Tíminn - 15.06.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.06.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 15. júní 1989 Ársrit Kvenréttindafélags íslands 1989 er komið út. Fæst í bókaverslunum, blaðsölu- stöðum og hjá kvenfélögum um land allt. Kvenréttindafélag íslands. Holtaskóli, W Keflavík Næsta skólaár eru lausar fjórar kennarastöður m.a. í ensku, íslensku, samfélagsfræði og raun- greinum. í skólanum eru u.þ.b. 500 nemendur frá 6. til 9. bekkjar og kennarar um 30. Einnig vantar íþróttakennara drengja. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 92-15597 og yfirkennari í síma 92-15652. Skólanefnd. LESENDUR SKRIFA Halldór Kristjánsson: Bindindi á mjólk í þrjá daga hafa samtök launþega látið dynja yfir þjóðina hvatningar- orð að drekka ekki mjólk, kaupa ekki mjólk. Þettaer ærinogónotaleg reynsla fyrir þá sem trúðu því að launþegasamtök ættu hlutverki að gegna til mannlífsbóta. Þetta er herferð gegn bændum. Það breytir engu hvað þeir Ásmund- ur og Ögmundur segja oft að þessu sé ekki beint gegn bændum. Steinin- um var kastað og hann hitti bændur. Þar breytir engu þó að þeir sem köstuðu segist hafa ætlað að meiða ríkisstjórnina. Þessir alþýðuhöfðingjar segja að bændur standi jafnréttir eftir þó að ' enginn kaupi afurðir þeirra. Þeir hafi samning um fullt verð fyrir því. Mættum við sýna þessum hertog- um í spegil. Hafa ekki þeirra menn lögbundinn tekjustofn þó að enginn fái atvinnu? Eru ekki til lög um atvinnuleysistryggingu? Hvers vegna var mjólkin valin? Hvers vegna var ekki hætt að kaupa gosdrykki sem hækkuðu næstum tvöfalt meira en mjólkin og eru 50% dýrari í lítratali? Mig minnir að ég lærði það ungur að 5 lítrar af mjólk á dag væri viðhaldsfóður fyrir fullorðinn mann. Mjólkin er sérstök kostafæða. Og hún er ódýr. Nógur matur allan sólarhringinn kostar innan við 350 krónur. Það eru góð matarkaup, þrátt fyrir allt. Ögmundur talar um þetta mjólk- urbindindi sem píslir sem menn leggi á sig af einhverri hugsjón. Þetta bitni einkum á þeim sem hafi þá sjálfsafneitun að láta mjólkina Elísabet Jökulsdóttir. Ný Ijóðabók: „Dans í iokuðu herbergi" „Dans í lokuðu herbergi“ heitir ný ljóðabók eftir Elísabetu Jökuls- dóttur, og er hún jafnframt fyrsta bók höfundar. Þar er að finna 57 ljóð, ort á síðustu fimm árum. Bókin skiptist í fimm kafla, um ómeðvit- undina, dansinn, ástina, leitina og leikhúsið. Elísabet Jökulsdóttir hefur áður birt ljóð í tímaritum, gert ljóðaþætti með tónlist fyrir útvarp, komið fram í sjónvarpi og lesið upp á ljóðakvöld- um, bæði hjá Listahátíð kvenna og Besta vini ljóðsins. „Dans í lokuðu herbergi“ er 80 blaðsíðna innbundin bók með myndskreyttri kápu, í fallegri út- gáfu. Bókin er prentuð hjá Prent- smiðju Árna Valdimarssonar. Það er höfundur sem gefur bókina út. „Dans í lokuðu herbergi" er nú fáanleg í bókaverslunum og hjá höfundi. vera. Samt munu fáir líta á hann sem píslarvott. Þegar verðhækkun mjólkur er at- huguð kemur í ljós að orsök hennar er meðal annars sú að skjólstæðingar Ásmundar Stefánssonar hafi fengið kauphækkun. Þeir vinna sumir við mjólkina, bílstjórar, mjólkur- fræðingar, verslunarmenn. Ætlast nú launþegahertogamir til þess að bændur borgi þeim þennan kaup- auka af sínu kaupi? Var ekki nóg að neita bændum um launahækkun eins og hinum? Hver átti að vera kaup- hækkun annarra sem vinna við mjólkina? Því ættu þeir Ásmundur og Ögmundur að svara. Þeir höfðu samið um þessa kauphækkun. Hvar vildu þeir taka fé til að mæta henni? Þeir hljóta að hafa gert sér grein fyrir því. En við sjáum ekki til hvers þeir hafa ætlast. Sunnlenskir bændur tóku myndar- lega á þessum málum. Þeir bjóða launþegasamtökunum að koma og ræða málin sameiginlega með þjóð- arhag fyrir augum. Þar eru menn sem hægt er að binda vonir við. Eru forustumenn launþega menn til að taka boði sunnlenskra bænda? Úr því verður reynslan að skera. Halldór Kristjánsson. Áfengisneysla spillir fyrir árangri í íþróttum íþróttamaður er ávallt að hugsa um að vera í „toppformi“ og þarf þess vegna að íhuga gaumgæfilega hvað hann borðar og drekkur. Bjór og annað áfengi hefur vitaskuld sömu áhrif á líkamsstarfsemi íþrótta- manns og þess sem stundar eltki íþróttir. Bjór er ekkert annað en áfengi og öllum er Ijóst hvaða áhrif það hefur á taugakerfi líkamans og aðra líkamlega þætti. Alkóhól í líkamanum gerir það að verkum að vöðvarnir eru ekki tilbún- ir að taka við miklu álagi. Það dregur úr sykurmagni í líkamanum en það er nokkuð sem enginn íþróttamaður má við. Þar af leiðandi hefur t.d. bjórdrykkja mikil áhrif á þá sem stunda íþróttir sem krefjast mikils úthalds og þar sem orku er þörf. Alkóhól eyðir vítamínum úr líkamanum, sérstaklega B-vítamín- um sem sjá um efnaskipti og orku- framleiðslu, og breytir glýkógen í glúkósa. Hafi íþróttamaður drukkið bjór eða annað áfengi kvöldið fyrir æf- ingu eða keppni á hann það á Hættu að finna síður fyrir smávægiiegum meiðslum sem hann verður fyrir á æfingu. Það þýðir að hann heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist en slíkt getur gert meiðslin enn verri. Þeir sem ekki drekka áfengi eru fljótari að ná sér eftir meiðsli en hinir. íþróttamaður sem drekkur 1-3 bjóra sólarhring fyrir keppni á það á hættu að þreytast mun fyrr en sá sem ekki drekkur því að lifrin er svo upptekin við að vinna úr alkóhólinu að mjólkursýrurnar fá að njóta sín og þreyta viðkomandi íþróttamann. Auk þess ruglar alkóhól jafnvægis- skynið og íþróttamaðurinn verður lakari í íþrótt sinni á allan hátt. Alkóhól dregur einnig úr viðbragðs- flýti. fþróttamaður sem ekki drekkur siglir að verulegu leyti fram úr þeim sem drekkur. Ef tveir menn væru til dæmis að spila veggjatennis og væru svipaðir að styrkleika myndi sá sigra sem hefði ekki neytt áfengis kvöldið fyrir keppni. (Úr fþróttablaðlnu 1. tbl. 49. árg. 1989). Hellbrigðlsráðuneytlð llll BÓKMENNTIR V' v ^ Ný Ijóðabók Út er komin hjá Örlaginu í ífeykjavík ljóðabókin Gluggar hafs- ns eftir Jóhann Hjálmarsson. Þetta ;r þrettánda ljóðabók Jóhanns en jögur ár eru nú frá því síðasta xumsamda bók hans, Ákvörðunar- ítaður myrkrið, kom út. Jóhann Hjálmarsson hefur víða lcomið við í ljóðagerð sinni á þeim 33 árum sem liðin eru síðan fyrsta eskuverk hans leit dagsins ljós. Jó- riann var lengi í fremstu röð ís- lenskra súrrealista, einn af helstu merkisberum hins svokallaða opna Ijóðs og heimildarskáldskapar á síð- asta áratug og loks hefur Jóhann verið mikilvirkur þýðandi erlendra ljóða. Er þar skemmst að minnast þýðingasafnsins I skolti Levíatans sem Örlagið gaf út síðastliðið haust. Gluggar hafsins er 56 blaðsíður og skiptist í ,sjö kafla. Af sjálfu leiðir því, að efni ljóðanna er fjölbreytt, en í heild er eitt helsta einkenni bókarinnar mannleg hlýja og létt- leiki. Síðasti kafli bókarinnar, Endurtekningar, er ortur í Málaga á Spáni, þegar Jóhann dvaldist þar í skáldaleyfi á síðasta sumri. Jóhann hefur áður sótt sér innblástur suður á Pýreneaskaga, en í Gluggum hafs- ins hefur honum á athyglisverðan hátt tekist að flétta saman tilfinn- ingaríki og galsa suðursins og hina djúpu alvöru sem oft er talin ein- Jóhann Hjálmarsson. kenna norðurbúa. í fjórða kafla bókarinnar, Heim, koma fyrir minni úr fornsögum, en fyrir áðurnefnd áhrif verður skírskotun ljóðanna bæði víðfeðm og nýstárleg. Gluggar hafsins er prentuð og bundin í Prentstofu G. Benedikts- sonar hf. Málverk á kápu er eftir spænska málarann Pablo Picasso. Örlagið hefur, auk fyrrnefndra bóka, áður gefið út bækurnar Dag- bók Lasarusar og Frostmark, báðar eftir Kjartan Árnason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.