Tíminn - 15.06.1989, Blaðsíða 18

Tíminn - 15.06.1989, Blaðsíða 18
18 Tíminn Fimmtudagur IS.'júní l9ðð iþróttir lllllllllIillllilM^ hI -Æf ... Jí' TOT3 ’ 1 4 ;: Besta færi íslendinga í leiknum. Sigurður Grétarsson skýtur í þverslána á austurríska markinu. Sigurður fékk 3 góð færi í leiknum, en tókst ekki ao nýta sér þau. Tímamynd: Pjetur. Ísland-Austurríki: STÖDUG ÍSLENSK SÓKN EN ENGIN KOMU MÖRKIN Mikil óheppni réði því að jafntefli varð í leik íslendinga og Austurrík- ismanna í 3. Evrópuriðli undan- keppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu á Laugardalsvelli í gærkvöld. Austurríkismenn lágu í vöm allan tímann og þeim tókst að verjast sóknum íslenska liðsins. ís- lenska liðinu tókst ekki að skora þrátt fyrir mörg ágæt færi. Það var greinilegt, þegar á upp- hafsmínútum leiksins í gær, að Aust- urríkismenn voru komnir til þess að ná jafntefli, þeir gáfu íslendingum eftir miðjuna og lögðust í vöm. Fyrstu 15 mín. leiksins fór knöttur- inn vart af vallarhelmingi Austurrík- is og Bjami Sigurðsson markvörður snerti ekki knöttinn fyrr en á 17. mín. leiksins. Á upphafsmfnútunum komst Sigurður Grétarsson í gott færi, gaf á Ásgeir Sigurvinsson sem skaut í hliðametið. Línuvörður lyfti flaggi sínu og rangstaða var dæmd á Ásgeir. Ólafur Þórðarson átti skot að marki Austurríkis á 34. mín. en Lindenberger varði. Fimm mín. síð- ar skoraði Atli Eðvaldsson með skalla, en markið var dæmt af vegna meintrar hrindingar Atla. Ekki gat undirritaður séð neitt athugavert við markið, en dómarinn var viss í sinni sök. Það var síðan í síðustu mín. hálfleiksins að Guðmundur Torfa- son skallaði að austurríska markinu, en á sfðustu stundu náði vamarmað- Staðan í 3.riðli: Sovétríkin ...'5 3 2 0 8-2 8 Tyrkland .... 5 2 1 1 8-6 5 Austurríki ... 4 1 2 1 4-5 4 ísland....... 5 0 4 1 3-5 4 A-Þýskaland .5113 4-9 3 ur að forða marki. Lindenberger markvörður braut greinilega á Guð- mundi, en King dómari sá ekkert athugavert. Síðari hálfleikur var sama ein- stefnan á austurríska markið og sá fyrri. Á 56. mín. skaut Sigurður Grétarsson í þverslá eftir hom- spymu Atla Eðvaldssonar. Þar fór gott færi forgörðum, en tveimur mín. síðar fékk Sigurður tækifæri til að bæta fyrir en mistókst aftur að skora. Ólafur Þórðarson gaf fyrir markið, en Sigurður brenndi af í mjög góðu færi. Á 65. mín. fékk Ásgeir Sigurvins- son sendingu innfyrir vöm Austurr- íkis, en í þá mund er hann hugðist renna knettinum í netið, var honum hrint harkalega. Kingdómari dæmdi óbeina aukaspymu innan vítateigs, öllum til mikillar furðu, en víta- spyma hefði verið mun nær lagi. Ásgeir fékk knöttinn eftir auka- spymuna, en skot hans fór rétt framhjá. Þar sluppu Austurríkis- menn byrlega. Það sem eftir lifði af leiknum sóttu íslendingar án afláts, eins og reyndar allan leikinn. Það er ekki á hverjum degi sem landsliðið leikur sóknarleik heilan leik, en greinilegt er að fram- mistaða íslendinga í keppninni hefur skotið andstæðingum okkar skelk í bringu. Austurríkismenn komu, pökkuðu í vöm og fóm alsælir heim með 1 stig. Gott að fá 1 stig úr leik sem þar sem liðið á ekkert marktæki- færi. Tyrkneska sjónvarpið var á staðn- um og sýndi leikinn beint til Tyrklands. Spennan er mikil í riðlin- um og allt getur gerst. Möguleikar íslands á að komast í úrslitin á Ítalíu em enn fyrir hendi, en liðið verður að nýta færin og skora mörk. íslenska liðið barðist vel í leiknum og á heiður skilinn. Samleikur liðsins var oft á tíðum mjög góður og lofar góðu uppá framhaldið. Sigurður Jónsson og Pétur Arnþórsson voru bestu menn liðsins, en þeir Ólafur Þórðarson og Guðmundur Torfason vom frískir og Gunnar Gíslason stóð sig mjög vel þann tíma sem hann lék, en hann fór meiddur af leikvelli á 65. mín. Viðar Þorkelsson kom inná í hans stað. Aðrir leik- menn íslenska liðsins vom mjög virkir í leiknum og ömggir, en Sigurður Grétarsson hefði gjarnan mátt nýta færin betur. Hjá Austurríkismönnum var fyrir- liðinn Herbert Prohaska bestur ásamt Lindenberger markverði. King dómari slapp vel frá mjög erfiðu hlutskipti, því leikurinn var mjög harður. BL „Lukkan með AusturríkiÉÍ „Die Glúck var mit Österreich", lukkan var með Austurríki, sagði Josef Hickeresberger þjálfari Austurríkismanna eftir að lið hans hafði náð öðm stiginu gegn íslend- ingum á Laugardalsvellinum í gær. - Við höfðum eitt stig upp úr krafsinu eins og það stig er dýrmætt, en það er Ijóst að lukkan var okkar megin í leiknum gegn Islandi. íslendingarnir fengu þrjú mjög góð færi á meðan við fengum ekkineitt. - Islenska liðið hefur enn ágæta möguleika á að ná öðro sætinu, þeir verða að sigra að minnsta kosti í einum leik og ná tveimur jafnteflum. - Við eigum heimaleikinn í Salz- borg og við verðum að eiga mjög góðan leik til að bera sigur úr býtum. Aðstæður þar eru okkur hliðhollar þar sem völlurinn þar er eðlilegur og við ætlum að sigra. - Við vorom mjög óöraggir fyrir leikinn hér. Við höfum ekki sigrað í einum einasta leik á þessu árí og leikmennirnir voru smeykir við völlinn. En við náðum stigi með góðri baráttu, sagði Josef. „Það vantaði bara að skora markið“ Eftir á er alltaf hægt að segja ef. Fyrir nokkrom áram töpuðum við svona leikjum. Nú eram við famir að spila af skynsemi. Þeir fá ekki eitt einasta færí í öllum leiknum. í Rússlandi var það svipað. Næsta skref hjá okkur fram á við er að nýta eitt af þessum marktækifær- um sem að við fáum í leiknum. Nú vora þau ijögur, fimm. Ef við notum það þá föram við að segja til okkar, sagði Atli Eðvaldsson fyrirliði íslenska liðsins þar sem hann var bullsveittur á leið í sturtu. - Eg var mjög ánægður með leikinn, það vantaði bara að skora markið. Við fóram ekkert að spila annað en við getum. Þetta er það sem við getum, spilað agaðan fót- bolta í 90 mínútur og það gerðum við. - Ég hlakka bara til leiksins í Salzborg á móti Austurríki. Þeir vanmeta okkur alltaf, sama hvað þeir segja. Þeir náðu þessu stigi og þeir ætla að taka okkur með vinstri úti, en þeir era aðeins með tvo örvfætta leikmenn í liðinu. Þannig að ég er bjartsýnn, sagði Atli „Ítalíudraumurinn enn í myndinni" Ég var ánægður með leikinn, en ég var ekki ánægður með úrslitin. Þetta var góður leikur af okkar hálfu, það var spiluð mjög góð vöm, gott skipulag. Það var góð barátta og við fengum færin. Það eina sem vantaði var að skora mörk úr þessum færam, sagði Ell- ert B. Schram formaður KSÍ. - En eitt stig er eitt stig og við lifum enn í voninni um að komast áfram, það var útaf fyrir sig gaman að sjá að Austurríkismennimir spiluðu bara upp á það að halda jöfnu. - Draumurinn um Ítalíu er ennþá inn í myndinni og við höld- um bara áfram að spila einn leik I einu og náum í eitt stig í einu og sjáum svo til í haust. „Allt opið ennþá“ - Það er ekki hlutur sem gaman er að lenda í að vera utan vallar í svona leik. En maður verður að sætta sig við það, sagði Amór Guðjohnsen sem þurfti að bíta í það súra epli að horfa á leikinn úr áhorfendastúkunni þar sem hann var skorínn upp vegna meiðsla fyrir tveimur vikum. - Mér fannst leikurinn góður, sérstaklega seinni hálfleikurinn. Þeir fengu ekki færi á meðan við áttum góð tækifæri sem við voram óheppnir að nýta ekki. -HM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.