Tíminn - 15.06.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.06.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 15. júní 1989 Tíminn 9 FRÉTTAYFIRLIT STUTTGART - Mikhaíl Gorbatsjof forseti Sovétríkj- anna var ákaft hylltur er hann kom til Stuttgart þar sem hann skoðaði hátækniiðnað Vestur- Þjóðverja, en Sovétmenn þarfnast mjög þeirrar þekking- ar sem Vestur-Þjóðverjar hafa yfir að ráða á því sviði til að geta hleypt nýju blóði í efna- hagslíf Sovótríkjanna. Vestur- Þjóðverjar og Sovétmenn undirrituðu yfirlýsingu um al- þjóðlegt bann gegn efnavopn- um. KANAVERALHÖFÐI - Ný kynslóð bandarískra eld- flauga er nú komin í gagnið eftir að flutninaaeldflaug var skotið á loft með þungan hern- aðarlegan tæknibúnað sem koma á fyrir í himingeimnum. Tæknibúnaðurinn á að vara við hugsanlegum kjarna- flaugaárásum óvinaríkja á Bandaríkin. GENF - Bandaríkjamenn og Víetnamar áttu saman fyrsta fund háttsettra embættis- manna í áratug og ræddu um leiðir til friðar í Kambódíu og hvernig bæta megi samskipti ríkjanna. GENF - Ráðstefna 50 ríkja sem haldin er með stuðningi Sameinuðu þjóðanna lýsti stuðningi sínum við áætlun sem gæti leitt til þess að víet- namskt bátafólk verði hrakið frá Hong Kong, en þar hafa mikil vandamál skapast vegna mikils fjölda víetnamskra flóttamanna. BELGRAD - Ante Marko- vich forsætisráðherra Júgó- slavíu sagði að Júgóslavar hafi náð samkomulagi við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn og Alþjóða- bankann um 1,5 milljón dollara. yfirdrátt næstu fimm ár. KAPIKULE - Þúsundir Búlgara af tyrknesku bergi streyma yfir til Tyrklands og segja farir sínar ekki sléttar vegna ofsókna Búlgara á tyrk- neska minnhlutann í Búlgaríu. III UTLOND Kína: Stjórnvöld klófesta tvo andófsleiðtoga Kínversk stjórnvöld hafa náð að klófesta tvo leiðtoga lýðræðishreyfingar námsmanna sem eftirlýstir voru sérstak- lega fyrir hlutdeildina í mótmælaaðgerðunum á dögunum. Alls voru tuttugu og einn náms- maður sérstaklega eftirlýstir fyrir andbyltingarstarfsemi og hafa mynd- ir af þeim birst hvað eftir annað í kínverska sjónvarpinu þar sem al- menningur er hvattur til að Ijóstra upp dvalarstað þeirra. Kínversk stjómvöld hafa sérstak- lega hampað systur og mági annars leiðtogans sem sviku hann í hendur lögreglunnar í gær. Hinn leiðtoginn náðist á götu. Það bar svo við að þremur vest- rænum fréttamönnum var vísað úr landi í Kína í gær og fengu þeir þriggja sólarhringa frest til að hypja sig. Allan Pessinfréttamaðurbanda- rísku útvarpsstöðvarinnar „Voice of America", John Pomfret fréttaritari bandarísku fréttastofunnar „Assoc- iated Press“ og ónefndur fréttamað- ur BBC fengu reisupassann. Fréttir herma að að minnsta kosti fimmtán þekktir andófsmenn aðrir en þeir sem lýst hefur verið eftir í sjónvarpi hafi verið handteknir. Þá eru réttarhöld yfir andófs- mönnum þegar hafin. Maður hefur verið ákærður fyrir skrílslæti og fyrir að hafa gert árás á járnbrautalest í Sjanghæ. Það rétta er að lestin ók inn í hóp mótmælenda sem reyndu að hindra að hermenn yrðu fluttir til miðborgar Sjanghæ. Sex mótmæl- endur létust. Síðustu skriðdrekarnir héldu á brott frá Torgi hins himneska friðar í gær, en fjöldi vopnaðra hermanna gætir torgsins þar sem blóðbaðið mikla fór fram. ísraelar hefna fallins hermanns: Loftárás gerð á stöðvar skæru- liða í Líbanon ísraelskar orrustuþotur gerðu ár- ásir á stöðvar Palestínumanna í fjöllunum við Beirút og féllu tveir menn í árásinni sem gerð var á sama tíma og fulitrúar Arababandalagsins stóðu fyrir friðarumleitunum milli múslíma og kristinna manna í Líban- on. Árásin var hefndaraðgerð fyrir tilraun palestínskra skæruliða til að lauma sér inn yfir landamæri ísrael 4.júní síðastliðinn, en þá féll einn ísraelskur hermaður og þrír skæru- liðar. Það var þorpið Bshamoun sem er á yfirráðasvæði Walid Jumblas leið- toga Drúsa, sem varð fyrir árásinni. Voru tvær stöðvar palestínskra skæruliða eyðilagðar í árásinni. Þá héldu stórskotaliðsátök krist- inna manna og múslíma áfram og Ronald Reagan riddari hand- genginn Elísabetu Nú er Ronald Reagan orðinn riddari bresku krúnunnar og hlýtur því að vera handgenginn Elísabetu Bretadrottningu. Elísabet sló Ron- ald til heiðursriddara í Buckingham- höll í gær og hlaut hann heiðurstór- kross hinnar háttvirtu orðu af Bath. Er sú orða talin sú þriðja veglegasta í öllu Bretaveldi, einungis sokka- bandsorðan og þistilorðan eru Bath- orðunni veglegri. Þrátt fyrir að Ronald Reagan telji sig kominn af írskum konungum, þá getur hann ekki borið titilinn Sir og ekki því tekið sæti í Lávarðadeild- inni, enda ekki þegn Bretadrottning- ar. Öllu verra er að Nancy Reagan getur því ekki kallað sig lafði Nancy eins og draumur hennar hefur verið. Til þess þyrfti hún að skipta um ríkisfang og gerast borgari í sam- veldislandi. féllu þrír í þeim átökum í gær. Michel Aoun yfirmaður herja kristinna manna í Líbanon og for- sætisráðherra í bráðabirgðastjórn kristinna manna tjáði Lakhdar Ibra- himi formanns sendinefndar Araba- bandalagsins, að hann gæti ekki fallist á að foringjar vopnaðra sveita múslíma og kristinna manna ættu aðild að vopnahlésnefnd ásamt liðs- foringjum úr líbanska hernum. Sagðist Aoun krefjast þess að nefnd- in yrði skipuð herforingjum úr líb- anska hernum og herliði Sýrlendinga í Líbanon. Þá hafa leiðtogar kristinna manna ekki viljað ræða stjórnmálalegar um- bætur í Líbanon eins og múslímar hafa krafist, fyrr en sýrlenski herinn opni að nýju leiðir til og frá byggðum kristinna manna í Beirút og ná- grenni, en Sýrlendingar hafa haldið þeim svæðum í herkví í ellefu vikur. Tveir leiðtogar kínverskra námsmanna sem sérstaklega voru eftirlýstir hafa nú lent í klóm kínvcrskra stjórnvalda. Lisbet Palme mætti ekki Lisbet Palme ekkja Olofs Palme forsætisráðherra Svíþjóðar mætti ekki í vitnaleiðslu í réttarhöldunum yfir Christer Patterson sem ákærður hefur verið fyrir morðið á Palme. Lisbet sem er lykilvitni í málinu á yfir höfði sér sektir vegna þessa. Borgardómur í Stokkhólmi hafði samþykkt að ganga að þremur af fjórum skilyrðum sem Lisbet Palme hafði sett ef hún ætti að bera vitni, en Lisbct er eina manneskjan sem sá morðingja Palme kvöldið örlagaríka. Hún hefur bent á Patterson í sakbendingu á myndbandi, en verður að staðfesta framburð sinn fyrir dómi. Þau skilyrði sem borgardómur gekk að í vitnaleiðslum Lisbetar voru þau að Patterson yrði ekki í dómsalnum, engar upptökur og né útsendingar yrðu frá réttarhöldunum og að tcikningar yrðu einnig bannaðar. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu um að áhorfendum og blaðamönnum yrði úthýst. Yfirheyrslum yfir Lisbet hefur verið frestað um óákveðinn tíma, en ekki er enn Ijóst hvort Lisbet mun yfir höfuð bera vitni. Skæruliðar bíða afhroð í Úganda Stjórnarherinn í Úganda felldi um helgina þrjúhundruð skæruliða í hörðustu bardögum sem orðið hafa í Úganda frá því Yoweri Museveni komst til valda árið 1986. Fréttir hafa ekki borist um mannfall í liði stjórnarhersins. Stjórnarherinn barðist við um fímmtánhundruð manna lið skæru- liða, en tvær helstu skæruliðahreyf- ingarnar í Úganda höfðu sameinað krafta sína í fyrsta sinn. Annars vegar er um að ræða stuðnings- menn Milton Obotes fyrrum for- seta Úganda sem Yoweri steypti af stóli fyrir þremur árum og hins vegar hin sérstæða skæruliðahreyf- ing Heilags anda, sem byggir bar- áttu sína á hefðbundnum afrískum trúarbrögðum. Bardaginn sem stóð í fjórar klukkustundir átti sé stað við versl- unarbæinn Soroto sem er í 200 km fjarlægð frá höfuðborginni Kam- pala. Herinn hafði komið í veg fyrir fyrirhugaða árás skæruliða- sveitanna á Soroto eftir að hafa borist njósn af aðgerðum skæruliða og elti síðan skæruliðana uppi. Þrjúhundruð skæruliðar lágu í valnum og voru um fimmhundruð skæruliðar handteknir. Hafa því alls verið handteknir um þrjúþúsund skæruliðar undan- farnarþrjárvikur. Aðgerðir skæru- liða hafa verið að fjara út undanfar- ið vegna þess að öldungar flestra þorpanna hafa látið af stuðningi við skæruliða og ekki leyft þorps- búum að fæða skæruliðasveitirnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.