Tíminn - 15.06.1989, Page 4

Tíminn - 15.06.1989, Page 4
4 Tíminn Fimmtudagur 15. júní 1989 Kvenréttindadagurinn 19.júní: Heimsfrægur fyrjrlesari og friðarsinni á íslandi í nýútkomnu ársríti Kvenréttindafélags íslands, 19.júní, er meðal annars efnis viðtal við barnalækninn, fríðarsinn- ann og baráttukonuna Helen Caldicott, og þar kemur fram að hún mun halda fyrírlestur hér á íslandi á kvennadeginum 19.júní, og mun þar tala um ógnir kjarnorkunnar og afvopnunarmál. Helen hafði forgöngu um stofn- un Samtaka lækna gegn kjarnorku- vá,og var fyrsti forseti þeirra, en samtökin fengu friðarverðlaun Nóbels 1985. Helen er nú heiðurs- forseti þeirra. Að sögn Gerðar Steinþórsdótt- ur, formanns Kvenréttindafélags íslands, kemur Helen hingað fyrir milligöngu íslenskra kvenna sem stóðu fyrir förinni á Nordisk Forum í Osló í fyrra, en Helen hélt einmitt fyrirlestur þar. Gerður sagði að þessi hópur kvenna sem kallaði sig Áfram Forum hefði verið að kynna í vetur það sem gerðist á kvenna- þinginu í Osló, og ákveðið að enda þá kynningu á friðarumræðu og bjóða Helen Caldicott hingað, en Gerður sagði að hún væri mjög óvenjulegur ræðumaður sem léti engan ósnortinn. „Það er einstakur viðburður að fá hana hingað og ógleymanlegt að hlýða á hana. Ég vil hvetja sem flesta til að koma á fyrirlesturinn, Helen er alveg ein- stök“, sagði Gerður. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og byrjar kl. 8:30 í Þjóðleikhúskjallaranum. Selt verður inn á hann, enda kemur Helen alla leið frá Ástralíu og því talsverður kostnaður að fá hana. Skólakór Garðabæjar mun flytja nokkur lög, en á eftir geta gestir Gerður Steinþórsdóttir, formaður Kvenréttindafélags íslands fundarins komið með fyrirspumir til Helen. Fundarstjóri verður Guðrún Agnarsdóttir, læknir og alþingismaður. Gerður nefndi einnig að 21.júní verður kvennamessa í Seltjam- ameskirkju kl.20:30 þar sem sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir mun predika. Gerður sagði að þessi messa væri samskonar og haldin hefði verið á kvennaþinginu í Osló, og verður hún lokapunkturinn á þeirri kynningu sem Áfram Fomm hópurinn hefur staðið að. I 19.iúní, ársriti Kvenréttinda- félags Islands, em ýmsar greinar fyrir utan fróðlegt viðtal við Helen Caldicott, og má nefna umfjöllun um glasafrjóvgun og meðferðir gegn ófrjósemi, réttarstaða barna sem verða til við tæknifrjóvgun, „Er lýðræðið lýðræðislegt" og hvernig gengur fólki að lifa saman þegar bæði em í framastörfum. LDH- 47 GRUNNSKÓLAR ERU REYKLAUSIR Fulltrúar frá Krabbameinsfélagi íslands heimsóttu í vetur yfir 100 skóla, eða tæplega 14 þúsund nem- endur í 5.-8.bekk, og fræddu nem- endur um skaðsemi reykinga. Þessar heimsóknir eru hluti af viðamiklu tóbaksvamarstarfi í grunnskólum landsins. Einn mikilvægasti þátturinn í þessu starfi Krabbameinsfélagsins er að leita upplýsinga um reyklausa bekki og skóla og bámst upplýsingar frá um 90 skólum í vetur. Nú fékkst staðfest vitneskja um 47 gmnnskóla þar sem enginn nemandi reykti. Tveir þeirra em í Reykjavík, 8 á Vesturlandi, 6 á Vestfjörðum, 4 á Norðurlandi eystra, 11 á Austur- landi og 10 á Suðurlandi. Frá skólum sem ekki voru með öllu reyklausir voru 113 6.-8.bekkir án reyks. í 28 skólum reykir enginn kennari, a.m.k. ekki þeir fastráðnu. í 39 skólum, af þeim 90 sem svömðu, er alls ekki reykt innan dyra á meðan skólastarf fer fram. Krabbameinsfélagið leitar sér- staklega eftir reyklausum 9.bekkjum. Fjörutíu reyklausir bekkir gáfu sig fram, þar af 7 í Reykjavík, 2 á Reykjanesi, 7 á * Vesturandi, 1 á Vestfjörðum, 1 á Norðurlandi vestra, 12 á Norður- landi eystra, 3 á Austurlandi og 7 á Suðurlandi. Nokkrir bekkir hlutu ferð í Þórsmörk í verðlaun, en dregið var um það á milli bekkja. Auk þess gaf B.S.Í. tveim nemend- um í hverjum bekk hringmiða með áætlunarbifreiðum sínum. GS ri!vrvi\oo i Mnr Guðm. Bjarnason Norður-Þingeyingar Guðmundur Bjarnason, ráðherra og Valgerður Sverrisdóttir, alþingis- maður verða til viðtals á eftirtöldum stöðum: Hnitbjörgum, Raufarhöfn, miðvikudaginn 14. júní kl. 20.30. Fundarsal KNÞ, Kópaskeri, fimmtudaginn 15. júní kl. 20.30. Vorhappdrætti Framsóknarflokksins Dregið var í Vorhappdrætti Framsóknarflokksins 9. júní. Vinnings- númer eru sem hér segir: 1. vinningur númer 17477 2. vinningur númer 36272 3. vinningur númer 33471 4. vinningur númer 37116 5. vinningur númer 38156 6. vinningur númer 27174 7. vinningur númer 8313 Vinningsmiðum skal framvísa á skrifstofu Framsóknarflokksins í Nóatúni 21, Reykjavík. Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinninga skal vitja innan árs frá útdrætti. Allarfrekari upplýsingar í síma 91-24480. Framsóknarflokkurinn Sumartími: Skrifstofa Framsóknarflokksins, að Nóatúni 21 í Reykjavík, verðurfrá og með 1. júni n.k. opin alla virka daga frá kl. 8.00-16.00. Framsóknarflokkurlnn. Jón Kristjánsson, alþingismaður, verður með viðtalstíma og fundi, og situr fyrir svörum um stjórnmálaviðhorfið og þingstörfin. Athugið Fundinum sem átti að vera á Vopnafirði í dag er frestað til miðvikudagsins 21. júni. Landsþing L.F.K. á Hvanneyri 8.-10. september 1989. 4. iandsþing L.F.K. verður haldið að Hvanneyri dagana 8.-10. september n.k. Dagskrá þingsins verður tilkynnt siðar. Framsóknarkonur eru hvattar til að fjölmenna eins og á undanfarin þing. Stjórn L.F.K. Framsóknarmenn Siglufirði Muniö hádegisfund föstudaginn 16. júní. I>M Jrn—eirnyri • STERKARI • ÖRUOGARI • ÓDÝRARI BÚNABARDEILD SAMBANDBINS AHMULA3 REYKJAVtK SiM JBÖOO BÍLRÚÐUÍSETNINGAR OG INNFLUTNINGUR SMIÐJUVEGI 30 S 670675 RÚÐUÍSETNINGAR í ALLAR TEGUNDIR BIFREIÐA EIGUM FLESTAR RÚÐUR ÁLAGER PÓSTSENDUM NEYÐARÞJÓNUSTA A KVÖLDIN OG UM HELGAR KJARTAN ÓLAFSSON S 667230 GUNNAR SIGURÐSSON S 651617 A Jóhann G. Jóhannsson er einn tón- listarmannanna sem standa að upp- ákomum í Kringlunni til að vekja athygli á happdrætti til styrktar fél- agsheimiii tónlistarmanna. Happdrætti Félagsheimilis tónlistarmanna í Kringlunni Listamið- stöð að Vitastíg I vikunni standa aðstandendur félagsheimilis tónlistarmanna fyrir tónlistaruppákomum á hverjum degi fram tii föstudags, í Kringlunni. Uppákomurnar eru í tengslum við sölu happdrættismiða til styrktar félagsheimilinu. Miklar breytingar standa nú fyrir dyrum á húsnæði félagsheimilisins. En þar er gert ráð fyrir að komi margvísleg starfsemi tengd tónlist og tónlistarflutningi. Fyrir hverja hundrað miða sem seljast, í Kringlunni, verða dregnir út fimm hljómplötuvinningar og tveir matarvinningar fyrir tvo á Eika- grilli. Fyrsti vinningur í happdrætt- inu er Skoda Favorit sem er til sýnis á annarri hæð Kringlunnar þar sem uppákomunar fara fram. Markmiðið er að seldir verði eitt þúsund miðar í tengslum við uppákomurnar. Ef það takmark næst verður dregin út, af seldum miðum í Kringlunni ein- göngu, sælkeraferð til Portúgal. Félagsheimili tónlistarmanna er að Vitastíg 3. Fyrir tíu árum voru stofnuð Samtök aiþýðutónskálda og tónlistarmanna, SATT. Eitt af markmiðum þeirra var að koma þaki yfir félagsstarfsemi tónlistar- manna. Hlutaðeigandi eru öll sam- tök tónlistarmanna á landinu, annað hvort beint eða í gegnum Tónlistar- bandalag íslands. Að sögn Jóhanns G. Jóhannssonar hefur þessi fram- kvæmd gengið upp og ofan á undan- förnum árum en nú lítur út fyrir að eitthvað bjartara geti verið framund- an, safnist nægt fjármagn. Meðal annars hafa margir verið andvígir staðsetningu félagsheimilis- ins, önnur atvinnustarfsemi í húsinu hefur ekki átt neina samleið með félagsstarfsemi tónlistarmanna og svo framvegis. „Nú lítur aftur á móti allt út fyrir að þarna í kring sé að byggjast upp eins konar listamiðbær. Auk þess sem breytingar á starfsemi í húsinu standa fyrir dyrum“ sagði Jóhann. Breytingarnar eru í því fólgnar að á neðstu hæð er gert ráð fyrir klúbb þar sem flutningur lifandi tónlistar kemur til með að sitja í fyrirrúmi. Á annarri hæðinni verður síðan veit- ingastaður. „Þetta auðveldar okkur ýmislegt til dæmis varðandi útleigu á salnum. Við komum til með að hafa samstarf við veitingastaðinn en veit- ingasala hefur ekki verið fyrir hendi í félagsheimilinu hingað til“ sagði Jóhann í samtali við Tímann. jkb SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna!

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.