Tíminn - 15.06.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 15. júní 1989
Timiim
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
____Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Óiafsson
Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson
Eggert Skúlason
Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason
. Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Frá og með 1. mars hækkar:
' Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Eltingaleikur
Hagstofa íslands og kauplagsnefnd hafa upplýst,
að vísitala framfærslukostnaðar miðað við vérðlag
í júníbyrjun hafi hækkað um nálega 3% á einum
mánuði. Segir Hagstofan að þessi eina hækkun milli
mánaða samsvari næstum 42% verðbólgu á ári.
Hins vegar liggur það fyrir, að vísitala fram-
færslukostnaðar hefur á tólf mánaða tímabili, frá
júní-júní, hækkað um tæplega 22%. Á síðustu
þremur mánuðum jafngildir verðbólguhækkunin
því að verðbólgan væri rúm 32% á heilu ári.
Þannig er hægt að velta þessum verðbólgutölum
aftur og fram, sjá það fyrir sér hvað gerst hefur
undanfarna mánuði og geta sér til um hvernig
verðbólguþróunin verður næstu mánuði.
Ekki þarf að deila um að þessir fagmannlegu
útreikningar Hagstofu eru mikils virði, og þó að
þeir séu e.t.v. farnir að fá á sig svip vanaverksins,
þá er ekki hægt að vera án þeirra. Hins vegar verður
ekki séð að mikið mark sé tekið á þeim boðskap
sem þessar mánaðartölur Hagstofunnar flytja þjóð-
inni og ráðamönnum hennar.
Pessir vísitöluútreikningar sýna einfaldlega að
verðbólga hér á landi er alltof mikil. Hún er ekki í
neinu samræmi við verðlagsþróun í nágrannalönd-
um og hjá viðskiptaþjóðum okkar. í því efni gildir
einu, hvort verðbólgan telst vera 22%, 32% eða
42%. Hagkerfi sem viðheldur verðbólgu af þessari
stærð ár eftir ár getur ekki gegnt því hlutverki að
byggja upp heilbrigðan atvinnurekstur eða tryggja
eðlilega afkomu vinnandi manna. Við slíkar aðstæð-
ur verður öll efnahagspólitík eltingaleikur við
skammtíma lausnir og kjarabarátta launafólks krafa
um verðbólgukrónur, sem ekki gefa aukinn kaup-
mátt.
Það ætti að vera sameiginlegt áhugamál stjórn-
valda, atvinnurekenda og launafólks að útrýma
þeirri óeðlilegu verðbólgu sem íslenskt hagkerfi
líður fyrir. Þessi helstu áhrifaöfl í efnahagsþróun-
inni verða að taka höndum saman um að snúið sé
við á braut verðbólgunnar. Fyrr eða síðar kemur að
því að þessi þjóðfélagsöfl verða knúin til þess að
vinna saman að raunhæfum lausnum.
Sá hugsunarháttur sem orðinn er landlægur á
íslandi að hægt sé að lifa með verðbólgunni er
skaðlegur fyrir alla. Reddingapólitík og óraunhæfar
kröfur í kjaramálum fylgjast að, en afleiðing þeirra
er á einn veg, óheilbrigt efnahagskerfi og atvinnulíf
sem aldrei fær að þróast eðlilega. Launafólkið
tryggir ekki kjör sín í slíku efnahagsástandi, hvorki
að því er tekur til rauntekna né að atvinnuöryggi
geti haldist.
Verðhækkanir hafa verið miklar að undanförnu.
Það er ekki nema von að launafólk láti í ljós
óánægju sína, þótt deila megi um aðferðina við að
láta óánægjuna í ljós. Hins vegar þjóna mótmæli
ekki þörfinni fyrir það samstarf sem á að vera milli
hagsmuna- og áhrifaafla í lýðræðislandi. í kjaramál-
um verður að leita jákvæðra leiða til lausnar
hagsmunaárekstrum, en hætta eltingaleik út í
ófæruna.
GARRI
KÚAVEIDAR
Nú um helgina byrjaði hin árlega
laxveiði í Elliðaánum. Þá var eins
og á fyrri árum tilkallaður borgar-
stjórinn í Reykjavík, Davið
Oddsson, til að veiða þar fyrstur
manna.
Að vísu er torskiljanleg sú árátta
stangaveiðimanna að byrja alltaf
veiðitímann með því að siga borg-
arstjóranum í ána. Og reyndar er
líka dálítið álitamál hve langt borg-
arstjóri eigi að ganga í að þiggja
slík boð. Vera má nefnilega að
stangaveiðimenn eigi eitthvað und-
ir borgina að sækja, og þá er alltaf
sú hætta fyrir hendi að einhverjir
illkvittnir menn fari að fetta fingur
út í þetta og gera við það óþægileg-
ar athugasemdir. Laxveiði er nú
einu sinni rándýr lúxus, sem venju-
legir launamenn hafa engin efni á.
En Garri er ekki þannig innrætt-
ur að hann ætli að fara að setja út
á þetta. Svo var að sjá í sjónvarpinu
að Davíð hefði hina mestu ánægju
af því að standa þarna við ána.
Vonandi hefur hann átt þar góðan
og ánægjulegan dag.
Eldislax
En hitt er annað mál að Iítið
hefur farið fyrir fréttum af aflanum
hjá borgarstjóranum daginn sæla.
Til hans komu fréttamenn nálægt
miðjum degi og var hann þá ekkert
búinn að fá. Aftur á móti hafði
hann um það stór orð að sig
langaði ekki til að þurfa að fara
heim með „öngulinn í rassinum",
eins og borgarstjóranum þóknaðist
að orða það, þ.e.a.s. án þess að
hafa fengið nokkurn fisk.
En Garri hefur ekki haft af þvi
neinar fréttir hvernig þetta fór.
Kannski hefur borgarstjórinn
neyðst til að fara heim með hann í
afturendanum, svo orðalag hans sé
mildað örlítið. En vonandi hefur
honum þó tekist að draga eitthvað
á land. Það er alltaf leiðinlegt
þegar menn verða ekki varir. Að
ekki sé talað um þegar mönnum er
boðið í fría veiði, eins og þarna var.
En hitt er annað mál að núna eru
að berast fréttir af öðru, sem getur
orðið stóralvarlegt mál. Eins og
menn vita hefur verið farið út í
töluvert umfangsmikið fiskeldi síð-
ustu árin víða um land. Þar á
meðal hér við Faxaflóann, og nú
kvað það vera farið að gerast að
eldislax sé byrjaður að ganga í
Elliðaárnar innan um þann villta.
Menn, sem segjast hafa vit á
þessum málum, hafa frætt Garra á
því að það sé tvennt ólíkt að draga
villtan lax og eldislax. Sá villti
tekur hart á móti og berst eins og
Ijón við veiðimanninn. Þannig
kveikir hann í honum veiðigleði og
bardagahug og gefur væntanlegum
banamanni sínum góð laun fyrir
þær risaupphæðir sem hann þarf
að greiða fyrir daginn í góðri
laxveiðiá.
Húsdýr
Eldislaxinn, aftur á móti, hagar
sér svona svipað og hvert annað
húsdýr. Að veiða hann er ekki
ólíkt því og að leiða þæga sauðkind
inn í sláturhús og lóga henni þar á
mannúðlegan hátt.
Að vísu skal hér ekki fullyrt að
eldislaxinn sé svona upp til hópa
taminn, en hitt er víst öruggt að
hann veitir litla mótspyrnu þegar
verið er að veiða hann. Þar er víst
örugglega miklu fremur um það að
ræða að verið sé að lóga honum
heldur en að þar sé veiðimaður að
eltast við villt dýr, sem raunveru-
lega berst fyrir lífl sínu.
Með öðrum orðum þá er þessu
þannig háttað að þegar menn setja
í eldislax í Elliðaánum þá er hætt
við að h'tið verði úr veiðigleðinni.
Þar er svipað á ferðinni og til er í
útlöndum, og byrjað er að sjást hér
á landi, að eldisflski sé sleppt í
polla eða tjarnir, þar sem fólki sé
síðan leyft að dunda við það sér til
ánægju að draga sér sjálft flsk t
soðið.
Vanir veiðimenn kalla þess hátt-
ar aftur á móti ekki veiði. Það er
svona út af fyrir sig svipað og
myndi vera ef skotveiðimönnum
væri hleypt hér inn í búfjárhaga
þar sem þeir fengju að dunda sér
við að skjóta tamdar kýr á beit í
soðið handa sjálfum sér. Slíkar
kúaveiðar eru ekki sá eltingaleikur
við viilta bráð, á borð við ótamda
laxinn í Elliðaánum, sem kveikir í
mönnum veiðigleði og fær þá til
þess að vilja borga morð fjár fyrir.
Ef svo skyldi fara að sjálfar
Elliðaárnar, perla Reykjavíkur,
breyttust úr gjöfulli laxveiðiá í
einhvers konar andapoll fullan af
þægum og vel tömdum eldislaxi þá
væri illa farið. Hætt er við að þá
þýddi lítið að bjóða borgarstjóra
Reykjavíkur að opna þær á vorin
með pomp og prakt. Hvað þá
dellufólki um laxveiði. Þá mætti í
rauninni alveg eins senda það upp
í sveit og siga því þar á kúaveiðar.
Garri.
VÍTT OG BREITT lllllllllllllllllll
Flugöryggi
íslendingar eru mikil flugþjóð.
Saga flugsins hér á landi er orðin
býsna löng þegar alls er gætt, því
að flugið er í rauninni nýtilkominn
kostur í samgöngumálum, tilheyrir
20. öldinni eins og svo margt annað
í tækniframförum.
Dirfskufull þróun
Það tók að vísu sinn tíma að gera
flugsamgöngur að því sem þær eru
í landi okkar. Sú saga er vörðuð
mörgum áföngum og vafalaust
miklum mistökum, og stundum
hafa forgöngumenn flugsins hugs-
að hærra en raunveruleikinn gat
borið þá.
Hvað sem því líður þá hafa
íslendingar hrifist af flugævintýr-
inu, sem það óneitanlega var í
fyrstu, eignast dugandi flugmenn
og forgöngumenn um flugrekstur,
svo að athygli hefur vakið hjá
öðrum þj óðum. Það er ekki einasta
að flugið sé útbreitt samgöngutæki
innanlands og sé í stöðugri þróun,
heldur hefur það nær gersamlega
tekið við í farþegaflutningum milli
landa og sækir á í vöruflutningum.
Sem ferðamenn óska íslendingar
sér ekki annarra kosta fremur en
að ferðast með flugvélum, hvort
heldur er landshornanna á milli
eða í utanlandsferðum. fslending-
um þykir hagræði að flugsamgöng-
um og setja traust sitt á þær.
Því er ekki að leyna að í þróun-
arsögu flugsins hér á landi hefur
ekki alltaf farið saman að ákveðið
væri að hefja áætlunarflug til tiltek-
inna staða og tryggt væri öryggi á
flugvöllum eða séð fyrir öðru sem
ströngustu öryggisreglur krefjast.
Flugferðum hefur verið haldið uppi
í lengri eða skemmri tíma við
frumstæð skilyrði. Ef horft er yfir
þessa þróun og rifjað upp ýmislegt
það sem gerst hefur í flugþjónustu
síðustu áratugi, þá hafa kröfur
almennings um áætlunarflug oft
verið á undan fjárhagslegri getu
þess að stunda mætti slíka starf-
semi af fuilu öryggi. Flugvellir
voru lengi mjög ófullkomnir og
ekki nothæfir nema með fyllstu
aðgæslu. Fjárframlög hins opin-
bera til flugmála gátu ekki talist
rífleg miðað við almenna þörf fyrir
flugsamgöngur og kröfur í því efni,
þótt smám saman hafi úr því ræst.
Jafnvel hið mikla utanlandsflug
hefur ekki nema að litlu leyti getað
byggst á okkar eigin búnaði og
fjárfestingu. En ekki hefur á það
skort að allra tækifæra hefur verið
neytt til þess að efla flugið og gera
það að öflugum atvinnuvegi, sem
þjóðfélagið getur á engan veginn
án verið.
Neyðarviðvörun
Þær fréttir sem hafa borist af
fluginu síðustu daga hafa vakið
upp hugsanir um það, hvort íslend-
ingar séu enn á stigi hins hugdjarfa
frumherja og landkönnuðar í flug-
málum, þess manns sem lætur sér
ekki allt fyrir brjósti brenna. Ný-
lega hefur aðalflugfélag landsins
keypt tvær nýjar og burðarmiklar
farþegaþotur, sem eru ekki fyrr
teknar í notkun en að þær eru
kyrrsettar vegna ætlaðs smíðagalla
á aflvélum þeirra. Að vísu hefur
ekkert athugavert fundist við
hreyfla Dísanna okkar, en þeim
mun meira hafa gallar komið í Ijós
á systrum þeirra í eigu erlendra
flugfélaga, svo að ábyrgðarmenn á
þessari flugvélategund, bandarísk
flugmálayfirvöld, senda út neyðar-
viðvörun um notkun þeirra.
Þótt fullt tilefni sé til þess að
spyrja spuminga um val flugfélags-
ins á þessari flugvélategund, þegar
það ræðsf í endumýjun flugflota
síns, þá skal það ekki gert hér.
Hins vegar verður að gera þá kröfu
til flugfélagsins og loftferðaeftirlits
og flugmálayfirvalda yfirleitt, að
ekki sé verið að „experimentera"
með þessar vélar meðan ekki fæst
úr því skorið, hvort þær stofna
öryggi farþega og áhafna í hættu á
þeim langleiðum sem utanlands-
flugið er. íslendingar hafa að vísu
aldrei bliknað út af smámunum í
flugöryggismálum. En svo flugóðir
em þeir ekki að hægt sé að bjóða
þeim far með gölluðum vélum.
Ingvar Gíslason.
i
'Jt >i * tíé'e'*-'