Forsendubreytingar, gerðar í tímapressu, eru alltaf hættulegar fyrir framkvæmd, því það er útilok- að að sjá megi fyrir allar afleiðing- ar... Samanber í Flugstöðinni þeg- ar kjallari er ákveðinn... en af- leiðingin sem ekki sást var m.a. breyttar hönnunarforsendur vegna jarðskjálftaálags, breytt þörf fyrir loftræstingu og breytingarþörf á nánast öllum lagnaleiðum raflagna o.fl.“ Og að lokum: „Stjórnun er annað og meira en að taka rösklega til hendi, þegar óvæntir atburðir gerast, þó að nauðsynlegt sé að gera það líka. Stjórnun er verkþáttur, sem vinna þarf að allan þann tíma, sem verk stendur.“ -HEI Egill Skúli Ingibergsson kannaöi verkefnastjórnun viö Leifsstöö fyrir Ríkisendurskoöun: Kostnaðaráætlunin átti alls ekki við Leifsstöð Eftir eríndi sérfróðra manna um Flugstöðvarbygginguna verður sú spurning áleitin hvort „áhugamenn“ um bygging- una hafi búið til „netta“ kostnaðartölu í þeim tilgangi einum að slá ryki í augu ráðamanna. En aldrei hafí síðan veríð meiningin að hún mundi standast, eða ætti að standast?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.